Dagblaðið - 28.12.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 28.12.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. 130 þúsund krónur fyrir ellefu rétta I 18. leikviku gelrauna komu fram 19 raflir mert 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 130.000.- en meft 10 rétta voru 197 raflir og vinn- ingur fyrir hverja röð kr. 5.300.- Vegna hátiöanna gefst ekki svigrúm fyrir getraunaseðil með leikjum síflasta laugardag ársins, en næsti seðill verður með leikjum sem fram fara laugardaginn 5. janúar, en þá hefja ,,slóru” félögin þátttöku í ensku bikarkeppninni. KFK sigraði í Kef lavík Keflavíkurmótið i handknattleik var haldið sl. sunnudag. Keppcndur voru frá Knattspyrnufélagi Keflavíkur (KFK) og Ungmennafélagi Keflavíkur (UMFK). Keppt var í öllum flokkum karla og kvenna. KFK sigraði samanlagt — hlaut níu stig en UMFK fimm. Úrslil i einstökum leikjum urðu þessi. Konur. Meistaraflokkur KFK—UMFK 10—5. 2. flokkur KFK—UMFK 17—3 3. flokkur. KFK— UMFK 5—2. 4. flokkur 4—4. Karlar. Meistaraflokkur. KFK—UMFK 13—15 2. flokkur KFK—UMFK 12—5. 3. flokkur KFK— UMFK 5—8 4. flokkur 4—4. emm. í Póllandi Fnski hlauparinn Sebastian Coe var cfstur í skoðanakönnun meðal erlendra fréttamanna um iþrótlamann ársins hjá pólsku fréltastofunni PAP. I.istinn var birlur 2. í jólum og hlaut Coe, sem selti heimsmet í 800 m, 1500 m og míluhlaupum sl. suniar, langflest atkvæði. Tiu efslu urðu. 1. Sehastian Coe, Knglandi, frjálsar, 229 2. Marita Koch, A-Þýzkal. frjálsar, 176 3. Björn Borg, Sviþjóð, tennis, 159 4. Pielro Mennea, Ítalíu, frjálsar, 143 5. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, skiði, 70 6. Bcrnard Hinault, Frakkl. hjólr. 66 7. Anna-María Moser, Ausl. skíði, 50 8. Nadia Comaneci, Rúmeníu, fimleikar, 48 9. Kevin Keegan, F.nglandi, knatlspyrna, 38 10. Grazyna Raoszlyn, Póll. frjálsar, 28 Sebastian Coe efstur hjá PAP Lyftingakappinn Gústaf Agnarsson, KR, hefur verið nær ósigrandi hér á landi I langstökki án atrennu nokkur undanfarin ár. Ákaflega snöggur þó stór og þungur sé — Islandsmethafi í greininni. Á jólamóti ÍR í atrcnnulausum stökkum á 2. í jólum sigraði Gústaf og stökk 3.17. m. Á myndinni að ofan er hann i sigurstökkinu. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, sigraði i hástökki og þrístökki án atrennu — ákaflega fjölhæfur iþróttamaður. Valbjörn Þorláksson og Katrín Atladóttir fylgjast með. DB-myndir Bjarnleifur. Í7 mánuði fyrir ólympíukeppnina — Kom hingað beint frá keppni í Belgíu og Frakklandi — og heldur síðan til Mexíkó íslenzku leikmennirnir, sem leika knattspyrnu og handknattleik erlendis, komu flestir heim fyrir jólin til að eyða frldögum sinum um jólin og nýárið með ættingjum á Fróni. Á gamlársdag kl. 14.00 verður leikur I Laugardalshöll I handknattleiknum milli úrvalsliðs HSÍ og leikmanna, sem leika erlendis. Þegar Ijósmyndari DB var á dögunum vestur I Sörlaskjóli rakst hann á þau Kristbjörgu og Axel Axelsson, sem voru að leik ásamt dóttur sinni á leikvellinum þar — og skemmtu sér vel I snjónum. Snjókorn hefur ekki sézt í