Dagblaðið - 28.12.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
15
INNLENDUR flNNfÍLL '79
Sigurjón Pétursson „yfirborgarstjóri” missti þann stóra i Elliðaánum.
Kristfn Bcrnharðsdóttir, tvitug Vestmannaeyjamær, var kjörin fegurðardrottning tslands 1979.
lagði annað til. Vildi Benedikt Gröndal
að íslendingar viðurkenndu 200 milna
efnahagslögsögu Norðmanna við
eyjuna en sú stefna varð undir.
Gekk hvorki né rak
í Jan Mayen deilu
En hvorki gekk né rak í deilunni um
Jan Mayen og ákveðið var að fresta
viðræðum fram í október.
Skákmaðurinn Viktor Kortsnoj kom
í skyndiheimsókn til að ræða sín mál
við Friðrik Ólafsson forseta Alþjóða-
skáksambandsins Fide.
Grunur féll á nokkra aðila í Þykkva-
bæ að þeir hefðu svikið út milljónir
með þvi að fá niðurgreiðslur á kartöfl-
ur greiddar tvisvar. Viðskiptaráðherra
sendi málið til Ríkisendurskoðunar og
síðan hefur ekkert um málið heyrzt
þrátt fyrir fyrirspurnir.
í Ijós kom að svokallaðir „tösku-
heildsalar” ráða yfir stórum hluta af
innflutningsleyfum fyrir kexi og sæl-
gæti. Munu þeir síðan selja hæstbjóð-
endum leyfiri. Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra Alþýðubandalagsins
vildi ekki birta lista yftr þá sem inn-
flutningsleyfin fengu. Yftr gjaldeyris-
leyfum vegna þeirra er sögð hvíla
bankaleynd.
Magnús H. Magnússon heilbrigðis-
ráðherra lét ekki starfsfélaga sinn í
viðskiptamálunum snúa á sig með
þessu og skipaði tvo lækna i eitt starf.
Sáu læknasamtök ástæðu til að mót-
mæla.
Jón L. Árnason
alþjóðlegur
meistari
Jón L. Árnason náði þeint árangri á
skákmóti i Póllandi að nægði til
alþjóðlegs meistaratitils.
Salmonellusýking kont upp í
kjúklingabúi í Eyjafirði. Kom í Ijós að
sýkillinn hafði að öllurn líkindunt
borizt með starfsmanni að utan. Loka
varð búinu i nokkrar vikur vegna þessa
máls.
DC-10 þota Loftleiða stöðvaðist
vegna bilunar á hreyfilfestingu, að
öllum líkindum. Tafðist þotan frá flugi
i tólf daga af þessum sökum.
September
Tilkynnt var að um miðjan septem-
ber að ekkert yrði frekar gert til að tak-
marka þorskveiðar hér við land þó svo
fyrirsjáanlegt væri að aflinn yrði ,mun
meiri en ráð hafði verið gert fyrir i upp-
hafi. Hófst því mikil „þorskveizla” og
að lokum urðu það 340 þúsund tonn
sem komu á land af honum á árinu.
Flótti Sigurðar Sigurðssonar úr
Venstre fangelsinu i Kaupmannahöfn
vakti mikla athygli. Sigurður hafði
ekki vcrið fangelsaður er árinu lauk en
hans hafði orðið vart í Kaupmanna-
höfn skömmu fyrir jól.
Starfsmaður hjá K. Jónsson hf. á
Akureyri viðurkenndi að hafa tekið
röng útflutningssýni og með því gefið
rangt upp um innihald þeirra gaffal-
bitadósa, sem fluttar voru út til Sovét-
ríkjanna.
Illa gekk að koma saman olíunefnd
til að fara til Moskvu og semja þar við
Sovétmenn um framtiðarolíukaup.
Formaður útvegsmanna vildi ekki fara
og viðskiptaráðherra vildi ekki fara
Önnur aðalvélin i Hafnarfjarðar-
togaranum Júní gjöreyðilagðist er verið
var að prufukeyra hana í Slippstöðinni
á Akureyri. Var þarna um hundrað
milljóna tjón að ræða. i engu var þó
talið að þarna væri við starfsmenn
Slippstöðvarinnar að sakast.
Að venju varð Húsnæðismálastjórn
blönk um þetta leyti árs, og rikisstjórn-
in okkar hljóp undir bagga svo hús-
byggjendur sem rétt höfðu á fengu
lánin sin.
