Dagblaðið - 12.12.1979, Side 27
27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
<§
Útvarp
Sjónvarp
D
ÆVIUGABUES - sjónvarp kl. 2125:
ANTONIO FLYTIIR
TILÞORPSINS
Antonio Ligabue að störfum I fyrsta þætti myndaflokksins. Hann hljóp þó frá öllu saman þegar vinnufélagar hans höfðu hann
að skotspæni.
„Það sem gerist í þessum þætti er
aðallega það að Ligabue flytur til
þorpsins. Það er kunnur listmálari
sem uppgötvar hæfileika hans og
hann býður honum aö koma og búa
hjá sér, að vfsu í gróðurhúsinu,”
sagði Þuriður Magnúsdóttir, þýðandi
ítölsku myndarinnar Ævi Ligabues.
Það er annar þáttur af þremur sem
sýndur verður í kvöld.
„Samskipti Ligabues viö annað
fólk reynast honum erfið. Hann
langar til að eiga hlutdeild í því sem
fólk er að gera en tekst það ekki. Það
'fer þvi þannig að Iokum að hann
brotnar niður andlega,” sagði
Þuríður.
Myndin er á dagskrá í kvöld kl.
21.25 og er hún klukkustundar löng.
- ELA
Nú Bf Jóimgmtraun DB mrntrm an hUtnuö. Bsm/O sam þama ar að hálmhöggvm btúöumar
sínarvílmð/aUdfyrlr*iradh*lahöggvmmigMfonurMktarþ0gmrhmnnvarO*tór.
StriMðundbréttaswKKIdlpplðmyndhiaútoggaymÍðmaöþahnthnmaamþagarhafa
bkxt / bhtðhtu. Þagar du gátur aru komnar akukrð þlð aanda þmr aðar I atnu tM DB. Draglð
verður úr réttum lausnum sam barast fyrir 21. dasambar og sá aða sú sam vhtnur fmr
myntlsagudhmnelstsald sam ar nssatum mðfón króna vhðí
Og nú ar spumktgkt: Hvar ar grimmdarsaggurinn?
a) Neró b) Jörundur hundadagakonungur c) Hinrik 8.
MORGUNSTUNÐ BARNANNA
—útvarp kl. 9.05 í fyrramálið:
Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona byrjar lestur á sögunni Á jólaföstu eftir
Þórunni Elfu Magnúsdóttur f fyrramálið f Morgunstund barnanna.
DB-mynd Jim Smart.
Jólaundirbúningur
fyrir tuttugu áram
„Sagan Á jólaföstu er eins konar
heimid um hvað gerðist á þessu tíma-
bili á heimili í Reykjavík fyrir rúmum
tuttugu árum,” sagði Þórunn Elfa
Magnúsdóttir, höfundur sögunnar
Á jólaföstu sem Margrét Helga
Jóhannsdóttiur byrjar að lesa i
Morgunstund barnanna í fyrramálið.
„Margt skemmtilegt skeði,” sagði
Þórunn Elfa ennfremur. „Jólaundir-
búningurinn var mikill og mamma
var til staðar með frásagnir sínar og
upprifjun á jólaljóðum frá ýmsum
tímum.”
Þórunn Elfa hefur skrifarð fjórar
bækur fyrir börn og unglinga og
hefur mikið af hennar efni verið flutt
í barnatímum útvarpsins. Auk þess
hefur Þórunn Elfa samið um tuttugu
bækur, skáldsögur, smásögur og
ljóð.
Síðasta bók hennar, Vorið hlær,
er að koma út núna. Það er skáldsaga
um alþingishátíöarvorið 1930,
viðhafnarútgáfa.
-ELA