Dagblaðið - 20.10.1979, Síða 5

Dagblaðið - 20.10.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. 5 PRÓFKJÖRIN í REYKJAVÍK: lón Baldvin í slaginn um efstu sæti A-lista Allt er nú komið á fulla ferð í próf- kjörsundirbúningi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Nokkuð óvænt hefur Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri tekið þá stefnu að fara í slaginn um efstu sætin. Gefur hann kost á sér í 3.—4. sæti i al- þingisframboðinu. Benedikt Gröndal forsætisráðherra gefur kost á sér í 1. sæti. Dr. Bragi Jósepsson gefur einnig kost á sér í það sæti. Vilmundur Gylfason dóms- og menntamálaráðherra gefur kost á sér i 1.—2. sætið en stefnir á 2. sæti á listan- um eftir því sem næst verður komizt. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður gefur að öllum líkindum kost á sér í 2. og 3. sæti en stefnir á sama sæti og hún var í við síðustu kosningar, þ.e. 3. sætið. Jón Baldvin Hannibalsson hefur þann hátt á að gefa kost á sér í 3.—4. sætið sem fyrr segir. „Málið er það að ég hafði ekki hugsað mér að fara í þennan slag,” sagði Jón Baldvin i viðtali við DB. „Eftir þennan sjónvarpsþátt, sem ég var í um daginn, hef ég ekki haft frið Kommúnistaflokkurinn: „Tökum þátt í kosningunum” „Við tökum örugglega þátt í kosningunum en óráðið er á hvern hátt það verður,” sagði Gunnar Andrésson, formaður Kommúnistaflokks íslands, við Dagblaðið. Flokkurinn bauð fram í Reykjavík í síðustu kosningum og hafði 128 at- kvæði upp úr krafsinu. Gunnar skipaði þá efsta sæti listans. „Við viljum sameina öflin vinstra megin við Alþýðubandalagið. Við vonum að Fylkingin og Eik-arar taki þátt í víðtæku samstarfi og mér heyrist menn almennt vera hlynntir hug- myndinni. Það er brýnt að hrinda slíku sam- starfi í framkvæmd. Við höfum vonda reynslu af vinstri stjórn og Alþýðubandalagið hefur svikið verka- fólk,” sagði Gunnar Andrésson.-ARH. fyrir fólki sem segir mér að ég eigi að fara í framboð. Ég hef þetta því eins og margir góðir menn hafa gert. Ég verð við áskorunum um þátttöku i prófkjörinu,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Víst er talið að hörð barátta verði um efstu sætin í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík og að frambjóðendur reki kosningaskrifstofur með atbeina stuðn- ingsmanna sinna, eins og sumir þeirra gerðu í síðustu kosningum. - BS Haukur Ingibergs- son ætlaríframboð Haukur Ingibergsson skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst stefnir að 2. sætinu á lista Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Framsóknarmenn eiga tvo þingmenn í kjördæminu. Halldór Sigurðsson og Alexander Stefánsson. Halldór gefur ekki kost á sér aftur. Um hans sæti tak- ast trúlega á Alexander og Dagbjört Höskuldsdóttir skrifstofumaður í Stykkishólmi. í prófkjöri framsóknar- manna fyrir síðustu þingkosningar glímdu Alexander og Dagbjört um 2. sætið. Alexander vann i þaðskiptið. Fleiri koma til greina í slaginn um efstu sæti Framsóknar á Vesturlandi, þeirra á meðal Jón Sveinsson dómara- fuiltrúi á Akranesi. - ARH Framsökn: Krisf inn Ágúst feríframboð ,,Ég hef fengið áskorun frá hópi ungra manna innan flokksins um að ég gefi kost á mér og hef ég ákveðið að verða við þeirri áskorun,” sagði Kristinn Ágúst Friðfinnsson, guðfræðinemi og félagi í FUF, í samtali við DB. „Þetta þýðir þó ekki að ég sé að berjast við einn eða neinn, og ég stefni ekki á neitt ákveðið sæti. Ég treysti fullkomlega þeim sem eiga að taka á- kvörðun um skipan listans,” sagði Kristinn Ágúst. -GAJ- ***■" SJALFSTÆÐIS- NIENN í REYKJAVÍK Kjörnefnd sjálfstæðismanna i Reykjavík gekk frá endanlegum fram- boðslista til prófkjörsins sem haldið verður dagana 28. og 29. október. Framboðin, sem bárust kjörnefnd fyrir kl. 17 á fimmtudag, eru talin hér á eftir að viðbættum þeim nöfnum sem kjörnefndin fyllti listann með í gær. Ágúst Geirsson símvirki, Albert Guðmundsson alþingismaður, Bessí Jóhannsdóttir kennari, Birgir ísl. Gunnarsson borgarfulltrúi, Björg Einarsdóttir skrifstofumaður, Elín Pálmadóttir blaðamaður, Ellert B. Schram alþingismaður, Erna Ragnars- dóttir innanhússarkitekt, Finnbjörn Hjartarson prentari, Friðrik Sophus- son alþingismaður, Geir Hallgrímsson alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, Gunnar S. Björnsson