Dagblaðið - 15.12.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGDR 15. DESEMBER 1979.
2!
NJÚSA BQGÍM í MOSKVU
Ámi Bergmann —
Miðvikudagar f Moskvu, 222 bb.
Mól ft menning.
Hver menntaskóli landsins á sér
sínar hefðir og hetjur og á Laugar-
vatnsárum mínum fór miklum sögum
af frumherjunum, fyrstu árgöngum
skólans, sem fylgdust með okkur
grænjöxlunum, stuttklipptir og
grafalvarlegir á svip á gömlum skóla-
myndum. Þeir voru vist eldrauðir
Bolsar í pólitikinni og slíkir náms-
hestar að lá við að finna þyrfti upp
sérstaka einkunnaskala fyrir þá.
Ekki minnkaði ljómi þeirra við það
að þegar við komum til sögunnar
voru þeir margir orðnir þekktir menn
í þjóðlífinu: Þór Vigfússon, núver-
andi borgarfulltrúi, Hjalti Kristgeirs-
son, Ormar Þór Guðmundsson arki-
tekt, Árni Bergmann og fleiri.
Vonglaður sósíalisti
Bók Árna, Miðvikudagar í
Moskvu, hefst einmitt í þann mund
sem höfundur er nýsloppinn frá
Laugarvatni haustið 1954 og er að
búa sig til Moskvuferðar og hefur
með sér vonglaðan sósíalisma í
farangrinum. Bókin er uppgjör hans
við Rússland samtímans, eins og það
kemur íslendingi fyrir sjónir, tilraun
til að þoka því ögn nær okkur,
„stytta vegalengdir fyrir þá sem
nenna að ferðast þangað hugleiðis”,
eins og Árni segir að lokum. En
uppgjör er ekki hið sama og
apólógía, — það er enn vonglaður
sósíalisti sem upp stendur í bókarlok,
en vísari þó. Þótt ekki segi Árni það
berum orðum, þá held ég að ráða
megi af máli hans að það eru hug-
myndir manna eins og Médvédef
bræðranna og hinn „mannlegi
sósíalismi” Dubceks sem mest höfða
til hans í dag og hafa kannski haldið
liftórunni í hugsjónum hans. Víst er
af lýsingum hans að þær hafa orðið
að þola mikil áföll þessi átta ár sem
hann dvaldi í Sovét og Árni spyr
hreint út: „Geta Sovétríkin ráðið
með skaplegum hætti við þær þver-
stæður sem leynast í sjálfri gerð
þeirra og sögu, geta þau komist út úr
vítahring sem dreginn er um þeirra
valdapýramída? Með innrás í
Tékkóslóvakíu og örlögum andófs-
manna svöruðu valdhafar Sovét-
ríkjanna þessari spurningu neitandi
fyrir sitt leyti. Þar við situr. En slik
svör geta ekki, eðli málsins sam-
kvæmt, verið endanleg. Mannlegt
félag verðurekki handsamað.. .”
Forlögin hliðholl
Þessa spurningu hefur Árni
sennilega lagt fyrir sig oftar en einu
sinni hin síðari ár og hvergi þar ég
man hefur hann svarað henni eins
einarðlega. Hvers krefst hann þá af
þeim sem um stjórnvöl halda? í sömu
málsgrein segir hann að þeir eigi „að
gera sambýli manna skynsamlegra,
réttlátara og fegurra en það er. ” Við
verðum svo að gera upp við okkur
sjálf hvers konar stjórnkerfi við
treystum best til þess arna.
Forlögin voru Árna óneitanlega
hliðholl. Árin 1954-1962 voru mikill
umbrotatími i sögu landsins. Stalín
dó árið 1953 og síðan hefst
uppgangur Krúsjefs og leyniræðan
fræga er flutt, — svo er það
skammvinn þíða og „ívan Deniso-
vitsch” Solzhenitsyns kemur enn
frekara róti á hugi manna. Loks
verður nýr afturkippur með Bréznef
(sem kunnugir segja mér að sé
rússneska fyrir „Bergmann”). í
stúdentahópi fylgist Árni náið með
viðbrögðum skólafélaga sinna við
hverju þvi sem gerist í stjórn landsins
og þeir trúa honum sem útlendingi
fyrir ýmsum vangaveltum sínum og
spyrja hann, Njúsa Beigím, um álit á
gangi mála.