Lífið hjá vietnömsku flóttamönnun-
um, sem komu hingað til búsetu, var
farið að færast í fastar skorður við lok
september. Þeim gekk vel að læra
íslenzkuna og sumir þeirra jafnvel
farnir að vinna.
Karvel Pálmason var grunaður um
að stefna til Alþýðuflokks. Þau mál
skýrðust öll er liða tók á haustið.
DB upplýsti að verð á innfluttum
dönskum kartöflum væri 100 krónum
of hátt fyrir kílógrammið. Einnig að
álagningarreglur þær sem Græn-
metisverzlun landbúnaðarins notar á
kartöflur eru seljanda mun hagstæðari
en sambærilegar reglur verðlagsstjóra
fyrir aðra innflytjendur.
Október
Þá var komið að skólastjóramálinu í
Grindavik. Reyndist það eitt mesta
hitamál haustsins. Skólastjórinn þar
sem verið hafði i leyfi síðastliðin þrjú
ár sagði loks starfi sínu lausu. Settur
skólastjóri, Bogi Hallgrímsson sótti um
starfið og auk hans Hjálmar Árnason
kennari. Var Hjálmar skipaður af
menntamálaráðherra. Brugðust margir
Grindvíkingar reiðir við.
Skólastjóramál
í Grindavík
Fóru nú málin að flækjast mjög.
Sumir ásökuðu Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra fyrir embættis-
glöp en aðrir ásökuðu Boga fyrir að
hafa hrakið fyrrum skólastjóra úr
starfi og hindrað hann i að komast
aftur i sitt starf. Bréf komu i leitirnar
og annað dularfullt gerðist.
Þessu lauk svo að lokum þannig að
Hjálmar Árnason ákvað að hætta við
að taka að sér starf skólastjóra í
Grindavík. Varð að ráði að yfirkennar-
inn skyldi gegna störfum skólastjóra
um sinn.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfull-
trúi gekk í lið með Sjálfstæðisfulltrúum
i borgarstjórn Reykjavíkur og felldi
með því samkomulag um nýskipan
Landsvirkjunar.
Fór nú að hrikta í stoðum rikis-
stjórnar Óiafs Jóhannessonar svo um
munaði. Þingflokkur Alþýðuflokks
samþykkti að slíta skyldi stjórnarsam-
starfi við Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokk.
Að lokum varð það úr að Ólafur
Jóhannesson baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt en Alþýðuflokkur
myndaði minnihlutastjórn, sem hafði
það eitt verkefni að rjúfa þing og boða
til nýrra kosninga. Var Benedikt
Gröndal forsætisráðherra hennar en
stjórnin naut hlutleysis Sjálfstæðis-
flokks með ýmsum skilyrðum þó.
Maður var tekinn blekfullur á stór-
um vörubíl með 30 tonna hlass á palli á
Suðurlandsvegi. Stóð ökumaður fastar
á þvi en fótunum að klukkan væri sex
að morgni en ekki sex að kvöldi eins ög
rétt var.
Laun skólatann-
lækna í sviðsljósinu
Laun skólatannlækna voru I sviðs-
Ijósinu. Þótti einum af fulltrúum
Framsóknar i nefndum borgarinnar
greiðslur til þeirra háar og þá ekki sízt
er hann taldi sig bera þær saman við
vinnuframlag þeirra. Brugðust skóla-
tannlæknar illa við og töldu ómaklega
að sér vegið. Einnig var mjög rætt um
það eftirlit sem haft væri með störfum
þeirra.
Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, kampakátur er Ijóst var að Framsóknarflokkurinn hafði endur-
heimt stöðu sina sem næststærsti flokkur landsins.
Laun ráðherra voru komin upp i
1.300 þúsund krónur á mánuði. Misstu
þeir þingmenn sem nú hættu að vera
ráðherrar heilar 720 þúsundir á mánuði
en héldu afganginum fyrir alþingis-
mannsstarfið.
Enn gekk allt á afturfótunum hjá
Olíumöl og í október var talið að
heildarskuldir fyrirtækisins nálguðust
tvo milljarða. Var ekki furða þó fram-
kvæmdastjórinn segði upp störfum og
spyrði hvort halda ætti lifi í fyrirtæk-
inu.
Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga
sökuðu Jón G. Sólnes um að hafa látið
greiða sér sömu simareikningana
tvisvar. Jón taldi sig aftur á móti hafa
fullar heimildir og rök fyrir sínum
reikningum.
Kosningahugur fór nú mjög að fær-
ast i menn og einnig fer nú að nálgast sá
tími ársins sem öllum er i fersku minni.
Þó er rétt að geta þess að reikningar
Dagblaðsins hf. sýndu að hagnaður
hafði verið ein milljón króna á liðnu
ári. DB var eina dagblaðið sem birti
reikninga sína opinberlega en það var í
blaðinu hinn 18. október.
Hrina prófkjara, forvala og annarra
aðferða til að velja frambjóðendur á
lista flokkanna gekk yfir i lok október
og í byrjun nóvember. Fór þar allt eðli-
lega fram nema að sjálfstæðismenn í
tveim kjördæmum klofnuðu og buðu
fram tvo lista og var þó annar ávallt
nefndur utanflokka. Var þetta listi
Jóns G. Sólness og félaga i Norður-
landi eystra og listi Eggerts Haukdal og
félagaá Suðurlandi.
Nóvember
Hellugoðinn
studdi Haukdal
Mesta athygli vakti að Ingólfur
Hellugoði, fyrrum ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, studdi lista Eggerts
Haukdal, sem þó var kallaður utan-
flokka.
Milljón vantaði i bæjarsjóðinn á
Siglufirði. Ekki fundu menn á þessu
neina skýringu en talað var um að
þarna væri líkast til um gamlan mis-
mun að ræða en ekki neina „sjóð-
þurrð”.
Olíumál voru mjög á dagskrá en féllu
nokkuð I skugga kosningabaráttunnar.
Kristín Bernharðsdóttir, tvítug Vest-
mannaeyjamær, var kjörin ungfrú
ísland. Rafmagnsveitur ríkisins voru
staurblankar. Þóttu það tæpast fréttir
heldur fastir liðir.
Desember
Svo voru það sjálfar alþingiskosn-
ingarnar. Þær stóðu i tvo daga bæði
sunnudag og mánudag.
Framsókn sigraði
Framsóknarflokkurinn sigraði og
fékk 17 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur
21, Alþýðubandalag 11, Alþýðuflokk-
ur 10 og Eggert Haukdal komst á þing.
Siðan hafa staðið yfir stjórnarmynd-
unarviðræður undir forustu Steingríms
Hermannssonar formanns Fram-
sóknarflokksins þar til kom að jólum,
þá gafst hann upp við að mynda
vinstristjórn að sinni og þriðja i jólum
var Geir Hallgrimssyni falið að reyna
myndun meirihlutastjórnar.
Sérstakan kafla f slysaannál ársins
skipa svo flugslysin Ivö sem urðu 18.
desember. Litilli vél með fjóra útlend-
inga innanborðs hlekktist á i útsýnis-
flugi m.a. til Gullfoss. Frönskum
manni, er vélinni flaug, fataðist sjón-
flug í snjóéli er hann lenti i yfir Mos-
fellsheiði. Flugvélin staðnæmdist á
hvolfi, allir voru lifandi en misjafnlega
mikið særðir. Neyðarsendir hóf sjálf-
krafa að senda neyðarmerki og flakið
fannst mjög fljótt. Hjálparstarfið hólst
og sem oft áður brást bandaríska
hjálparsveitin á Keflavikurflugvelli
snarlega við hjálparkalli og kom á stað-
inn i þyrlu. í öðru flugi hennar frá slys-
stað til Reykjavíkur hrapaði þvrlan.
Meistaraleg flugstjórn að dónii sér-
fróðra bjargaði 10 manns í þyrlunni frá
bráðum bana og snör handtök og
skjótræði ungs hjálparsveitarmanns,
Skúla Karlssonar, bjargaði að öllum
likindum slösuðu fólkinu frá bráðum
bana í eldi sem byrjaður var að loga í
flakinu.
Við niikla erfiðleika voru hinir 10
slösuðu flutlir í sjúkrahús i Reykjavik.
Hinn ellefti var þangað áður kontinn.
Þarna lifðu þrir útlendingar, Nýsjá-
lendingur og tvær finnskar stúlkur sem
hér starfa á Reykjalundi, þá einstæðu
reynslu að lenda i tveimur flugslysum
sama daginn.