Dagblaðið - 20.10.1979, Side 24
Fjármálaráðherra um fjárhagsstöðu Olíumalar hf
VAFASAMT EF GREIÐA
ÞARF HUNDRUD MILU-
ÓNA í TAPREKSTUR
—en æskilegt að slíkt fyrirtæki sé til ef næg verkefni eru fyrir það
Fjárhagsvandræði Olíumalar hf.
eru gífurleg og aukast stöðugt meðan
ekki er gripið til alvarlegra
ráðstafana. Eins og fram kom í DB á
fimmtudag er talið að skuldir
fyrirtækisins nálgist nú tvo milljarða
króna.
DB ræddi við Sighvat Björgvins-
son fjármálaráðherra um stöðu
fyrirtækisins. Hann þekkir vel til þar
sem hann hefur verið formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar
ríkisins sem fjallað hefur um fjár-
hagsstöðu Olíumalar hf. og nú sem
fjármálaráðherra.
,,Ég tel,” sagði Sighvatur, „að
mjög æskilegt sé að svona fyrirtæki
sé til ef það eru til næg verkefni fyrir
það. Ef hins vegar eru ekki til næg
verkefni og ekki er um annað að
ræða en greiddar séu tugir eða
hundruð milljóna króna af almanna-
fé í taprekstur fyrirtækisins, þá er
málið vafasamara.
Mér þótti auðsætt, þegar fjallað
var um málið íFramkvæmdastofnun,
að fyrirtækið þarfnaðist allmiklu
meira fjármagns en þá var talað um.
Síðan var málið athugað í nefnd og
mér skilst að hún hafi komizt að
sömu niðurstöðu.
Fyrrverandi ríkisstjórn tók síðan
ákvörðun á grundvelli niðurstöðu
nefndarinnar á síðustu starfsdögum
sínum en ég get ekki tjáð mig frekar
um málið fyrr en það hefur verið
kannað nánar.”
-JH.
Sighvatur Björgvinsson: Málið vafasamara ef greitt er af almannafé .
DB-mynd: Ragnar Th.
„NOTAÐU ÞÉR TÆKNINA, DRENGUR”
Það er miklu þœgilegra að hafa töskuna á bakinu en halda á henni. Þú stingur handleggjunum þarna í lykkjurnar og smeygir böndun-
um yfir axlirnar. Og svo veiztu varla af töskunni meir... DB-mynd: Ragnar Th.
FER SUPPSTOÐIN AÐ
FLYTJA ÚT TOGARA?
— Kanadískir aðilar hafa áhuga á togarakaupum héðan
„Kanadískir útgerðaraðilar sýndu
verulegan áhuga er við lögðum fyrir
þá frumgögn varðandi togarasmíði
fyrir tveim vikum, enda höfðum við
lagt töluverða vinnu í að kynna
okkur kröfur þeirra og sjónarmið og
mótað okka, hugmyndir skv. því,”
sagði Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á
Akureyri, í viðtali við DB í gær.
Tilefnið var að Slippstöðin hefur
að undanförnu verið í sambandi við
kanadískt stórútgerðarfyrirtæki sem
fyrirhugar að láta smíða fyrir sig sex
skuttogara, liðlega 400 tonna stóra,
eða rösklega 50 metra langa.
Skipstjórar frá kanadíska fyrir-
tækinu á Nýfundnalandi hafa verið
hér og farið í veiðiferð með Slipp-
stöðvartogara af svipaðri stærð.
Gunnar sagði að svo sem við
mætti búast væri ekki enn komið
svar frá Kanada enda væru þeir
einnig að íhuga að láta sjálfir teikna
togara og bjóða smíði út skv. eigin
teikningum. Það myndi hins vegar
tefja málið talsvert, en sér hefði
skilizt að þeir hefðu áhuga á skipi
sem fyrst.
Hugmyndin er að Slippstöðin
smíði ef til vill einn togara til reynslu
og byggðust frekari viðskipti þá á út-
komu hans. Nýr togari af þessari
stærð mun nú kosta um tvo milljarða
króna.
-GS.
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 20. OKT. 1979.
750 km
bflarall
á morgun
747 kílómetra bílarall á vegum Bif-
reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur hefst
við Loftleiðahótelið kl. 3 í dag og
nefnist Bandag-rallið.
13 keppendur eru skráðir, þ.á m.
þekktustu rallkappar okkar. Ekið
verður fyrir Reykjanes og um Suður-
landsundirlendið með sex tima áningu í
Ásaskóla. Snemma á morgun verður
lagt þaðan upp, ekið um Suðurland og
áætlað að koma að Loftleiðahótelinu
áftur klukkan fimm.
Meðan á keppninni stendur verður
starfrækt upplýsingaþjónusta á hótel-
inu þar sem hægt verður að fylgjast
með stöðunni, fá upplýsingar um
ákjósanlega staði til að fylgjast með
keppninni o.fl. Klúbburinn bendir
væntanlegum áhorfendum á að vera
ekki of nálægt sérleiðunum og fara
eftir ábendingum starfsmanna. Þetta er
áttunda bílarall klúbbsins. • GS
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri:
íhaldið ef st—
kratar neðstir
í leynilegri skoðanakönnun sem
starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri hélt í matsal sjúkrahússins í
fyrradag varðandi fylgi stjórnmála-
flokkanna með tilliti til væntanlegra al-
þingiskosninga hlaut Sjálfstæðisfiokk-
urinn 24 af 69 greiddum atkvæðum.
Alþýðubandalagið reyndist hafa
næstmest fyigi meðal starfsfólks
sjúkrahússins, hlaut lóatkvæði. Fram-
sóknarflokkurinn hlaut 15 atkvæði.
Lestina rak síðan Alþýðuflokkurinn
með lOatkvæði.
Fjórir seðlar voru auðir. -GAJ
Hellissandur:
NÝTT H0L-
RÆSI0G
0LÍUMÖL
Unnið hefur verið að því á Hellis-
sandi í sumar og haust að leggja nýtt
aðalholræsi frá sjónum og upp í gegn-
um byggðina. Göturnar sem ræsið er
lagt undir eru jafnframt unnar undir
olíumöl jafnóðum. Til stendur svo að
leggja olíumölina seinna í þessum mán-
uði. - DS / HJ, Hellissandi.