V-Þýzkalandi I vetur. Þau hjónin hafa dvalið mörg undanfarin ár I Þýzkalandi og leikið þar við góðan orðstír. Bæði orðið Þýzkalandsmeistarar — Kristbjörg með Eintracht Mindcn en Axel með GW Dankersen. DB-mynd Bjarnleifur. Ólympíuliö USA í Lake Placid: 14 í alpagreinar 151 norrænar Bandaríkin munu alls senda 14 konur og karla til keppni í alpagreinum Ólympíuleikanna i Lake Placid i New York fylki í fcbrúar næstkomandi. í haust voru valdir 19 einstaklingar til sérstakra æfinga en fleiri koma lil greina. Þetta lið tekur þátt í hcims- meistarakeppninni í janúar og fyrst í fehrúar. — Hafa öll minna en 30 FIS- punkla í einni grein. Að minnsta kosti helmingur liðsins verður valinn samkvæmt nýjustu FIS- punktum. Þjálfarar geta þó gert undantekningar, t.d. ef góður skíða- maður, sem hefur slasazt, mætir aftur til keppni eða ef nýir, efnilegir skíða- menn ná óvæntum árangri. Fjórir í æfingaliðinu eru innan við tvítugt — þeir elztu eru 26 ára. Yngst er Tamara McKinna, sautján ára. í fjöl- skyldu hennar er mikið um skiðafólk og bróðir hennar á hraðamet á skiðum. Hún varð bandariskur unglinga- meistari i fyrra. Varð í 25. sæti i samanlögðu í bikarkeppninni. Mestar vonir binda Bandaríkjamenn hins vegar við Cindy Nelson, 23 ára. Hún er 170 cm á hæð og 61 kg að þyngd. Hún varð í fjórða sæli i heimsbikarkeppn- inni á síðasta keppnistímabili. Sigraði í einni brunkeppni en Anna-María Pröll í öðrum. Á siðustu ólympiuleikum — i Austurríki 1976 — hlaut hún brons- verðlaun. Á ólympiuleikum hafa bandariskar konur staðið sig betur en karlar. Meðal karla hafa möguleikar Phil Mahre, 22ja ára, aftur glæðzt en hann ökklabrotnaði illa í marz og voru settar sjö skrúfur í ökklana. Hann hefur tvi- vegis áður fótbrotnað. Hann er talinn bezti skiðamaður, sem Bandarikin hafa átt og varð þriðji I heimsbikarkeppn- inni þó hann missti af síðustu fjórum mótunum. Bandariska ólympiunefndin ntun verja 146 þúsund dollurunt á ólympiuliðið 1980. í norrænu greinarnar völdu Banda- rikjamenn fjóra göngumenn i mai sl. Líklegt er þó talið að níu karlmenn og sex konur verði í bandariska liðinu í norrænu greinunum. Kanadamenn munu ekki velja ólympíulið sitt fyrr en i siðustu iög — eða rétt áður en leikarnir hefjast. Það hefur yfirleitt verið vcnjan hjá þeim. Landslið þeirra er að mestu það sama og 1978—1979 og eru i því 10 konur og 15 karlar. Mörg minni háttar óhöpp urðu i liði þeirra i fyrra. Ken Read, 23ja ára, er bezti maður Kanada. Hann varð fjórði í bruni heimsbikars- ins á siðasta keppnistíniabili. (Að mestu úr Ski-Racing). ,,Við höfum lagl mjög harl að okkur siðustu sjö mánuðina — æft tvisvar á dag sex daga vikunnar allt síðan í júní til að vera i sem beztri þjálfun í for- keppni ólympíuleikanna, sem hefst í Mexíkó sjötta janúar næstkomandi. Landsleikirnir hér á Íslandi verður síðasta keppni okkar fyrir þá þýðingar- miklu leiki og við höfum hug á því að standa okkur vel gegn íslendingum,” sagði einn af fararstjórum bandaríska landsliðsins i handknattleik við komuna til íslands í gær. í kvöld verður fyrsti landsleikurinn