Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. Hárgreiðslustofan Noröurbrún 2 Sími 31755 Sparta Mft O Höfum opnað nýja hárgreiðslustofu. Veitum alla almenna þjónustu, ath. opið laugardaga. Gústa Hreins. — inga Gunnars. KJÖRSKRÁ Kjörskrá til Alþingiskosninga, er fram eiga að fara 2. og 3. des. n.k., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborg- ar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 3. nóvember til 17. nóvember )k.. þóekki á laugar- dögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 17. nóvember k. Reykjavik, 30. október 1979. Borgarstjórinn í Reykjavík. BJÖRNINN Smurbrauðstofqn Njólsgötu 49 - Sími 15105 I kvöld kl. 20:30 Norski bókmenntafræðingurinn KJELL HEGGELUIMD heldur fyrirlestur, sem hann nefnir „Petter Dass og dansk-norsk felleslitteratur”. Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ 1X2 1X2 1X2 10. leikvika — leikir 27. október 1979 Vinningsröð: X22-X12-211-1X2 1. vinningur: 11 réttir — kr. 1.813.500.- 7397 (Rt‘ykjavik) 2. vinningur: 10 réttir - - kr. 43.100.- 539(2/10) 2361 4135 5342 30383 1037 3430 4986 6271 31106(2/10) 4447 1776 3437 4989 8664 + 40984 Kærufrestur er til 19. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafi nafnlauss seðils verður að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttainiöstööinni — REYKJAVÍK Danmörk: Tvö sovézk olíu- skip rákust á og eru nú að brenna Frá Vígsteini Vernharðssyni fréttaritara DB í Danmörku: Tvö stór sovézk olíuskip rákust á í nótt þar sem þau voru á siglingu á Stóra-belti við Danmörku. Skömmu siðar kom upp eldur í báðum skipun- um og logar þar nú glatt að sögn danska útvarpsins. Ekki er að fullu Ijóst hve margir voru um borð en þegar er talið víst að sjö hafi látizt af völdum árekstursins og eldsins, sem mun vera mikilí í skipunum. í morgun var búið að flytja fjöru- tiu og sex manns í sjúkrahús í Slag- else og Korsör á Sjálandi. Voru þeir allir meira og minna brenndir. Miklar annir hafa verið hjá björgunar- og sjúkraliði við að aðstoða hina slös- uðu, bjarga þeim af brennandi skip- unum og síðan koma þeim til nær- liggjandi sjúkrahúsa. Ekki er neitt vitað um orsakir áreksturs skipanna og ekki heldur hvort hætta sé á að olía úr tönkum þeirra geti mengað sjóinn og nær- liggjandi fjörur. Aflraunamaðurinn Jack La Lanne tók nýlega að sér að synda I auglýsingaskyni með þessa sextfu og fimm báta þvert yfir vatn eitt I Japan. Tilgangurinn var aö auglýsa framleiðsluvörur trjávörufyrirtækis eins, hvers nafns er ekki getið. Ekki er þess heldur getið hvað aflraunakappinn hafi fengiö greitt fyrir viðvikið. Bandaríkin: mu r ÞARF AUKID 0RYGGII KJARNORKUIÐNAÐI Taka verður allar öryggisreglur varðandi kjarnorkuver og vinnslu til rækilegrar athugunar. Þannig hljóð- ar meginniðurstaða bandariskrar nefndar sem sett var á fót til að kanna orsakir kjarnorkuslyssins nærri Harrisburg og gera tillögur um úrbætur á öryggisreglum. Nefndin gagnrýnir bæði opinbera aðila og starfsmenn og stjórnendur kjarnorkustöðvarinnar, þegar hún rekur orsakir þess að geislavirkt efni komst út I andrúmsloftið og nær- liggjandi á, sem rennur um þéttbyggð svæði. Athygli vekur að nefndin, sem i sátu tólf manns, varð ekki sammála um að leggja til að byggingar kjarn- orkustöðva verði bannaðar þar til nýjar öryggisreglur hafa gengið í gildi. Harmaði formaður nefnd- arinnar John Kemeny að slikt var ekki gert. í tillögum nefndarinnar er lagt til að endurskipulagt verði það undirbúningsstarf sem framkvæmt er áður en einkaaðilar fá leyfi til að reisa kjarnorkuver. Neytendamálaforkólfurinn Ralph Nader hefur sagt að skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé alvarleg ákæra á hendur þeim aðilum sem falið hafi verið að sjá um að fulls öryggis sé gætt við kjarnorkuver i Bandarikjunum. Holland: Stjómarflokkur hafnar kjamorku- eldflaugunum Stjórnarflokkurinn í Hollandi — Kristilegir demókratar — samþykkti í gær að fallast ekki á hugmyndir helztu hermálasérfræðinga Atlantshafs- bandalagsins um að endurnýja verulegan hluta kjarnorkueldflauga þeirra sem beint er gegn Sovét- rikjunum í Evrópu. Talsmaður flokksins sagði í gær að þingmenn flokksins hefðu fallizt á tillögu þess efnis að rétt væri að hefja aðeins smiði á takmörkuðum fjölda slíkra eldflauga. Auk þess skyldi ekki hafin uppsetning þeirra i Evrópu fyrr en gengið hefði verið að fullu úr skugga um að árangur af af- vopnunarviðræðum við Sovétmenn yrði enginn. Talið cr að ákvörðun um hinar nýju kjarnaeldflaugar verði tekin á ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins sem haldinn verður i Brussel. um miðjan desember næstkomandi. Helzta röksemd þeirra sem vilja láta hefja uppsetningu og framleiðslu slikra eldflauga er sú að yfirburðir Sovétmanna á hernaðarsviðinu séu svo miklir i Evrópu að við svo búið megi ekki standa. Opinberir aðilar í Hollandi hafa látið hafa eftir sér að ekki sé þó liklegt að ráðamenn þar muni beita sér hart gegn uppsetningu eld- flauganna innan Atlantshafsbanda- lagsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.