Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐID. ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. Hin vinsœlu DOSI bakbelti eru komin aftur í öllum stœrðum. Pantanir óskastsótfar. Ifemediahf. Borgartúni 29 Reykjavík. Sími: 27511. Styrkir til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1980—81. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar frá 10. september 1980 að telja og er styrk- fjárhæðin 1200 finnsk mörk á mánuði. Skipting styrksins kemur þo til greina. Þá bjóða finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki er mönnum af öllum þjóðemum er heimilt að sækja um: 1. Tiu fjögurra og hálfs til níu mánaða styrki til náms I finnskri tungu eða öðrum fræðum er varða finnska menningu. Styrkfjárhæðin er 1200 finnsk mörk á mánuði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa visindamönnum, lista- mönnum eða gagnrýnendum til sérfræðistarfa eða námsdvalar i Finnlandi. Styrkfjárhæðin er 1500 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Rcykjavík, fyrir 15. desember nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrit prófskírteina, meðmæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MenntamálaráfluneytMJ 25. október 1979. M inúhj,. myndtr á mhútumi í öll skírteini hAXnÚlUl VD LŒKJARTORG myndir simi 12245 I—Auglýsing frá ríkisskattstjóra--------------- Verðbreytingarstuðull Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. IV. tl. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir eignir sem skattaðili hefur eignast á árunum 1964 til 1978 sem nota skal sem margföldunarstuðul skv. á- kvæðum IV. og V. tl. ákvæði til bráðabirgða í greindum lögum. Margföldunarstuðull umræddra ára er sem hér segir: Arsins 1978: Ársins 1977: Ársins 1976: Ársins 1975: Ársins 1974: Ársins 1973: Ársins 1972: Ársins 1971: 1,4551 2,1558 2,7625 3,4650 5,1541 7,5762 9,4085 11,1809 Arsins 1970: Ársins 1969: Ársins 1968: Ársins 1967: Ársins 1966: Ársins 1965: Ársins 1964: 12,8280 15,0316 18,4961 20,0168 20,8932 24,5645 28,0271 Reykjavik 26. oktáber 1979. SIGURBJÚRN ÞORBJÖRNSS0N, rikisskattstjóri. ElSalvador: Þrír ráðherrar í vinstri gíslingu — þrjátíu fallnir í höf uðborginni—á þriðja hundrað sleppt úr haldi en ráðuneyti í höndum vinstri manna Skæruliðar vinstrihreyfingár í El Salvador héldu í morgun þrem ráðherrum úr hinni nýju rikisstjórn landsins í gíslingu. Ásamt þeim voru nokkrir embættismenn í haldi skæru- liðanna, sem halda atvinnumála og efnahagsráðuneytisbyggingunum í höfuðborg landsins San Salvador. Byggingarnar voru teknar í gær af hópi um það bil eitt hundrað skæruliða. í byrjun voru gíslarnir á þriðja hundrað talsins. Voru þeir teknir í kjölfar mikilla bardaga á göt- um borgarinnar. Vitað er að í það minnsta tuttugu og þrír féllu i þeim á- tökum. Skæruliðar slepptu flestum gislum sínum seint í gærkvöldi. Ráðherrun- um og nokkrum embættismönnum munu þeir að eigin sögn ekki sleppa fyrr en ríkisstjórn landsins hefur gengið að kröfum þeirra. Eru þær þrjár. Sú fyrsta að þegar verði gefnar upplýsingar um örlög ýmissa pólitískra fanga. Auk þess er krafizt almennrar launahækkunar og verð- stöðvunar. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Rauða krossins í San Salvador voru bardagar á milli skæruliða og herliðs nýju stjórnarinnar mjög harðir í gær. Fulltrúar stjórnarinnar sem tók við eftir að herinn hafði steypt Carlos Humberto Romero af stóli segjast reiðubúnir til viðræðna við fulltrúa hinna stríðandi vinstrimanna. Þess er þó krafizt að ráðherrunum þremur og öðrum gíslum verði sleppt úr haldi áður en viðræður hefjast. Portúgal: Fundur leiðtoga sósíalista heims Leiðtogar sósíalista heims koma saman til fundar í borginni Estoril í Portúgal í dag. Þar á að ræða hefð- bundin vandamál okkar tíma eins og orkukreppuna, ástandið í Suður- Afríku, Suður og Mið-Ameríku og Miðausturlönd. Meðal sósíalistaleiðtoga sem koma til fundarins eru þeir Willy Brandt fyrr- um kanslari Vestur-Þýzkalands en hann er formaður samtaka sósíalista. Einnig eru þarna menn eins og skáldið og forseti Senegal, Leopold Sedar Senghor, Carlos Andrez Perez fyrrum forseti Venezuela og Eden Pastora einn af þekktustu leiðtogym sandinista í Nicaragua en sandinistar ráða þar nú lögum og lofum eftir að hafa steypt Somoza fjölskyldunni frávöldum. Senghor forseti Senegal sagði við fréttamenn við komuna í gær að nú gæti Portúgal tekið upp fyrra hlutverk sitt sem tengill á milli Afríku og Evrópu. Hann sagði einnig, aðálit leið- toga sósíalista gæti flýtt fyrir að réttur svartra í Suður-Afriku væri viður- kenndur. HongKong: Gripu þúsund ólög- lega f lóttamenn á einum sólarhring Rétt tæplega eitt þúsund flótta- menn voru gripnir á síðasta sólar- hring við tilraunir til að komast á ólöglegan hátt inn í Hong Kong frá Kína. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í hinni brezku nýlendu er þetta algjör metfjöldi slíkra tilrauna í mörg undanfarin ár. Stöðugur straumur Kínverja reynir stöðugt að komas? til Hong Kong og er tala þeirra komin upp í fimmtán þúsurid nú í október. Hafa embættismenn þar miklar áhyggjur af þessari þróun og eru í stöðugu samban'di við starfsfélaga sína hinum megin landamæranna til að reyna að draga úr þessum stöðuga landflótta. Þéttbýli er mjög mikið í Hong Kong en lífskjör aftur á móti mun betri en í Kína. Stærstur hópur flóttamanna, sem gripinn var í gær, var um borð í fiski- skútu, sem brezkur varðbátur stöðvaði. Þar hýrðust níutíu Kinverj- ar 'við lélegan kost. Vitað er að Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands muni ræða þessi mál við Hua formann kínverska kommúnistaflokksins, senr þarer í heimsókn. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.