Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 4
 4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. --- ' DB á ne ytendamarkaði ELDHÚSKRÓKURINN Of nbakað hakk Dýr en góður réttur Rétturinn sem við ætlum að borða í dag er ekki beinlínis ódýr en hann er svogóðurað verðið gleymist. Þennan rétt er tilvalið að búa til nokkru áður en hann á að notast, frysta hann svo og eiga tilbúinn til notkunar. SOO g nauta-, kinda- eða folaldahakk 2 stórir laukar, smátt saxaðir glás af alls konar kryddi 300 g spaghetti 1 pakki Toro-piparsósa 2 dl mjólk I dl vatn 100 g sneiddur eða rifinn ostur Hakkið er steikt með lauknum. Kryddið eins og þið eruð vön og setjið svo helmingi meira krydd en þegar er komið. Notið það krydd sem þið eigið til en bezt er að nota mikið af pipar, karrýi, paprikudufti og hvers kyns kryddblöndum ætluðum út á kjöt. Ef þið notið folaldahakk þarf ósköpin öll af kryddi. Hættið ekki að krydda fyrr en ykkur finnst hakkiðloga. Á meðan hakkið steikist sjóðið þið spaghettíið í vatni. Hrærið sósuduft- ið út í mjólkinni og vatninu og látið sósuna krauma í um það bil 2 mínút- ur. Þegar spaghettiið er soðið er því hellt neðst í eldfast mót eða annað mót sem má hita. Ofan á kemur svo hakkið. Piparsósunni er helit yfir allt saman og osturinn rifinn eða sneidd- ur þar ofan á þannig að hann þeki vel. Þetta er síðan hitað þegar á að borða það. Bezt er að setja mótið inn í kaldan ofninn og láta réttinn hitna vel með honum. Þið heyrið þegar byrjar að sjóða vel í forminu. Eins og áður sagði er þessi réttur ekki beinlínis ódýr. Ef notað er nautahakk i réttinn kostar það um 1500 krónur. Kindahakk kostar hins vegar minna og folaldakjöt er enn ódýrara. En ef við ætlum hins vegar að hafa mikið við notum við auð- vitað nautahakk. Kryddið er rándýrt en dálítið erfitt er að slá á nákvæma tölu, þvi bæði nota menn misjafnlega mikið og ekki allir sömu tegundirnar. Piparsósan kostar um 200 kr. Alls kostar því hráefnið í réttinn um 2900 kr. Uppskriftin dugar vel handa fjórum og kostar því skammturinn um 750 kr. á mann. En ef þið eru óhrædd við að nota kryddið get ég lofað ykkur góðum mat. -DS. Vilja jafna aöstöðuna Kaupmenn og landsbyggðin víð Reykjavík Það eru greinilega ekki bara heild- salar sem hafa áhyggjur af ójafn- væginu í verzluninni, annars vegar i Reykjavik og hins vegar úti á landi. 1 blaðinu í gær skýrðum við frá muninum á verði á einni flösku af tómatsósu, annars vegar fluttri beint til Akureyrar og hins vegar fluttri um Reykjavík og norður. Haft var eftir heildsala á Akureyri að þar gæti munað nærri 34 krónum. Smákaupmenn þinguðu í septemberlok um svipað málefni. Á ráðstefnunni sátu kaupmenn frá öllum hornum landsins og lýstu þeir yfir miklum áhyggjum með lands- byggðarverzlunina. Þeir samþykktu einnig á þinginu ályktanir um atriði til úrbóta. Hið fyrsta er að kaupmönnum verði leyft að taka inn í vöruverð vexti og annan kostnað sem fylgir dreifingu og birgðahaldi úti á landi. Annað er að bankar geri kaup- mönnum kleift að greiða vbtla án þess að á þá leggist kostnaður þó vixlarnir séu vistaðir annars staðar. Þriðja ályktunin er áskorun tíi pósts og síma um að jafna sima- kostnað á landinu þannig