Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. Soweto viö Jóhannesarborg. Þar býr mikill fjöldi svertingja, sem mega ekki fara inn i borgina nema til að vinna láglaunastörf og verða ævinlega að vera reiðubúnir til að sýna vegabréf. Sumaríð 1976 urðu þarna miklar óspektir og ikveikjur, eins og myndin sýnir. allra þjóðfélagshópa. Hann styðst mikið við ráð Malans hershöfðingja og eru þeir sammála um að bylting innanlands muni tengjast árásum er- lendra rikja á landið og ekki sé hægt að verjast atlögum innanfrá og utanfrá í einu. í tilraun sinni til að sameina þjóðina hefur Botha gengið svo langt að stinga upp á að svartir og hvitir noti sömu klósett. En ekki eru ailir sammála honum um það. Ótti við kommúnista Það sem Botha ráðherra stefnir í rauninni að er sameining þjóðarinnar, svartra sem hvítra, í kröftugt áhlaup gegn ímynduðum óvini: Karli gamla Marx. Til að standa betur að vígi vill hann styrkja herinn og fjárhagslegt jafnt sem félagslegt ástand í landinu. í innanríkispólitík er markmiðið að efla svarta miðstétt sem brjóst- vörn gegn róttækni og vinstristefnu, sem grafið geti undan ríkjandi skipu- lagi. í utanríkispólitík óska Botha og ráðgjafar hans að skapa aðra brjóst- vörn með efnahagslegri samvinnu við þau af nágrannaríkjunum, sem samstaða næst með. Þessar og þvilíkar hugmyndir hafa sætt harðri andspyrnu í hans eigin flokki, þjóðernissinnaða Afríkana- flokknum. En það þarf engan að undra, þvi Afríkanarnir, eins og þeir kallast, eru afkomendur Hollendinga, Þjóðverja og Frakka sem þarna námu land fyrir þrjú hundruð árum og fyrir þeim er full- kominn aðskilnaður hvítra og svartra algjörlega heilagt mál. Blökkumenn styrkjast Óþolinmæði blökkumanna setur einnig strik í reikninginn. Sumir þeirra sjá ástæðu til bjartsýni. Meðal þeirra er velþekkt leikskáld, Gibson Kente, sem býr í Soweto: ,,Bæði hvítir og svartir vilja breytingar. Nú erum við að verða harðstjórarnir — þeir hvítu eru farnir að óttast okkur.” En flestir leiðtogar hörunds- dökkra láta sér fátt um finnast. Þeir benda á að þrátt fyrir allt séu þving- anir aðskilnaðarstefnunnar að mestu enn við lýði. Ritstjóri stærsta svertingja- blaðsins, Percy Qoboza, átelur að forsætisráðherrann skuli ekki hafa hróflað við búsetulögunum, sem gefa ströng fyrirmæli um að svartir menn megi ekki búa nema á tilteknum svæðum. Enn fremur eru í fullu gildi lög sem skipa svertingjum að sýna vegabréf þegar þeir koma inn á land- svæði hvítra manna. Sú stefna rikir enn að loka svertingja af í sérstökum héruðum eða á afgirtum spildum. ,,Sé aðskilnaðarstefnan dauð,” sagði Qoboza, ,,þá er brýnt að jarða hana í skyndi, því af hræinu leggur megnan ódaun.” II "","M "" .. ' —^ Bændur og viðhin ,,Þú skrifar of lítið um land- búnaðinn, þú ert ekki nægilega dug- legur að halda uppi vörnum fyrir okkur bændur”. Þetta fæ ég að heyra æði oft hjá bændurp og fólki úr öðrum stéttum sem hefur góðar taugar til fólksins í sveitunum. Við þessu á ég reyndar ekkert svar, annað en að ástæðulaust ætti að vera fyrir bændur eða blaðafulltrúa þeirra að vera sífellt í varnarstriði. Bændur hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að skammast sín fyrir, þeir geta borið höfuðið hátt, því'við erfiðar aðstæður hafa fram- farir í landbúnaði orðið meiri en í nokkrum öðrum atvinnuvegi. Það sem úrskeiðis hefur farið er ekki bændastéttinni að kenna, heldur stjórnleysi og þessu efnahagsöng- þveiti, sem hér hefur ríkt um árabil. Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir að deilt sé á bændastéttina og forystumenn hennar og sjálfsagt rétt að svara ádeilum og leiðrétta það sem rangt er. En því ofstæki, sem virðist hafa náð heljartökum á örfá- um sálum hér á landi gagnvart bændastéttinni er ekkert við að gera. Það skiptir engu máli hvað skrifað er, eða sagt, þessu fólki verður ekki breytt. Við sem vinnum fyrir bænd- ur, bændastéttin og annað fólk í þessu landi, sem er ekki haldið þessu ofstæki, verðum að reyna að umbera þetta fólk, sem heldur endilega að það slái sér upp pólitískt með þvi að vera á móti bændum. Þetta er mikill misskilningur, það sést best á niður- stöðum