Dagblaðið - 28.12.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
31
ERLENDCJR RNNRLL '79
gefast upp fyrir innrásarmönnum.
Gaddaffi þjóðarleiðtogi í Líbýu sendi
Amin herlið til hjálpar en það vann sér
fátt til frægðar i þeim leiðangri og flúði
að lokum flugleiðis til síns heima.
Nokkur hundruð voru þó handtekin af
Tansaniumönnum en að lokum send
heim til Líbýu.
Mikið vandræðaástand er nú í Ug-
anda og landið gjaldþrota en þar er eins
og oftar að óbreytt alþýða má súpa
seyðið af óstjórn og spillingu
óhæfra valdhafa, sem flýja frá öllu í
rjúkandi rúst. Idi Amin er nú staddur i
Líbýu og er þar gætt dag og nótt af
varðmönnum af ótta við að landsmenn
hans ráði honum bana í hefndarskyni.
Miðflokkasamband Adolfo Suarez
sigraði í þingkosningum á Spáni i marz.
Ekki náðu sigurvegararnir þó hreinun
meirihluta, upp á það skorti sex þing-
sæti.
Kona ein i San Francisco, sem
gekkst undir aðgerð til að fá sér breytt
í karlmenn fékk sér dæmdar bætur
fyrir mistök við meðferðina. Stóð hún
eftir í því ástandi að vera hvorki
kvenkyns né karlkyns. Gengur hún nú
undir meðferð hjá sálfræðingum og
hefur ákveðið að hverfa aftur til fyrra
kynferðis.
Kínverjar og Vietnamar fóru að
stríða snemma á árinu. Var það
eðlilega á þann veginn að hinir fyrr-
nefndu fóru inn i Vietnam.
Styrjöldinni lauk í marz og tilkynnti'
Hua formaður að kínverskt herlið yrði
kallað heim. Forustumenn þessara
þjóða eru þó litlir vinir eftir sem áður.
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
ákvað í marz að fara I ferð til Israel og
Egyptalands til að koma meira lífi í
samningamál landanna. Þótti hann
taka mikla áhættu með þessu en eftir á
þótti Carter hafa vaxið af málinu en
þessara viðræðna verður getið síðar í
annálnum.
Willy Brandt og
kona hans skilin
Willy Brandt, formaður Jafnaðar-
mannaflokks Vestur-Þýzkalands og
fyrrum kanslari, og kona hans Rut á-
kváðu að skilja á árinu. Rut er norsk
eins og fyrri kona Brandts. Kanslarinn
fyrrverandi, sem einkum gat sér frægð í
því starfi fyrir bætta sambúð Vestur-
Þýzkalands við Sovétrikin og fylgiríki
þeirra bjó í Noregi fyrir síðari
styrjöldina, sem landflótta and-
stæðingur nasista. Hann varð siðar
borgarstjóri í Vestur-Berlín, þegar sú
borg var sem mest í sviðsljósinu.
Hinn 14. marz stóð í DB að sigur-
glaður en þreytulegur Bandaríkjafor-
seti hefði komið aftur úr för sinni til
ísraels og Egyptalands. Var það mál
manna að þar hefði Carter höggvið á
erfiðan hnút með djörfum leik. Þokaði
hann friðarumleitunum á milli þessara
tveggja Miðausturlandaþjóða verulega
fram á við að sögn sérfræðinga.
Aftökur jukust óðfluga í Íran.
Voru þær harðlega gagnrýndar af and-
stæðingum Khomeinis og var nú Ijóst
að Bazargan forsætisráðherra réð litlu
þar um gang mála. Aftökusveitir
harðsvíraðra múhameðstrúarmanna
óðu uppi og virtust engum hlýða nema
þá helzt Khomeini trúarleiðtoga, sem
virtist láta sér athæfi þeirra vel líka.