trésmíðameistari, Guðmundur Hansson verzlunarmaður, dr. Gunnar Thoroddsen alþingis- maður, dr. Gunnlaugur Snædal yfir- læknir, Hallvarður Sigurðsson raf- virkjanemi, Haraidur Blöndal héraðs- dómslögmaður, Hreggviður Jónsson fulltrúi, Jóna Sigurðardóttir húsmóðir, Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur, Kristján Guðbjartsson fulltrúi, Kristján Ottósson blikksmiður, Pétur Sigurðsson sjómaður og Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður. - BS Tveir strætisvagnar í 7 bfla árekstri „Hreyfum ekki bfí- ana aftur í hálku” „Ef þessi staða kemur upp aftur er klárt mál að ég og fleiri vagnstjórar munum ekki hreyfa vagnana út,” sagði Magnús Skarphéðinsson vagn- stjóri hjá SVR í samtali við DB í gær. Magnús var svo óheppinn að morgni fimmtudags, er hann ók sína leið í Breiðholtinu, að verða aðili að sjö bíla árekstri. „Ég ók Stekkjar- bakkann er stúlka kom á litlum bíl niður Skógarselið. Þarna er mjög hættuleg beygja og höfum við vagn- stjórar hvað eftír annað farið fram á breytingu, án þess þó að á okkur væri hlustað. Líklega er beðið eftir banaslysi fyrst. Þarna var mjög hált, gangandi vegfarendur áttu jafnvel erfitt með að fóta sig. Stúlkan missti vald á bílnum og lenti hann framan á vagninum hjá mér. Svo mikill var skellurinn að flytja varð stúlkuna á slysadeild vegna höfuðhöggs. Annar bíll kom að og missti ökumaðurinn einnig vald á honum og lenti hann á bil stúlkunnar. Enn einn kom að, en hann tókst að stöðva. Þegar fimmti bíllinn hins vegar kom rennandi niður brekkuna, lenti hann á þeim bíl. Loks kom strætísvagn sem átti að taka mína farþega. Þrátt fyrir að vagnstjórinn vissi fyrirfram að þarna væri hálka missti hann einnig vald á bílnum, hann snerist þversum á götunni og lenti utan í einum bíl enn. Vegna þessa áreksturs og fjölda annarra á fimmtudagsmorgun urðu geysilega miklar tafir á akstri strætis- vagnanna. Okkur sárnar að vonum því að þegar nagladekkin voru tekin undan bílunum var okkur lofað að allar götur yrðu saltaðar jafnóðum og háit yrði, áður en vagnarnir v.-.V.V...- ■■■■ .. w,- - .v:_,.....y . ■ ímuxnur—- Svona leit leið 14 út eftir sjö bila áreksturinn i Breiðhol(i. DB-mynd: R.Th. byrjuðu akstur. Eitthvað virðist þó ganga erfiðlega strax i vetrarbyrjun að standa við það loforð,” sagði Magnús. DB hafði samband við Ólaf Guðmundsson, fulltrúa gatnamála- stjóra, sem gegnir störfum í fríi þess síðarnefnda. Ólafur sagði að allt yrði gert í vetur til þess að salta götur í tíma. Hálkan á fimmtudagsmorgun hefði verið óvenju snemma á ferð og vetrarvaktin ekki komin tíl starfa. Salti hefði verið dreift strax og vitneskja barst um hálkuna, eða upp úr klukkan sjö. Þá hefðu vagnstjórar látið vita um hálkuna en það'væru yfirleitt annaðhvort vagnstjórar eða lögreglan sem kæmi vitneskju um hálku á framfæri. Vetrarvaktin tæki til starfa um 20. október og yrði það þá hluti af starfi hennar að fylgjast með veðurfregnum og vera viðbuin söltun eldsnemma á morgnana. -DS. 2. deildin í skák: Vestfirðingar taka forystuna Keppni í 2. deiid í deildakeppni Skáksambandsins hófst um síðustu helgi. Reiknað var með 8 þátttökulið- um en sveit Skáksambands Suðurlands gekk úr skaftinu á síðustu stundu og Taflfélagið Nói þáði ekki boð SÍ um að tefla sem „gestalið”. Úrslit í leikjum helgarinnar urðu þessi: Skáksamband Vestfjarða — Tafl- félag Reykjavíkur b-lið: 2,5—3,5. Tafl- félag Húsavíkur — Taflfélag Vest- mannaeyja: 5—1. Skáksamband Vesturlands — Taflfélag Vestmanna- eyja 3,5-2,5, Skáksamband Vestfjarða — Taflfélag Húsavíkur: 4—2. Skák- samband Vestfjarða — Taflfélag Vest- mannaeyja: 4,5—1,5. Skáksamband Vesturlands — Taflfélag Húsavíkur: 5—1. Staðan (leikjafjöldi tilgreindur í sviga): Vestfirðir 11 vinn. (3), Vesturland 8,5 (2), Húsavík 8 (3), Vestmannaeyjar 5 (3), TR-b 3,5 (1) Hreyfill 0 (0). -GAJ LOKSINS ER OPTIC FOAMIÐ KOMIÐ KOMIÐ Fyrir þá sem ganga með dlerauau — Fæstfflestum Y /X sportvöruverzlunum, Sjonauka — ^ apótekum og myndavéla- 0N snyS: Hnsur , 350 % skammtar ^4 OPTIC FOAM LENS CLEANER • anti-fog - anti-static • nospill - no run •350 precise applicatlon* •tnvironmentally safe í túbunni. Fæst í flestum gleraugnaverzlunum og Ijósmyndaverzlunum landsins FORVALHF ■ Laugavogi84. Pantanasími: 24170

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.