Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 13
12 1 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir I '’Á' . tj-i'1 i V/ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir West Ham komst í 8-liða úrslit - sigraði Sunderland 2-1 ígærkvöld West Ham tryggði sér rétt 1 8-liða úrslit 1 enska deildabikamum í gærkvöld, þegar liðið vann Sunder- land 2—1 á leikvelli sínum i Lundúnum, Upton Park. Það var annar leikur liðanna í keppninni. Fyrri leiknum í Sunderland lauk með jafntefli 1—1. West Ham var án Trevor Brooking og markvaröarins Phil Parkes i gær og átti í erfiðleikum með Sunderland framan af. Alan Brown skoraöi i fyrri hálfleiknum fyrir Sundcrland. Alfie Martin tókst að jafna fyrir West Ham og David Cross skoraði svo sigurmarkið. í 8-liða úr- slitum leikur West Ham á heimavelli við annaðiivort Nottingham Forest, sigurvegarana í deildabikarnum tvö síðustu árin, eða Bristol City. Einn leikur var háður í 3. deild í gær. Southend sigraði Exeter 4—0 og komst við það af botni deild- arinnar. Teitur víða í sviðsljósinu Enska blaðið Daily Express skýrði frá þvi nýlega, að menn frá Derby Country hefðu fylgzt með Teiti Þórðar- syni, hinum 27 ára miðherja islenzka landsliðsins og Öster, i leikjum í Svíþjóð og auk þess í Evrópuleikjum Öster og Nottingham Forest. Þó Teitur hefði ekki sýnt sama form í leikjunum i Alsvenskan og hann sýndi gegn Forest, hcl'ur Derby mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir, segir Daily Express — og gæti ef til vill fengið hann fyrir 100 þúsund sterlingspund. Framkvæmdastjóri Derby, Colin Addison, sagði í samtali við Express. ,,Við höfum feng- ið góðar fréttir af Teiti Þórðarsyni — og við höfum leit- að aö miðherja á Englandi og á meginlandinu.” Derby hefur í huga svipaö verð og þýzka liðið Werder Bremen í sambandi við Teit. Þar er talað um 300—350 þúsund mörk og í Bild Zeitung fær Teitur góð orð fyrir frammistöðu sína á æfingum hjá Werder í fyrri viku. Borg sigraði Björn Borg, Sviþjóð, varö sigurvegari á miklu tennis- móti í Tokíó í Japan um helgina. Sigraöi Bandaríkja- manninn Jimmy Connors i úrslitum 6—2 og 6—2. Yfir- burðasigur en Connors er talinn standa næst Borg sem annar bezti tennisleikari heims. í undanúrslitum sigraði Borg John Sandri, USA, sem kom mjög á óvart í keppninni, 6—3 og 6—1, en Connors vann landa sinn Vitas Gerulaites 7—6, 2—6 og 6—3. Sex sinnum holuíhöggiá aðeins einu ári Sextán ára gamall sænskur golfleikari, Jan Brostorm að nafni, hefur unnið það fátiða afrek að fara holu i höggi sex sinnum á aðeins einu ári. Hann ánetjaðist golflþróttinni fyrir aðeins átján mánuðum. Stenzel landsliðsþjálfari harðorður við sína menn! Minden 29. október 1979. Vestur-þýzka landsliðið olli tölu- verðum vonbrigðum með að ná aðeins öðru sæti í fjögurra landa keppni í Danmörku fyrir stuttu. Mótherjarnir voru, ásamt gestgjöfunum Dönum, Júgóslavar og Tékkar. Sérstaklega var stórt tap gegn Júgóslövum 22—12 mikið áfall fyrir landsliösþjálfarann, Vlado Stenzel. í viðtali i útvarpi að keppni lokinni var Stenzel nokkuð harðorður í garð sinna manna. Sagði það ekki nógu gott að koma til keppni sem heimsmeistari — menn þyrftu að leggja hart að sér til að sigra. Það eru einmitt Júgóslavar, sem koma til með að veita V-Þjóðverjum harðasta keppni í riðli landanna á ólympíuleikunum í Moskvu næsta