Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 14

Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. INNLENDUR ANNflLL '79 stöðvaðir af varðskipi og faerðir aftur til hafnar. „Þetta er hneyksli,” sögðu Neyt- endasamtökin um stórgallað lagmeti í verzlunum. Lagmetisframleiðendur svöruðu á móti og sögðu yfirlýsingu Neytendasamtakanna vera hneyksli. „Stefnir i bullandi átök,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður, er þrír norskir ráðherrar komu hingað til lands í skyndiferð til að koma í veg fyrir yfirvofandi loðnustríð. Póstur og simi endurgreiddu 900 þúsund krónur vegna ólögmætra flutn- ingsgjalda. Júlí Steingrímur losaði um áfengishömlurnar Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra tók sig til og breytti reglum um afgreiðslu og opnunartíma vínveitingahúsa.. Nú má drekka og dufla frant til klukkan eitt alla daga og meira að segja til þrjú á föstudögum og laugardögum. Siðan tóku kratar í ríkis- stjórninni sig til og stöðvuðu allar frekari hugmyndir um boranir eftir gufu á Kröflusvæðinu. Nýjar reglur unt útivist varnarliðs- manna á Keflavíkurflugvelli, sem Benedikt Gröndal utanrikisráðherra setti, ollu miklum andlegum hvelli. Þjóðviljinn heimtaði að Benedikt segði af sér og yfirleitt voru allir sem opnuðu munninn um málið á móti rýmkuðum útivistarreglum. Á endanum bakkaði Benedikt og setti gömlu reglurnar aftur i gildi. Sjórall DB og Snarfara var háð í byrjun júli og yfirburðasigurvegarar urðu þeir Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvík á bátnum Ingu 06. Þeir félagar á Signýju 08 þar sem voru unt borð Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirs- son, urðu að hælta keppni á Akureyri tekjur. Ekki var upplýst hvort við- skiptavinir sprúttsalanna töldu sig hafa verið fremur hlunnfarna af þeim miðað við opinbert verð á áfengum miði. DB skýrði frá því i júlí að allt benti til rafmagnsskömmtunar næsta vetur. Væri það vegna kulda á hálendi og lítillar úrkomu. Reyndust það orð að sönnu. Þó ekki þyrfti að grípa til skömmtunar þá var fólk hvatt til að spara rafmagn og stóriðjurnar urðu að draga úr framleiðslu. íslenzka fíkniefnalögreglan sýndi snarræði og kom upp um hasshring í Sviþjóð. Voru átta íslendingar settir í varðhald vegna þessa máls. Ágúst Albert vill að Andófsmaðurinn Pétur Pétursson var aðalmaðurinn á 1. mal hátiðahöldunum. vegna bilunar en fram að þeim tíma hafði keppnin á milli Ingu og Signýjar verið hnífjöfn og spennandi. Bátur þeirra Láru Magnúsdóttur og Bjarna Björgvinssonar, Lára, komst ekki nema til Vestmannaeyja vegna ýmiss konar bilana og vanstillinga. Vegna farmannaverkfalls urðu bátar í Sjórallinu færri en ætlað var. Jón Skaftason settist í sæti yfir- borgarfógeta Jón Skaftason fyrrverandi alþingis- maður var skipaður yfirborgarfógeti i Reykjavík. Annar umsækjandi, Unn- steinn Beck borgarfógeti, sagði af sér i mótmælaskyni. Bifreiðaeigendur ætluðu að mót- mæla bensinhækkun með þvi að yfir- keyra símaborð Stjórnarráðsins. Minna varð úr framkvæmdum en ætlað var. Umfangsmiklir sprúttsalar fundust í Eyjum. Höfðu þeir víst stundað iðju sína mánuðum saman og haft af góðar Bessastöðum... og Óli Jóh. líka Albert Guðmundsson alþingismaður tilkynnti að allar likur væru á að hann mundi bjóða sig fram til forsetakjörs á næsta ári. Kristján Eldjárn forseti varðist allra frétta um hvort hann mundi gefa kost á sér áfram. