Dagblaðið - 15.12.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.12.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979. 18 r Viima við nýja heilsugæzlustöð Kópavogsbúa var stopp í tvö ár: TÓMASÁRNASON„RI AÐF’ 40 MILUÓNUM ----P — og nú á að Ijúka verkinu á næstu 5 mánuðum Fannborg i Köpavogi. Á neðstu hæð hússins og i kjallara verður heilsugæzlu- stöðin nýja. ..__k inr UH husgöQn W'r n\ íó\K Opið i dagfrá kl. 9—6 ogá morgun sunnudagfrá kl. 1—6. flanMi húsið —ULFARGUÐJONSSON h/f Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði.sími 54499 ,,Við búumst við að breytingar og innréttingar í húsinu taki 5 mánuði. Kostnaðaráætlun frá júlí síðastliðn- um hljoðar uppá 175 milljónir. Inni- falið í þeirri áætlun er allur stofn- kostnaður, byggingarkostnaður og litils háttar innbú og tæki,” sagði Sigurður Gislason tæknifræðingur hjá tæknideild Kópavogskaupstaðar við Dagblaðið. Sigurður gekk með okkur um sali í Fannborg í Kópavogi. Þar er unnið af miklunt krafti við innréttingar og breytingar á tveimur hæðum til að hægt sé að hýsa þar væntanlega heilsugæzlustöð Kópavogs. Búizt er við að stöðin komist i gagnið á næsta ári. Hún mun annast víðtæka heil- brigðisþjónustu við þegna Kópavogs. Þar verða almennar læknastofur, augnlæknir, mæðra- og ungbarna- eftirlit, aðstaða til æfinga og endur- hæfingar, svo eitthvað sé nefnl. Húsnæði nýju heilsugæzlustöðvar- innar er upphaflega byggt með iðnað eða verzlun í huga. Þarf því að verja talsverðu fé og tima í nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til samræmis kröfum yfirvalda. „Ríkið fyrirskipaði Kópavogs- kaupstað á sínum tíma að yfirtaka rekstur sem Sjúkrasamlagið hafði áður annazt í heilsugæzlunni,” sagði Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri Kópavogs í samtali við blaðið. „Sjúkrasamlagið rak læknamið- stöð hérna með mjög vaxandi starf- semi. Meðal annars endurhæfmgu, Einar Óskarsson byggingameistari t.h. og Sigurður Gislason tæknifræðingur sýndu DB-mönnum húsakynnin. Hér er verið að búa til dyr á vegg með stóreflis bormaskinu. Mörg handtök þarf til að breyta húsnæðinu til samræmis kröfum yfirvaida um heilsugæzlustöðvar. DB-myndin Hörður. deild fyrir húðsjúkdóma auk venju- legrar læknaþjónustu. Á sama tíma rak bærinn venjulega heilsuverndar- stöð. Fyrir 2—3 árum fann ríkisendur- skoðun út að sjúkrasamlagið hefði ekki heimild til slíks reksturs. Bærinn yfirtók þá reksturinn og jafnframt hálfbyggt húsnæði i Fannborg, sem sjúkrasamlagið hafði keypt undir læknamiðstöðina. En ríkinu láðist að standa við sinn hlut i uppbyggingu nýju heilsugæzlu- stöðvarinnar. Lögum samkvæmt á ríkið að bera 85% byggingarkostn- aðar. Engar fjárveitingar voru settar á fjárlög og verkið var stopp i tvö ár. Það var ekki fyrr en Tómas Árnason fyrrum fjármáíaráðherra kom því til leiðar rétt áður en rikisstjornin fór frá, að 40 milljónir fengust fil verksins. Ríkið á að bera 150 millj- ónir af kostnaðinum en hefur lagt fram sem nemur 80 milljónum í það heila. Bæjarsjóður verður að leggja út fyrir kostnaði og innheimta siðan hjá ríkissjóði. Þetta segi ég ekki ;,em árás á ríkisvaldið. Heldur til skýr- ingar á drættinum á verkinu,” sagði bæjarstjórinn. -ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.