Dagblaðið - 15.12.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
13
Samsýning nýlistamanna á Ítalíu
— Kynningarrit um íslenzka nýlist gefið út
Það telst ávallt til tiðinda þegar
íslenskir listamenn sýna verk sin á
erlendri grundu. Þá hljóta það bein-
línis að vera stórtíðindi þegar 25
manns af yngri kynslóðinni taka þátt
i samsýningu i Flórens á Italíu. í
ofanálag gefur hópurinn út skrá sern
jafnframt er yfirlitsrit um þróun ný-
lista á íslandi frá tíð SÚM manna til
Suðurgötu 7, veglega myndskreytta
og prentaða.
Það er einmitt Suðurgata 7 sem
stendur fyrir þessu fyrirtæki, en eins
og lesendum DB er kunnugt veitti
blaðið galleriinu menningarverðlaun
sin í fyrra fyrir framtakssemi i
myndlistum. Á italíu er það galleriið
Zona í Flórens sem heldur sýninguna.
Flestir eru þátttakendur undir þri-
tugu, nema Magnús Pálsson og Níels
Flafstein, en allir hafa þeir tekið þátt
í starfsemi Suðurgötunnar undan-
farin ár. Þau Bjarni Þórarinsson,
Margrét Jónsdóttir, Steingrimur
Eyfjörð Kristmundsson og Friðrik
Þór Friðriksson unnu að þessari sýn-
ingu og sá siðastnefndi hafði umsjón
með skránni ásamt Þórleifi Friðriks-
syni. Við tókum eftir þvi að textinn er
allur á ensku og skrifaður af innan-
hússmanni á DB, Aðalsleini Ingólfs-
syni, svo við báðum hann að segja
okkur eitthvað nánar frá þessu.
,,Nú er það alfarið dugnaði þeirra
Suðurgötumanna að þakka, að þetta
rit er komið út,” sagði Aðalsteinn.
,,Ég kom ekki inn i dæmið fyrr en
gengið hafði verið frá sýningunni á
Italíu, en þá hafði galleriið fengið þá
hugmynd að setja saman verk sem
gæti verið hvorutveggja í senn, skrá
vegna sýningarinnar og upplýsingarit
um það sem er að gerast í listum
yngri manna á íslandi. Þetta tókst
lækisins
Hódegistónleikar Söngskólans I ReykjavSt (
Tónleikasal skólans viö Hverfisgötu.
Flytjendur: Garðar Cortes, tenórsöngvari og
og Krystyna Cortes, planóleikari.
Verkefni: Caro mio ben, eftir Giordani; O del
mio dolce ardor, eftir Gluck; Per la gloría
d'adorarni, eftir Bononcini; Piete, Signore,
eftir Stradella; Recitatív og ar(a úr Messiasi,
eftir Handel; Penis angelicus, eftir C. Franck
og Ar(a úr Requiemi Verdis.
Ákveðið hafði verið, samkvæmt
tónleikaskrá, að pianókvintett yrði
þetta hádegið, en forföll urðu og því
var kvintettinum frestað um viku.
Þar með græðast einir tónleikar i
þessari ágætu tónleikaröð. Úr því
ekki fengust aðrir til að hlaupa i
skarðið stóð það skólastjóranum
sjálfum næst að bjarga sóma fyrir-
lækisins. Hæg eru heimatökin, og
undirleikarinn tiltækur með litlum
fyrirvara. Garðari hefur lærst sú list
prýðilega, að þekkja takmörk sinnar
raddar og að ofbjóða henni ekki.
Áður hætti honum stundum til að
skjóta yfir markið, sem nú hendir
ekki.
í fyrstu ariunni, Caro rnio ben, var
tónöryggið ekki nægilega mikið, en
slikt held ég að hendi alla söngvara
óhjákvæmilega i salnum á Hverfis-
götunni, vegna aðstöðuleysis til upp-
hitunar. En fljótlega söng Garðar sig
upp með dyggri aðstoð síns ágæta
undirleikara, konu sinnar Krystynu.
Það á vel við Garðar að syngja gömlu
aríurnar, því að í þeim nýtur hans
mjúka rödd sín prýðisvel. Í síðustu
aríunni, úr Requiemi Verdis, hélt ég
hálfpartinn að Garðar mundi ætla sér
um of. En hann reyndist svo sannar-
lega vandanum vaxinn. Stofusöngv-
ari er Garðar ágætur, rödd hans vex
enn og tæknina hefur hann.
-EM
Tónlist
þeim að gera með því að krefja hvern
og einn þátttakanda um ákveðna
fjárupphæð og siðan hljóp utanríkis-
ráðuneytið undir bagga með því að
festa kaup á ákveðnum fjölda bók-
anna, en það, ásamt menntamála-
ráðuneytinu, fær árlega fjölda fyrir-
spurna um islenska myndlist sem það
hefur ekki getað sinnt sem skyldi.
