Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. Erlendar fréttir REUTER Hungrið er ekki aðeins i Kampucheu. Á eyjunni Timor er mikill fæðuskortur og myndin sýnir nokkur börn á austur- hluta eyjanna og greinilega ekki of vel haldin. Ródesía stöðvar korn- flutninga til Zambíu —Kenneth Kaunda má velja um að hætta við að styðja skæruliða eða hungurs- neyð meðal fólks síns Ríkisstjórn Zimbabwe/Ródesíu hefur tekið þá ákvörðun að stöðva allar járnbrautarferðir til nágranna- ríkisins Zambíu. Þar með er Kenneth Kaunda forseti Zambíu settur í þá stöðu að annaðhvort hættir hann stuðningi sínum við skæruliða þá sem sótt hafa inn í Zimbabwe/Ródesíu, eða hann verður að horfast í augu við verulegan fæðuskort í landinu og jafnvel hungursneyð. Við lokun járn- brautarinnar i gegnum Zimba- bwe/Ródesíu tekur nefnilega meðal annars fyrir allar kornsendingar til Zambíu. Tilkynning um þetta var birt í gær og þar með eru stöðvaðir allir korn- flutningar til Zambíu frá Suður- Afríku. Nokkrum klukkustundum síðar var tilkynnt í Zambiu að Kenneth Kaunda forseti landsins væri reiðu- búinn að halda til London til að aðstoða þar við að koma á friðar- samningum á milli ríkisstjórnar Muzorewa biskups og skæruliða- foringjanna Nkomo og Mugabes. í Lusaka var þó tilkynnt að Kaunda forseti mundi því aðeins fara til London að Margaret Thatcher for- sætisráðherra Breta teldi að hann gæti orðið að Iiði við samninga- gerðina. Ekkert hefur enn verið sagt um lokun járnbrautarlinunnar af hálfu opinberra aðila í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Ekki er nóg með að aðgerðirnar muni geta haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir matarbirgðir í landinu. Koparinn, sem er níu tíundu hlutar af útflutningsverðmætinu, er' einnig fluttur að mestu með járn- brautum til Suður-Afríku. Zambía má illa við að hann stöðvist. Betri gangur á sendingum tilKampucheu Talsmenn hjálparstarfa þeirra, sem nú er unnið að fyrir hungraða i Kampucheu telja að starfið sé nú farið að ganga mun betur en áður. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hefur tekizt að safna stórum upphæðum til starfsins. Talið er að samtals nemi það 210 milljónum dollara sem lofað hefur verið. Kurt Waldheim, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sagði í gær að hann væri þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem hljálparbeiðnir al- þjóðastofnana hefðu hlotið. — Við höfum öðlazt enn eina sönnunina fyrir hinni auknu tilfinningu mann- fólksins að það verði að standa sam- an þegar hungur eða dauði er annars vegar. Fólki heimsins fannst það ekki geta staðið aðgerðarlaust gagnvart því sem var að gerast í Kampucheu og það gerði það ekki heldur — sagði Kurt Waldheim. Er olíubrákin fránorska skipinu? Orion flugvél frá norska flughern- um er komin til Suður-Afríku til að taka þátt í leitinni að norsku flutn- ingaskipi, sem talið er hafa sokkið í suðurhluta Atlantshafsins fyrir nokkru. Olíubrák sást á sjónum í gær um það bil fimmtán hundruð milum suð- vestur af Góðrarvonarhöfða. Verið er að taka sýnishorn af olíunni og kanna hvort hún geti verið úr tönkum hins rúmlega 72 þúsund tonna norska skips. Nafn þess er Berge Varga. Hefur ekki náðst neitt samband við það í rúma viku. Systurskip þess, Berge Istra, hvarf sporlaust í Kyrra- hafinu fyrir fjórum árum. Þar komust tveir menn af og skýrðu þeir frá röð mikilla sprenginga þar um borð. TURA high SPEEO UÚSMYNDAPAPPlR FRÁ V-ÞÝZKALANDI Getum nú boðiö stórkostlegt úrval af „TURA High Speed”plastpappír. Áferðir: Hvitt glans Hvitt hálfmatt Hvitt silkí Gráður: 2: Mjúkur 3: Normal 4: Harður Hvitt finkorna (næstum matt) Nýtt frá TURA. TURA fix-adh. Hefur sömu eiginleíka og plastpappir. Að lokinni skolun og þurrkun flettið bakhlið af og pappirinn limist á næstum hvað sem er. Format á pappir: 7X 10 100 bl. kr. 3765.- 9X9 100 bl. kr. 3820.- 9X13 100 bl. kr. 5160.- 13X18 100 bl. kr. 9900.- 13X18 25 bl. kr. 2775.- 16X21 100 bl.kr. 16.185. 18 X 24 100 bl. kr. 19.125. 18X24 10 bl.kr. 2420.- 24 X 30 10 bl. kr. 3990.- 30X40 10 bl.kr. 6315.- 40X50 10 bl. kr. 9900.- Einnig TURA professional. TURA: Report-Rapid hight sensitive clorobromid. TURA: Portraid-Rapid-fljótvirkur clorobromid. TURA: Brom: hlutlaust kaldtón f/alhliða notkun. TURA: 21 din sv/hv. filmur 135—20 verð: 975.-135—36 1250 kr. TURA: P—150 17 m Bulk film. 22—23 din. Mjög finkorna. Kr. 7630. ■* Skólar—Klúbbar: gerið pöntun á meðan úrvalið er nóg. 50X60 10 bl. kr. 13.700.- A th.: gefum magnafslátt. Póstsendum. AMATÖR UÓSMYNDAVÖRUR Laugavegi 55. Sími 12630. Loksins tókst frönsku lögreglunni að hafa hendur I hári eins alræmdasta glæpamanns landsins. Að visu ekki nema með þvf að gera hónum umsátur og skjóta hann til bana i bifreið sinni. Hann hét Jacques Mesrine, hafði margsinnis sloppið úr fangelsi og rænt og drepið dágóðan hóp af fólki. Hann var arkitekt að mennt en sneri sér siðan alfarið á glæpabrautina og vann þar mörg voðaverkin. Hann gaf út ævisögu sfna sem seld var f stóru upplagi og sfðan var ætlunin að kvikmyndaleikarínn Jean- Paul Belmondo léki Mesríne I kvikmynd. Myndin sýnir Mesrine fallinn f bifreið sinni á götu f París. ElSalvador: Samningar hafnir um ráöherrana þrjá Byltingarhreyfingin í E1 Salvador, sem hertók á dögunum byggingu í höfuðborg landsins San Salvador og tók jafnframt nokkra menn í gísl- ingu, hefur nú hafið samningavið- ræður við stjórn landsins. Meðal þeirra, sem eru í haldi skæruliðanna eru þrír ráðherrar í stjórn landsins. Sagt er að fulltrúar skæruliða og stjórnarinnar hafi hitzt á leynilegum fundi sem haldinn hafi verið í sendiráði Nicaragua. Til þessa hefur ríkisstjórnin sagt að hún mundi ekki ganga til samninga við skæruliða fyrr en ráðherramir þrír yrðu látnir lausir. Byltingarhreyfingin, sem í eru stúdentar, smábændur og verka- menn, berst fyrir hærri launum, verðstöðvun og upplýsingum um þrjú hundruð pólitíska fanga. Vill hún leggja áherzlu á þessar kröfur sínar með töku ráðuneytisbygginganna og gíslanna. Nærri eitt hundrað manns hafa látið lifið í E1 Salvador síðan Carlos Humberto Romero hershöfðingja var steypt af stóli um miðjan október.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.