Dagblaðið - 20.10.1979, Page 10

Dagblaðið - 20.10.1979, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. frjálst,úháð datfblað Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfs&on. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Fréttastjóri: Omar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþrótt ' Hallur Simonarson. Menning: AöaWteinn IngóHsson. AAstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrii ’ sqrímur Palsson. Blaðamen< Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, uóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gis&ur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hi|mir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkpHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 4000. Ve*ð f ladeasölu kr. 200 eintatdð. Spilaborg Hjörieifs hrunin Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfull- trúi og Bragi Sigurjónsson orkuráð- herra felldu á einum fimmtudegi í síð- ustu viku spilaborgir Hjörleifs Gutt- ormssonar, fyrrverandi orkuráðherra. Því er allt hans strit unnið fyrir gýg, sem betur fer. Síðustu mínútur valdaferilsins notaði Hjörleifur til að skipa Rafmagnsveitum ríkisins að reisa orkuver við Bessastaðaá sem fyrsta áfanga síðari Fljótsdalsvirkjun- ar. Þessi ólöglega tilskipun eyðilagði um leið stuldinn á Landsvirkjun. Bessastaðaá er merkilegt fyrirbæri í orkusögu lands- ins. Alþingi hafði á sínum tíma heimilað ríkisstjórninni að reisa þar vatnslítið orkuver. Sú heimild var fáránleg og alþingi til skammar. En sú heimild var til. Ráðherra hafði hins vegar enga heimild til að ráðast í virkjun Bessastaðaár sem hluta af Fljótsdalsvirkjun. Það er nefnilega allt önnur virkjun en sú, sem alþingi hafði heimilað, mun stærri og vatnsmeiri. Og raunar ekki alveg eins vitlaus. Nýju útgáfuna ætti raunar fremur að kalla Hóls- virkjun, enda átti bara lítið brot vatnsins að koma úr Bessastaðaá. Orkustofnun hefur tjáð sig um þessa út- gáfu með svo skýrum hætti, að ekki verður misskilið: ,,Sá kostur er dýrari en aðrir til öflunar raforku fyrir landsmenn.” Ennfremur: ,,Hólsvirkjun fellur ekki á eðlilegan hátt inn sem fyrsti áfangi Fljótsdalsvirkjun- ar.” En ráðherra tók bara ekkert mark á þessu. Hjörleifur lét sér ekki nægja að taka ólöglega ákvörðun í óþökk Orkustofnunar. Þar á ofan afhenti hann verkið Rafmagnsveitum ríkisins þvert ofan í hinn umdeilda samning um ný eignahlutföll Landsvirkjun- ar. Vinstri stjórnirnar hjá ríki og Reykjavíkurborg höfðu komið sér saman um að rýra helmingseign Reyk- víkinga í Landsvirkjun og láta Laxárvirkjun hafa eignarhluta. Þetta átti meðal annars að bjarga fjármál- um Kröflu. Samkvæmt ákvæðum þessa samnings átti Lands- virkjun að verða raunveruleg landsvirkjun með einka- rétti á öllum umtalsverðum orkubúskap í landinu. Þar með hefði Landsvirkjun, en ekki Rafmagnsveitur ríkis- ins, átt að reisa spilaborg Hjörleifs við Bessastaðaá. í Reykjavík var mikil andstaða gegn hinum nýju áformum um Landsvirkjun. Gagnrýnendur töldu, að með samningnum væri Reykjavík hálft í hvoru að gefa ríkinu völdin í Landsvirkjun, öflugu fyrirtæki, sem borgin átti einu sinni alein. Frumhlaup Hjörleifs í andarslitrum ríkisstjórnarinn- ar varð til þess, að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gerðist frá- hverf samningnum um Landsvirkjun í atkvæðagreiðslu í borgarstjórn. Þar með var hún komin í meirihluta nieð Sjálfstæðisflokknum. En svo var hinn nýi orkuráðherra, Bragi Sigurjóns- son, ekki fyrr setztur i stólinn en hann ónýtti verk fyrir- rennarans. Hann sagði heimildina vanta, peningana vanta og að ekki lægi svona mikið á. Allt var þetta laukrétt. Þetta varð til þess, að Sjöfn snerist ekki alveg yfir til sjálfstæðismanna, heldur sat hjá í atkvæðagreiðslunni. Það nægði samt. Samningurinn um Landsvirkjun féll á jöfnum atkvæðum, til heilla fyrir Reykvíkinga. Með nýjum herrum í ríkisstjórn á næsta ári má búast við, að enginn áhugi verði á orkuveri við Bessastaðaá og breyttum valdahlutföllum i Landsvirkjun. Spila- borg Hjörleifs Guttormssonar virðist því úr sögunni. Um hvað verður kosið? Nú er það orðið ljóst, að íslend- ingar standa