Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.12.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 12.12.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979. Norodom Sihanonk prins fyrrum þjóðhöfðingi Kambódiu. nauðsynlegum félagslegum umbótum í ríkinu. Á sjöunda áratugnum færðist Víetnam stríðið nær. Þeir andstæðingar konungsstjórnar hans sem fyrir voru í landinu fengu aukna aðstoð frá nágrannaríkjunum. Vegna þess að lið þjóðfrelsishreyfingar Suður-Vietnam og sveitir Norður- Vietnama fóru inn fyrir landamæri Kambódíu þegar þeim var það hemaðarlega hagstætt gerðu Banda- ríkjamenn loftárásir á landsvæði þar. Hlutleysisstefna Sihanouks hafði mistekizt. Honum var steypt af stóli 1970 af Lon Nol hægri sinnuðum hershöfðingja, sem lagði alla hlut- leysisdrauma á hilluna. Hann hélt völdum þar til snemma á árinu 1975 etíðayðu Khmerar Pol Pots tóku við. Sihánouk var að vísu þjóðhöfðirigi að-nafnínu til en hvarf til Peking eftir þriggja ára dvöl í Kambódíu. Hann er nú kominn aftur fram á sjónarsviðið eins og áður sagði. Nú stefnir prinsinn að því aö mynda sameinaða sveit allra andstæðinga Heng Samrin stjómarinnar, sem nýtur aðstoðar innrásarliðsins frá Vietnam. Hefur Sihanouk leitað stuðnings meðal þeirra mörgu flótta- manna, er flúið hafa Kambódiu á undanförnum árum. f september siðastliðnum kom prinsinn á fót nýjum samtökum, þar sem bæði á að vera rúm fyrir Rauðu Khmerana og fyrri liðsmenn hans og gamla embættismenn. Markmiðið er sem fyrr að koma á fót i Kambódíu einhvers konar lýðræðisríki sem hafi hlutleysi að leiðarljósi. í þessari baráttu treystir Sihanouk á stuðning frá Kínverjum. Þeir voru áður harðlega andvígir íhlutun Bandaríkjamanna í málefni þessa heimshluta og eru harðir and- stæðingar þess að Víetnamar nái varanlegri fótfestu í Kambódíu. Er þurrkatíðinni lýkur hafa herir Heng Samrins og Vietnama góðar aðstæður til að ganga enn nær liði Pol Pots, sem enn veitir verulegt viðnám í skógum landsins. Telur Sihanouk þá mikla þörf á aö efla aðrar sveitir gegn Vietnömum. Prinsinn hyggur einnig á frekari kynningu á málstað slnum á al- þjóðlegum vettvangi. Hann mun brátt fara í mikla heimsreisu og mun fyrsti áfangastaðurinn vera Frakkland. Taliö er að Sihanouk prins geti reiknað með stuöningi flestra vest- rænna ríkja og i Suðaustur-Asíu. Hætt er þó við að hann verði að leita einhverra sátta við Sovétrikin og Vietnam eigi honum að auðnast að snúa aftur heim til Kambódíu sem þjóðhöfðingi eða áhrifamaður. Kambódía á sér þúsunda ára sögu sem sjálfstætt riki. Þar hefur einnig verið ótal sinnum barizt fyrir frelsi og undan áþján nágrannanna í Vietnam og Thailandi. Auk innri ágreinings í þessum heimshluta hafa íbúar þar mátt búa við að utanaðkomandi aðilar hafi ásælzt völdin þar. Kín- verjar hafa verið þarna og auk þess bæði Japanir, Frakkar og Banda- ríkjamenn. í raun var það ekki fyrr en árið 1955 að Kambódía varð frjálst konungsriki undir Sihanouk. 11 ROTTUEmjR IDRYKKJ- ARVATNLANDSMANNA —Erþaðráð ráðanna gegn tannskemmdum? Á ráðstefnu um heilbrigðismál í mai sl. hélt meðal annarra ágætis- manna formaður tannlækna erindi, enda ástæða til, svo bágborin sem, tannheilsa íslendinga er. Til undan- tekninga mun heyra, að þéttbýlisbörn séu með allar tennur heilar, er þau hefja göngu sína í skóla. Það var og er því sannarlega ástæða til að ræða. þennan þátt heilbrigöismála og leita ráða til raunhæfra umbóta. Hver eru svo ráð formannsins? Þau fyrst og fremst að flúorblanda drykkjarvatn landsmanna. — Flúor- blanda drykkjarvatn landsmanna. Ég dreg ekki í efa, að hann bendi á þessa leið af fullri einlægni. En skv. því á flúorskortur að vera orsðk tannskemmda, þvi að ætla verður að höggið sé reitt að rótum meinsins. Og sé flúorskortur rót tannskemmda, er úrbótaleið formannsins örugg og ein- föld, því að af flúor er slík ofgnægð, að vandkvæðum veldur, þótt ótak- mörkuðum rottufjölda sé ætlaður ríkulegur skammtur: Ekki þó til að firra þær tannátu, heldur til að firra greyin lífinu, því að