sumar. Þessi keppni í Danmörku gæti dregið dilk á eftir sér fyrir nokkra leik- menn. Dieter Waltke, „jókerinn” frá síðustu heimsmeistarakeppni, og mark- vörður Gummersbach, Rudi Rauef, verða ekki með liðinu i landsleikjum gegn Rúmeniu á næstunni. Aðrir, þar á meðal fyrirliðinn Horst Spengler, Claus Fey frá Gummersbach og jafnvel stórskyttan Kurt Klúhspies frá Gross- wallstadt, ættu að halda sér við efnið, voru orð Stenzel. Þess má geta að aðeins 14 leikmenn fá farmiða til Moskvu — ekki 16 eins og venjan hefur veriðá stórmótum. Sveiflur í Minden Aðeins fjórir leikir fóru fram um helgina (fyrri helgi) I Bundeslígunni. Það kemur til af heimsmeistarakeppni unglinga. GW Dankersen byrjaði heldur illa i heimaleik sínum gegn Hof- weier. Eftir 15 mín. leik var staðan orðin 5—0 Hofweier í vil. Ekkert hafði gengið upp hjá GWD en flest af þvi, sem gestirnir reyndu. Van Oepen braut ísinn með því að skora fyrsta mark GWD. Eftir það fór allt að ganga betur — GWD náði að skora sex mörk i röð og komst yfir. Staðan var 8—7 í hálf- leik, Dankersen yftr. Mjög vel hafði tekizt að stöðva Arno Ehret hjá Hofweier og yftr höfuð lék vörn Dankersen vel í þessum leik eins og aðeins 13 mörk Hofweier segja til um. í síðari hálfleiknum var mikil bar- átta. GWD hafði yfirleitt 2—3 mörk yfir. Nokkur spenna kom þó nokkrum mínútum fyrir leikslok er Hofweier minnkaði muninn í 14—13 — en Bernd Seehase náði að innsigla sigur GWD með tveimur góðum mörkum í lokin. Mörk GWD skoruðu Axel 7/3, van Oepen 3/1, Seehase2, Meyer2, Krebs 1 og Schuler 1. Mörk Hofweier: Ehret 5/3, Meffe 3, Leibiger 3, Qurti 1, Ehrles 1. Orslit í leikjunum urðu annars þessi: Dankersen — Hofweier 16—13 Gummersbach — Flensburg 17—9 Húttenberg — Birkenau 26—21 Grosswallst.—Göppingen 24—15 Grosswallstadt sigraði Göppingen örugglega. 24—15 sigur var reyndar of stór eftir að staðan var 9—8 í hálfleik. Leikur Göppingen féll algjörlega saman í síðari hálfleiknum. Nokkuð einkennandi fyrir þetta leiktímabil er slakur árangur nokkurra liða á útivelli. Þannig hafa til dæmis Dankersen, Hof- weier, Göppingen og Nettelstedt tapað öllum útileikjum sinum en unnið heimaleikina nokkuð örugglega. Það er vart hægt að sigra Göppingen á heima- velli. Þar styðja 4—5 þúsund áhorf- endur vel við bakið á sínum mönnum — en hins vegar hefur leikmönnum Göppingen ekki tekizt að sýna sitt rétta andlit, þegar leikið er á útivöllum. Það sama var uppi á teningnum í Grosswall- stadt. Meistararnir léku mjög yfirvegað og unnu örugglega. Mörk Grosswallstadt: Meisinger 4/1, Klenk 4/1, Sinsel 4, Kluhspies 3/1, Dunnig 2, Grau 2, Lay 2, Freisler, Hormel og Reuk eitt hver. Mörk Göppingen: Molitar 4, Weiss 3, Bucher 3/1, Salzer 2, Bressmer, Dummel og Zehner eitt hver. Deyfð hjá Gummersbach Gummersbach átti ekki i miklum erfiðleikum með botnliðið Flenzburg. 17—9 urðu lokatölur. Loftið var þó nokkuð þungt 1 herbúðum Gummers- bach að leik loknum. Þrátt fyrir þenn- an örugga sigur léku sumir leikmenn Gummersbach nokkuð kæruleysislega. Liðið hefur ekki náð að sýna það sem í því býr og kemur vist margt til. Fyrir- liðinn Heine Brand sagði á blaða- mannafundi að leik loknum: „Eitt er víst að ef nokkrir af okkar beztu mönn- um ná ekki að hrista af sér slenið á næstunni og leika af eðlilegri getu, þarf engan að undra þótt Gummersbach sökkvi djúpt í ár. Það