Ég skrifaði stutt yfirlit um þróun
nýlista, svona fremur til að skýra til-
komu Gallerísins við Suðurgötu en til
að gera úttekt á þeim málum öllum
og hafði ég í þessu frjálsar hendur að
öllu leyti. Mér finnst þetta ákaflega
lofsvert framtak hjá aðstandendum
og fleiri listamannasamtök gætu
hæglega fetað í fótspor þeirra.
Meðan ríkisvaldið og bókaútgef-
endur sinna ekki útgáfu af þessu
tagi, verða einhverjir aðrir að gera
það.” - ÍHH
Opna úr bókinni um íslenska nýlisl.
(R.Th.)
NÝJAR BÆKUR 1979
FRANK og JÓI: Leynigöngin
FRANK og JÓI: Dularfulli skugginn
Höl.: Franklin W. Dixon. Þýðandi: Gísli Ás-
mundsson. Hér koma 22. og 23. bók i þess-
um vinsæla bókaflokki.
Fyrri bókin er 128 bls. en hin síáari 160 bls.
NANCY og gamla albúmið
NANCY og skakki strompurinn
27. og 28. bókin i þessum flokki. Höfundur:
Carolyn Keene. Þýð.: Gunnar Sigurjónsson.
Fyrri bókin er 175 bls. en hin siðari 141 bls.
LABBA fær sér snúning
LABBA lætur allt fjúka
7. og 8. bókin. Höfundur: Merri Vik. Þýðandi:
Gisli Ásmundsson.
Fyrri bókin er 142 bls. en hin síðari 157 bls.
SIGURFÖR
Höfundur: Sverre Magelssen.
Þýðandi: Benedikt Arnkelsson.
Þetta er lifandi frásögn um brautryðjandann
og æskulýðsleiðtogann, Georg Williams, sem
var upphafsmaður Kristilegs félags ungra
manna. — SIGURFÖR er skrifuð jafnt fyrir
unga sem gamla. — Bókin er 136 bls.
NIÐJATAL
GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR
bónda á Óspaksstöðum i Hrútafirði og eigin-
kvenna hans, Sigriðar Bjarnadóttur og Guð-
rúnar Jónsdóttur.
FRIÐRIK TH. INGÞÓRSSON tók saman.
Bókin er 206 bls. með nafnaskrá.
f SÖGUTÚNI
Höfundur: Benedikt Gíslason frá Hotteigi.
Hér tjallar höf. mest um það timabil i sögu
þjóðarinnar, sem minnst hetur verið skrifað
um — það er 14. og 15. öldin. — Árni son-
ur höfundar segir svo i formála: „Framsetn-
ingin miðast oft við, að lesandinn gjörþekki
þau mál og þá menn, sem um er fjallað. —
Segja má að það efni, sem hér liggur fyrir
sé uppkast sem eftir er að vinna úr til fulln-
ustu." — Bókin er 245 bls.
FÓLKIÐ MITT - og fleiri dýr -
Höfundur: Gerald Durrell.
Þýðandi: Sigríður Thorlacius.
Höfundurinn, Gerald Durrell, er einn vinsæl-
asti rithöfundur Bretlands og eru það hinar
gamansömu frásagnir hans af mönnum og
dýrum, sem fyrst og fremst hafa aflað hon-
um vinsælda. Hann hefur einnig ritað skáld-
sögur og barnabækur. — Bókin er 228 bls.
TAMARINDFRÆIÐ
Höfundur: Evelyn Anthony.
Þýðandi: Hersteinn Pálsson.
Judith starfaði i aðalskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna, þar sem fjallað var um trúnaðar-
mál. Hana grunaði ekki, ad hinn alúðlegi mað-
ur, sem hún hitti i orlofi á Barbados, væri
tengdur njósnarkerfi Rússa.
„Frábærlega skemmtileg blanda af njósnum,
stjórnarerindrekstri og ástum." — Daily
Telegraph. — Bókin er 230 bls.
FINNUR FRÆKNI
Höfundur: Marryat. Ein af vinsælustu bókum
höfundarins, og hafa þó margar þótt góðar.
167 bls. með mörgum myndum.
FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM
PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF.
HÖFÐATÚNI 12 - SÍMI 17554
GJAFAVÖRUVERZLUNIN
Skóbvörðustíg 4
Sími 16646
l/nolAlo ' JJ '.Æ
Knstals- -
fughr og fiskar, verð frð 10.000
HANDMÁLAD KERAMIK
Skúlptúrar, störír, Irtfir.
VerA frá kr. 10.800
BLÓMAVASAR
margar gerðir
Verð
frá
kr.
11.800