Dagblaðið - 14.01.1980, Síða 14

Dagblaðið - 14.01.1980, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Knötturinn dansaði á hringnum Það var mikil spenna, þegar Keflavik og Grindavík léku i 1. deildinni i körfu- boltanum í Njarðvik á föstudags- kvöldið. Þegar staðan var 92—91 var dæmd leiktöf á ÍBK, sem hafði stigið yfir — og Grindvíkingar fengu knött- inn. Nokkrar sekúndur til leiksloka og Mark Holmes reyndi körfuskot. Knötturinn dansaði á hringnum en fór ekki í körfuna Keflvíkingum til mikils léttis — og þeir sigruðu i leiknum. ÍBK var með nýjan leikmann í liðinu sínu i stað Welshams Monie Ostrom að nafni. Hann var talsvert taugaóstyrkur til að byrja með enda aðeins æft tví- vegis með Keflavíkurliðinu. En hann jafnaði sig, þegar á leið og verður ÍBK eflaust mikill styrkur. Leikurinn var mjög jafn framan af þar til rétt fyrir leikhléið að ÍBK komst yfir 40—36. Framan af siðari hálfleikn- um var Björn Skúlason í miklum ham, sendi knöttinn hvað eftir annað i körfu UMFG. ÍBK náði 12 stiga forskoti, 50—38. Síðan fóru Grindvikingar að vinna upp forskotið.'Þegar ein og hálf min. var eftir komust Grindvikingar inn í sendingu og minnkuðu muninn í eitt stig. ÍBK reyndi að halda knettin- um en dæmd var leiktöf — Holmes reyndi svo körfuskot eins og getið var um í byrjun. Stig ÍBK. Sigurður Sigurðsson 26, Monie Ostrom 19, Björn V. Skúlason 16 og Einar Steinsson 13. Hæstir hjá UMFG. Mark Holmes 41, Ólafur Jóhannsson 20, Júlíus Ingólfsson 12 og Eyjólfur Guðlaugsson 12. Hinn 17 ára Sigurður Sigurðsson átti stjörnuleik hjá ÍBK — unglingalandsliðsmaður — sem virkilega stóð fyrir sínu i þessum leik. emm/ÞO. Heimsmet í skautahlaupum Bandariki skautahlauparion 'Eric Heiden setti tvö heimsmet i Davos í Sviss um helgina. Hann hljóp 1000 m á 1:13.60 mín. og bætti eigið heimsmet um 1.39 sek. Þá hlaut hann samanlagt i hraðhlaupum 150.250 stig og bætti met Evgeny Kulikov, Sovétrikjunum, um 0.935 stig. Heiden hljóp 500 m á 37.63 sek. sem er bandariskt met og bezti heimstíminn i ár. Þeim þýzku alveg sama Frá Sigurður Sverrissyni, Oldcnburg: Heljarmikil veizla var haldin i Bremen á föstudaginn og voru þar öll þátttökuliðin í Baltic-keppninni saman komin. Mikið var um dýrðir og glæsi- lega veitingar á borðum. Það sem vakti hvað mesta athygli var að leikmenn beggja þýzku liðanna sátu að sumbli og virtust gefa skit í allt samnn. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós aó leikmönn- um A-liðsins var alveg sama um leikinn gegn B-liðinu um 3. sætið. Úr því ekki var um 1. sætið að keppa skipti undir- búningurinn þá engu máli. Stakk hegðun Þjóðverjanna mjög í stúf við framkomu leikmanna annarra þjóða og fannst mönnum v-þýzku leikmenn- irnir leggjast ærið lágt með slikri fram- komu. Wenzel nú stigahæstur Andreas Wenzcl, I.ichtenstein, náði forustu i stigakeppni heimsbikarsins á skiðum, þegar hann sigraði i svigi i Kitzbuehel i Austurriki i gær. Timi hans var 1:41.10 min. Annar varð Christian Neureuther, Vestur-Þýzka- landi, á 1:41.91 mín. Ingemark Sten- mark gekk mjög illa i fyrri umferðinni og varð aðeins 13.1 keppninni. Í stiga- keppninni hefur Wenzel nú 110 stig. Stenmark er annár með 93 stig. í þriðja sæti er Bojan Krizaj, Júgóslaviu, með |i 75 stig en siðan koma jafnir Phil Marhre, USA, og Herbert Plank, Ítalíu, með 66 stig. Brunkappinn Peter Miiller, Sviss, er sjötti með 59 stig. Anton Steinar og Erik Haker, Noregi, hafa 57 stig. Í bruni á laugardag i Kitzbuehel varð Kanadamaðurinn Ken Read sigur- vegari á 2:04.93 min. Harti Weirather, Austurriki, varð annar á 2:05.51 min. Iþróttir Iþric Magnús Óskarsson og Ron Lewin (til hægri) fylgjast með leikmönnum Þróttar á æf- ingu í Vogaskóla i gær. DB-mynd Bjarnleifur. „VERÐUM STERKIR í 1. DEILDINNI” — sagði Magnús Óskarsson, formaður Þróttar, eftir að hafa gert samning við enska þjálfarann Ron Lewin „Ég er mjög ánægður hvernig málin hafa þróazt og það að hafa fengið jafn þekktan og góðan þjálfara til Þróttar og Ron Lewin er,” sagði Magnús Óskarsson, formaður Þróttar, þegar DB ræddi við hann i gær. Á laugardag skrifaði Lewin undir samning hjá Þrótti og verður þjálfari féiagsins í knattspyrnunni i sumar. Ron Lewin hefur tvivegis þjálfað hér á landi áður — hjá KR 1967 og 1976 í stuttan tíma. Hann er einn af þekktari þjálfurum Englands. Var áður fyrr kunnur knattspyrnumaður — lék með Fulham i I. deild en eftir að ferli hans sem knattspyrnumanns lauk hefur hann þjálfað viða. Meðal annars verið landsliðsþjálfari í Noregi — aðalþjálf- ari hjá Newcastle og einnig verið með strákalið Everton, sem sigraði í ensku bikarkeppninni, strákar 16 ára og yngri. Þá hefur Lewin þjálfað hjá Skeid i Osló og einnig lengi í Kuwait. „Það er mikill áhugi hjá okkur i Þrótti og ég er viss um að við verðum sterkir i sumar i 1. deildinni. Allir þeir leikmenn sem léku með okkur á siðasta leiktímabili verða með í sumar. Þá leikur Jón Þorbjörnsson með okkur á ný i markinu eftir nokkra dvöl á Akra- nesi — og einnig höfum við fengið skozkan leikmann til liðs við okkur,” sagði Magnús Óskarsson. Lewin hélt til Englands á ný í morgun en hann mun byrja að þjálfa hjá Þrótti 4. febrúar. Hann var á æfingu í gær hjá Þrótti í Vogaskóla og þar var mikið fjölmenni samankomið. -hsím. Útkeyrt land möguleika gegn — Island hafnaði í 6. sæti á Baltic-kc Frá Sigurði Sverrissyni, Oldenburg: íslenzka landsliðið í handknattleik átti aldrei neina sigurmöguieika gegn þrautreyndu og mjög skemmtilegu dönsku liði er þau mættust í leiknum um 5. sætið i Baltic keppninni hér i Oldenburg. Danir unnu öruggan sigur, 28—20, eftir að hafa leitt 14—9 í hálf- leik. Sigur Dananna var mjög sann- gjarn, en allt of stór. Greinilegt var að íslenzku leikmennirnir voru orðnir út- keyrðir eftir geysilega strangt pró- gramm að undanförnu. Sjö landsleikir á 10 dögum. ísland hlaut því 6. sætið í Baltic-keppninni. Það var aðeins í upphafi að jafnræði var með liðunum. Ólafur Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins á 2. min. en Bjarne Jeppesen jafnaði metin. Ólafur skoraði svo aftur og ísland leiddi 2—1. Bæði mörk Ólafs voru nokkuð óvenjuleg. Hann kom á fullri ferð út úr horninu, keyrði meðfram vörninni og í stað þess að gefa knött- inn skaut hann og uppskar tvö mörk. Ekki er fjarri lagi að hann hafi fengið þessa hugmynd hjá einum norsku leik- mannanna í leik íslands og Noregs. Danski markvörðurinn Mogens Jeppe- sen var alls ekki við þessum skotum bú- inn og þau sigldu bæði