Friðarsamning-
arnir dýrir fyrir
Bandaríkin
Bandaríkjamenn þurfa að punga út
með stórfúlgur fyrir að koma á friðar-
samningunum á milli ísraelsmanna og
Egypta. Þeir lofuðu Israelsmönnuir
fullri tryggingu fyrir olíuskorti næstc
árin og auk þess lofuðu þeir Egyptutr
verulegri hernaðaraðstoð. Að sögn sér-
fræðinga er hér um milljarða dollart
að ræða sem ríkissjóður Banda
ríkjanna verður að láta af hendi. Ekk
var þó neinn verulegur ágreiningur urr
það meðal valdamanna í Banda
ríkjunum að ganga bæri að þessun
kostum og var það áfram dómu
manna þar að Carter forseti landsin:
hefði gert mikla frægðarför ti
Miðausturlanda, þó svo að hrifninj
landa hans væri misjöfn yfir öðrun
verkum hans. Yasser Arafat leiðtog
Palestínuaraba var þó ekki ánægður og
taldi að þar væri Carter Bandaríkjafor-
seti að svíkja Palestínuaraba fyrir
nokkur atkvæði heima í Banda-
ríkjunum.
Þar vísaði Arafat til lítils gengis
Jimmy Carter í skoðanakönnunum um
fylgi kjósenda i Bandaríkjunum og
trausts þeirra á honum sem forseta,
sem var minna en nokkurs annars
forseta þar vestra eftir síðari heims-
styrjöld. Efuðust jafnvel hörðustu
demókratar um að Carter væri væn-
legur til sigurs í kjöri til forseta annað
kjörtímabilið. Vildu margir að Edward
Kennedy öldungadeildarþingmaður
yrði í framboði. Hann var lengi árs
mun framar í skoðanakönnunum sem
frambjóðandi, meðal kjósenda sem
spurðir voru. Hann fékkst þó lengi vel
ekki til að lýsa því yfir að hann hygðist
verða í kjöri en að lokum þótti honum
rétt að láta til skarar skrí'u á haust-
mánuðum.
Fallandi gengi
Edwards
Kennedy
Eftir það fór að hallaundan fætifyrir
Edward Kennedy. Hann þótti standa
sig illa í útskýringum á því hver væri
hinn raunverulegi málefnaágreiningur
á milli hans og Jimmy Carters núver-
andi forseta og fyrirsjáanlega helzta
keppinautar síns sem frambióðandi
Khomeini trúarleiðtogi i tran hefur ekki dvalið þar nema i tæpt ár en virðist samt ráða
þar öllus em hann vill ráða. Þeir eru þó til sem halda að leiðtoginn sé að missa tökin á
þróun mála. Benda þeir á að þegar hafi Kúrdar og ibúar Atzerbaian snúið við honum
baki.
Idi Amin var loks steypt al' stóli i Lganda eftir áralanga harðstjórn. Dvelst hann nú i skjóli vinar sins, Gaddaffis I.fbýuleið-
toga, og er vandlega gætt af lifvörðum.
Anthony Blunt ráðgjafi Bretadrottningar varð uppvis að þvi að hafa njósnað iyrir
Sovétmenn I áravis.
demókrataflokksins. Einnig á Kennedy
ávallt eftir að hreinsa sig af því áfalli
sem orðstír hans varð fyrir við slysið
við Chappaguiddick, árið 1969 er Mary
Jo Kopechne drukknaði er bifreið með
henni og öldungadeildarþingmannin-
um, sem hann ók, lenti í á eftir veizlu,
sem þau voru bæði i í Massachusetts
fylki.
Þykir framkoma hans í sjónvarpi er
hann hefur verið spurður um þetta mál
annaðhvort hafa verið eins og utan-
bókarlærð eða hreinlega vandræðaleg.
Þetta og góð frammistaða
Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í
málum gíslanna í bandaríska sendi-
ráðinu í Teheran hafa orðið Kennedy
tjl f.ylgistaps og alls ekki aukið sigurlík-
ur hans i þvi vali sem framundan er á
frambjóðanda l lemókralaflokksins til
forsetaembættis.^
Lárum þéttá 'rfægja í það minnsta í
bili um þá Kennedy og Carter. Landi
þeirra vakti á sér athygli í marz. Heitir
hann Johan Gacy. Þeim manni verður
ekki valinn annar titill en fjöldamorð-
ingi. Þessi 36 ára gamli verktaki er
talinn hafa myrt 29 unga pilta eftir að
hafa misnotað þá kynferðislega. Hann
hafði auk þess grafið lík þeirra flestra í
grunni íbúðarhúss síns i Chicago.
