Dagblaðið - 28.12.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBHR 1979.
13
INNLENDCIR ftNNfiLL '79
fundi Skáksambandsins þar sem Einar
hlaul kosningu. Friðrik Ólafsson, for-
seli FIDE, gekk úl af fundinum. Hin
gamalreynda skákkempa Ingvar Ás-
mundsson hlaut íslandsmeislaralililinn
í skák i fyrsta sinn.
„Stríðsástand" og
„borgarastyrjöld"
Grásleppubátar urðu fyrir umtals-
verðu tjóni af völdum hafiss og þorsk-
veiðibann gilti frá 10.—17. apríl. Ef
marka má fyrirsagnir í blöðum frá
þessum tíma þá var íslenzka þjóðin
mjög hætt komin. Talað var um að
lægi við „borgarastyrjöld” vegna
þorskveiðibannsins og á Seyðisfirði
ríkti „stríðsástand” og kalla varð út 7
manna lögreglulið frá Egilsstöðum
vegna deilna unglinga á staðnum við
framkvæmdastjóra samkomuhússins.
Fjögur systkini gengu í hjónaband á
einu bretti í Bústaðakirkju hjá dóm-
prófastinum, sr. Ólafi Skúlasyni. Um
líkt leyti fór ungur piltur í Arnarnesi á
sitt fyrsta fyllirí og kættist svo mjög að
hann fann sig knúinn til að mála hús
nágranna sinna sem kunnu honum
litlar þakkir fyrir. Áfengið var víðar á
ferðinni en í Arnarnesi og fundust 180
flöskur af vodka um borð í Múlafossi,
vandlega faldar i leynihólfi.
íslenzkur
andófsmaður
íslendingar eignuðust sinn andófs-
mann á árinu, Pétur Pétursson útvarps-
þul. Hann gekk ötullega fram i þvi
ásamt félögum sinum í Andóft 79 að
mótmæla samkomulagi BSRB við
ríkisvaldið. í lok aprilmánaðar var
boðað að Pétur mundi tala hjá tveimur
„misrauðum” á hátíðisdegi verkalýðs-
ins, 1. mai.
Maí
„Það er ekki hægt að standa í verka-
lýðsbaráttu í svona kulda,” voru við-
brögð ýmissa við veðrinu 1. maí. Viða
varð að flytja hátíðahöldin i hús þenn-
an dag vegna veðurs. Þeir Helgi Péturs-
son og Bjarnleifur Bjarnleifsson, sem
sendir voru út af örkinni af DB, virtust
á þeirri skoðun, að ekki væri heldur
hægt að stunda blaðamennsku i sliku
veðri og flúðu inn á Hótel Borg í kaffi
og koníak. Það var mál manna, að
Pétur þulur hafi verið maður dagsins
og talaði hann á færri fundum en hann
vildi.
Sex Eskfirðingar drukknuðu með
bátnum Hrönn SH 149 í Reyðarfirði.
Vaxandi harka hljóp í farmannadeil-
una og glímuskjálfti var mikill á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins. Geir sigraði
Albert örugglega i formannskjörinu en
Davið Oddssyni tókst ekki að leggja
tvo Goliata að velli í keppninni um
varaformannsembættið. Þar var Gunn-
ar Thor endurkjörinn eftir harða
keppni við Matthias Bjarnason.
„Umframfram-
íeiðsla" á börnum
Mikil fæðingarbomba var á spítölum
landsins og á fyrstu fjórum mánuðum
ársins var „umframframleiðsla” á
börnum litlu minni en á landbúnaðar-
vörum.
Ríkisstarfsmenn felldu samkomulag
stjórnar BSRB og fjármálaráðherra.
Andófsmenn voru þó ekki alls kostar
ánægðir og Pétur þulur kærði fyrir út-
varpsráði meðferð fréttastofu á kosn-
ingaúrslitunum. Andófið var ekki bara
bundið við BSRB-menn þvi ritstjóri
Stúdentablaðsins vildi ganga.skreH
lengra og hvatti til andófs gegn hjóna-
bandinu og laldi giftingarhringinn
„innsiglisvottorð niðurlægingarinn-
ar”.
