Dagblaðið - 31.10.1979, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979.
-
VERÖLDVATNSINS
—sjónvarp kl. 18.30:
Líf heimur vatnsins og
baráttan þar
,,Þetta er mynd um lifið í vatninu.
Sýnt er hvernig hver tegundin lifir á
annarri og hvernig lífverurnar eru
háðar hver annarri. Ýmsar dýra-
tegundir koma þarna fram, allt frá
frumstæðum þörungum til fiska og
dýra,” sagði Bjöm Baldursson, þýð-
andi myndarinnar. Veröld vatnsins er
kanadísk mynd um lífheim vatnsins
og baráttuna þar. Myndin er á dag-
skrá sjónvarpsins i dag kl. 18.30 og er
hún tuttugu og fimm mínútna löng.
-ELA.
Laus staða
í félagsmálaráðuneytinu er laus til umsóknar
staða deildarstjóra, sem veita skal forstöðu deild
er annist málefni þroskaheftra.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist félagsmálaráðu-
neytinu fyrir 20. nóvember nk.
Félsgsmálaréðunaytið
26. oktöbar 1979.
ÚTVARPSSAGA BARNANNA - útvarp kl. 16.40:
„Brot úr borgarlífi
en ekki ádeilusaga”
Sjónvarp í kvöld klukkan 21.05:
Vélabrögðin innan
veggja Hvíta hússins
NÝJASTA TÆKNI0G VÍSINDI
—sjónvarp kl. 20.35:
Eltthvað þessu llkt ttum við að sjá í Nýjustu tækni og visindum i kvöld I sjén-
varpi.
NÝTING SÓL-
AR0RKUNNAR
,,í þessum þætti verður sýnd ein
mynd sem fjallar um nýtingu sólar-
orkunnar,” sagði Sigurður fir.
Richter, umsjónarmaður Nýjustu
tækni og vísinda í kvöld kl. 20.35.
„Það hefur verið geysilegur áhugi
undanfarið á rannsóknum á sólar-
orkunni og við höfum áður sýnt
nokkrar slíkar myndir en þær berast'
mikið til okkar núna.
Myndin er að mestu yfirlit um
hvernig rannsóknir standa i dag. Við
fáum að sjá sólarorkuver, allt frá
smáum og upp í mjög stór.
Einnig er gerð grein fyrir því
hvemig þetta muni koma til með að
vera i framtíðinni,” sagði Sigurður.
Nýjasta tækni og visindi er tuttugu
og fimm minútna langur þáttur.
- EI.A
— segir höfundur sögunnar, Þórir S. Guðbergsson
Höfuðpaurar Watergate-hneykslisins: erfitt er að finna úr hverjir eru hvað þvi
nokkrar af persónum myndarinnar voru aldrei til.
Fyrsta þætti Vélabragða í
Washington lauk á því að Monckton
(Nixon) vinnur sigur i forsetakosn-
ingunum og Gilley (Humphrey) vara-
forseti bíður lægri hlut.
Myndin Vélabrögð í Washington
er byggð á ferli Nixons Bandarikja-
forseta og hinu svonefnda Water-
gatemáli sem að lokum varð til þess
að hann hrökklaðist úr embætti.
Þetta er því nokkurs konar „lykil-
þáttur”, þó svo að framleiðendur
vilji ekki kannast við slikt.
í fyrsta þætti kom i Ijós að þarna
er um vel gerðan sjónvarpsþátt að
ræða. Spennunni er haldið betur
uppi en búast-má við þegar um er að
ræða nokkurra ára gamalt efni og
flestir vita hvernig fer að lokum.
í öðrum þættinum megum við, ef
að líkum lætur, búast við að fræðast
um hvernig Monckton (Nixon) og
hans menn hreiðra um sig í Hvíta
húsinu og þá hvernig vélabrögð í
Washington eru í orðsins fyllstu
merkingu. Þátturinn er einmitt að
nokkru byggður á bókinni The
Company en höfundur hennar er
John Ehrlichman sem var ráðunautur
Nixons fyrrum forseta í innanríkis-
málum.
Meða aðalhlutverkin fara Cliff
Robertson sem fer með hlutverk
Williams Martin, forstjóra CIA,
Jason Robards sem fer með hlutverk
Richards Monckton — Richard
Nixon, Stefanie Powers — Sally
Whalen, Robert Vaughn í hlutverki
Frank Flaherty — Halde-
man/Ehrlichman, Harold Gould í
hlutverki Carl Tessles — Kissinger og
Andy Griffith — Esker Scott Ander-
son — Lyndon B. Johnson. Þáttur-
inn í kvöld er liðlega einn og hálfur
tími að lengd og þýðandi er Ellert
Sigurbjörnsson.
- ELA
Táningar og togstreita nefnist
saga sem lesin verður i útvarpi í dag
kl. 16.40. Sagan er eftir Þóri S. Guð-
bergsson og mun hann sjálfur lesa
hana.
„Sagan er byggð á ákveðnum
heimildum frá Noregi en stilfærð og
staðfærð íslenzkum aðstæðum,”
sagði Þórir í samtali við DB.
,,Ég skrifaði þessa sögu í vetur,
sumar og haust, svo hún hefur ekki
birzt áður. Þetta er brot úr sögu 16
ára unglings. Hún er gróft dæmi úr
borgarlífinu en ekki það grófasta.
Það má kannski orða það þannig að
hún sé hvorki ádeila á skóla, lög-
reglu, foreldra né sérfræðinga þó að
allir þessir aðilar komi við sögu á
misjafnan hátt.
Eyvindur heitir aðalpersóna sög-
unnar og segir frá lifi hans i nokkrar
vikur; samskiptum hans við félaga i
innbroti og í skóla, einnig hjá sér-
fræðingi þar sem hann er til með-
ferðar og á heimili hans.
Það kemur fram i lok sögunnar að
það er ekki foreldrum að kenna
hvernig þeir eru aldir upp og því ekki
þeim að kenna hvemig börnin þeirra
eru alin upp,” sagði Þórir.
Aðspurður um hvort bókin yrði
gefin út fljótlega sagðist Þórir ekkert
vita um það enda hefði hann unnið
stift við hana. „Ég ætla að leyfa
henni að meltast aðeins og síðan mun
ég athuga um breytingar á handriti.”
Alls verða lestrarnir 13 — á
miðvikudögum, fimmtudögum og
föstudögum. Þess má geta í leiðinni
Þórir S. Guðbergsson, höfundur sögunnar Táningar og togstreita, sem hann
byrjar að lesa i útvarpi i dag.
að breytt hefur verið tima útvarps- greindu daga í stað mánudaga og
sögu barnanna, með tilkomu vetrar- þriðjudaga.
dagskrár verður hún þessa framan- - ELA