Dagblaðið - 12.12.1979, Side 8

Dagblaðið - 12.12.1979, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979. RENAULT KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 HÆKKAIMDI BENSÍNVERÐ GERIR RENAULT SÍFELLT HAGSTÆÐARI RÚAAGÓÐUR- fÆGILEGUR AÐ VINNA VIÐ - MJÖG SPARNEYTINN. VIÐGERÐAR OG VARAHLUTAhJÓNUSTA Nýkomnir bómullar- kjólar Stœrðir 40—48 Hentugir til • r Elízubúðin Skipholti 5 Mesta úrval landsins af ÚTVARPSKLUKKUM 12 gerðir VERÐ FRA KR. 24.400, Verzlið þar sem úrvalið er BUÐIN Skípholti ^ sími 29800. 20 þúsund ær sæddar í ár: PRESTUR SETTl ÆRN- AR SÍNAR Á PILLUNA —og fékk góðan f rið við fermingamar Sagan segir að prestur einn á Vest- urlandi, sem dútlaði við sauðfjárbú- skap meðfram þjónustu við guð og menn, hafi oftar en einu sinni lent í vandræðum þegar vorverkin í kirkju og fjárhúsi bar upp á sömu daga. Fyrir kom að hann lenti í vaðandi sauðburði á sunnudögum, þegar fyrir lá að taka fermingarbörn til altaris. Hvort tveggja þótti guðsgjöf að fá, nýborin lömbin og börnin með veizluglampa í augum. En bölvað að lenda i þessu sama daginn. Prestur bað þá vísindamann í bú- fjárfræðum að bjarga fyrir sig mál- um, þannig að ærnar bæru ekki um helgar. Það tókst. Og undu allir glaðir við sitt: Börnin fengu gjafir og fermingu, ærnar báru á virkum dögum og prestur gat sinnt störfum sínum á báðum vígstöðvum. „Samstillt gangmál” er merk nýj- ung i sauðfjárrækt á seinni árum. Samkvæmt upplýsingum í nýju fréttabréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins er ákaflega einfalt mál að stjórna fengitíma ánna og þar með sauðburði. Jafn auðvelt og að koma í veg fyrir ótímabæra kviknun lifs í konum með getnaðarvarnarpill- um, þeim öndvegis töflum. Hormón, hliðstæður þeim sem notaður er í „pilluna”, er settur í svamp. Svampinum er siðan komið fyrir í skeið ærinnar og hafður þar I 14 daga. Svampurinn er síðan tekinn aftur og ærin beiðir eftir tvo sólar- hringa. Þá setja sig í stellingar frjó- tæknir eðá hrútur og ganga frá sínum málum. Ærin ber síðan eftir rúmar 20 vikur, hafi vel tekizt til. Dæmi eru um bændur sem á und- anförnum árum hafa stjórnað burðartíma allra sinna kinda með svampi. Bændur með fátt á húsi geta komiö þvi þannig fyrir að sauð- burður taki ekki nema 3—4 daga. Reiknað er með að alls 20 þúsund ær verði sæddar á landinu í ár. Sæðingar hefjast i þessari viku. Er nú í fyrsta sinn gerð tilraun með djúp- fryst sæði úr hrútum. Dr. Ólafur Dýrmundsson er frum- kvöðull tilrauna með „samstillt gang- mál” undanfarin ár. Góður árangur hefur náðst undir handleiðslu hans. - ARH HöfníHomafirði: HITAVQTAN REKIN MED AF- GANGSORKU FRÁ RAFSTÖDINNI —áhugaalda rísin víða um landið „Hér er búið að steypa nokkra brunna og setja þá niður. Því verki verður haldið áfram og byrjað að grafa fyrir leiðslum i vikunni,” sagði Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði, i viðtali við DB í gær. Á Höfn eru þetta fyrstu verklegar aðgerðir í þeirri áætlun að leggja hita- veitu í allan bæinn á næsta ári með af- gangsorku frá dísilrafstöðinni. Er áætlað, að með henni verði hægt að hita öll þau hús á Höfn sem ekki eru nú hituð með rafmagni eða um 70% allra ibúðarhúsa i