Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979.
3
HRÆDDIR OG TAUGA-
VBKLAÐIR KRATAR
Siðastliðinn háifan mánuð hef ég
lesið 6 tölublöð af Dagblaðinu. í
fjórum þeirra hafa jafnmörg krata-
grey þruglað i lesendadálkum,
blaðsins um það að framsóknarmenn
Rógburður
Helga Hlynsdóttir, Blómvangi Kópa-
vogi, hringdi:
Eg vil gera smáathugasemd við
bréf sem birtist í Dagblaðinu fimmtu-
daginn 1. nóvember og Birna nokkur
Sverrisdóttir, Engihjalla 1 Kópa-
vogi, semur.
Ég held að sú fína frú ætti að
endurskoða sinn kopp betur en vera
ekki að spinna upp rógburð um mig í
félagi við venzlafólk mitt fyrrver-
andi.
Ég veit ekki betur en að ég sé ein-
stæð móðir með tvö börn á mínu
framfæri og hef ég alitaf séð um mig
og mín börn sómasamlega, og eru
ekki allir sem geta sagt það.
Nei. Ég held að þú ættir ekki að
hlaupa með upplognar sögur fram á
ritvöllinn, a.m.k. ekki um mig þvi að
ég held að þú og þínir hafi ekki efni á
þvi.
Veit einhver
um talstöð?
Sigríður Halldórsdóttir skrifar:
Milli kl. 4 og 5 mánudaginn 29.
október var Gufunestalstöð stolið úr
gulum Blazer, sem stóð á bílastæði
fyrir utan vinnustað eiganda að
Smiðjuvegi 5 i Kópavogi (Stál-
iðjan/Krómhúsgögn).
Talstöðin er af gerðinni Bimini
550, græn að Iit og eru m.a. ein-
kennisstafirnir G 1722 skrifaðir utan
á talstöðvarboxið. Talstöðin nýtist
illa öðrum en eiganda hennar og ef
þjófurinn hefur gert sér grein fyrir
þvi kynni hann e.t.v. að hafa skilið
hana eftir einhvers staðar. Þeim til-
mælum er þess vegna beint til for-
eldra og annarra að hafa augun hjá
sér, ef þeir verða varir við talstöðina,
sem er á stærð við kassettuútvarps-
tæki.
Talstöðinni má skila til
Rannsóknalögreglu ríkisins eða láta
vita á vinnustað eiganda (sima 40260
og43211).
Rautt
seðlaveski
tapaðist
Anna Helga Schram hringdi:
Á föstudagsmorgun um kl. 7.30
týndi ég rauðu seðlaveski í leigubíl
frá Hreyfli eða í nágrenni við Brauð-
bæ. Sá er hefur fundið veskið vin-
samlegast hringi í síma 15043 gegn
fundarlaunum.
GUNNLAUGUR
A. JÓNSS0N
ATH!
1U tilefni skal þeim
nda Dagblaðinu les-
§f bent á að þau eru
lirt nema nafn og
sfang ásamt °afn-
isendandafY»9imeð-
og fleiri séu að farast úr taugaveiklun
og hræðslu yfir ógnvaldinum honum
Vilmundi Gylfasyni dómsmálaráð-
herra.
Dæmi:
1. Þriðjudaginn 23/10 ’79 skrifar
Gunnar Bender: ,.l iósa-ti
punkturinn í þessari skyndistjórn
(þ.e. minnihlutastjórn Alþýðu-
flokks) er Vilmundur Gylfason
sem fer með mennta-, dóms- og
kirkjumál. Hver veit nema Vil-
mundur róti svolitið í spilling-
unni”. „Hræðslan við Vilmund
er ekkert venjuleg”.
2. Föstudaginn 26/10 '19 skrifar
Hjörleifur Hallgrímsson: ,,Það
hefur ekki farið fram hjá neinum
hvað núverandi minnihlutastjórn
Alþýðuflokks hefur farið rosalega
í taugarnar á framsókn og komm-
únistum”. „Einkum hefur þessi
táugaveiklun beinzt gegn háttvirt-
um núverandi dómsmálaráð-
herra, Vilmundi Gylfasyni”.
3. Þriðjudaginn 30/10 ’79 skrifar
Aðalbjörn Arngrimsson: „Eftir
nýafstaðið þingrof og stjórnar-
myndun ætfi engum að dyljast
hvern einstakan alþingismann ber
hæst og aðrir óttast mest. Á ég
þar við Vilmund Gylfason núver-
andi dómsmálaráðherra”.
