Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. WBlAÐin frýálst, úháð daghlaú Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. RitstjóH: Jónas Krístjánsson. RKstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rltstjómar Jóhannes Raykdal. (þróttir: HaMur Sfmonarson. Menning: Aðalstainn IngóMsson. Aflstoflarf réttas^órí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómaoson, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elln Abertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ami PáK Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjálmsson, Ragnar Th. Sig- urðsson, Sveinn Þormóflsson. SkrHstofustjórí: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing arstjóri: Már E. M. HaHdórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, ásknftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhotti 11. Aflabimi blafleins er 27022 (10 línur) iSetning og umbrot: Dagblaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskríftarverfl á mánufll kr. 4000. Verfl I lausasölu kr. 200 eintakifl. Enginn meiríhluti „Einn flokk til ábyrgðar.” Þannig hljóðaði mottóið, sem margir sjálf- stæðismenn tóku að bera upp fyrir nokkrum vikum. Skírskotað var til mikillar óánægju landsmanna með vinstri stjórnina. Sjálfstæðismenn vildu, að kosið yrði ' um „Sjálfstæðisflokkinn eða vinstri stjórn”. Auk þess var á hvers manns vitorði, að landsmenn voru fullsaddir af getuleysi sambræðslustjórna, hverrar af annarri. Sjálfstæðismenn vitnuðu til skoðanakönnunar, sem Dagblaðið Vísir gerði og veitti Sjálfstæðisflokknum hvorki meira né minna en 58 af hundraði atkvæða á landinu. Skoðanakannanir Dagblaðsins höfðu síðast- liðið vor og í fyrravetur veitt Sjálfstæðisflokknum um helming allra þeirra, sem tóku afstöðu. Hinn almenni kjósandi tók í vaxandi mæli að íhuga, hvort ekki væri rétt, þegar öllu væri á botninn hvolft, að ,,leyfa Sjálfstæðisflokknum að reyna”. Ef einn flokkur stjórnaði landinu, færi ekki mestur tíminn til ónýtis vegna tilgangslauss karps. Eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði fengið hreinan meirihluta og stýrt þjóðarskútunni í eitt kjörtimabil, mætti svo dæma hann af verkum sínum, veita honum nýtt umboð eða hafna honum. Vissulega þótti mörgum tiltölulega óháðum kjósanda, að þetta væri kostur, sem athuga bæri gaumgæfilega. En hvað hefur gerzt? - Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Alþingi var líklega aldrei annað og meira en daumsýn nokkurra manna. Þótt skoðanakannanir gæfu nokkrum sinnum til kynna, að svo gæti farið, var líklegast, að ekki fengist hreinn meirihluti kjósenda, þegar að kjörborði væri komið. Kannanirnar sýndu, að mikill fjöldi taldi sig óákveðinn. Við mátti búast, að menn skiluðu sér til sinna fyrri flokka í ríkari mæli en kannanirnar sýndu, þegar óánægja með vinstri stjórnina yrði ekki lengur meginmálið í hugum kjósenda. En hugmyndin um hreinan meirihluta hafði mikið aðdráttarafl og hefði getað gert kosningasigur sjálf- stæðismanna meiri en ella. Allt annað er mönnum efst í huga þessa daga. Það er klofningur i Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur, sem hugðist stefna að hreinum meirihluta, hefur sundrazt í tveimur stórum kjördæmum. „Uppreisnarmennirnir”, svo sem Jón G. Sólnes í Norðurlandskjördæmi eystra og Eggert Haukdal og Ingólfur Jónsson á Hellu í Suðurlandskjördæmi, mundu ekki fá að bjóða fram lista á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Þau atkvæði, sem listar þeirra fá, munu glatast Sjálfstæðisflokknum og til dæmis ekki verða tekin með við úthlutun uppbótarsæta. Augljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur brugðizt í þessum klofningsmálum. Hún hefur ekki borið klæði á vopnin í bræðravígunum, fremur aukið sundrungina . Ýmislegt fleira gefur til kynna, að hugmyndin um hreinan meirihluta sjálfstæðismanna sé glötuð, þó einkum það, að endurminningin um vinstri stjórnina verður minna ógeðfelld, þegar frá líður. Hitt er sýnt, að það eru sjálfstæðismenn sjálfir, sem gengu af þessari hugmynd dauðri vegna innbyrðis sundrungar og óláns. Landsmenn mega því búa sig undir áframhaldandi skeið samsteypustjórna. Stefnubreytingar ,'Suður-A fríku —Botha f