Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979.
o
Hillir undir lausn á símavandræðum Mosfellinga:
Nýja símstöðin í
gagnið i marz?
—óvíst hvenær nýir símnotendur komast í samband við
nýjustöðina
„Uppsetning nýju símstöðvarinnar
fyrir Mosfellssveit og nágrenni geng-
ur ágætlega og fellur að öllu leyti inn
í þann ramma sem framleiðandi
stöðvarinnar setti varðandi uppsetn-
ingu,” sagði Leifur Vilhelmsson sím-
virki sem stjórnar uppsetningunni.
„Vonazt er til að stöðin komizt í
gagnið snemma á næsta ári. ”
Leifur sagði að efnisskortur hefði
aldrei tafið uppsetningu
stöðvarinnar. Nú væri uppsetning
svo langt komin að prófanir ættu að
geta byrjað í iok þessa mánaðar.
,,í gögnum framleiðanda er talið
að prófanir á stöðinni taki 9
mannmánuði eins og það er kallað.
Það gæti t.d. tekið þrjá menn þrjá
mánuði að prófa stöðina,” sagði
Leifur, „og sá prófunartími verður
ekki styttur að neinu marki þó fleiri
vinni að prófunum.
Það veit í raun enginn nú hvernig
til tekst með prófanir eða hversu
langan tíma þær endanlega taka en
fari allt vel ætti tíminn frá desember-
byrjun til febrúarloka hugsanlega að
nægja til prófananna,” sagði Leifur.
Leifur sagði að framleiðandi
stöðvarinnar gæfi upp uppsetningar-
tíma hennar og þeir sem að verkinu
ynnu hefðu ekkert bolmagn til að
breyta þar um. Hann sagði að unnið
hefði verið að uppsetningunni með
eðlilegum hraða en ekki hefði verið
farið út í nein ævintýri í
vinnubrögðum.
Leifur sagði að nákvæmlega væri
vitað um uppsetningartíma fjölsíma
og hvað hann varðar og aðrar línu-
lagnir til stöðvarinnar væru allt
þekktar timastærðir og ættu þær
framkvæmdir því ekki að tefja fyrir
því að nýja stöðin kæmist í notkun
þegar prófunum væri lokið. Hins
vegar teldi hann erfiðara að tímasetja
hvernig eða hvenær nýjum lögnum
yrði komið til nýrra notenda á svæði
stöðvarinnar.
Með nýju stöðinni fjölgar
númerum innan Mosfells úr 600 í
1000 og línum til Reykjavíkur að
miklum mun og tiltölulega miklu
meira. Ættu því símaörðugleikar
Mosfellinga að verða úr sögunni með
vori og sumri.
-A.SI.
Stefna Hins flokksins
íutanríkismálum:
„ísland
úrgolf-
straumn-
um”
— og íslenzka hest-
inn heim
Hinn flokkurinn, sem
stofnaður var i Reykjavík fyrir
helgi, hefur nú sett fram stefnu
sína í utanríkismálum. Hún
einkennist af slagorðum sem
verða frekar útskýrð af væntan-
legum þingmönnum flokksins á
Alþingi. Krafa flokksins er i
fyrsta lagi, ísland úr golf-
straumnum. 2. Fordæma ber
heimsvaldastefnu Færeyinga. 3.
Endurreisn Karþagó. 4. Sam-
ræmt líf á norðurslóðum. 5.
íslenzka hestinn heim. 6. Islenzka
fánann á aðrar plánetur. 7.
Vestur-íslendinga heim. 8.
Veturliða frá Kópaskeri.
-JH.
Vesturlandskjördæmi:
Eiður Guðna-
soníefsta
sæti Alþýðu-
flokksins
Ragnar Th. Ijósmyndari DB hitti þennan góðborgara I Hafnarfirði á mötorhjólinu
sínu ígeerþegar DB-menn átt leið um „Fjörðinn” — að sjálfsögðu með öryggishjálm-
inn kláran.
STÁLU VÖRUBÍL
0G ÓKUINN í HÚS
Eiður Guðnason fréttamaður
verður i efsta sæti Alþýðu-
flokksins i Vesturlandskjördæmi.
í prófkjöri keppti enginn við Eið
um sætið. í 2. sæti er Gunnar
Már Kristófersson skipstjóri,
Hellissandi. Guðmundur Vé-
steinsson, bæjarfulltrúi á Akra-
nesi, er í 3. sæti, Rannveig Edda
Hálfdánardóttir húsfrú, Akra-
nesi, í 4. og Eyjólfúr Torfi
.Geirsson, Borgarnesi, í 5. sæti.
