Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.01.1980, Qupperneq 19

Dagblaðið - 14.01.1980, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980. 19 LANGIBAR OG PARTI FJÁRMÁLARÁÐUNEYm — risið í gömlu Rúgbrauösgeröinni hefur risið til mikilla vegsemda sem fundarsalur stjórnarráðs ,.Hefurðu heyri um lengsia bar i bænum eða partiin i fjármálaráðu- neylinu?” Þannig var blaðamaður spurður og hann kom af fjöllum, cnda litið i samkvæmislifinu. ,,Það er bar fjármálaráðuneytisins í gömlu Rúgbrauðsgerðinni,” var svarið. Og barinn er langur þótl ekki sé endilega víst að þar sé lengsti bar á landinu. og húsnæðið er vistlegt, það fer ekki á milli niála. Dagblaðsmenn gerðu sér ferð á staðinn til jiess að skoða herlegheitin. Þangað kemst að visu enginn niaður nema í fylgd með fullorðnum, þ.e. fjármálaráðuneyt- inu. Gunnlaugur Sigmundsson, deildar- stjóri gjaldadeildar fjármálaráðu- neytisins, tók með sér lykla að dýrð- inni og leiddi blaðamann i allan sann- leika um barinn langa. Þegar hús Rúgbrauðsgerðarinnar við Borgartún var keypt fylgdi með i kaupunum heldur óhrjálegt og ónotað ris húss- ins. Þvi hefur verið breytt og innrétt- að á hinn bezta hátt og gegnir nú hlutverki fundarsalar stjórnarráðsins með sóma. Stjórnarráðið var með tvo fundarsali í Arnarhvoli. en jiegar hið fjölnrenna ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar var setl á laggirnar árið 1978 vantaði ráðherraskrifstofu l'yrir Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra. Hann fékk annan fundarsalinn og jivi vantaði partípláss. Raunar dró Gunnlaugur í land með æsifréttirnar um barinn og parliin jiar og sagði að hann væri aðeins al- menn fundaaðstaða fyrir stjórnar- ráðið. Ráðherrarnir væru með kokk- teil einu sinni á ári og nú hefði jieim verið úthýst úr ráðherrabústaðnum nema með matarveizlur. Þeir hefðu jivi leilað i risið. Tómas fjármálaráð- herra var kvaddur i risinu og Sig- hvatur núverandi fjármálaráðherra hélt sinn kokkteil 4. janúar, enda ekki að vita hversu lengi minnihluta- stjórn krata situr. Síðan hafa verið haldnir ótal venjulegir fundir í risinu. - JH Milli skers og bárif Heimir Hannesson lögntaður og ötull nelndamaður er sagður hala komiz.t i hann krappan um áramótin. Hann situr í stjórn Norðurstjörnunn- ar i Hafnarfirði. Þar kom upp tillaga á stjórnarfundi rétt fyrir áramól um að fyrirtækið hætti að láta Söluslofn- un lagmetis selja frantleiðslu Norður- sljörnunnar. Heimir cr sagður hala talið rétl að greiða atkvæði á móti jiessu enda siiur hann cinnig í stjórn Sölustofn- unar lagmetis. I r talið að hann hel'ði orðið að segja sig úr stjórn jiar helði hann fvlgt lillögunni, sent fram var lögð á fundinum hjá Norðursljörn- unni. Auður, Lúðvík og Helgi Þó lclagi I.úðvik Jósepsson hafi hætt jiingménnsku lælitr hann ekki dcigan siga í pólitikinni eins og al- jijóð veit. Hann skrifar gjarnan greinar i Þjóðviljann eftir sem áður. I rél'/t hcfur að l.úðvík hali nýlega setl nýlt skilvrði fyrir birlingu greina sinna i hlaðinu. — Þær megi ekki vera á söinu siðu og vikulcgar grcinar skáldkonunnar Auðar Haralds, sem birtast i sunnudagsblaði Þjóðviljans. Það er annað en Helgi Seljan — 1911 hafði eltir honurn lyrir jólin jiegar Itann var spurður um jólalcsn- inguna: „Mestan áhuga á að komast vfir Auði Haralds.” Ekki sama hvert lögmálið er Prestur i dreifbýliskjördæmi var mikill aðdáandi og stuðningsmaður eins jiingmanna þcss. Var jiing- maðurinn stundum nætursakir hjá klerki á Iramboðsferðum. F.itt sinn kemur prestur. til Reykja- vikur og finnur þingmann að máli. Segir prestur honum að kaupakona sin sé með bíirni. Hafi hún sagt sér að þingmaðurinn væri faðir þess. Var þungt í presti sem vonlegt var. Þingmaður tók þessu létt og sagði: ,,Þetta er nú bara eftir lögmálinu.” ,,Ekki er það lögmál guðs,” sagði prestur. ,,Nei,” svaraði þingmaður. ,,Ég átti við lögmálið um framboð og eltirspurn.” Snyrtimenni Tveir menn komu dag einn á eina af setustofum sjúklinga á Landspital- anum og sögðust eiga að fara með einn sófann i viðgcrð. Fkki hefur spurzt til þeirra né sólans siðan. Nema þá að það hafi vcrið sömu aðilar sem komu i Domus Mediea ábúðarmiklir á svip. Gengu þeir beint til verks, losuðu eina klósettskálina frá gólfi og gengu siðan á brott með hana og vatnskassann. Þeir voru sagðir ganga mjög snyrtilega um. Lítíð yfir langabar. Gunnlaugur Sigmundsson ræðir við blaðamann yfír barborðið. Ráðherrarnir halda kokkteil fyrir starfsfólk sitt einu sinni á ári, eða köku- boð efþeir eruþannig innstiHtir. Tilþess er langibar vel fallinn. DB-myndir Hörður. Nýtt leikbrúöuverk með vorinu: KERLINGIN MEÐ SÁLINA HANS JÓNS MÍNS1LEIK- náttúr- lega að byrja aldrei.. BRUÐULANDI I.eikbrúðuland er um þessar mundir að æfa upp nýtt verk sem ætlunin er að frumsýna i vor. Að sögn Hallveigar Thorlacius scm er einn af fimm aðstandendum Leik- brúðulands er verkið byggt upp á þjóðsögunni Sálin hans Jóns míns og leikriti Daviðs, Gullna hliðinu. „Þetta verður fjölskyldusýning hjá okkur en við höfum ekki enn ákveðið hvar verkið verður sýnt,” sagði Hall- veig. — Hafið þið sjálfar gert leikbrúð- urnar? ,,Við höfum alltaf búið til leik- brúðurnar sjálfar nenta núna. Við l'engum aðstoð leiktjaldahönnuðs sem fengizt hefur við að búa til leik- brúður.” Aðstandendut leikbrúðusýningar- innar eru Hallveig, Erna Guðmars- dóttir, Helga Steffensen og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þær hafa húsnæði í kjallara að Frikirkjuvcgi II og vinna aðgerð verksins þar. - II A Leikbrúðutand hefur unnið eð margvíslegum sýningum, m.a. sett á svið strumpana svoköHuðu. Kins og afi . . . sá litli er varla húinn að tilreykja pípnna þá arna svona vel sjálfur. Kannski á hann eftir að reykja þegar hann telst til fullorðinna og þá er pipan ekki verri en hvað ann- að. Bezl er náttúrlega að byrja aldrei — en það er afi auðvitað löngu húinn að segja þeim stutta. I.jósm.: GK, Akureyri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.