orsætisráðherra reynir að sameina þjóðina Áttundi, og nýjasti forsætisráð- herra í Suður-Afríku, Pieter Willem Botha, hefur nú verið við völd í eitt ár. Sumir hafa reiðzt honum, aðrir sáróánægðir, en honum hefur tekizt að koma öllum á óvart. Á undanförnum vikum hefur hann aukið réttindi blökkumanna og hann hefur heimsótt Soweto, hverfið þar sem gremja þeirra brauzt út í óeirðum fyrir þremur árum. Hann er fyrsti forsætisráðherra landsins sem þangað stigur fæti og segir það sína sögu. Þar lét hann sér um munn fara þessi orð: „Við erum allir Suður- Afríkumenn” og eru þau ekki beinlínis í samræmi við stefnu stjórn- arinnar undanfarin þrjú hundruð ár. Og með ýmsum aðgerðum hefur hann sýnt vilja til að auka réttiry# svertingja í landinu. Til dæmis hefur hann fyrirskipað endurskoðun á jarðeignalögum frá 1936, sem úthlutuðu blökku- mönnum, sem eru 70% þjóðarinnar, ekki nema 14% landsins. Sömuleiðis frestaði hann framkvæmd laga sem gerðu ráð fyrir þremur þjóðþingum í landinu, einu fyrir hvíta, öðru fyrir blökkumenn, þriðja fyrir Indverja. í stað þess sagði hann nefnd sem fjallar um stjórnarskrárbreytingar að ráðfæra sig við samtök hörunds- dökkra hópa í landinu. Loks tilkynnti hann að lög sem banna ástir og hjónabönd fólks af ólikum kyn- þáttum yrðu endurskoðuð. Og veitingahúseigendur voru hvattir til að sækja um leyfi til að mega af- greiða fólk með dökka húð. „Við verðum að aðlagast" New York Times segir að fyrir fá- um árum hafi fátt bent til þess að P.W. Botha mundi beita sér fyrir slíkri þróun. Hann þótti herskár og hálfgert hörkutól. En talið er að óeirðirnar í Soweto, þar sem 700 manns létu lífið, hafi mildað afstöðu hans. ,,Við verðum að aðlaga okkur — eða engu fyrir týna ncma lífinu,” segir hann. Og oftar en einu sinni hefur hann haldið fram þeirri skoðun .sinni að vel kunni að draga til byltingar í landinu og leiðin til að af- stýra henni sé að taka tillit til óska r Vi Hvað er skipu- lagshyggja í efnahagsmálunfi Fyrir siðustu kosningar hélt Alþýðuflokkurinn mjög á lofti slag- orðinu „Nýr flokkur á gömlum grunni”. Af skiljanlegum ástæðum er þessu slagorði lítið hampað í dag. Eftir reynslu undanfarinna mánaða hefur fólk auðveldlega borið kennsl á gamla viðreisnarflokkinn og borgara- lega stefnu hans og bitlingastúss. Eina nýjungin sem Alþýðu- flokkurinn náði fram í síðustu ríkis- stjórn var að lögbinda þessa borgara- legu stefnu með efnahagslögum Ólafs Jóhannessonar. En auðvitað dugði þessi stefna ekkert frekar þótt hún væri bundin í lögum. (Það er merkilegt að enginn af löghlýðnu einstaklingum þessa lands skuli hafa farið í mál við framkvæmdavaldið vegna brota á lögum þessum, sem enn eru í gildi). Gamall grunnur Þvi verður ekki á móti mælt að Alþýðuflokkurinn hvílir á gömlum grunni. Ásýnd flokksins hefur einnig breyst verulega. En stærstu breyting- arnar urðu ekki í fyrra. Þær áttu sér stað fyrir mörgum árum. Öðru hvoru gægist hinn gamli grunnur þó fram, reyndar ekki í verki, heldur aðeins í orðum. Fyrir síðustu kosningar dreifði Al- þýðuflokkurinn dreifiriti sem bar hið lokkandi heiti „Gerbreytt efnahags- stefna”. Þar mátti t.d. lesa að „stjórn efnahagsmála á að byggjast á skynsamlegu mati á framleiðslugetu þjóðarbúsins og þeim markmiðum, sem þjóðin vill ná til frambúðar. Þetta verður ekki gert nema á grund- velli áætlunarbúskapar, þar sem markað er hlutverk atvinnugreina í framtiðarmynd þjóðarbúsins. Fjár- festingu á að skipuleggja. . .” En auðvitað voru þetta bara orð. í öllum tillögum Alþýðuflokksins í efnahagsmálum er ekki að finna neitt sem miðar að því að koma hér á áætlunarbúskap eða skipuleggja fjár- festingar. Það kom aldrei nein tillaga um þjóðnýtingu á stærstu fyrirtækjum landsins, sem auðvitað er forsenda raunverulegs áætlunar- búskapar, þar sem tekið er mið af hagsmunum og vilja heildarinnar en ekki gróðahagsmunum einstakra at- vinnurekenda. Þvert á móti miðast allar tillögur Alþýðuflokksins að því að lagfæra gangverk markaðs- skipulagsins og treyst var á getu þessa skipulags til að leysa vandamál verð- bólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Auðvitað brást markaðurinn þessu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.