flúor er eitt sterkasta eitur, sem þekkist. — Enda voru skoðanir tannlækna í Banda- rikjunum svo skiptar, að samband þeirra klofnaði um flúorinn, er hann var gerður að tannlyfi og blandað í drykkjarvatn. — Og það er fjöldi tannlækna og vísindamanna, sem telur flúorinn hættulega leið gegn tannátunni. Það hefði því verið eðlilegt, að form. tannlækna hefði getið þessa í erindi sínu. Það gerði hann ekki. — En þar sem blöndun flúors I neyslu- vatn snertir hvert mannsbarn í land- inu er það réttur hvers og eins að beina til hans ósk um upplýsingar. Og sem formanni tannlækna og áróðursmanni fyrir flúorblöndun drykkjarvatns ber honum skylda til Kjallarinn Marteinn Sktftfells Bannað sums staðar 1. Var flúorblöndun vatns hafin að vandlega gerðum athugunum og tilraunum um gildi þess gegn tannskemmdum? 2. Hafði verið gerð athugun á gildi þess, eða hugsanlegri skaðsemi þess gegn öðrum sjúkdómum? 3. Hefur reynsla sannað, að það sé gagnlegt — eða skaðlaust gagn- vart öðrum sjúkdómum? 4. Er náttúrlegur flúor og natríum- flúor, sem blandað er í drykkjar- vatn, eitt og hið sama? Ef ekki, hverer munurinn? 5. Hver á flúorstyrkleiki vatns að vera, að dómi formannsins? 6. Er flúorþol allra hið sama, svo að böm og fullorðnir eigi að drekka sama skammt? Og sjúkl- ingar? „Fjöldi tannlækna og vísindamanna telur flúorinn hættulega leið.” að svara. Og honum ætti að vera það ljúft. 1 tilefni af erindi hans beindi ég til hans spurningum sem hann hefur enn ekki svarað. — Ég leyfi mér því á ný að beina til hans sömu spurningum. — Svör við þeim veita almenningi nokkra fræðslu um þetta mjög um- deilda efni. Fræðslu, sem nauðsyn- legt og sjálfsagt er að veita, þar sem rekinn er sterkur áróður fyrir flúorn- um, með það markmið fyrir augum að flúorblanda neysluvatn lands- manna. 7. Hve stór á skammturinn að vera? 8. Á hvaða aldri á að byrja að gefa börnum flúorvatn? 9. Er það skaðlaust tönnum og al- mennri heilsu að drekka yfir- skammt? 10. Er flúor heilsusamlegur þunguð- um konum? Tryggir hann börn- um þeirra heilbrigðar tennur? 11. Er það rétt, að einn af forgöngu- mönnum flúors í Bandaríkjun- um kaupi flúorsnautt vatn? Sé þaf. rétt, þá hvers vegna? 12. Hvers vegna banna sumar þjóðir flúorblöndun vatns? 13. Hve margar borgir í Bandaríkj- unum hafa horfið frá flúor- blöndun vatns, að fenginni reynslu? Og hvers vegna? 14. Að hvaða leyti er flúor betri gegn tannskemmdum en t.d. beinamjöl, þaramjöl og fosfór? 15. Er flúor meðal nauðsynlegra snefilefna og nauðsynlegur heil- brigðum tönnum? 16. Eru tannskemmdir ekki næring- arsjúkdómur, sem eðlilegast sé að fyrirbyggja og lækna á nær- ingarfræðilegan hátt? 17. Vinna þau efni, sem valda tann- skemmdum, ekki tjón viðar en i tönnum? Sé svo, bætir þá flúor það? 18. Formaðurinn segir í erindi sínu, að flúor dragi úr tannholdssjúk- dómum. En á tannlæknamóti í Ronneby 1968 var hið gagnstæða viðurkennt. („Att fluorskjöln- ingarna medför tandköttsskador erkandes . . .") Hvorterrétt? Tannskemmdir 6—12 ára barna kostuðu borgina 1978 274 milljónir. Fróðlegt væri að vita, hvað tann- skemmdir innan 6 ára og yfir 12 ára aldur hafa kostað. En um það munu engar skýrslur. Erindi formannsins á heilbrigðis- ráðstefnunni var innlegg hans i mikil- vægan þátt heilbrigðismála. En í það skorti mikilvægar upplýsingar. — Ég skora þvi á hann að svara ofan- greindum spurningum, svo að al- ■menningur kunni nokkru betri skil á þvi efni, sem hann leggur til, að þjóðin neyti daglega, í mat og drykk. Marteinn M. Skaftfells Verða nýjar þingkosn- ingar á næsta ári? I Þegar skoðuð eru úrslit þingkosn- inganna, sem fram fóru á dögunum, kemur margt i ljós, sem er fhugunar- vert. Eitt hið undarlegasta er að Framsóknarflokkurinn, verðbólgu- flokkur áratugarins, skyldi verða sigurflokkur þeirra kosninga, sem áttu að leiða til sigurs þann eöa þá, sem bezt væri treyst til að berjast gegn verðbólgunni. Annað er það, að eini stjómarandstöðuflokkur sundur- þykkrar verðbólgustjórnar skyldi ekki verða yfirburða sigurvegari