að verzlanir úti á landi þurfi ekki að greiða hærra símagjald en verzlanir i Reykjavík. Þá er skorað á heild- verzlanir að auka þjónustu sína með því að gera kaupmönnum fært að panta vörur á þeim tímum sem síma- þjónusta kostar minnst. Þeim tilmælum er beint til orku- ráðherra að jafna orkukostnað i dreifbýlinu og að gera hann sem næstan þvi sem er í Reykjavík. Lýst er yfir ánægju með breytt samgöngukerfi Ríkisskips og skorað á samgönguyfirvöld að bæta enn úr strandsiglingum. Þá er skorað á verðlagsyfirvöld að leyfa kaupmönnum að hækka verð á vörulager sínum í hvert sinn sem verð vöru hækkar. Skorað er á fram- leiðendur öls og gosdrykkja að hætta þegar í stað að nota hinar gamaldags, þungu glerflöskur sem flytja þurfi fram og til baka. Odýrari umbúðir Plast- pokar ístað gler- krukkna Til aö mæta verðlagsþróuninni hefur Iðnaðarbankinn enn á ný hækkað mánaðarlegar innborganirí IB-lánakerfinu. Nú úr75 þúsund í 100 þúsund krónur. - Þar með hækka IB-lánin og ráðstöfunarféð. Horfðu hálftárfram ítímann, þágeturðu haft til ráðstöfunar allt að kr. 1.238.250,- I Reykjavfk býr verzlunin að mörgu leyti við betri kjör en verzlun úti á landi. Enda er vöruúrvalið oftast meira og verðið jafnvel lægra. DB-mynd: Ragnar. Þeim tilmælum er beint til fjár- málaráðherra að hætta þegar að innheimta söluskatt af flutnings- kostnaði og skorað á Verzlunar- bankann að fjölga útibúum sínum. -DS. Búpeningur þarf að hanga á köldum og loftgóðum stað i 3—20 daga til að losna við stirðnun sem kemur i kjötið við slátrun. DB-mynd: Bjarnleifur. Dauðastirðnun Skömmu eftir slátrun búpenings eiga sér stað efnabreytingar i kjötinu. Kol- vetni breytist í mjólkursýru er aftur hleypir eggjahvítuefni vöðvanna. Við það verður kjötið hart og seigt, einnig bragðdauft. Með tímanum mýkir þó mjólkur- sýran og efnakljúfar (einnig kallað enzym og hvatar) sem eru í dauðum frumum kjötsins bandvef og vöðva. Dauðastirðnunin hverfur smám saman og kjötið verður meyrt og bragðgott. Dauðastirðnun hverfur fljótt úr minni dýrum og í fuglum er hún aðeins nokkr- ar klukkustundir. Þó er fuglum yfirleitt slátrað daginn fyrir matreiðslu. 1 svína- kjöti varir stirðnunin í 2—3 sólarhringa, í lömbum 2 sólarhringa, í kálfum 4—5 sólarhringa og í stærri gripum 1—2 vikur. I næsta þætti verður fjallað um geymslu. -ÁHE. Einn af vinum neytendasíðunnar sem dvalið hefur í Noregi hringdi með litla ábendingu. í Noregi er því þannig háttað með vöru eins og til dæmis rauðkál, rauðrófur og fleira i þeim dúr að fólk getur fengið þessa vöru hvort sem það vill í gler- krukkum eða plastpokum, sem síðan eru settir í pakka. Kaupi það vöruna í síðartöldu umbúðunum munar oft verulega miklu á verði. Þetta er sannarlega mál sem kaupmenn ættu að taka upp innan sinna samtaka héí. Það er mikill ami að því fyrir fólk að vera alltaf að kaupa glerkrukkur sem safnast fyrir, fyrir nú utan kostnaðinn sem þvi fylgir. Ætla mætti að ódýrara væri að flytja til landsins vöru i plast- pokum en krukkum, varan er léttari með því. Krukkur yrðu þó líklega að vera á boðstólum einnig. Þannig gæti fólk komið sér upp krukkum sem það síðan fyllti á upp frá því. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.