Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. 17 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir D Bogd an endurráðinn þjálfari Ármanns Ármenningar endurréðu í gærkvöld Bogdan Kowalczyk sem knatlspyrnuþjálfara 2. deildarfélags síns en hann var með félagið í fyrra og skilaði góðum árangri. Það verður því í nógu að snúast hjá Bogdan um sinn því auk þess að þjálfa Ármenningana er hann, sem kunnugt er, þjálfari mfl. karla hjá Vík- ingi í handknattleiknum og sér þar að auki um út- haldsþjálfun leikmanna meistaraflokks félagsins í knattspyrnu. Ármenningar hafa nú hafið æfingar af krafti og æfa þeir í Höllinni á þriðjudögum frá kl. 18—20 og á sunnudögum í Vogaskólanum frá kl. 17—19. Þá eru einnig æfingar á Melavellinum svo og á Ármannsvellinum. -SSv. Hörkuleikirí l.deild Það verða, þörkuleikir á dagskrá í handboltanum um helgina en hann hefst nú að nýju eftir mánaðar- hlé. Á morgun kl. 14 leika í Hafnarfirði FH og Haukar og er ekki að efast um að þar verður hart barizt eins og alltaf er þessi félög mætast. Á sama tíma mætast i Laugardalshöllinni IR og Víkingur. Þar er um topp og botn-liö að ræða. Vík- ingarnir með örugga forystu í deildinni — hafa ekki tapaö stigi — en IR í botnbaráttunni. ÍR-ingar (apa þó ekki stórt i leikjum sínum og munu vafalítið ekki gefa þumlung eftir i viðureigninni við Viking. Á sunnudagskvöld kl. 19mætast svoValurogKR í Höllinni og þar verður væntanlega mikið fjör. Bæði þessi lið berjast um 2. sætið í deildinni ásamt FH. Síðasti leikurinn í fyrri umferðinni verður síðan á mánudag er Fram og HK mætast í Höllinni kl. 19. Þessi lið eru bæði við botninn og HK hefur enn ekki hlotið stig. Spennandi keppni í 3. deildinni Talsvert hefur verið um leiki í 3. deildinni í hand- knattleik frá þvi við birtum stöðuna þar síðast. Brciðablik heldur enn öruggri forystu í deildinni en í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur er Akurnes- ingar mæta Blikunum á Akranesi kl. 19.45 í kvöld. Með sigri i þeim leik myndi hagur Skagamanna vænkazt verulega en fari svo að Blikarnir sigri þarf vart að gera þvi skóna hvaða lið vinnur deildina. Stjarnan—Akranes 19—19 Selfoss — Breiðablik 16—31 Keflavík — Óðinn 18—18 Stjarnan — Grótta 22—22 Breiðablik — Óðinn 20—20 Keflavík — Akranes 14—17 Dalvik — Selfoss frestað Keflvíkingar eru í sárum þessa dagana og áttu aldrei möguleika gegn Skagamönnum um síðustu helgi. Flestir máttarstólpar liðsins eru farnir veg allrar ver- aldar og vart við góðu að búast. Skagamenn eru því í 2. sætinu eins og er og þótt sigur í deildinni færi við- komandi liði sæti í 2. deild að hausti er einnig að miklu að keppa varðandi 2. sætið. Það lið, sem hafnar í 2. sæti leikur tvo leiki við það lið er hafnar í nætneðsta sæti 2. deildar. 