; -bs.
Bensínstuldur
ábflaverkstæðum
Það kváðu við miklar drunur og
brothljóð á mótum Austurgötu og
Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði síðla
aðfaranætur sunnudagsins. Er að var
gáð hafði stórum og þungum vörubil
verið ekið á húsið Reykjavíkurveg 1.
Hafði horn bilsins gengið inn í herbergi
og gluggi og steinveggur, sem glugginn
var á, allnokkuð brotinn.
Þeir sem í vörubilnum voru hlupu á
brott en náðust nokkru síðar og hafa
viðurkennt aðild sina að óhappinu.
Voru þetta tveir félagar sem voru á
ferð undir áhrifum áfengis. Á Austur-
götunni ákváðu þeir að stela vörubíl er
þar stóð. Ökuferðin varð ekki lengri en
út Austurgötuna og þvert yfir Reykja-
víkurveginn. Þar varð húsið við
Reykjavikurveginn fyrir og batt enda á
ökuferðina.
Bíllinn er mjög mikið skemmdur
auk talsverðra skemmda á húsinu. íbúi
herbergisins sem billinn kom inn i var
ekki heima.
-A.St.
Skemmdarverk íbflum
Farið var inn í tvö bifreiðaverkstæði
sem standa hlið við hlið i afskekktu
húsi ofan Keflavíkur upp undir flug-
vallargirðingunni. Þykir Ijóst að
einkum hafi verið leitað eftir bensíni á
farkostum þeim er inni voru. Þá var
einnig gripið kassettutæki í leiðinni úr
einum bílanna. Nokkrar skemmdir
voru unnar á húsbyggingu og einum
bílanna. A.St.
Þegar bíleigendur vð innanverðan
Laugateig komu á fætur á sunnudags-
morgun og fóru að huga að bílum
sínum kom i Ijós að skemmdarverk
höfðu verið unnin á mörgum þeirra.
Var málið þegar rannsakað og á
þessum sama stað fannst veski með
skilríkjum. Átti að ganga úr skugga
um hvort hugsan^t væri að skemmd-
arverkamaðurim^ hefði í hama-
ganginum misst veski sitt á staðnum.
Um þetta atriði lá ekki fyrir vitneskja
er síðast fréttist.
-A.Sl.
Hárgreiðslustofan
Norðurbrún 2
Sími 31755
Sparta
Höfum opnað
nýja hárgreiðslustofu.
Veitum alla
almenna þjónustu,
atk opið laugardaga.
Gústa Hreins. — Inga Gunnars.
Tánnlæknastofa
Hef opnað tannlœknastofu mína á ný að
Hamraborg 7 Kópavogi, sími 42515.
Hermann Jón Ásgeirsson.
Bílar og snjódekk
Til sölu nokkrir VW 1200 L árg. 74, einnig ný
og notuð snjódekk, stærð 560 x 15.
Uppl. í síma 22022.
^Ný þjónusta------------------
í Reykjavík
Gerum við springdýnur og skiptum um áklæði samdægurs.
Seljum einnig nýjar dýnur, allar stærðir.
Dýnu- og bólsturgerðin
Skaftahlíð 24. — Sími 31611.
Range Rover árg. ’72. Ljósbrúnn.
Yfirfarin vél og kassi. Ný dekk.
Klæddur. Það eru ekki margir R.R. til
sölu f dag. Kaupið jeppa fyrir veturinn.
Blazer KS árg. ’73. Blazer f sérflokki.
Krómfelgur, ný dekk, krómuð stuðara-
grind, lækkað gólf, electr. kveikja,
sjálfskiptur með öllu.
Honda Accord árg. ’78. Ekinn 25 þ.
km. Tveir dekkjagangar. Gylltur.
Hafið strax samband við okkur. Frá-
bærir f endursölu.
Yfirbyggður Subaru árg. ’78 með fjór-
hjóladrifi. Einstaklega fallegur bfll sem
vakið hefur mikla athygli. Sparneytinn
bæjar- og ferðabill.
Toyota M II árg. ’74. Traustur og Ford Thunderbird árg. ’64, aðeins
vinsæll bfll. Gulur. Rúmgóður, spar- ekinn 90 þús. km. Svartur, glæsivagn
neytinn japanskur bfll, góður i endur- með dýrasta prjáli. Sjálfskiptur,
sölu. vökvastýri, útvarp og segulband.
Skipti.
BÍLAKAUP
SKEIFAN 5. R SIMAR 86010 - 86030