Giftast inn í
„Gyðinga-
vandamálið"
Til að fá íbúð leigða í Moskvu,
gerðist Árni svo fréttaritari
Þjóðviljans árið 1959 og gat veifað
blaðamannapassa, en þannig var
hann í aðstöðu til að ferðast vítt og
breitt um Sovétríkin og komast í
samband við andófsmenn, en um þá
og leyniútgáfur (samízdat) ræðir
hann sérstaklega og af sanngirni. Það
sem gefur reynslu Árna af Sovét sér-
staka vídd, eru fjölskyldutengsl hans,
því hann giftist beint inn í „Gyðinga-
vandamálið”, — heim Chagalls,
Sholmos Alecheims og Fiðlarans á
þakinu. Einnaefdrminnilegustu kaflar
bókarinnar eru einmitt þeir sem lýsa
uppvexti og ferli tengdaforeldra
Árna, Soffíu og Ryszards og í
leiðinni er dregin fram breytileg af-
staða ráðamanna til Gyðinga.
Hér er vissulega að finna mikinn
fróðleik, um stjórnskipun Sovét-
ríkjanna, menningarlíf, iðnað,
menntunarstofnanir. En úr þessu
verður hvergi þurrleg skýrsla, því
Árna er lagið að finna á málum
mannlega hlið, svo og hliðstæður
sem við Frónbúar þekkjum, auk þess
sem ríkulegt skopskyn hans og auga
fyrir sérkennum í mannlegri hegðun
(kúltiverað á Laugarvatni?) tryggja
afar læsilegan texta allt i gegn.
Rússneska sálin
En þegar öllu er á botninn hvolft
er Árni kannski ekki að gera tilraun
til að kryfja hið sovéska þjóðfélags-
kerfi til mergjar, eða þá að skrifa
eigin þroskasögu, heldur miklu
fremur að lýsa því sem margir hafa
glímt við að skilgreina, hinni
rússnesku þjóðarsál og þver-
stæðunum i henni. Ekki þori ég að
leggja dóm á hve vel hefur til tekist,
en þó er bókin mér einmitt minnis-
stæðust fyrir þær manneskjur sem
verða á vegi Árna, málfræðinginn
Zjora, Veru Troitskuju, Ylia Ehren-
burg og Sergei Paradzjanof, kvik-
myndaleikstjórann sem síðan féll í
ónáð.
Þó hika ég ekki við að fullyrða að
næmari og heiðarlegri bók um Sovét-
ríkin hefur ekki verið skrifuð hér á
landi og satt að segja tekur hún fram
flestu því sem ritað hefur verið um
landið á erlendum málum út frá
svipuðum sjónarhóli og forsendum.
Mín vegna hefði Árni samt mátt gefa
bókinni enn persónulegri blæ, með
því að lýsa hvernig hans eigin
sósíalismi varð til og aðdragandanum
að Moskvudvölinni og sömuleiðis
með frekari innskotum frá eigin
brjósti, þegar liður á bókina (og
dvölina). En það sem hér er, er vel
tle8ið- -Al.
Leikhúsið Laugavegi 1 smn™
FRÖNSKU
snúrustýrðu bílamir vinsslu
VIEW-MASTER þrívíddarkíkirinn
30 tegundir af filmum
m.a. STRUMPAR og PRÚÐU LEIKARARNIR
Sjónvarpsdúkkan
híærþegar
henni líkarþað j
semer (
áskjánum
Beriö saman veröin hjá okkur og
stórmörkuöunum —
Auk þess bjóöum við vandaöa vöru og
góöa þjónustu
Á Akureyri fæst VIEW-MASTER
hjá Leikfangamarkaðinum
LAUGAVEGIl
SIMI14744