1 fyrra fóru leikar þannig að Týr sigraði í 3. deildinni og Afturelding varð númer tvö. 1 tveimur leikjum við Stjörnuna úr Garðabæ um lausa sætið í 2. deildinni tókst Aftur- eldingu að hafa betur. Það fóru því tvö lið upp úr 3. deild í fyrra og hver veit nema slíkt gerist aftur í ár. Staðan í 3. deildinni er nú þannig: Breiðablik 7 6 1 0 198—136 13 Akranes 7 4 2 1 152—134 10 Óðinn 7 3 3 1 164—147 9 Stjarnan 6 3 2 1 141 — 119 8 Keflavík 6 3 1 2 129—111 7 Grótta 7 1 1 5 153 — 176 3 Dalvík 6 1 0 5 123—162 2 Selfoss 6 0 0 6 99—177 0 Toppliðin ættu öll að sigra Þrír leikir eða heil umferð verður háð í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. F.nginn þessara leikja getur flokkazt undir stórleik en allir eru þeir engu að siður afar mikilvægir. Á morgun kl. 14 mætast í Njarðvík heimamenn og ÍR-ingar. ÍR vann einmitt Njarðvík í fyrsta leiknum suðurfrá í haust en siðan hafa leiðir skiliö nokkuð. ÍR verður að sigra í þessum leik til þess að eiga sigur- möguleika í mótinu. Njarðvík þarf nauðsynlega á báðum stigunum að halda til þess að vera meö í toppbaráttunni. Sigur heimamanna er mun líklegri en allt getur gerzt. Á sama tíma leika KR og ÍS í Hagaskólanum. Fyrirfram álitið virðast KR-ingar öruggir sigurveg- arar en líta vfrður á þá staðreynd að ÍS sigraði KR í haust. KR-ingar hafa leikiö mjög vel að undanförnu og unnu góðan sigur á ÍR um sl. helgi. ÍS vann Fram í gærkvöld og það ætti að stappa í þá stálinu. Loks er leikur Fram og Vals á sunnudagskvöld kl. 19. Valsmenn virðast vera einna sterkasta liðið í deildinni og Framarar þá um leiö slakastir. Engu að síður vann Fram Val í öðrum tveggja leikja liðanna í vetur. Síðan hefur margt gerzt og Valsmenn virðast vera með heilsteyptasta liðið eins og cr. Studentar fóru létt með Fram — sigruðu 110 - 95 í úrvalsdeildinni Stúdentar sitja ekki lengur einir á botni úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik. Þeir sigruðu Framara í gærkvöld með UOstigum gegn 95 og þokuðu sér þar með upp að hliö þeirra. Sigur Stúd- entanna í gærkvöld var fyllilega sann- gjarn og nú verður heldur betur gaman að fylgjast með baráttunni á botni og toppi deildarinnar. Framarar leiddu lengst af í fyrri hálfleiknum en IS komst yfir fyrir hlé og lét'ekki foryst- una af hendi það sem eftir var leiksins. Munurinn smájókst og möguleikar Framara voru eiginlega úr sögunni strax í byrjun s. hálfleiksins er hinn nýi leikmaður þeirra, Darrell Shouse, hafði orðið að vikja af leikvelli með 5 villur. Shouse fékk á sig tvær villur allan fyrri hálfleikinn en það tók hann ekki nema 150 sek. að krækja sér í þrjár til viðbótar. Framliðið byggði um úf á honum til þess að það gæti rétt sig við. Þó munaöi ekki miklu um tíma en ÍS scig fram úr og sigraði örugglega. Flestir muna vafalitið hvernig IS hóf keppnistímabilið. Mætti íslandsmeist- urum KR í fyrsta leiknum sínum og vann 80—70. Undirritaður spjallaði þá lítillega við Birgi Örn Birgis, þjálfara liðsins, og honum fórust orð á þá leið að hann gæti ekki séð að ÍS yrði í fall- baráttu í vetur. En hvað gerist? IS tapar næstu átta leikjum í röð. Sigur- leikurinn gegn Fram í gærkvöld var því 10. leikur liðsins á keppnistímabilinu og enn hefur liðið .aðeins unnið tvo sigra. Dagblaðið spjallaði lítillega við Birgi í gærkvöld og spurði hann um á- Fyrsta Hljóm- skálahlaup ÍR Hljómskálahlaup ÍR eru að hefjast að nýju. Fyrsta hlaup