kosninganna. Hið þriðja er það, að nú lauk nær óslitinni sigurgöngu Al- þýðubandalagsins, sem staðið hefur um langt árabil og liðsmenn þess áttu von á að héldi áfram. Úrslitin í Reykjavík eru líka athyglisverð fyrir þá sök, að hefði hér verið um borgar- stjómarkosningar að ræða, hefðu sjálfstæðisménn áframhaldandi orðið í minnihluta (borgarstjórninni Vanhugsaðar kosningar Því er ekki að leyna, að undirrit- aður er þeirrar skoðunar, að stofnað hafi verið til þingkosninganna aö mjög vanhugsuðu ráði, enda var það lítt rætt. Röksemdirnar vom þær einar, að ekki væri unnt að mynda nýja ríkisstjórn án undangenginna kosninga (á það reyndi raunar aldrei) og þjóðin yrði að marka nýja stefnu í dýrtiðar- og veröbólgumálunum (það gerði hún með því að fylkja sér um verðbólguflokk áratugarins). Nú reynir á það, hvort auðveldara verður að mynda ríkisstjórn aö undangengn- SigurðurE. Guðmundsson fara með þann mikla kosningasigur, sem þeir hlutu 1978. Kosningarnar á dögunum refsuðu þeim harðlega, og að þeim loknum standa þeir og um- bjóðendur þeirra miklu verr að vígi ^ en áður, þótt foringjarnir beri sig ' mannalega. Það heföi verið nær að fara að ráðum Magnúsar H. Magnús- sonar, athuga málin betur, fara síðan úr ríkisstjórninni, áöur en rokið var hugsunarlítið út í kosningar. Misróttið enn sem fyrr Mönnum finnst sem misrétti kosn- ingaréttarins hafi ekki verið mjög áberandi í þessum kosningum, Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki fengið „nema” 2 þingmönnum fleira en hann átti rétt á samkvæmt fylgi sínu. Engu að síður „blómstrar” misréttið sem aldrei fyrr. Sem dæmi má nefna, um kosningum heldur en hefði verið án kosninga. Á því virðast ekki miklar horfur. Hvorki vinstrimenn eða launþegar geta litið svo á, að kosningamar hafi styrkt stöðu þeirra á Alþingi, þvert á móti hafa þær veikt hana. Þessir aðilar eiga nú erfiðara en áður með að koma málum sínum fram og standa hallari fæti en þeir gerðu fyrir kosningar. Það má réttilega segja, að verkalýðs- flokkarnir tveir hafi ekki kunnað að að á sama tima og Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru með u.þ.b. 4350 kjósendur að baki hverj- um kjördæmakjörnum þingmanni sínum í Reykjavík, er Framsóknar- flokkurinn með 820—840 kjósendur að baki 5 kjördæmakjörnum þing mönnum sinum á Vestfjörðum (2 þingmenn, 1645 atkvæði) og á Norð- vesturlandi (3 þingmenn, 2506 at- kvæði). Með öðrum orðum: það þarf 5 sinnum fleiri kjósendur til að koma einum manni á þing fyrir Reykjavík heldur en á Vestfjörðum eða á Norð- vesturlandi. Þetta misrétti er vita- skuld gjörsamlega óþolandi en er í fullu samræmi við allt það misrétti og þá spillingu, sem „blómstrar” víðar, einkanlega i efnahagsmálunum og á ýmsum sviðum atvinnumálanna. Hvað tekur við? Þegar nú liggur ljóst fyrir, að kosn- ingarnar náðu ekki tilgangi sínum, er von að mönnum verði hugsaðtil þess, hvað við muni taka. Það hlýtur að vera ósk allra félagshyggjumanna, að stofnað verði til ríkisstjórnar, sem verði samstæð og beri nafn sitt með sóma, likt og vinstri-meirihlutinn i borgarstjórn Reykjavikur. Að því er Alþýðuflokkinn varðar er svo mikið víst, að hann hlýtur að hafa það fyrir meginstefnu að eiga aðild að ríkis- stjórn, sem meö sanni getur kallazt félagshyggjustjórn — frávik þar frá verða að teljast til undantekninga. Þessi stefna ein getur talizt vera í fullu samræmi við eðli hans og til- gang. Verði hins vegar ekki unnt að mynda nú sterka og samhenta félags- hyggjustjórn, sem verkalýðsflokk- arnir tveir snúa bökum saman um, þrátt fyrir eða máske vegna þeirrar ráðningar, sem þeir hafa hlotið, er allt á huldu um hvað við muni taka. En ekki er ólíklegt, að enn þurfi nokkrar kollsteypur til viðbótar áður en einhverjir ábyrgir aðilar taka höndum saman um að koma tvennu á laggirnar: endurreisn efnahagslífsins og réttlátri kosningaskipan — að loknum nýjum þingkosningum á næsta ári. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri yv

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.