prófkjörs Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og prófkjöri krata í Norðurlandskjördæmi eystra. Frelsi, jaf nrétti og bræðralag Allir stjórnmálaflokkar hafa sin hugsjónamál að berjast fyrir. Þótt í hita prófkjörs gleymist hugsjónamál flokka vegna eigin hagsmuna, þá eru menn flokknum og stefnunni trúir Kjallarinn AgnarGuðnason samkvæmt lögum. Hefðu nú kratar komið með tillögur um hvernig bæta ætti bændum upp tekjuskerðingu, þá tryðu menn enn á jafnréttistal þeirra, og þó! Sannleikurinn er sá, að þegar búvöruverð hækkar til bænda þá er einfaldlega verið að halda í horfinu. Það er verið að leiðrétta kaupbænda eins og annarra stétta. Munurinn er sá að bændur hafa aldrei verið á und- an launþegum í kröfum um meiri tekjur. í einstaka góðæri gætu bændur náð tekjum viðmiðunar- stétta. í staðinn fyrir að gleðjast með bændum þegar litið bil er á milli þeirra tekna og viðmiðunarhópanna, þá fara kratar í fýlu og vilja kosningar. Þetta er nýja jafnréttishugsjónin. Vonandi endist hún þeim skammt. I„Það, sem úrskeiðis hefur farið, er ekki bændastéttinni að kenna heldur stjórn- leysi og þessu efnahagsöngþveiti, sem hér hefur ríkt um árabil.” þegar á Alþingi er komið. Einn flokkur leggur sérstaka áherslu á jafnrétti. Þar á ég við Alþýðuflokk- inn, þann nýja. Þetta jafnrétti þegn- anna er fögur hugsjón, en túlkun þessarar hugsjónar er nokkuð frá- brugðin því, sem gömlu kratarnir lærðu í æsku. Aðal baráttumálið var að bæta kjör þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Nú er stefnan aftur á rnóti sú, að berjast fyrir því að kjör þeirra, sem minnstar tekjurnar hafa verði skert. Kratar hafa látið að því liggja, að þeir hafi slitið stjórnarsam- starfinu, m.a. vegna þess að bændur fengu hækkanir á afurðaverði um miðjan september, sem þeim bar Þetta er varla sanngjarnt af mér að skrifa svona um Alþýðuflokkinn, því í þeim flokki eru margir ágætir menn, sem eru velviljaðir bændum, og þeirra viðhorf til landbúnaðarins eru hliðstæð og lil annarra atvinnu- vega. í öllum stjórnmálafiokkum eru menn með mismunandi skoðanir, og það er heilbrigt að dcila og vera ekki sammála. En það er erfitt að skilja þá menn, sem k •eia • 'ja niður land- búnað á Islandi eða skerða tekjur bænda._ Við reynum IH að við getum! Agnar Guönason, blaöafulltrúi. trausti. í þingsamþykktum Alþýðu- flokksins má einnig sjá gamlar hug- myndir gægjast fram. Þannig er t.d. í stefnuskrá flokksins frá 1976 það markmið lagt til grundvallar ,,að koma á efnahagslegu jafnrétti í skiptingu eigna og tekna". Bókstaf- lega þýðir þetta auðvitað afnám einkaeignar á öllum stærri fyrir- tækjum og náttúruauðlindum og kröfu um samfélagslega eign og sam- félagslega stjórnun á efnahagslífinu. Og markvissa breytingu tekjuskatts til að jafna tekjumisréttið í þjóð- félaginu. En auðvitað ber ekki að skilja þessar setningar bókstaflega. Þetta, og önnur ámóta atriði í stefnu- skránni, eru einungis hluti af gamalli hefð. Stefna Alþýðuflokksins í dag sem einkennist af loforðasamkeppni við Sjálfstæðisfiokkinn um lækkun skatta og aukið frelsi til alvinnu- rekenda til að ákvarða verð á vörum sínum er allt annars eðlis. Gamalt og nýtt Oft blandast hið gamla og hið nýja í ásýnd Alþýðuflokksins þannig að úr verður merkileg blanda. í leiðara Alþýðublaðsins 27. okt. reynir Jón Hannibalsson að bera af Alþýðuflokknum slyðruorð um hægri stefnu. Hann andmælir því harðlega að Alþýðuflokkurinn sé markaðshyggjuflokkur með þessum orðum: „Þetta er rugl. Sé átt við það, að Alþýðuflokkurinn vilji auka samkeppni í verðmyndun og þjónustu fyrirtækja, þá er það augljóslega launþegum i hag!! Auðvitað þýðir þetta ekkert annað en Kjallarinn Ásgeir Daníelsson að með stefnu Alþýðuflokksins um „frjálsari” verðmyndun muni sam- keppni um verð aukast og þjónustan einnig, þ.e. að treyst er á markaðs- öfiin til að ná fram hagstæðara vöru- verði og betri þjónustu. Það að treýsta þannig á markaðsöflin heitir markaðshyggja! Ekki tekst Jóni betur þegar hann hrekur þá staðhæfingu að stefna Alþýðuflokksins sé ómenguð hægri stefna. Svar hans er: „Þetta er hug- takarugl. Alþýðuflokkurinn boðar