frammi fyrir kosning- um. Fyrsta spurningin sem þá leitar á hugann er auðvitað, um hvað verður kosið? Stjórnarslit ber að nú með óvenjulegum hætti. Venjulega ber stjórnarslit þannig að, að stjórn- málaflokkarnir vísa ákveðnu deilu- máli til þjóðarinnar. Þjóðin er þá beðin um úrskurð í mikilvægu máli, sem flokkarnir geta ekki komið sér saman um. Nú er þessu ekki þannig farið. Al- þýðuflokkurinn hefur slitið stjórnar- samstarfinu og gefur þær skýringar, að hann sé einfaldlega óánægður, ríkisstjórnin sé ómöguleg. Þetta verður þeim mun illskiljanlegra sem kratarnir hafa minna haft sig í frammi í umræðum um efnahagsmál í ríkisstjórninni undanfarið. Þar var verið að fjalla um tillögur í efnahags- málum og virtist geta orðið sam- komulag. Alla vega var óvenju frið- sælt. Enginn vafi leikur á því, að stutt og snörp kosningabarátta mun nú aðal- lega snúast um tvennt, annars vegar efnahagsmálin og úrræði til úrbóta og hins vegar þetta upphlaup krat- anna. Tillögur í efnahagsmálum Umræðurnar um efnahagsmálin munu mest snúast um þær tvær til- lögur, sem fram hafa komið, þ.e. til- lögur framsóknarmanna, sem þeir hafa þegar lagt fram og hugmyndir sjálfstæðismanna, sem reyndar eru talsvert óljósar og vart hægt að kalla dllögur. Á undanförnum vikum hafa fram-' sóknarmenn viðrað í ríkisstjórn til- lögur sínar um hvernig bregðast skuli við verðbólguvandanum. Efnahags- málanefnd flokksins hefur unnið að ítarlegri dllögugerð í þessum efnum. Framsóknarmenn lögðu þessar til- lögur hins vegar ekki fram í fjöl- miðlum, heldur beint í rikisstjórn. Ástæðan var sú, að þeir töldu meiri líkur á samkomulagi með þeim vinnubrögðum. Framsóknarmenn töldu, að ef þeir legðu sínar tillögur fram í fjölmiðlum, myndu hinir stjórnarflokkarnir telja sig knúna til þess að leggja einnig fram tillögur. Þeir hefðu talið nauðsynlegt, að þeirra tUlögur væru í veigamiklum at- riðum öðruvísi en tillögur fram- sóknarmanna, því ekki gætu þeir apað eftir okkur. Þetta hefði síðan orðið til þess, að menn hefðu staðið uppi í ríkisstjórn með þrjár mismun- andi tillögur og erfitt hefði orðið um samkomulag. Þess vegna ákváðu framsóknar- menn að leggja sínar tíllögur beint fram í ríkisstjórn. Með því vildu þeir nálgast vandann af ábyrgð, þótt áróðurslega hefði e.t.v. verið væn- legra að kynna þessar tillögur ítarlega í fjölmiðlum fyrst. En strax og ljóst var, að Alþýðu- flokkurinn hugðist rjúfa stjómar- samstarfið, létu framsóknarmenn bóka sínar tUlögur í ríkisstjóm og munu vinna að því að kynna þær á næstu vikum. „HVERS VEGNA HVERS VEGNA?” í fréttum Ríkisútvarpsins 23. janú- ar 1978 sagði á þessa leið: ,,Að undanförnu hefur heyrzt orð- rómur um að Reykjavík væri orðin skólabókardæmi í útlöndum —- um vondan arkitektúr.” Síðan segir í fréttinni frá amerískri bók um sálarfræði hvar geti að líta „mynd af blokkum við Kringlu- mýrarbraut, átta blokkir i röð, og á sömu síðu er mynd af nýstárlegu sambýlishúsi — svokölluðu Habitat- húsi í Montreal”. „Hjá myndunum stendur að sumir arkitektar séu jafn- an skapandi — frjósamir, í starfi sínu, og spurt er hvor þessara mynda beri ljósari vott um slika sköpun.” Við þessa frétt útvarps hef ég ekki enn heyrt neina athugasemd frá Arki- tektafélaginu né öðrum og þykir það miður. Ekki vegna hins dapurlega dæmis heldur frekar hins, að ekki skuli hafa verið kannaðar ástæðurn- ar fyrir, að svo skuli komið vorum þjóðarsóma. Að sjálfsögðu teiknaði arkitekt Habitat-húsið í Monireal en mér þætti með ólíkindum að arkitektar hafi teiknað nokkra hinna átta blokka við Kringlumýrarbraut, hvað þá allar. I Lesbók Morgunblaðsins 3. marz sl. birtist grein undir hinum ábúðar- mikla titli: „Er ekki mál að linni?” Þar gat að lita þær upplýsingar, í heldur jákvæðri gagnrýnisgrein, en nokkuð kokhraustri þó, að einungis 10% alls íbúðarhúsnæðis hér á landi sé teiknað af arkitektum. Er sem ágætum höfundi þyki við arkitekt af þeim sökum, sem að sjálfsögðu er að snúa dæminu við — að kenna af- leiðingu .vitlausra laga um orsök þeirra. En þarna er kannski skýringin fengin á myndinni i amerísku bók- inni, og umsögninni. Annars eru þessar upplýsingar al- varlegrar