Dagblaðið - 15.12.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
WBIAÐIB
frjálst, úháð dagblað
^SiiíÍF^ * ; lljjM ' II:| '■ 'i |
)Íp!
Utgefandi: Dagblaðifl hf.
Framkvaomdastjóii: Sveinn R. EyJÓHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Rhstjómarfutttrúi: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Halur Sfmonarson. Menning: Aflabteinn Ingótfsson. Aðstoflarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaflamenn: Anna BJamason, Ásgeir Tómasson, Atfi Rúnar HafkJórsson, Atli Steinarsson, Bragi Slg-
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Abertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Geirsson, Slgurflur Sverrisson.
Hönnun: Hilm^r Karisson.
Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, BjamleHur BJamleifsson, Hörflur VUhJálmsson, Ragnar Th. Sig^
urðsson, Sveinn Pormóflsson.
Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. GJaldkeri: Práinn ÞorieHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjórí: Már E. M. HaUdórsson.
Ritstjóm Slflumúla 12. Afgreiðsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞvertioHi 11.
Aflalslmi blaflslns er 27022 (10 línur)
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf>, Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskrtff' ;verfl á mánufll kr. 4000. Verfl í lausasölu kr. 200 ebitakifl.
Uppákoma á
''Strjórnmálamennirnir gengust fyrir
meiriháttar ,)(uppákomu” á Alþingi í
fyrradag. Þar sáust frábærir kollhnísar
og heljarstökk landsfeðranna. Hafi
einhver haldið, að verið væri að mynda
rikisstjórn, þarf sá að endurskoða af-
stöðu sína. Annað er uppi á teningnum.
„Þjóðin mun eiga bágt með að skilja, hvers vegna
hún gengur til kosninga hvað eftir annað með stuitu
millibili og þurfi svo að horfa upp á það langtímum
saman að þeir menn og þeir flokkar, sem hún hefur
veitt umboð sitt, geti ekki náð þeirri samstöðu, sem
nauðsynleg er, eftir einhverri þeirra leiða, sem þó eru
mögulegar samkvæmt þingræðislegum reglum,” sagði
forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, við þingsetningu á
miðvikudaginn. Vissulega er þetta rétt, en hvað hafa
stjórnmálamennirnir verið að gera? Hafa þeir í
rauninni verið að kanna leiðirnar?
Svarið felst í því, sem haft var eftir nokkrum
óbreyttum flokksmönnum í vinstri flokkunum í Dag-
blaðinu nú í gær. Nú, tveimur vikum eftir kosningar,
hafa vinstri flokkarnir enn ekki byrjað viðræður í
alvöru. Ekki er hægt að krefjast þess af þeim, að þeir
komi sér saman um ríkisstjórn. En hins má krefjast, að
þeir flýti sér við að komast að raun um, hvort á annað
borð einhver grundvöllur finnst til slíks samstarfs. Þeir
verða að láta á reyna, ræða viðfangsefnin í alvöru og
hrökkva eða stökkva. Geti þeir ekki komið sér saman,
hafa línur skýrzt, og reyna má nýjan möguleika.
Forseti íslands sagði réttilega, að nú væri brýnni
nauðsyn en oftast endranær, að Alþingi beri gæfu til
að láta ekki dragast úr hófi fram að mynda starfhæfa,
þingræðislega ríkisstjórn. Vandamálin hrannast upp.
Fimleikar stjórnmálamannanna á Alþingi í fyrradag
sýndu það eitt öðru fremur, hversu langt frá það er, áð
nokkur samstaða sé milli einhverra flokkanna.
Framsóknar- og alþýðubandalagsmenn tala gjarnan
um, að þeir hafi mikinn áhuga á myndun vinstri
stjórnar. Tveimur vikum eftir kosningar hefur þó
ekkert ákveðið samstarf tekizt jafnvel milli þeirra
flokka tveggja. Alþýðubandalagið ætlaði ekki að
styðja framsóknarmanninn Jón Helgason í embætti
forseta Sameinaðs þings og gerði það aðeins í illsku,
eftir að kratar höfðu látið sig hafa það að kjósa Jón i
annarri umferð kosninganna.
Framsókn og Alþýðubandalag hafa í viðræðunum
um stjórnarmyndun borið fram tillögur um efnahags-
mál, sem ganga sín i hvora átt.
Framsókn og Alþýðubandalag hafa að sjálfsögðu
ekki þingmeirihluta, þótt svo ólíklegt færi, að þessir
flokkar næðu saman. Um afstöðu Alþýðuflokksins til
vinstra samstarfsþarf ekki að fjölyrða. Kratar auglýstu
rækilega í kosningum embættismanna á Alþingi, að þeir
hafa enga ákvörðun tekið í þeim efnum. Þeir komu
með mikilli tregðu til vinstra samstarfs um nokkrar
kosninganna en kusu síðan sjálfstæðismann forseta
Neðri deildar til að undirstrika, að ekki væri um neitt
vinstra samstarf að ræða.