er sama hvað þjálfari okkar predikar á æfingum eða fyrir leiki, flestir leika einungis eftir eigin höfði.” Mörk Gummersbach: Fey 4, Wunderlich 4/3, Krobowski 2, Brand 2, Danmann 2, Westebbe 2 og Rosen- dahl 1/1. Mörk Flenzburg: Dessler 5, Boysen 2/1, Wollmer 1 og Hoffmann 1/1. sigur í röð. Don var bezti maður liðsins í nokkuð fjörugum leik gegn Birkanau. Áhorfendur voru aðeins 900 enda Birkenau ekki iið, sem dregur fólk að. Mörk Húttenberg: Don 8/4, Ohly 5, Huth 3, Meineche 3, Spengler 2, Allen- dörfer, Birkenstoch, Rúhl, Schwarz og Weber eitt hver. Birkenau: Spak 8/3, Krstic 6/1, Höhne 5, Brehm 1 og Mat- sohhe 1. Staðanernúþannig: Grosswallst. 8 7 1 0 155—112 15 Milbertshofen 6 5 0 1 99—89 10 Gummersbach 7 4 1 2 124—104 9 Nettelstedt 7 4 0 3 111 — 112 8 Hofweier 8 4 0 4 151 — 132 8 Göppingen 8 4 0 4 134—131 8 Húttenberg 8 4 0 4 142—147 8 Dankersen 8 4 0 4 128—135 8 Dietzenbach 5 3 0 2 70—76 6 Birkenau 7 3 0 4 120—127 6 Tusem Essen 6 2 1 3 99—98 5 TVG Bremen 6 2 1 3 95—102 5 THWKiel 6 1 0 5 105—116 2 Flensburg 8 0 0 8 112—164 0 Kær kveðja, Axel Axelsson. Landslið stúlkna í handknattleik í síðustu viku voru 25 slúlkur boðaðar til fundar á vegum HSÍ og hluti þeirra skipar landslið stúlkna í handknattleik i vetur. Mikil deyfð hefur verið undanfarin ár í landsliðs- málum stúlknanna en nú er ætlunin að rífa starfið upp á nýjan leik og hafa þessar stúlkur verið valdar í því augna- miði. Flestar þeirra eru úr Val og Fram en tekið skal fram að hér er um að ræða landslið 18 ára og yngri. Á fundinum kom fram mikill áhugi á meöal stúlknanna og munu þær hefja æfingar upp úr áramótum undir stjórn Jóns Hermannssonar. Margar bráð- efnilegar stúlkur eru í þessum hópi og er ekki að efa að þær geta myndað sterkt lið verði rétt á málum haldið. Ekki var hægt að ná i Jón Hermanns- son i gærkvöld þar sem hann dvelst nú í Belgíu. bezti maður liðsins. Skoraði tvivegis gegn ÍBKi Brno. Greenwood ráðinn fram- yfirHM Ron Greenwood hefur verið ráðinn landsliðseinvaldur Englands í knatt- spyrnunni fram yfir heimsmeistara- keppnina á Spáni 1982. Enska knatt- spyrnusambandið skýrði frá þessu í gær en Greenwood var upphaflega ráðinn landsliðseinvaldur til júlíloka 1980. Samningur hans var því fram- lengdur um tvö ár. Ron Greenwood, sem áður fyrr var kunnur leikmaður, einkum með Lundúnaliðum, lék hér á íslandi 1951 með Brentford. Hann varð síðar fram- kvæmdastjóri West Ham. Greenwood tók við enska landsliðinu í ágúst 1977 og það hefur leikið 21 landsleik undir hans stjórn. Sigrað í 14 leikjum, gert fimm jafntefii og tapað í tveimur. Undir hans stjórn er liðið öruggt í úrslit Evrópukeppninnar næsta sumar — og ætti að vera nokkuð öruggt með að komast í úrslitakeppnina á Spáni 1982. Pólverji vann ífjaðurvigt Marek Sweryn, Póllandi, varð heimsmeistari í fjaðurvigt í lyftingum á heimsmeistaramótinu í Salonika í Grikklandi í gær. Snaraði 127.5 kg og jafnhattaði 155 kg. Samtals 282.5 kg. I öðru sæti varð Georgi Todorov, Búlgaríu, með 275 kg samanlagt. Þriðji Setuya Goto, Japan, með 270 kg og fjórði Victor Perez, Kúbu með sömu vigt. Svíinn Arne Norback varð í 19. sæti með 230 kg samanlagt. Húttenberg vann sinn fjórða heima- Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Axel ' Axelsson STEFNUM AD ÞVÍ AÐ KOMAST FYRST ÍSL LIDA Í3. UMFERÐ —sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður Knattspymuráðs Kef lavíkur, um Evrópuleik ÍBK og Zbri jovka Bmo á fimmtudag „Keflavíkurliðið hefur undirbúið sig mjög vel fyrir Evrópuleikinn við tékk- neska liðið Zbrijovka Brno á Melavell- inum á fimmtudagskvöld. Kjartan Sig- tryggsson hefur stjórnað æfingum og strákamir eru staðráðnir í því að standa sig vel. Munu leggja sig alla fram til að komast í 3ju umferð Evr- ópukeppni fyrst íslenzkra liða. Til þess þurfa þeir að sigra Tékkana 2—0 á Melavellinum,” sagði Hafsteinn Guð- mundsson, formaður Knattspymuráðs Keflavikur, á blaðamannafundi i gær. „Það kann að hljóma nokkuð ein- kennilega eftir mikið tap á þátttökunni í UEFA-keppninni að við höfum hug á frekari keppni með því að sigra Tékk- ana en ef við komumst áfram gæti þátt- taka í 3. umferð gegn frægu liði bjarg- að miklu fjárhagslega. ÍBK tapaði -3 milljónum króna í fyrstu umferðinni í leikjunum við sænska liðið Kalmar. Við fengum 2,6 milljónir í aðgangseyri í leiknum hér heima — og kostnaður við dómaratrióið tók obbann af hon- um. Kostaði 1,6 milljónir. Þetta tap hefur verið unnið upp með happdrætti og fleiru. Við þurfum að fá um 5000 áhorfendur til að endar nái saman í sambandi við leikina gegn Brno — fimm þúsund áhorfendur á Melavöll- inn,” sagði Hafsteinn ennfremur. Leikurinn verður leikinn við fióðljós og hefst kl. 20. Keflvíkingar eiga sannar- lega skilið vegna hinnar ágætu frammi- stöðu í keppninni, sem vakið hefur at- hygli erlendis sem hér heima, að ís- lenzkir knattspyrnuáhugamenn styðji vel við bakið á þeim á fimmtudags- kvöld. Keflvíkingar verða með alla sína beztu menn í leiknum nema Óskar Fær- seth, sem meiddist í leiknum í Brno. Steinar Jóhannsson, miðherjinn mark- sækni hjá ÍBK, leikur nú með félögum sínum en hann komst ekki til Tékkó- slóvakíu á dögunum. Sterkt lið Keflvíkingar sýndu mjög snjallan leik í fyrri leik liðanna í UEFA-keppn- inni í Brno þrátt fyrir tap 3—1. Það er ein albezta.frammistaða íslenzks liðs í Evrópukeppni erlendis því tékkneska liðið er mjög sterkt. Varð tékkneskur meistari 1978 og það er ekki lítið afrek í landi, sem á Evrópumeistarana í knatt- spyrnu. Þjálfari liðsins er Josef Maso- pust, einn frægasti leikmaður Tékka hér á árum áður — bezti leikmaður tékkneska landsliðsins, sem hlaut silf- urverðlaunin á HM í Chile 1962. Val- inn í úrvalslið FIFA og fyrirliði úrvals- liða Evrópu 1964. Þekktustu leikmenn liðsins nú eru Karel Kroupa, sem síðustu fimm árin hefur verið fastamaður í tékkneska landsliðinu, og skoraði tvö mörk gegn ÍBK í Brno á dögunum, Jan Klimes og Josef Pospisil. Úrvalsleikmenn og svo er um flesta leikmenn liðsins. Áhorf- endur eiga því von á góðri skemmtun knattspyrnulega séð á fimmtudag. Sterk vörn ÍBK „Við erum með sterka vörn og hörkugóðan markvörð, Þorstein Ólafs- son markvörð, sem alltaf stendur sig bezt í stórleikjum. Og þeir Steinar og Raggi Margeirs munu velgja Tékkun- um undir uggum í framlínunni,” sagði Hafsteinn á blaðamannafundinum i gær. „Þetta er bezta lið, sem ég hef leikið gegn. Mér fannst það betra en austur- þýzka landsliðið,” sagði landsliðs- maðurinn ungi í Keflavíkurliðinu, Sig- urður Björgvinsson. „Þeir gefa aldrei neitt eftir, leikmennirnir hjá Brno, eru stórir og sterkir og mjög vel þjálfaðir. í 11. leikviku getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningurinn kr. 1.989.000.