athygli verðar. Einnig gæti verið áhugavert að höfundur Lesbókargreinarinnar kannaði hversu mörg prósent af opinberum byggingum Reykjavíkur- borgar hafa verið teiknuð af öðrum en arkitektum á undanförnum ára- tugum, — og þá jafnvel hvers vegna, og þá kannski í leiðinni einnig hversu mörg prósent af byggingum fjár- sterkasta blaðs landsins, hins menningarsækna Morgunblaðs, séu teiknuð af öðrum en arkitektum — og einnig hvers vegna. Og fyrst okkar ágæti Lesbókarhöf- undur fer nú á stað i þessa rann- sóknarblaðamennsku áannað borð— Kjallarinn JónHaraldsson gæti hann ekki einnig athugað fyrr- nefnd prósentumál byggingarmetn- aðar hjá Búnaðarbankanum og Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga. Það gæti orðið forvitnileg lesning. Ég bíð upplýsinga þessara i Lesbók með eftirvæntingu. Úr hvernig húsum var það annars, sem menn eiga ekki að kasta grjóti — ef þeir endilega þurfa að taka upp á þeim ósóma? Þá ræðir Lesbókarhöfundur hið átakanlega skipulag Reykjavíkur nokkuð, nefnir ofskipulag, danskan bílskúraarkitektúr og Fossvogshverf- ið, og þótti mér honum vel takast, enda mér ekki allsókunnugt orðfærið né óskylt. En heldur er seint í rassinn gripið. Staðið á gati í fyrrasumar var hér á ferð er- lendur arkitekt, prófessor og doktor í skipulagsfræðum, sem starfar víða um lönd. Þar kom að ég ók honum um bæinn sem venja er og sýndi hið markverðasta. Þegar að því kom að ég skyldi sýna honum skipulag nýju hverfanna okkar og arkitektúr ók ég fyrst í Fossvoginn og staðnæmdist Kópavogsmegin, þar sem sá yfir byggð Fossvogshverfis. Eftir langa hríð í þögn sneri minn erlendi vinur sér að mér og sagði: „Hvers vegna Jón? Hvers vegna?” Þessu gat ég ekki svarað. Orðalaust sneri ég bílnum og ók hið skjótasta til Þingvalla — Krísuvíkurleiðina, svo ekki þyrfti ég að standa aftur á gati viðkomandi öðrum nýjum hverfum. Eða hvernig gat ég farið að segja honum — útlendingnum — frá því, að í Reykjavík væri sá háttur á — sem hvergi þekkist meðal siðaðrar þjóða — aðskipulags- og bygginga- verkefni borgar væru nánasl einungis falin til úrlausnar þeim, sem væru á einhverjum smápólitískum flokkslínum og jafnvel i nefndum borgar — óháð menntun, prófum. getu eður hæfileikum, svo sem dæm Jn sýna svo átakanlega. Eða að hornsteinar helztu stór- bygginga borgar og ríkis séu þaraf- leiðandi samanklístur mannorðs- mylsnu viðkomandi arkitekta og ráðamanna. Hann hefði sennilega, hvort sem er, ekki trúað því — siðmenntaðui fagmaðurinn. En ég verð að segja að heldur er tekið að syrta í álinn, ef maður þarf að fara sjóleiðina úr Reykjavík út i sveitir landsins, þegar í för eru kúlti- veraðir útlenzkir kunnáttumenn. „Rétt til þess aðstunda lækningar, skurðlækningar, lyflækningar og aðrar lækningar hafa: Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, meinatæknar og rekstrarverkfræð- ingar, hver á sínu sviði svo og hand- lagnar konur og karlar úr heilsu- fræðibraut fjölbrautaskóía, enda hafi viðkomandi tveggja ára starfs- reynslu að baki. . .” ,,. . Ennfremur getur ráðherra veitt öðrum en 1. mgr. tekur til slík staðbundin réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi heilbrigðisráðs.” Að sjálfsögðu eru engin slik lög til — og verða væntanlega aldrei. Því treystí ég Læknafélagi íslands og yfirvöldum heilbrigðismála til að annast. Annars væri illa komið. En hins vegar eru til önnur lög sem ég leit nýlega, sem greinir frá í frétta- blaði Arkitektafélags Islands, en þar segir m.a.: „f 12. gr. laga nr. 54 frá 1978, sem tók gildi 1.1. 1979 segir m.a. svo: „Rétt til að gera aðaluppdrætti og séruppdrætti af húsum og öðrum mannvirkjum hafa arkitektar, bygg- ingarfræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar, hver á sínu sviði, svo og búfræðikandidatar úr tæknideild- um búnaðarháskóla, að því er land- búnaðarbyggingar varðar, enda hafi viðkomandi tveggja ára starfsreynslu að baki.” „Enn fremur getur ráðherra veitt öðrum en 1. mgr. tekur til slík stað- bundin réttindi að fengnum meðmæl- um viðkomandibyggingarnefndar.” Og þessi lög skulu sem sagt í gildi gengin.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.