í þessu skyni fórnuðu alþýðuflokksmenn þeim
möguleikum, sem þeir höfðu á að fá forseta annarrar
deildarinnar kosinn úr sínum röðum.
Þingflokkur þeirra klofnaði í tvær jafnar fylkingar
í afstöðu til slíks samstarfs við Framsókn og
Alþýðubandalag.
Meðan þingmenn dútla við slíkar uppákomur, reynir
á langlundargeð þjóðarinnar, sem vill, að þessir menn
axli ábyrgð sína í þjóðmálunum.
Flugmenn Irans
enníþjálfun
i Bandaríkjunum
— þrátt fyrir hatrammar deilur ríkjanna
/<GX\
Þrált fyrir halrammar deilur Irans
og Bandaríkjanna eru enn íranskir
flugmenn og flugvirkjar veslra og
njóta j>ar jijálfunar hjá bandaríska
flughernum. Stjórnin i Teheran
greiðir stöðugt kostnað við nám [>ess-
ara manna. Þykir mörgum þetta
furðu gegna og eins og einn banda-
rísku fiugliðanna í herstöð í Texas
sagði við fréttamenn — þá er verið að
þjálfa flugmenn, sem hugsanlega
gætu innan skamms tíma beint byss-
um sínum að' bandarísku herliði.
Enginn hinna írönsku flugliða fær þó
lengur að fljúga herþotum og þeir
njóta nú aðeins kennslu á jörðu niðri.
Annar bandariskur flugliði, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði
við fréttamann The New York Tintes,
að skrýtið væri að hafa stöðugt á til-
finningunni að til þess gæti komið að
írönsku flugmennirnir yrðu hugsan-
lega andstæðingar þeirra í stríði. —
Sumir írananna hefðu myndað traust
vináttutengsl og margir hverjir
óskuðu ekki eftir því að hverfa aftur
til síns heima.
Að sögn talsmanna i Pentagon,
varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna,
greiðir íranska sendiráðið i Washing-
ton stöðugt laun og annan kostnað
vegna tuttugu og sjö manna úr flug-
her landsins, sem dveljast við nám og
þjálfun i Bandaríkjunum. Fyrir aðra
208 var búið að greiða fyrirfram áður
en Khomeini og menn hans komust
til valda í íran.
Engum kemur á óvart að ekki hafa
komið neinir flugmenn né tækni-
menn frá íran til Bandaríkjanna
síðan trúarleiðtoginn margumtalaði
tók öll völd. Enn eru íranskir flug-
nienn þó við þjálfun í átta her-
stöðvum flughersins bandaríska víðs
vegar um landið.
Það var ekki fyrr en 23. nóvember
siðastliðinn að írönsku flugmönnun-
um var bannað að fljúga æfingaflug í
þotum bandaríska flughersins.
Skyldu þeir hér eftir aðeins njóta til-
sagnar á jörðu niðri. Ástæðan, sem
gefin var upp af opinberri hálfu fyrir
þessari ákvörðun, var sú að óvissa
væri óvenjumikil í alþjóðamálum.
Talið er að bandarísk heryfirvöld
hafi ekki viljað taka neina áhættu af
því að þota — þó svo um óvopnaða
Hvers vegna er
Framsóknarflokk-
urinn stefnulaus?
— Siguröi Gizurarsyni svarað
Sigurður Gizurarson sýslumaður
skrifaði grein í Dagblaðið 6. desem-
ber sl. vegna greinar, sem ég hafði
skrifað í blaðið 23. nóvember um
nokkrar villur, sem honum og fleiri
frantsóknarmönnum höfðu orðið á í
kosningabaráttunni. Hann er mál-
efnalegur i greininni, skrifar um
margt af skilningi og á heimtin^u á
svari. Ég ætla ekki að eyða orðum á
hismið, heldur koma að kjarnanum,
sem er sá, hvort hugsjónin í stjórn-
málum eigi að vera „hrein” eða
„blönduð”, með öðrum orðum
hvort hún eigi að vera annaðhvort —
eða eða bæði — og — annaðhvort
frjálshyggja eða sósíalismi eða bæði
frjálshyggja og sósíalismi. Sigurður
sagði í grein sinni, að ég miðaði við
annaðhvort-eða, en hann og aðrir
framsóknarmenn við bæði-og. Ég
ætla af þessu tilefni einnig að reyna
að skýra það, hvers vegna Fram-
sóknarflokkurinn er stefnulaus. Á