Dagblaðið - 01.12.1979, Side 14

Dagblaðið - 01.12.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979. Þreyttar brúður Einkennileg uppákoma atarna, samsýning þeirra Braga Ásgeirssonar og Sigurðar Arnar Brynjólfssonar í Norræna húsinu, en hún hefur nú verið framlengd til 2. desember. Hugsi nú hver fyrir sig: Ásgrímur Jónsson í samfloti með Tryggva Magnússyni? Eða Halldór Pétursson og Þorvaldur Skúlason saman, ISverrir Haraldsson og Gísli Ástþórs- son? Hvernig sent sýningin er skoðuð, afturábak, áfram, á hvolfi cða frá hlið, þá er ekki hægt að koma auga á ástæðurnar fyrir henni, nema þá að hún sé hreint kunningjaflipp — og allt i lagi með það. Maður verður þá einfaldlega að hagræða sjónglerjum og líta á hana sem tvær samtengdar einkasýningar. Sigurður örn er öllu frekari á plássið, talsvert skemmtilegri og á kannski öllu meira erindi á almannafæri en félagi hans, a.m.k. fyrir það að hann hefurekki áður haldið einkasýningu. Meinfyndið hugarfar Á laugardag fór undirritaður nokkrum orðum um skopteikningu Sigurðar Arnar og er ástæðulaust að endurtaka þau hér, nema þá að ítreka að hann er i sérflokki hérlendis fyrir þá takta sem hann beitir í teikningu sinni og hið meinfyndna hugarfar sem á bak við hana er. Nú þyrfti SÖB að fara að koma fram aftur með reglulegu millibili með skoðanir sínar teiknaðar. Þeirra er sárlega saknað, sérstaklega á siðuslu og verslu tímum þegar alls kyns froðusnakk tröllríður fjölmiðlum. Hins vegar er ekki laust við að manni finnist sem Bragi Ásgeirsson hefði mátt láta eitt ár líða án sýningar, sérstaklega þar sem hann íhugar nú ynrlitssýningu á verkum sínum næsta haust. Slikur er þreytu- og uppgjafarblærinn yfir framlagi hans í Norræna húsinu, sem m.a. lýsir sér i þvi að yfir þriðjungur myndanna er frá fyrri líð. Engin framsókn? En veigameira er og verra að Bragi virðist hafa gefið upp á bátinn alla framsókn í þeirri tegund myndlistar sem hann hefur tileinkað sér síðast- liðin ár og lætur sér nú nægja að kasta til höndunum af litlu tilefni eða þá að feta átakalausan millivcg án þess að hætta á neitt. Hvað það fyrra varðar, þá hef ég ekki séð meiri hroða frá hendi Braga en samsetning- arnar tvær, Sópdyngja (nr. 2) og Upprás (nr. 15), þar sem alls kyns rusli er komið fyrir i limkenndri eðju án þess að vart verði við uppbyggi- lega hugsun. Nú tileinkar listamaður- inn sýninguna barnaári og það má vera að þessi verk eigi að endurspegla óhefta sköpun barna. En i slíkum verkum verður maður einnig að geta greint hjálparhönd hins þroskaða listamanns. Samt mega þessi verk eiga það að í þeim er stórum meiri orka og óheflaður lífskraftur en i lunganum af því sem Bragi sýnir nú. Hvers vegna eru þau verk svo magn- vana? Hluti af svarinu hlýtur að liggja i því myndmáli sem hann hefur veriðað vinna með að undanförnu. Marklaus fiðrildi Það eru einfaldlega takmörk fyrir því hve oft má endurtaka tilvísanir í brúður, leikfangadýr og fiðrildi án þess að útjaska þeim og gera þau marklaus. Myndlist af þessu tagi reiðir sig á þann neista sem kvikna kann af samspili ólíkra atriða. Þvi óvæntari sem samsetningar lista- mannsins eru, þeim mun líklegri er áhorfandinn til að uppgötva ný