skipulagshyggju í efnahagsmálum í stað stjómleysis og óðaverðbólgu, sem hefur breytt íslensku þjóðfélagi í spilavíti gróðahyggju og brasks.” En hvað er þessi „skipulagshyggja i efnahagsmálum”? Er það samdrátt- arstefna í rikisfjármálum, kjara- skerðing og frómar óskir um að markaðurinn og gróðahyggja at- vinnurekenda leiði til þess jafnvægis á vöru- og peningamarkaðinum sem ,,að er stefnt”? En af hverju að kalla þessa stefnu „skipulagshyggju í efna- hagsmálum”? Hún er litið frá- brugðin því sem hægri sinnaðir fylgismenn markaðshyggju boða. Enda benti Jónas Haralz Vilmundi Gylfasyni á það í Morgunblaðinu í vor, að „Alþýðufiokkurinn getur vissulega skírskotað til stuðnings við frjálshyggju undanfarna áratugi”. Tvær leiðir Gegn þeirri efnahagskreppu, sem markaðsskipulagið og gróðasókn at- vinnurekenda hafa skapað, bjóðast í dag tvær leiðir. Önnur er leið markaðshyggjunnar, frjálshyggj- unnar, íhaldsins og auðvalds- ins. Sú leið byggist á því að leið- rétta ójafnvægið í efnahagslífinu með því að skerða kjör launafólks og draga úr opinberum útgjöldum, eink- um „óarðbærum útgjöldum” til félagslegrar þjónustu. Á það er síðan treyst að gróðahagsmunir atvinnu- rekenda og innbyrðis samkeppni þeirra leiði þá til ákvarðanatöku um ráðstöfun á fjármagni sínu, sem aftur leiðir til jafnvægis og efnahagslegra framfara. Það væri óneitanlega fróðlegt að velta fyrir sér áhrifum þessarar stefnu á siðgæðið í landinu. Við skulum þó sleppa þvi hér. Það er önnur hlið á þessari stefnu sem er ólikt fróðlegri. Það er sú staðreynd að jafnvel þótt það tækist að velta afieiðingum kreppunnar yfir á herðar launafólks og hindra að launafólk hefndi sín og næði fram kjarasamningum sem eru um fram það sem forystumenn íslenska auðvaldsins álíta að þeir þoli að borga án sífelldrar aðstoðar verðlagsstjóra — þá eru litlar líkur á að þessi stefna nái árangri til lengdar. 1 dag, þegar horfur eru á verulegum samdrætti á heimsmarkaðinum á næsta ári (þessi samdráttur er þegar hafinn t.d. í Bandarikjunum) og horfur varðandi fiskistofnana við landið eru orðnar iskyggilegar vegna þess stjórnleysis gróðasóknarinnar sem þar hefur ríkt undanfarna ára- tugi, þá eru litlar líkur á að blind markaðsöflin leiði til jafnvægis eða efnahagslegra framfara. Hin leiðin er sú leið sem með réttu gæti kallast leið áætlanabúskapar, skipulagshyggju og jafnréttis í skipt- ingu eigna og tekna. Hún felur í sér að leitast er við að takmarka valdsvið sveiflukenndra markaðsafla og gróðahagsmuna atvinnurekenda. Einkaeign á mikilvægustu fyrirtækj- unum er afnumin. Viðskiptaleyndin er afnumin og treyst er á beint eftirlit almennings með rekstri fyrirtækja, en ekki ímyndaða verðsamkeppni á markaði. Með þjóðnýtingu á stærstu fyrirtækjunum og náttúrauðlindum verður hægt að komast fyrir hróp- legasta tekjumisi óttið og skapa for- sendur fyrir efnahagslegum völdum launafólks og efnahagslegu lýðræði. Áætlunarbúskapur er í dag augljós natlðsyn í íslenskum sjávarútvegi, þar sem lífsnauðsynlegt er að koma á beinni skipulagningu á aflamagni og löndunum fyrir landið í heild. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að rán- yrkja verði stöðvuð og jafnvægi skapist í efnahagslífinu. Þessi leið felur í sér að treyst er á samstöðu, skipulagningu og baráttuvilja verkafólks og alls launa- fólks. Hún hafnar þess vegna kjara- skerðingum í þágu atvinnurekenda og bendir á nauðsyn þess að barátta launafólks fyrir bættum kjörum verði notuð til að efla baráttu við at- vinnurekendur um völdin yfir efna- hagslífinu og þjóðfélaginu. Þrátt fyrir stefnuskráratriði Alþýðufiokksins byggir stefna hans í dag á því að feta fyrri leiðina. Þar á hann samleið með Framsóknar- flokknum og Si ilfstæðisflokknum Alþýðubandalagið iiefur mnig þrátt fyrir stefnuskrárauiðið gengist inn á að feta þessa leið, þótt með semingi sé, enda framleiðslustefna þess það sérstök að hún samrýmist'hvorugri af þeim leiðum, sem hér hefur verið getið. Ásgeir Danielsson, hagfræðingur. („Litlar líkur eru til, aö blind markaðs- öflin leiöi til jafnvægis og efnahagslegra framfara.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.