Hinn 22. marz flutti DB þær fréttir,
hafðar eftir erlendum náttúru-
lækningamönnum, að kynlíf og kossar
væru megrandi. Þóttu reyndum aðilum
í faginu þetta litlar fréttir.
Albanir héldu
uppá 100 ára
afmæli Stalíns
Ljóst var undir lok marzmánaðar að
minnihlutastjórn Verkamanna-
flokksins með Callaghan í forsæti stóð
höllum fæti. Albanir létu slíkt lítt á sig
fá og tilkynntu að þeir mundu halda vel
upp á afmæli Jóseps heitins Stalins,
fyrrum guðfræðinema og þjóðarleið-
toga Sovétríkjanna. Hann hefði orðið
100 ára ef lifað hefði. Kom hann í
heiminn hinn 21. nóvember árið I879.
Tveim dögum fyrir afmælið tilkynnti
Tass fréttastofan sovézka að pilturinn
sá hefði hvorki verið engill né djöfull.
James Callaghan féll með ríkisstjórn
sinni hinn 28. marz. Við það hækkuðu
verðbréf á markaði í London. Margir
þóttust sjá fram á bjartari tíð með
hugsanlegri rikisstjórn íhaldsflokksins
undir stjórn Margaret Thatcher for-
manns flokksins. Kosningar voru
ákveðnar í Bretlandi hinn I0. maí.
Noor drottning í Jórdaniu missti
fóstur. Hún var nýgift Hussein
Jórdaniukóngi., Áður var drottningin
hönnuður og bandarískur þegn.
Hinn 30. marz flutti DB þær fregnir
að Idi Amin væri flúinn frá Uganda.
Einnig aðgeisjá.fykiðlæki enn úr kjarn-
orkurafstöðinni við Harrisburg í Penn-
sylvaníufylki i Bandaríkjunum. Þar
.kom í Ijós verulegt gat á öryggiskerfi
kjarnorkurafstöðva. Þuffli að flytja
fjölda ntanns frá nálægum byggðum
bólum. Einkunt var vanfærum konum
og .börnum talin hætta búin. Ekki er
þó kunnugt um að neinn hafi borið
varanlegan skaða af. En á því var talin
hætta á á tímabili.
í ljós kom við athugun í Bandaríkj-
unum að lestur er meira áhugamál
nteðal miðstéttarfólks þar i landi en
kynlíf.
Ali Bhutto
hengdur við
sólarupprás
Zulfikar Ali Bhutto var hengdur við
sólarupprás i Pakistan. Aftaka þessa
fyrrverandi forsætisráðherra landsins
vakti mikla reiði um allan heim. Stjórn
Zia hershöfðingja í Pakistan hafði látið
dæma hann til dauða fyrir morð á
stjórnmálaandstæðingum.
Aftökur héldu áfram i íran.
Fjórir blaðamenn voru drepnir i
apríl í'Uganda, tveir vestur-þýzkir og
tveir sænskir. Þar voru að verki liðs-
nienn Idi Amins. The Deer Hunter
kvikmynd um Vietnam striðið fékk
Óskarsverðlaunin sem bezta myndin i
fyrra. Leikkonan Jane Fonda var valin
bezta leikkonan fyrir hlutverk sitt i
Coming Home. John Voight var kjör-
inn beztur i hlutverki karlleikara fyrir
þátt sinn í sömu mynd.
Þriðji hver Sovétmaður, sem starfar í
verksmiðjuiðnaði er fullur á mánu-
dagsmorgnum, segir i skýrslu þarlendra
aðila, sem birtist í sænska blaðinu
Expressen í apríl. Þykir þetta vera til
verulegs baga í atvinnulífi þar í landi.
Kosningasigur
Muzorewa biskups
Muzorewa biskup, einn leiðtoga
svartra i Ródesíu, vann mikinn sigur í
almennum kosningum þar í landi. Var
þetta eftir að hann og Sithole, annar
leiðtogi svartra, höfðu náð samkomu-