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði að hann gæti vel hugsað sér að verða for- seti og starfið væri freistandi. Rætt var mjög um efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen og fiskveiðar þar. Viðræður fóru fram við Norðmenn. Athygli vakti að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag voru sammála um stefnuna í Jan Mayen málinu en utanríkisráðherra Þessi frábæra mynd, sem Kagnar Th. tók á rally cross brautinni á Kjalarnesi, birtist i veggblaði DB. Vottinn er lagstur a vangann en ótrúlegt en satt, hann vann samt að lokum. Veggblad DB eittblaöa Strax á fyrsta degi safnaðist múgur og margmenni saman við pylsuvagninn i Austurstræti þar sem veggblað DB var til sýnis. Auk þess var leiðari blaðsins lesinn upp á klukkustundar fresti úr hátalara i Austurstræti. Hinn 12. september er sagt frá þvi að Flugleiðir tapi nú daglega nærri 13 milljónunt króna á rekstri sínum. Hver flugmiði væri nú seldur með béinu tapi og samkeppnin virtist ekkert fara hjaðnandi á Atlants- hafsflugleiðinni. Ferðaskrifstofan Sunna var svipt rekstrarleyfi og talið var hæpið að Iryggingafé hennar nægði ril greiðslu skuldbindinga. Siðasta daginn, sem veggblaðið kom út, hinn 13. september, var aðal- fyrirsögn á forsiðu sú að sjö íslcndingar hefðu verið fæmdir i 10 til 30 ntánaða fangelsi fyrir inn- flutning og dreifingu fíkniefna í Svi- þjóð. í veggblaðinu voru auk innlendra frétta íþróttafréttir, erlendar fréttir og smáauglýsingar á einni siðu. Allt þetta gerðist á nteðan engin dagblöð komu út — nenta veggblað DB — og þeir skiptu tugum þúsunda lesendur DB, sem notfærðu sér þessa nýstárlegu frélta- og auglýsinga- þjónustu. -ÓG. Þá daga í september sem dagblöð kontu ekki úl vegna verkbanns á grafiska iðnaðarmenn lét DB ekki deigan siga og gaf út veggblað. í fyrstunni var það aðeins á pylsuvagninunt í Austurstræti í Reykjavík en nýbreytni þessi mæltist ntjög vel fyrir og að lokum var eintak af veggblaðinu senl til fjórtán staða víðs vegar um landið. Meðal frélla i veggblaði DB, I. tölublaði, voru frásagnir unt tryggingar Eimskips og Skeljungs er- lendis, sent líklega stönguðust á við islenzk lög. Yfirlæknirinn á Sogni hafði kært tvo starfsmenn þar en þau mál leystust farsællega síðar. • í öðru tölublaði veggblaðs þess var enn rætt umjryggingar Eimskips og Skeljungs og þar var haft eftir Magnúsi H. Magnússyni trygginga- ráðherra að þetta væru hrein lögbrot og söluskattssvik. Rætt er um milljónatjón vegna skemmdarverka á Húsavík sem unnin voru á fjórum bátum i höfninni. Daginn eftir var upplýst að tveir drengir átta og tiu ára, hefðu verið þarna að verki. Feisal prins frá Saudi Arabíu, sem hér dvaldist um hríð, var hinn 6. september í bæjarferð ásamt fylgdar- mönnum sinum og lngólfi ferðaskrif- stofukóngi í Útsýn. Keypti hann meðal annars gallabuxur, þrenn pör. Ingólfur tók' að sér að sjá um að út- vega saumaskap á uppbrotin. Daginn eftir var prinsinn i Hollywood og skemmti sér konung- lega að sögn viðstaddra. Annars þekktu hann fæstir og fékk hans há- tign af Arabíu alveg að vera í friði. Sama dag, þann 7. september, voru sagðar litlar líkur á að saman drægi nteð grafískum sveinum og prent- smiðjueigendum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.