milli íslands og USA — hefst kl. 20.30 í Laugardalshöll. Forleikur verður kl. 19.00 milli ísl. drengjalandsliðsins, sem keppir á NM, og ÍBK. ísland og Bandaríkin hafa leikið 18 landsleiki í handknattleik — sá fyrsti var 1964 í íþróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli. ísland sigraði 32—16 og hefur sigrað í 16 af þessum 18 landsleikjum. Tvivegis hafa Bandaríkin sigrað — 1976 í Milwaukee 22—20 og 24—19. Markatalan í landsleikjunum 18 er mjög hagstæð fyrir ísland, 503—296. Bandaríkjamenn hafa lagt ofurkapp á handknattleikinn að undanfömu — hafa aldrei verið betri en einmitt nú. Siðan í júní hafa leikmenn liðsins ekkert gert nema æfa og leika hand- knattleik. Stefna á að komast á Ólympiuleikana í Moskvu. ,,Við erum hræddastir við Kúbu-menn í keppninni i Mexíkó. Þeir eru „óþekkta stærðin” — hafa ekkert komið frarn en æft vel og leikið í austantjaldslöndum,” sagði fararstjórinn. Önnur lönd í forkeppn- inni í Mexíkó eru Kanada, Argentina, Mexikó og Brasilía — sex lönd í allt. Sigurvegarinn kemst á ólympíuleikana. í bandariska landsliðshópnum eru 20 menn, leikmenn og fararstjórar. Liðið kom hingað beint frá keppni í Belgíu og Frakklandi, þar sem það náði góðum árangri. Danska bad- mintonfólkið sýnir í kvöld Danir hafa sent stjörnulið hingað til lands í badminton. Kunna kappa, Jesper Helledie, Jan Hammergaard Hansen, Kenn H. Nielsen, Mogens Nolsöe, Liselotte Göttche og Lilly B. Petersen. í kvöld kl. 19.00 verður sýn- ingarkeppni háð í TBR-húsinu og þar munu Jóhann Kjartansson, Broddi Kristjánsson, Kristin Magnúsdóttir og Kristín Berglind keppa við dönsku keppendurna og einnig er stefnl að sýn- ingarleikjum milli Dananna innbyrðis. Á morgun, laugardag, verður bad- mintonmót í TBR-húsinu, sem hefst kl. 14.00. Þar verður keppt i öllum grein- um karla og kvenna. Dönsku keppend- urnir halda svo heim 30. desember. í íslenzka landsliðshópnum eru 16 leikmenn, Ólafur Jónsson, fyrirliði, Jens Einarsson, Kristján Sigmundsson, Sigurður Gunnarsson og Þorbergur Aðalsteinsson, allir Víkingi, Bjarni íþróttir Guðmundsson, Brynjar Kvaran, Steindór Gunnarsson, Stefán Halldórs- son og Þorbjörn Jensson, allir Val. Friðrik Þorbjörnsson, KR, Guðmundur Magnússon, FH, Atli Hilmarsson, Fram, Andrés Kristjáns- son, Haukum, Sigurður Sveinsson, Þrótti, og Viggó Sigurðsson, Barce- lona. Landsliðseinvaldurinn, Jóhann Ingi Gunnarsson, mun ákveða síðar i dag hvaða 12 leikmenn keppa í kvöld. Á morgun, laugardag, mun banda- ríska landsliðið leika við drengjalands- lið íslands og verður leikurinn háður i iþróttahúsinu í Hafnarfirði. Hann hefst kl. 14.00 — en leikurinn telst ekki landsleikur. Hins vegar verður annar landsleikur íslands og USA á Akranesi á sunnudag. Hefst hann kl. 15.00 og þá munu þeir leikmenn leika, sem ekki verða með í kvöld, ásamt þeim, sem bezt koma frá leiknum. Aðgöngumiðar á landsleikinn í kvöld kosta 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Það er mun lægra en verið hefur — og forsala hefst tíman- lega í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki að efa að landsleikurinn í kvöld gelur orðið góð skemmtun. Landsliðs- þjálfarinn Jóhann Ingi hefur gert byltingu hvað skipan landsliðsins við- kemur — ungir leikmenn skipa liðið að miklum meirihluta. Bandaríkjamenn eru ákveðnir í að leggja sig fram og segjast aldrei hafa verið betri. Þekktustu leikmenn La Louviere seldir — Þorsteinn Bjamason hélt til Belgíu í morgun Islenzki landsliðsmarkvörðurinn Þorsleinn Bjarnason, sem dvalið hefur hér á landi í jólaleyfi að undanförnu, héll aflur til Belgíu i dag. Hann leikur þar með La Louviere í 2. deild op Karl Þórðarson er einnig hjá þvi liði. I sam- tali við DB í gær sagði Þorsleinn að liðinu hefði vegnað heldur illa á keppnistímabilinu — sigraði þó í síðasla leik sinum. Ekki er þó öll nóll úli að liðið keppi að sæli i 1. deild i vor. Kcppninni i 2. deild er hállað þannig, að efstu lið eflir ákveðinn leikjafjölda keppa um sæti í 1. deild — og með þvi að sigra í lokahrinunni gæli La Louvierc náð þeim áfanga. Þegar La Louviere féll niður i 2. deild sl. vor voru flestir þekktustu leik- menn liðsins seldir til annarra félaga í Belgíu — sjö fóru. Þar af tveir til Molenbeek, einn til Lokeren og einn til FC Liege en þessi lið leika öll i 1. deild. Liðið var því lengi að ná sér á strik eftir þau áföll. Karl hefur verið bezti maður La Louviere í vetur en Þorsteinn litið leikið — en þegar hann átti að laka sæti i aðalliðinu meiddist hann á hendi. Markvörður, sem La Louviere er að reyna að selja, hefur leikið flesta leiki liðsins — fyrir leiktimabilið þriðji markvörður liðsins. Ekki sagðist Þorsteinn vita fyrr en í marz hvort hann kæmi heim að keppnistimabilinu loknu. Ef liðinu gengur ekki vel í lokahrinunni er mögu- Tveir lA-menn í æfinga- búðir til V-Þýzkalands Tveir knattspyrnumenn, sem léku með meistaraflokki Akraness sl. sumar, þeir Krislján Olgeirsson, áður Húsavík, og Bjarni Sigurðsson, Kefla- vík, halda innan skamms i æfingabúðir í Vestur-Þýzkalandi hjá Klaus Hilbert, þjálfara Akurnesinga. Þeir Kristján og Bjarni eru meðal efnilegustu knatt- spyrnumanna landsins — báðir við landsliðið. Bjarni hefur leikið handknaltleik með meistaraflokki ÍBK i 3. deild i vetur — bezti maður liðsins — og verða Keflvíkingar án hans næstu vikurnar. Þá missir liðið einnig tvo aðra leik- menn innan skamms — Þorsteinn Ólafsson heldur til Svíþjóðar 6. janúar og Siguröur Björgvinsson 8. janúar. Þeir munu leika með Gautaborgarlið- um í knattspyrnunni næsta sumar — Þorsteinn hjá Gautaborg í 1. deild og Sigurður hjá Örgryte i 2. deild. Báðir hafa þeir verið máttarstólpar i hand- knattleiksliði ÍBK i vetur — svo ekki sé lalað um knattspyrnuna. Báðir þar landsliðsmenn. leiki á þvi en La Louviere getur þó haldið honum út april. Þorsteinn gæti þá ekki byrjað að leika með ÍBK fyrr en í júní-byrjun. Þá gat Þorsteinn þess, að liðið, sem Ólafur Sigurvinsson leikur með i 3. deild, Ceraeng, hefði þar þriggja stiga forustu. -emm Landsleikur Islands og USA í kvöld í Laugardalshöll: Bandaríska landsliðið hefur æft

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.