örugglega í netið. Síðan kom einn af þessum afleitu köflum. Ekkert gekk upp í sókninni og Ísland skoraði ekki mark í rúmar 10 mínútur. Þennan kafla notfærðu Dan- irnir sér vel og skoruðu fjórum sinnum og breyttu stöðunni i 5—2. Heppnin var svo sannarlega ekki á bandi íslend- inga á þessum kafla því Steindór átti skot í stöng og Sigurður Gunnarsson hörkuneglingu í þverslá. Hann bætti þó um betur og skoraði þriðja mark islands, staðan 3—5. Þvinæst skoruðu Danir tvivegis en Bjarni Guðmundsson svaraði, 4—7. Michael Berg var stór- hættulegur og hann skoraði tvö næstu mörk Dana en Sigurður Gunnarsson læddi einu inn á milli. Sigurður Sveins- son skoraði þvínæst úr vitakasti og staðan var orðin 6—9. Jesper Petersen skoraði 10. mark Dananna en næstu þrjú mörk voru íslenzk. Fyrst Sigurður Gunnarsson, þá Stefán Halldórsson og loks Ólafur Jónsson. Þrjú mörk á tveimur mínútum og staðan orðin 9— 10 fyrir Dani. Síðan datt allt niður á meðal- mennskuplanið og Danir skoruðu fjögur siðustu mörk hálfleiksins og það Allt að komast í hnút á toppnum í 2. deild Þrir leikir voru háðir I 2. deildinni i handknattleiknum um helgina og spenna er þar að verða mikil — allt að komast í hnút á toppnum og erfitt að spá hvaða lið komast i 1. deildina I vor. Á laugardag gerði Ármann sér litið fyrir og sigraði Aftureldingu að Varmá 26—23. Leikurinn var mjög jafn lengstum — Afturelding þó yfirleitt með forustu, 12—10 i hálfleik. Mark- varzla hjá báðum liðum var slök þar til nokkru fyrir lokin að Heimir Gunnars- son fór að verja mark Ármanns með tilþrifum. Það nægði til sigurs. .Týr frá Vestmannaeyjum lék tvo leiki á Akureyri. Sá fyrri var.við KA á laugardág og unnu KA-menn öruggan sigur 24—15 eftir að jafnt hafði verið i hálfleik 9—9. KA komst i 4—1 i byrjun en Týr jafnaði í 5—5. Síðan var jafnt á öllum tölum upp i 13—13 en á siðustu 17 minútunum skoruðu KA-menn II mörk gegn tveimur mörkum Vest- mannaeyinga. Mörk KA í leiknum skoruðu Alfreð Gislason 10/3, Jóhann Einarsson 4, Þorleifur Annaníasson 3, Magnús Birg- isson 3, Gunnar Gíslason 2, Guð- mundur Guömundsson 1, Guðmundur .Lárusson 1. Mörk Týs: Siguriás Þor- léifsson 5/1, Snorri Jóhannsson 4, Óskar Ásmundsson 4/2, Þorvarður Þorvaldsson 1 og Benedikt Guðbjarts- son 1. Þeir Alfreð og Magnús (sonur Birgis Björnssonar þjálfara KA) voru beztu menn tiðs síns en fyrrum Ármenning- arnir Egill og Óskar beztir hjá Tý. Magnús Gauti varði 13 skot, þar af tvö víti, í marki KA en Egill Steinþórsson varði 16 skot, eitt víti, i marki Týs. Dómarar Gunnar Jóhannsson og Guð- mundur Skarphéðinsson og dæmdu vel. - St A. íþróttir í gær lék Týr svo við Þór á Akureyri og sigraði með 21—19 eftir að Þór hafði haft yfir i hálfleik 11—10. Leikurinn var jafn framan af og Pálmi Pálmason var tekinn úr umferð. Riðlaði það leik Þórs mjög. í siðari hálfleik mættu Vestmannaeyingar mjög ákveðnir til leiks og þá gekk allt upp hjá þeim framan af en Þór skoraði ekki mark í tuttugu minútur. Þór komst i 18—II og úrslit voru ráðin. Þór minnkaði muninn þó í tvö mörk og á lokamínútunni urðu hörkuslagsmá! milli fjögurra leikmanna — tveggja úr hvoru liði — og dómararnir sáu ekki annað fært en reka þá alla af velli. Mörk Þórs skoruðu Hrafnkell 5, Pálmi 