Dagblaðið - 31.10.1979, Page 10

Dagblaðið - 31.10.1979, Page 10
10 Útgefandi Framkvæi Ritstjómarfulltrúi: Haukúr Helgason. Frótt^stjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Íþró* Haliur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aóstoóarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Hai dn .nrímur Pálsson. Blaflamer. \nna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atfi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, . óra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlorfur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, ásknftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 4000. Verfl f laiAasqjM kr. 200 eintaKífl. WBIAÐW frfálst, úháðdagblað : Dagbláfllð hf. ndastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Flokksvaldið vann stig Flokksvald Sjálfstæðisflokksins bætti við sig stigi þegar Geir Hallgríms- son, formaður flokksins, náði fyrsta sætinu á lista flokksins í Reykjavík í prófkjöri nú um helgina. Geir verður nú fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Það hafði verið eitur í beinum flokkseigenda, að uppreisnarmaðurinn Albert Guðmundsson hafði unnið fyrsta sætið í prófkjöri fyrir síðustu kosningar, skipað sæti ofar Geir á fram- boðslistanum og verið 1. þingmaður borgarinnar. Við þessu var nú séð. í stað þess, að áður höfðu verið talin saman heildaratkvæði frambjóðenda í prófkjöri og sá talinn fyrstur, sem flest fékk, voru kjósendur nú látnir setja númer við nöfn frambjóðenda. Þannig var sér- staklega talið, hver fengi flest atkvæði í 1. sæti, og vann Geir það. Við slíku fyrirkomulagi er lítið að segja, en rétt er að hafa í huga, að því var komið á, til þess að Geir færðist upp fyrir Albert. Flokkseigendur töldu réttilega, að mörgum þætti rétt að setja númer eitt við nafn formannsins. Að öðru leyti sýnir prófkjörið fyrst og fremst sókn sjálfstæðismanna, sé miðað við mikla 'þátttöku í því. Sjálfstæðismenn gera sér vonir um að geta unnið eitt til tvö þingsæti í borginni, og gefa skoðanakannanir til kynna, að svo geti vel farið. Þingliði sjálfstæðismanna bætist góður liðsmaður, þar sem er Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgar- stjóri. Hann reyndist vinsælastur allra frambjóðenda í prófkjörinu, hlaut flest heildaratkvæði og hefði sam- kvæmt gömlu reglunni farið í fyrsta sæti listans. Afstaða stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins til Birg- is sýnir einnig, að það kennir honum ekki um, að borg- in *apaðist í hendur vinstri manna. Fólk veit sem er, að sök á þeim ósigri bar ríkisstjórn Geirs Hallgríms- ".onar. Gunnar Thoroddsen hélt velli, þótt stuðningsmenn Geirs töluðu um að fella hann út af þingi í þessari at- lögu. Gunnar hagnaðist nokkuð á nýja fyrirkomulag- inu og komst í fjórða sæti listans. Athyglisvert er, að Friðrik Sophusson, sem tókst í prófkjöri fyrir síðustu kosningar að brjótast gegnum vegg flokksapparatsins, sótti sig i þessu prófkjöri og styrkti mjög stöðu sína. Hins vegar hallaði á Ragnhildi Helgadóttur, sem er í sveit Geirs. Þeir, sem teljast fulltrúar launþega, eiga enn sérstak- lega erfitt uppdráttar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson sátu á þingi fyrir síðustu kosningar og féllu þá út. þegar saman fór léleg útkoma í prófkjöri og mikið fylgishrun í kosningunum sjálfum. Guðmundur H. Garðarsson var í þeim kosningum i sjöunda sæti, og Pétur Sigurðsson skipaði hið áttunda. Nú sóttu þeir báðir stíft að komast ofar á listann og minntu á nauðsyn „allra stétta flokksins” á að hafa fulltrúa launþega í öruggum sætum. Þetta mistókst. Hvorugur þeirra er í öruggu sæti. Þeir hafa færzt þrepi neðar. Pétur fær áttunda sætið og Guðmundur hið níunda. Við þetta veikist listinn. Pétur kann að komast á þing, verði sigurinn gífurlegur, en ekki eru vonir um Guðmund. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. Líbanon: Allt i rúst eftír þriggja ára friðartímabil Myndirnar tvær hér að ofan og neðan eru teknar á svipuðum slóðum. önnur sýnir eina af aðalgötum Beirut, höfuðborgar Libanon, eins og hún leit út fyrir borgarastyrjöldina á meðan borgin var enn kölluð „Perla Miðausturlanda”. Hin myndin er af sömu götu fyrir nokkrum mánuðum. Allt er f rúst og þar sem áður iðaði af lifí og fjöri sést nú aðeins einn skriðdreki. Um^það bil þrem árum eftir að borgarastyrjöldinni i Libanon lauk er efnahagslíf landsins enn í rústum og litlar horfur á að þar verði mikil bót á í fyrirsjáanlegri framtíð. Samkvæmt opinberum heimildum