Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 5

Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 5
5 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979. Austfirðir: Allirbumrað fá rjúpu í jólamatinn Rjúpnaveiði hefur verið sæmileg á Austfjörðum og eru allir Austfirð- ingar sem vilja rjúpur i jólamatinn búnir að tryggja sér þær. Þeir sem stundað hafa veiðarnar segja rjúpuna stygga og langt að sækja hana enda ekkert vetrarriki á Austfjörðum enn sem komið er. - A.St. / Regina Eskifirði. Fleiri og betri tæki á Bama- spítala Hringsins - merkjasala á morgun Það er engin tilviljun að barna- deildin á Landspítalanum heitir Barnaspítali Hringsins. Það er vegna þess að Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavik á mjög verulegan hlut að þvi að þessi deild er til eins og hún er i dag. Hún hefur nú á þriðja tug ára verið griöastaður og heilsubótar- staður sjúkra barna hvaðanæva af landinu. Þegar hún tók til starfa árið 1957 var kvenfélaginu þakkað á þann verðuga hátt að nefna deildina eftir félaginu. Bæði fyrir þann tima og æ siðan hafa Hringskonur stutt deildina af mikilli rausn og fómfýsi. Þau eru orðin mörg, tækin, sem þær hafa fært spitalanum að gjöf. Reykvíkingar hafa tekið þátt i þessu starfi með því að kaupa merki Hringsins þegar þau hafa verið boðin einn dag á ári. Merkjasöludagurinn í ár er á morgun, sunnudag. Auk þess verður kaffisala Hringsins á Hótel Borg sunnudaginn 9. desember næst- komandi. - BS Kökur og sæl- gæti á basar 14 GRÍSIR DRAPUST (GNÚPVERJAHREPPI — að því að talið er úr f óðurm jölseitrun Fyrir nokkru gerðist það á svína- búi að Ásólfsstöðum í Gnúpverja- hreppi að 14 eða 15 grísir á fjórða mánuði drápust og er fóðurmjöli frá ákveðnum seljanda í Reykjavík kennt um. Drápust svínin 3—4 dögum eftir að fyrstu einkenna varð vart. Stefán Pálsson bóndi sagði í sam- tali við DB að hér væri um allmikið tjón að ræða. Hvert svín á þessum aldri er talið leggja sig á 70—75 þús-i und krónur, svo tjónið varð samtals um ein milljón kr. Kvaðst Stefán hafa farið fram á bætur fyrir svínin frá seljanda fóðurmjölsins og hefði komið til tals að leggja verð „förg- unargrísa” á þessum aldri til grurid-' vallar bóta. Fóðurmjölið var rannsakað á Keldum og sagði Stefán bóndi að skýrsla um niðurstöður rannsóknar- innar væri komin en hún væri svo óákveðin að vart væri af henni ráðið hvort fóðurmjölinu yrði tvímæla- laust um kennt. Hins vegar sagði Stefán að selj- endur mjölsins hefðu Iátið í ljós vilja til bóta þrátt fyrir það að þeir teldu skýrsluna ekki sanna að fóðurmjölið væri orsök dauða svinanna. -A.St. Vakin er athygli á núgildandi reglum um lánskjör við innlánsstofn- anir, sem meðal annars fela í sér eftirfarandi: Ný lán: A. Vísitölubundin Lán verðtryggð með lánskjaravísitölu bera lága vexti. Verðbætur greiðast hverju sinni aðeins á gjaldfallinn hluta láns. B. Tengd verðbótaþætti Verðbótaþáttur vaxta leggst við höfuðstól láns á gjalddaga og greiðist eins og hann. Á þetta við um vaxtaaukalán og skuldabréfalán og hliðstæð greiðslukjör annarra lána. — til ágóða fyrir Tjaldanes Styrktarfélag Tjaldanesheimilisins efnir til kökubasars í dag og verður hann í húsakynnum Blómavals við Sigtún. Salan hefst kl. 10 og stendur lil 4 ef allt verður ekki uppselt fyrir þann tíma. Á boðstólum er úrval af jólakök- um og alls kyns sælgæti i jólapakk- ana. Allur ágóði rennur til að bæta aðstöðu vistfólks í Tjaldanesi. Þórshöfn: Beðið eftir Eldri lán: C. Breyta má skilmálum eldri lána og taka upp nýju kjörin með endur- skoðun lánssamnings. Samanburður: Samanburóur á endurgreiðslu 1 milljón króna láns til fjögurra ára með þrem mismunandi greiðslukjörum. Heildarvextir eru jafnháir for- sendu um verðbólgu (40% á ári), en vísitölubundið lán með 2% vöxtum. Greiðslur eru sýndar á föstu verðlagi upphafsársins. einvíginu Lítið hefur heyrzt af fyrirhuguðu einvígi þeirra Árna Gunnarssonar og Stefáns Valgeirssonar sepi sagt var frá í DB nýlega. Árni skoraði Stefán á hólm á framboðsfundi á Þórshöfn og tók Stefán boðinu. Biða Þórs- hafnarbúar nú eftir þeim köppunum og ekki mun skorta einvigisvottá. Er það skoðun krata að Árni muni ekki óbættur falla því svo kann að fara að Soffia Guðmundsdóttir velgi Stefáni undiruggum. -PÓ/JH Dagblaðsbíó ámorgun í Dagblaðsbíói á morgun verður sýnd myndin um Róbinson Krúsó. Hún er i litum en ekki með íslenzkum texta. Sýningin verður klukkan þrjú á morgun i Hafnarbíói. PLASTPOKÁR Plnstos Uf QufiÞ 0> 82655 þús.kr. 400 300 200 100 Kynnið ykkur nánar þær reglur, sem gilda um lánskjör við innlánsstofnanir. Hafið samband við banka ykkar eða sparisjóð. Reykjavík, 29. nóvember 1979 Samvinnunefnd banka og sparisjóða

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.