4/1, Benedikt 4, Sigtryggur 2 og Árni 2. Mörk Týs skoruðu Óskar 6/1, Þorvarður 4, Magnús 4, Kári 3, Ingi- bergur 2 og Logi 1. Egill markvörður var bezti maður Týs — varði 16 skot þar aftvövíti. Hjá ÞórvarHrafnkell beztur. Dómararnir Stefán Arnaldsson og Guðmundur Lárusson komust ágætlega frá leiknum. -GS meira að segja þótt þeir væru manni færri i 2 min. Það var þvi erfitt hlutverk sem beið íslenzka liðsins i byrjun síðari hálfleiks- ins. Þrátt fyrir að hinir 1100 áhorf- endur í Oldenburg væru nær allir á bandi íslands gekk ekkert. Sóknarleik- urinn var þokkalegur en vörnin oft alls ekki með á nótunum. Markvarzla Jens Einarssonar varð því fyrir vikið ekki eins góð og áður. Strákamir lögðu greinilega alla sína orku í að reyna að vinna upp þennan fimm marka mun. Þegar 5 min. voru búnar af síðari hálf- leiknum, var staðan orðin 13—16. Fyrst skoraði Siggi Gunn., þá Siggi Sveins úr víti, þvínæst Ólafur Jónsson og loks Siggi Sveins aftur. Kristján kom í markið og tók að verja eins og berserkur. Hann varði hvert skotið á fætur öðru og það þótt Danirnir væru iðulega í dauðafærum. En þaðgrátlega var að þrátt fyrir að Kristján stöðvaði fimm sóknir Dana í röð tókst Islandi ekki að minnka muninn. Hraðinn i sóknarleiknum var allt of mikill til þess að strákarnir réðu almennilega við hann. Danirnir skoruðu síðan þrjú næstu mörk leiksins og gerðu þar með út um hann. Staðan orðin 19—13 og aðeins 10 mín. búnar af síðari hálf- leiknum. Undir lokin leystist leikurinn dálitið upp og ekkert var hugsað um varnar- leikinn. Mörkin hrönnuðust upp og þegar blásið var til leiksloka var staðan orðin 28—20 Dönum i vil. Óþarflega stórt tap. Sigurður Gunnarsson náði sér loks á strik í keppninni og skoraði 5 glæsileg mörk. Bjarni Guðmundsson og Ólafur Jónsson áttu báðir mjög góðan leik — einkum þó Bjarni. Kristján varði stór- Pétur < skónui Skoraði eitt mar sigraði Pétur Pétursson er aftur kominn á skotskóna hjá Feyenoord. í gær skoraði hann annað af mörkum liðsins I 0—2 útisigri gegn PECI Zwolle. Hann er lang-markahæstur í úrvalsdeildinni — hefurskorað 17 mörk. Ajax vann stórsigur og hefur fimm stiga forustu á Feyenoord í hollenzku úrvalsdeildinni. Úrslit um helgina. Twente-Roda PEC Zwolle-Feyenoord NEC Nijmegen-Utrecht PSV Eindhoven-AZ ’67 Maastricht-Haarlem Den Haag- Arenhem Sparta-Deventer Excelcior-NAC Breda Ajax-Tilburg 1 —I 0—2 3— 1 1 — 1 4— 1 2—0 2—1 4—2 7—1 Lokeren á Lokerenn vann nauman sigur á 'Waregem i 19. umferð belgísku knatt- spyrnunnar I gær og hefur tveggja stiga forustu í 1. deildinni eða 30 stig. Stand- ard IJege sigraði 2—0 á heimavelli og er fimm stigum á eftir Lokeren. Urslit i 1. deildinni urðu þessi: Charleroi — Beringen 0—3 Staðan er nú þannig í 2. deildinni: Winterslag — FC Liege 1 — 1 Fylkir 8 5 12 164—145 II CS Brugge — Berchem 1—0 Þróttur 6 4 0 2 131 — 123 8 Molenbeek — Antwerpen 2—1 Ármann 7 3 2 2 168—148 8 Beerschot — Beveren 3—0 Afturelding 6 3 12 123—116 7 Lokeren — Waregem 2—1 KA 6 3 12 90—113 7 Standard — Waterschei 2—0 Týr 5 2 12 99—99 5 Lierse — Anderlecht 0—0 Þór, Ak. 6 10 5 116—128 2 Hasselt — FC Brugge 2—4 Þór, Vest. 4 0 0 4 72—106 0 Staðan í 1. deild í Belgiu:

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.