Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. 3 Tapaði gleraugum Ólafur Gestsson, Unufelli 50, hringdi auglýst mikið eftir þeim en án árang- og sagðist hafa orðið fyrir því óláni urs. Gleraugun eru með tvískiptu að tapa gleraugum fyrir utan Glaesi- gleri og má Ólafur illa án þeirra vera. bæ í desembermánuði sl. Hann hefur Hann er í síma 74685. Sjáðu sæta naflann minn: LÝSIRUFINÚ- TÍMA TÁNINGA MJÖGVEL Gúrrí skrifar: Mig langaði aðeins til að andmæla manni nokkrum er kallar sig Grand- var í sambandi við bókina Sjáðu sæta naflann minn. Bókin er í alla staði frábær og lýsir lífi nútíma táninga mjög vel. Sér í lagi á ekki við að segja að bókin sé klæmin því að flestir eðli- legir strákar hafa pælt í öllu sem fram kemur_í_bókinni. Svo kórónar maðurinn þetta með því að kalla þetta klám. Þú getur lesið þessa bók sem klám eða sem dæmi um, hvernig táningar eru. Með leyfi að spyrja: Skrifaðir þú þetta ekki bara til að vekja athygli á þér, Grandvar? Alþýðublaðið: Gamanmál eða harmleikur? Framsóknarmaður úr sinni sveit skrifar: Það hefur verið hörmulegt að fylgjast með nokkrum húmorlausum krötum sem vilja skrúfa fyrir bezta efni útvarpsins, nefnilega Morgun- póst Sigmars, Páls Heiðars og Sig- rúnar. Kratar verða að sætta sig við að Alþýðublaðið er hlægilegt mál- gagn og hlýtur því aðeins umbun í fullu samræmi við útlit þegar farið er um það léttum höndum. Hvar annars staðar í veröldinni mundi fjögurra síðna blað vera tekið alvarlega á aug- lýsingamarkaði rikisins nema hjá ís- lenzkum krötum? Þetta skilur Jón Baldvin Hanni- balsson ritstjóri Alþýðublaðsins enda gæddur ágætri kímnigáfu. Þetta skilja húmorlausir fulltrúar Alþýðu- flokksins í útvarpsráði ekki enda íkki ætlazt til þess af þeim. Hitt er svo annað mál hvaða teg- und af siðgæði býr undir auglýs- ingum ríkisins í þessu blaði sem kemur út í langminnsta upplagi dag- blaða á Islandi. Er það forsvaranlegt að kasta auglýsingafé rikisins á glæ í þetta blað öllu lengur? Gamanleikur þessi er nefnilega með harmleiksívafi þegar öll kurl koma til grafar. Að því leytinu er rétt hjá útvarpskrötum að setja upp sorgarsvip þegar málefni blaðsins eru á dagskrá. Þau þola ekki öll sviðsljós gamanleiksins. Aratugnum er lokið Svava Valdimarsdóltir hringdi og vildi leggja orð í belg varðandi það hvort níundi áratugurinn sé hafinn. „Auðvitað lýkur áratugnum 1980. Jesús var búinn að lifa í eitt ár þegar hann varð eins árs. Þegar hann verður níu ára kemst hann á tiunda ár o.s.frv. Þannig eru árið 2000 liðin 2000 ár frá fæðingu Krists og 21. öld- in því hafin.” Reynir Leósson. VILL REYNI í SJÓNVARPK) 8935-3297 skrifar: Fyrir nokkrum árum var sýnd í Borgarbíói á Akureyri mynd um Reyni örn Leósson, sem var mjög gaman að. Ég hefði gaman af því að vita, hvort einhver hefur hana undir höndum. Ef svo væri myndi hann (hún) ekki vilja fara eða hringja í Sjónvarpið okkar góða og spyrja, hvort þeir væru ekki fáanlegir til að sýna hana við tækifæri. Ég er viss um, að það myndu margir setjast við sjónvarpið til að sjá hana. Gunnar Sveinsson hringdi: Mér finnst þið á Dagblaðinu auglýsa Albert Guðmundsson allt of mikið upp, eins og hann sé alveg kominn inn í vítateig að gera mark. Ég held nú að Albert eigi eftir að brenna af og svo íþróttamálinu sé haldið áfram þá vil ég meina að hann hafi þjófstartað. Hann hafði ekki þá hæversku að bíða eftir því, að Krist- ján Eldjárn segði af sér. Ég held.aðGuðlaugur Þorvaldsson sé maðurinn sem fólkið vill. Stutt og skýrbréf Enn einu-sinni minna lesenda-, dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum linu, að láta fylgja fullt nafn, heimilisfang, símanúmer (ef um það er að rœða) og nafnnúm- er. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir bréf- ritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að yerastutt og skýr. Áskilinn er fúllur réttur til að stytta bréf og umoróa til að spara ’fúm og koma efhi betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengrii en 200—300 orð. Símatími lesendudálku DB tfr milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilfóstudaga. Offt yfirgefa karl- arnir konurnar Dóra Guðmundsdóttir hringdi: Mig langar að taka undir þá gagn- rýni sem komið hefur fram á bréf sem birtist í blaðinu þann 5.1. um að einstæðar mæður gætu sjálfum sér um einstæðingsskapinn kennt. Ég skil ekki hvernig nokkrum dettur í hug að halda svona löguðu fram, þegar vel er kunnugt að oft eru það karlmennirnir sem yfirgéfa konumar eða þá að þeir eru svo óbærilegir í sambúð að ekki er með þeim búandi. Sú sem skrifaði bréfið hlýtur að vera syndlaus fyrst hún getur kastað svona stórum og þungum steini. „Ég held, að Albert eigi eftir að brenna af,” segir bréfritari. ALBERTAF? Vilt þú sjónvarp íjúlí? Bolli Árnason nemi: Nei, það vil ég alls ekki. Þeir verða að fá sitt frí, starfs- menn sjónvarpsins, eins og aðrir. Drífa Daníelsdóttir nemi: Ja, það vil ég endilega. Ég vil hafa sjónvarp allt árið. Sigriður Friðgeirsdóttir, vinnur hjá Gráfeldi: Nei, það vil ég alls ekki. Ég held að fólk hefði ekkert gott af því. Það yrði bara til þess að fólk hangi meira heima en ella. Hreiðar Aðalsteinsson, vinnur i Straumsvík: Ja, það er nú líkast til. Það er alltaf gaman að horfa á sjónvarp, þegar maður hefur tíma tii. Árni Einarsson viðskipíafræðingur: Já, ég vil endilega hafa sjónvarp í júli. Sigríður Eysteinsdótlir skrif- stofustúlka: Ég vil að júlí verði sjónvarpslaus áfram. Fólk hangir alltof mikið yfir þessu sjónvarpi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.