4. Miðvikudaginn 31/10 '19 skrifar
háskólaborgari: „Mikla athygli
mína og fleiri hefur vakið sú
taugaveiklun, sem hefur gripið
um sig meðal framsóknarmanna
og lögfræðistéttarinnar i landinu'
yfir þvi að Vilmundur Gylfason
skuli vera orðinn dómsmálaráð-
Vilmundur Gylfason dómsmálaráð-
herra.
herra”. Síðan notar háskólaborg-
arinn orðið taugaveiklun endur-
tekið út greinina.
Þannig virðast þeir reyna að telja
sjálfum sér og öðrum trú um að
framsóknarmenn og fleiri séu að
farast úr hræðslu og taugaveiklun
með því að endurtaka það nógu oft.
í sálfræðinni er töluvert fjallað um
slík vandamál sem hrjá kratana nú.
Hinn mikli sálkönnuður, Sigmund
Freud, greiddi á margan hátt götu
sálfræðinnar. Meðal annars fjallaði
hann um varnarhætti sjálfsins (egos-
ins). Þegar persóna (þ.e. sjálfið) fær
ekki ráðið við kvíða með því að beita
skynsamlegum aðferðum, verður hún
að nota varnarhætti. Varnarhættirnir
afneita, falsa eða brengla raunveru-
leikanum og starfa ómeðvitað. Einn
af varnarháttunum er svokallað frá-
varp (projection), sem lýsir sér á
eftirfarandi hátt: Persónueinkenni,
sem vekja kviða hjá viðkomandi ein-
stakling, er komið yftr á aðra ein-
staklinga. Með öðrum orðum varpar
viðkomandi einstaklingur kviðanum
frá sér yfir á annan einstakling. Þess
vegna nefnist þetta frávarp.
Dæmi: Lítill drengur er myrkfæl-
inn. Honum finnst ókarlmannlegt að
vera myrkfælinn og reynir þvi að
hræða systur sína, þegar hann finnur
fyrir myrkfælni sjálfur, til þess að
sannfæra hana, aðra og sjálfan sig
um karlmennsku sína.
Annað dæmi: Skrif hinna fjögurra
krata, sem hér fyrr frá greinir. Þeir
virðast óttast um sjálfsvirðingu sina
fyrst og fremst vegna hinnar full-
komnu dýrkunar og trúar á Vilmund
Gylfason, sem nú óðum þverr. Þeir
eiga erfitt með að viðurkenna þann
sannleika og leita-því út fyrir raun-
veruleikann.
Raddir
lesenda
Milljónir manna bæði, konur
og kariar, um heim allan nota
vaxtarmótarann til að ná eðlilegri
þyngd og til að viðhalda
líkamshreysti sinni.
Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tæki
til að ná aftur þinni fyrri líkamsfegurð og
lipurð í hreyfingum.
*
*
*
*
14 daga skilafrestur, þ.e. ef þú ert ekki ánægður með
árangurinn eftir 14 daga getur þú skilað því og feng-
ið fullnaðargreiðslu.
Vaxtarmótarínn styrkir, fegrar og grennir likamann.
Árangurinn verður skjótur og áhrifaríkur.
Æfingum með tækinu má haga eftir þvi hvaða likamshiuta
menn vilja grenna eða styrkja.
Vaxtarmótarínn mótar allan likamann, arma, hrí^* ’
imitti, kviðvöðva, mjaðmir og fætur.
Íslenzkar þýðingar á
æfingakerfinu fylgja hverju tæki.
Hurðarhúnn nægir sem festing
fyrir tækið.
Pöntunarsími 44440
10-4 alla
Nafn
PÓSTVERZLUNIN
HEIMAVAL
BOX 39,202 KÓP.
Heimilisfang
Spurning
dagsins
Hvert er uppáhalds
sjónvarpsefnið þitt?
Jóna Ó. Jónsdóttir skrífstofumaður:
Skemmtiþættirnir, bæði íslenzkir og
útlendir.
Helgi Helgason verzlunarmaður:
Íþróttaþættirnir. Ég horfi á alls konar
iþróttamyndir.
Páll Ólafsson slrætisvagnstjóri: Ekkert
sérstakt. Ég vinn vaktavinnu og missi
þess vegna oft af sjónvarpsefni.
Lilja Jónasdóttir: Vélabrögð i
Washington. Mér lízt vel á það sem
komið er af þeim þáttum.
Elias Guðmundsson, forsljóri Umsvifs
hf.: Ekkert uppáhaldsefni. Ég horfi
lítið á sjónvarp, frekast þó á umræðu-
þætti og Kastljós. Kvikmyndirnar eru
yfirleitt lélegar.
Gestur Guðjónsson: Poppþættirnir.