- en þar sem þetta var kerfisseðill, komu einnig 6 raðir með 11 réttum, en þær voru alls 38 og vinnings- hlutinn kr. 22.400 á hverja. Alls hlýtur þessi kona úr Reykjavík, sem náði þvi að En vörnin var ekki alltaf sannfærandi þegar við lékum við þá í Brno og ég hef trú á því að okkur takist að skora mörk hjá þeim,” sagði Sigurður ennfremur. Forsala í Kef lavík Forsala á leikinn verður í Sportport- inu í Keflavík og hefst eftir hádegi í dag. Miðar í stúku kosta 3000 krónur — 2000 kr. stæði og 500 fyrir börn. Aðgöngumiðar í Reykjavík verða seldir á Melavelli leikdaginn. Þetta verður í þriðja sinn, sem Evrópuleikur verður háður á Melavellinum — Dynamo Kiev lék þar við Akurnesinga 1975 og sigraði 0—2 í stórskemmtilegum leik. Það hafa Gunnar Páll Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, hljóp mjög glæsilega i Öskjuhlfðarhlaupi ÍR á sunnudag og sigraði með y firburðum. Þetta hlaup var hið fyrsta af 15 viða- vangshlaupum, sem efnt er til i vetur. Keppendur voru 19 — tveir í kvenna- flokki. Vegalengd hjá körlum um 8 km. 4 hjá konum. Úrslit urðu þessi: 1. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 25:25,2 2. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 25:47,2 3. Ágúst Gunnarsson, UBK, 26:45,2 4. Jóhann Sveinsson, UBK, 26:52,8 5. Jóhann Heiðar 27:48,0 6. Guðmundur Gíslason, Á, 27:58,8 hafa alla leikina rétta, kr. 2.123.400,- sem er I fyrsta sinn, sem getrauna- vinningur fer yfir 2 milljónir kr. Nýlega komu út reikningar Dönsku getraunanna fyrír sl. starfsár. Alls nam veltan 50 milljörðum isl. kr. og hagnaður um 11.3 milljörðum, en að auki hirti oft verið frábærir leikir á Melavellinum og ekki þarf að efa að svo verður á fimmtudag í flóðljósunum. íslenzk lið hafa nokkrum sinnum komizt í 2. umferð i Evrópukeppni — en engu hefur tekizt að komast í þá þriðju. Það er nú draumur Keflavíkur- strákanna, sem staðið hafa sig svo frá- bærlega í UEFA-keppninni í ár. Það væri mikið afrek ef þeim tækist að sigra tékkneska liðið á fimmtudag og eins og áður segir nægir 2—0 til þess að ÍBK komist áfram. Þá yrði markatalan jöfn, 3—3, og útimark ÍBK í Brno mundi gera útslagið. Það er kannski til of mikils mælzt að ÍBK komist í 3. um- ferð — en aldrei að vita hvað skeður. sigurvegari 7. Gunnar Kristjánsson, Á, 28:11,2 8. EinarSigurðsson, UBK, 28:12,0 9. Leiknir Jónsson, Á, 28:25,8 10. ÓskarGuðmundsson, FH, 29:00,0 11. Sigurjón Andrésson, ÍR, 29:24,4 12. Þórarinn Sveinsson, HSK, 30:55,2 13. Ársæll Benediktsson 31:14,2 14. Guðmundur Ólafsson, ÍR, 31:23,4 15. Kristján Magnússon, Á, 32:28,6 16. Kristinn Hjaltalin, Á, 34:33,0 í kvennaflokki sigraði Thelma Björnsdóttir, UBK, á 16:07,6 min. Hanna Friðgeirsdóttir, ÍR, varð önnur á 18:16,8 mín. Næst verður Kópavogshlaup 17. nóvember. danski ríkiskassinn rúmlega 11 milljarða króna. Af hagnaði fékk danska iþrótta- sambandið 3.5 milljarða, dönsku ung- mennafélögin 3.3 milljarða og knatt- spyrnusambandið og ólympiunefndin danska 1.6 milljarða hvort, allt I isl. krónum. Getraunavinningurinn í fyrsta sinn yfir tvær milljónir króna — Kona úr Reykjavík hlaut 2.123.400 kr. fyrir tólf rétta HANDBOK BIISINS HANDBOK BIISINS HBNDBOK 1 intak bíður þín á næstu Sh Góð ráð gætins ökumanns Framlag til orkusparnaðar Olíufélagið Skeljungur h.f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.