bænum. íbúar á Höfn eru nú nokkuð á fjórtándahundraðiðog fer ört fjölgandi. Þá er samtímis vinnu við dreifikerfið búið að taka fyrir grunni á ketilhúsi fyrir rafskautsketil. Verður hann orku- gjafi hitaveitunnar þegar háspennulín- an kemur austur þangað. Þá er og hægt að grípa til hans, ef eitthvað verður að disilstöðinni eða hún lögð niður af hag- kvæmnisástæðum. Hún verður þó höfð gangfær til öryggis áfram. „ Það er gaman að fást við þetta,” sagði KarlÓmar Jónsson, verkfræðing- ur hjá Fjarhitun hf. Það fyrirtæki hefur hannað hitaveituna á Höfn. Hann kvað búið að festa kaup á olíu- kötlum og reykgaskatli. Við nýtum rösklega 2/3 hluta afgangsvarmans þannig, að helmingur þess, sem nýtist, er tekinn úr kælivatninu og hinn helm- ingurinn úr reykgasinu frá vélinni. Kælivatnið pr vélunum verður hitað úr 40 upp í 60 gráður með millihitara. Siðan hitar reykgasið vatnið upp i 80 stig. Það er þvi 80 stiga heitt vatn sem fer út í dreifikerfi hitaveitunnar á Höfn. Það er lokað þannig að vatnið er ekki drykkjarhæft en hitar bæði ofna og baðvatn. Áætlaður heildarkostnaður við hita- veituna er um 600 milljónir króna miðað við verðlag í haust. Sérstök fjár- veiting var á lánsfjáráætlun þessa árs, og telja sveitarstjórnarmenn á Höfn víst að áfram verði veitt fé i þessa þjóðhagslega hagkvæmu framkvæmd. Þegar raforkan kemur i nægum mæli austur í Hornafjörð að vestan eða norðan þarf ekki lengur að hugsa um olíuna, nema í neyðartilvikum. Mikil eining er um framtak á Höfn og með henni var unnt að ýta verkinu úr vör. ísafjörður var fyrstur bæja til þess að nýta afgangsorku frá dísilrafstöð fyrir hitaveitu. Er nýlega búið að tengja hana við 50 hús þar. Hefur þetta gefið svo góða raun að mikil áhugaalda um hitaveitur með nýtingu afgangsorku er risin. - BS Háskólanum berst stórgjöf: Erfíngjar Ludvigs Storr gefa Laugaveg 15 tilHÍ — til að styrkja rannsóknir á sviði jarðefnaf ræði, byggingariðnaðar ogskipasmíða Erfingjar Ludvigs Storr afhentu Háskólanum í gær húseignina Lauga- veg 15, sem að fasteignamati er 200 milljón króna virði, en mundi seljast á langtum hærra verði á almennum fasteignamarkaði. Hún verður þó ekki seld, því sam- kvæmt ákvæðum gefenda verður stofnaður Menningar- og framfara- sjóður Ludvigs Storr og eiga allar leigutekjur af húsinu að renna i hann. Sjóðurinn verður síðan notaður til að styrkja vísindamenn á sviði jarð- efnafræði, verkfræðinga, arkitekta og aðra til hagnýtra rannsókna á sviði jarðefnafræði, byggingariðn- aðar og skipasmíða. Guðmundur Magnússon háskóla- rektor þakkað hina höfðinglegu gjöf. i Ludvig Storr. Þetta er stærsta húseign, sem Há- skólanum hefur verið gefin af ein- staklingum og reyndar hafa fáir gefið honum húseignir ef frá eru talin Þór- bergur heitinn skáld og Margrét kona hans. Ludvig Storr lézt í júlí 1978. Hann hafði í lifanda lífi styrkt mörg menn- ingarmál með fjárframlögum, m.a. gaf hann til kirkjuglugga og klukku í dómkirkjunni í Skálholti. Hann hafði óbilandi trú á því, að Island byggi yfir auðlindum, sem enn væru lítt kannaðar, og hin rausnar- lega gjöf á nú að stuðla að því að þær finnist. - IHH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.