í Beirut er framleiðslugeta atvinnuvega landsins verulega fyrir neðan það sem hún var árið 1973. En það er síðasta árið fyrir ófriðinn mikla, sem einhverjar mark- tækar hagtölur birtust. Samkvæmt sömu heimildum er talið að út- flutningur Líbanons hafi verið meira en helmingi minni en fyrir sex árum. Harðir bardagar sérstaklega árin 1975 og 1976 rúðu Libanon inn að skinninu. Talið er að i það minnsta sextíu þúsund manns hafi fallið. Auk þess lagðist viðskiptahverfið í Beirut algjörlega i rúst. Borgin hafði um langt skeið verið helzta kaupsýslu- miðstöðin í Miðausturlöndum og stundum kölluð „Perla austursins”. Þar var ekki aðeins blómlegt viðskiptalíf — skemmtanalífið þótti ekki síðra og að sögn var þar bæði boðið upp á það bezta og einnig sorann úr þvi sem heimurinn getur boðið lakast. í borgarastyrjöldinni hröktust margir sérfræðingar á ýms- um sviðum frá Líbanon og peninga- kerfið hrundi. Líbanon, sem stundum áður var kallað Sviss ■ Miðausturlanda, er nú einskis metið. Að borgarastyrjöldinni lokinni standa Líbanir raunar í sömu sporum og áður. Ekkett þeirra vandamál og deiluefna sem olli klofningi þjóðarinnar er leyst. Trúarlega, pólitískt og félagslega standa Líbanir jafn sundraðir og fyrr. Borgararstyrjöldinni er talið lokið í nóvember árið 1976, þegar Sýr- lendingar komu með þrjátíu þúsund rnanna lið og klufu fylkingar and- stæðinganna. Þar áttust við kristnir hægrimenn annars vegar og múhameðstrúarmenn til vinstri ásamt skæruliðasveitum Palestínuaraba hins vegar. Rétt er þó að taka fram að þessi skipting Libana í kristna hægri menn og vinstri múhameðs- eigur manna gegn gjaldi og smygl er arðbær atvinnugrein. Auk þess eru hrein rán og morð orðnir daglegir viðburðir. — Svo lengi sem ekki næst stjórn- málalegt samkomulag i Libanon verður ekkert innlent vald sem ræður málum, er haft eftir líbönskum efna- hagssérfræðingi. — Jafnhliða þessu getum við heldur ekki búizt við því að neinum einum aðila takist að tryggja öryggi borgaranna. Af þessu öllu getum við ekki búizt við neinni við- bótarfjárfestingu einkaaðila í Líbanon, segir efnahagssér- fræðingurinn. — Og síðan verðum við að gera okkur grein fyrir því, að efnahagslíf landsins verður ekki byggt upp án neinnar einkafjár- festingar, hvað sem líður tilraunum, áætlunum og tilskipunum ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórn Líbanon hefur reynt að fá aðstoð frá Arabaríkjunum. Hingað til hefur það borið litinn árangur. Leiðtogar Arabaríkjanna hafá sagt að þeir muni koma til hjálpar þegar Líbanir hafi leyst innri vandamál sín. Það er þó hægara sagt en gert því vandamál Libana eru mjög tengd þvi ástandi og vanda- málum, sem eru i Miðausturlöndum. I fyrra var ætlunin að halda ráðstefnu um vandamál Líbanon með þátttöku Arabaríkjanna en ekkert varð af henni. í stað þess gerðu embættismenn í Líbanon endurreisnaráætlun, þar sem gert var ráð fyrir að jafnvirði 3,1 milljarðs bandarískra dollara yrði varið til endurreisnar efnahagslífi landsins. Reynslan hefur sýnt að þeir peningar sem fengizt hafa til endur- uppbyggingar landsins koma að mestu leyti frá Vesturlöndum og þá að mestu í formi lána. Aðeins hefur tekizt að fá lítinn hluta þess fjár- magns sem þarf og virðist alveg ljóst að Arabaleiðtogarnir ætla að biða með alla aíjjtoð þar til innanlands- friður í Líbanon er sæmilega tryggður. Libanon hefur gengið stirðlega. Fyrri her landsins er ennþá skiptur sam- kvæmt stöðu sveita á meðan á borgarastyrjöldinni stóð og hefur auk þess engan styrk til að kvcða niður flokka einstakra skæruliða- hópa, svo sem Palestinuaraba eða annarra. Að nafninu til situr ríkisstjórn i Líbanon en vald hennar er nánast ekkert. Þetta ástand hefur meðal annars valdið stöðugri aukningu glæpa af ýmsu tagi. Flokkar vopnaðra manna taka að sér að verja Róbert. trúarmenn er á veikum grunni byggð. Atburðir þar í landi hafa raunar sýnt það og sannað. Síðastliðin þrjú ár að „lokinni” borgarastyrjöldinni hefur bardögum tæpast linnt nema i skamma stund í einu. Hægrisinnar hafa barizt gegn Sýrlendingum, hægrimenn hafa barizt við hægri- menn, Palestínumenn við ísraela, Palestínumenn hafa meira að segja barizt við Palestínumenn. Hægri- menn hafa einnig eldað grátt silfur við friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna í suðurhluta landsins og það hafa vinstrimenn og Palestínu- menn raunar einnig gert. Viðleitni til að endurreisa her- sveitir sem trúar væru ríkisstjórn

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.