sjónræn gildi og líta umhverft sitt öðrum augum eftirá. Þetta er góð og gild regla sem framaröðru á uppruna sinn í súrrealisma. Bragi gerir sér í fyrsta lagi þann ógreiða að beita sömu brögðum æ ofan i æ þegar að samsetningu kemur. Annaðhvort kemur hann aðalatriði myndar fyrir á fletinum miðjum, án frekara mótvægis, eða þá hann beitir hreinni Myndlist samlokuaðferð, þ.e. að raða atriðum hlið við hlið upp eftir myndinni. I fyrra tilfelli þarf reglulega virk mynd mögnuð eða óvenjuleg tákn fyrir þungamiðju og í samlokutilfellinu þurfa hin samstæðu atriði sömuleiðis að vera nýstárleg — og ólík — svo neisti kvikni milli þeirra, sbr. regluna hér að ofan. Ofnotkun Hér bregst myndmálið sökum ofnotkunar og megnar ekki að gegna hlutverki þungamiðju, eða þá að höf- undur bryddar upp á hugmyndum sem eru allt of veikburða til þess arna. Mynd sem ber nafnið Bukovsky er hringlaga og í henni er fyrir komið ryðguðu vaskafati, við það er límdur limlestur (og gleiðbrosandi) plast- karl. Kringum þetta allt saman er vafin keðja. Er hægt að hugsa sér meira „vúlger” tákn fyrir lífsreynslu þessa einstaka andófsmanns? Ekki eru margar myndir Braga með nákvæmlega þessu marki brenndar. AÐALSTEINN % INGÖLFSSON sem betur fer, en ótrúlega mikil fyrir- höfn fer í að setja fram hversdags- legar staðhæfingar. í mynd sem heitir Tímaskil er teflt saman bíl og hesti. Trúi þjónninn er mynd þar sem plasthestur trónir fyrir miðju, en fyrir ofan hann og neðan eru tveir rekaviðarkubbar. Hérna komum við einnig inn á annað atriði sem dregur úr myndunum þrótt — uppröðun hinna ýmsu þátta er of reglubundin og þættirnir sjálfir ekki nægilega ólíkir innbyrðis. Ekkert skeður þegar horft er á verkin. Alhvít þögn En af þessum nýrri verkum Braga er ein skinandi undantekning, alhvíta myndin Þögn. Þar finnst manni listamaðurinn loksins vera að fara inn á svið sem snerti hann djúpt og persónulega. Inntaki myndarinnar kemur hann og til skila á nauðaein- faldan hátt, án þess að grípa til billegra brellna. Gömul málverk og teikningar B/aga auka enn við þekkingu manna á listamanninum og mörg þessara verka eru einnig afar ásjáleg. Þar er Bragi m.a. undir áhrifum frá sið- kúbisma og er önnum kafinn við að túlka hugmyndir um ást — milli karls og konu, svo og móðurást. Talsverður svipur er með honum og Jóni Engilberts á þessum tíma (1950—52), en þróunarferill Braga ætti að verða Ijós á yfirlitssýningu hans. Þangað til held ég að hann verði að taka myndlist sína til ræki- legrar endurskoðunar. Þetta kann að þykja óþarflega neikvæð umsögn — en til hæfileikamanna eru gerðar miklar kröfur, sérstaklega ef þeir eru i aðstöðu til að krefjast mikils af öðrum. -Al. Bragi Asgeirsson — Bukovsky V>- RÆÐUR ORYGGI ÞEIRRA Arfleiðum þau ekki að verðbólgu- óreiðunni. Áfangaleið vinstri stjórnar ógnar öryggi þeirra, sem eiga að erfa landið. Greiðum sjálf skuldir okkar með leiftursókn gegn verðbólgu. Samstaða okkar um stefnu Sjálfstæðisflokksins getur ráðið úrslitum um framtíðarmögu- leika barnanna okkar. Þú hefur áhrif—Taktu afstöðu! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Fielsi til framfara—Nýtt tímabil

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.