Helmingur af 20 ára skógræklar-
starfi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
eyðilagðist er þrjár 9 ára telpur ætluðu
að kveikja „litið bál” en úr varð eldhaf
sem nær 200 manns þurfti til að yfir-
vinna.
Hundruð niúsa i kornpokum ollu
milljónatjóni i Bakkaskemmu. Höfðu
mýsnar borizt með kornpokum frá
Antwerpen.
Bruggað í kuldanum
Það átti ekki af landsmönnum að
ganga í þessum mánuði. Enn eitt verk-
fallið hófst á miðnætti 14. maí. Að
þessu sinni voru það mjólkurfræðingar
sem vildu bæta kjör sin. Ekki bætti úr
skák að veður var eins og um hávetur
alls staðar nema á blá suðvesturhorni
landsins, vegir lokuðust og ekki sá milli
húsa vegna storhríðar. Það þurfti þvi
engum að koma á óvart að bruggað
væri í þriðja hverju húsi landsins eins
og könnun meðal 808 skólanema gaf
ótvírætt til kynna.
Milljónatjón varð af eldi í Hafnar-
firði er fiskþurrkunarhús Langeyrar í
Hafnarfirði eyðilagðist. Áhrifa verk-
fallanna tók að gæta með ávaxtaskorii
og kjöthamstri og hálfur gangur var á
mjólkurdreifingu.
Nokkrar umræður urðu um bílafrið-
indi ráðherra og Félag íslenzkra bif-
reiðaeigenda stóð fyrir mótmælapipi
unt allt land til að mótmæla aukaskött-
um á bíleigendum.
Enn varð milljónatjón af völdum
elds er Hraðfrystistöð Stokkseyrar
brann. Rúmlega hundrað manns misstu
atvinnuna. Um ikveikju reyndist vera
að ræða og kom síðar á daginn að sá er
ikveikjunni olli hafði gengið mjög ötul-
lega fram i slökkvistarfinu.
Júní
Draupnir KE fórst undan Malarrifi,
mannbjörg varð. Þá sömdu mjólkur-
fræðingar aðfaranótt 7. júni, og Spari-
sjóður Norðfjarðar var talsvert í frétt-
um er í Ijós kom ósamræmi í tölum og
innistæðum sjóðsins. Er raunar ekki
enn séð fyrir endann á þvi máli.
Geirfinnsmál og
graðhestar Björns á
Löngumýri
Geirfinnsmálið skaut enn einu sinni
upp kollinum er skaðabótakröfur fyrir
gæzluvarðhald að ósekju komu fyrir
borgardóm og rannsókn hófst á meintu
Bylting var gerð i Náttúrulækningafélagi Reykjavikur og framkvxmd kosningar i
stjórn félagsins fór f handaskolum.
Diskódansinn aunaði datt á'árinu sem er að iina.
harðræði gagnvart gæzluvarðhalds-
föngum í Síðumúlafangelsinu.
Graðhestar Björns á Löngumýri ollu
nokkrum deilum. Kærði Björn fram-
koniu sýslumanns i þvi máli til dóms-
málaráðuneylis. Urn líkt leyti skar
rikissaksóknari upp herör gegn klám-
inu.
Skoðanakönnun Dagblaðsins sýndi
að 70% þjóðarinnar vildu stöðva far-
mannaverkfallið með lögum. Önnur
skoðanakönnun Dagblaðsins um fylgi
stjórnmálaflokkanna sýndi að Sjálf-
slæðisflokkurinn mundi hljóta hreinan
meirihluta og að Framsóknarflokkur-
inn rifi til sin fylgi frá samsarfsflokkum
sinunt.
Sigurjón Pétursson var sent „yfir-
borgarsljóri” ntættur við Elliðaárnar
cn missti þann slóra að þessu sinni.
Grænfriðungar
stöðvaðir
Að kvöldi 19. júni sigldu fyrstu
skipin út úr Revkjavikurhöfn eftir að
farntannadeilan hafði verið leysl nteð
hráðabirgðalögum. Grænfriðungar
voru stöðvaðir í aðgerðunt sinunt á
hvalantiðunum nteð lögbannsúrskurði.
Undu þeir þvi illa og reyndu að sigla út
úr Reykjavíkurhöfn en voru fljóllcga