vetrarins fer fram næstkomandi sunnudag, 20. janúar, og hefst kl. 14. Hlaupið hefst og endar við Hljóm- skálann. Væntanlegir keppendur eru beðnir að mæta til skráningar ekki siðar en kl. 13.50. Hljómskálahlaupin verða sex í vetur hálfsmánaðarlega — sunnudagana 20/1- — 3/2 — 17/2 — 2/3— 16/3 og 30/3. Breiðholtshlaup ÍR verða svo í apríl og mai. stæðuna fyrir þessu slaka gengi. ,,Ef ég hefði eitthvert meðal við þessu þá væri ástandið ekki svona núna,” sagði Birgir. ,,Það má auðvitað ekki gleyma því að heilladísirnar hafa alls ekki verið okkur hliðhollar í vetur og þrisvar höfum við tapað leik með aðeins 1 stigi eftir að hafa jafnvel leitt með 10—15 stigum þar til rétt fyrir leikslok. Liðið er skipað góðum einstaklingum en menn vinna bara allt of sjaldan sem ein heild. Stigin í kvöld gegn Fram eru auðvitað kærkomin en þetta var ekki góður leikur að minu mati. Ég vona þó að þetta fari að koma hjá okkur. Við æfðum vel í jólafríinu og við verðum bara að vonast eftir betri tíð. Það hefur vantað einbeitingu hjá strákunum oft á tíðum og ef við náum henni upp er ég vongóður um betri úrslit.” Það er óhætt að taka undir orð Birg- is að nær öllu leyti. Leikurinn í gær getur engan veginn flokkazt á meðal betri leikja í vetur og svo oft mátti sjá í gærkvöld af hverju þessi tvö lið eru 1 botnbaráttunni en ekki á toppnum. Mistökin, sem leikmönnum urðu oft á tíðum á, voru hrikaleg en góður hraði lengst af í leiknum hélt áhorfendum við efnið. Sem fyrr sagði leiddu Framarar til að byrja með og t.d. var staðan 18— 17 þeim í hag eftir rúmar 7 mín. Eftir 12 mín. leiddu þeir 30—28 og síðan áfram um stund. ÍS komst yfir rétt fyrir hálfleik og leiddi 44—43 þegar blásið var til hlés. Framarar flutu mikið á einstaklings- framtaki Darrell Shouse í fyrri hálf- leiknum er hann skoraði 19 stig. Leikur hans var þó engan veginn lýtalaus og hann ætlaði sér iðulega um of. Darrell er lipur leikmaður en þó langt fyrir neðan bróður sinn, Danny hjá Ár- manni, hvað getu snertir. Seinni hálfleikurinn hófst á mjög svipaðan hátt og þeim fyrri lauk. Þegar 2 1/2 mín. voru liðnar af leiknum fékk Shouse á sig 5. villuna og varð að víkja af velli. Ekki voru allir á eitt sáttir um réttmæti þess dóms og Bob Starr, um- boðsmaðurinn víðfrægi, gerði sér ferð þvert yfir gólfið í salnum og til blaða- manna þar sem hann tilkynnti að það kæmu engir fleiri svartir leikmenn til íslands á hans vegum. Vildi Starr vafa- laust meina að dómararnir legðu svert- ingjana í körfunnt í einelti. Slikt er auð- vitað hrein fásinna en ummæli Starr hafa vafalítið þróazt í kollinum á hon- um í hita leiksins. ÍS náði strax eftir þetta 5 stiga for- Fyrirtækjakeppnin haldin um aðra helgi Fyrirtækja- og stofnanakeppni Bad- mintonsambands íslands fer fram í TBR-húsinu sunnudaginn 27. janúar nk. og hefst kl. 13.30. Keppt er í tví- liða- og tvenndarleik. Keppnin er út- sláttarkeppni með þvi fráviki að liö sem tapar i fyrstu umferð tekur sæti í B- flokki og heldur þar áfram keppni. Væntanlegir þátttakendur hafi sam- band við stjórn BSÍ fyrir 25. janúar nk. Allur ágóði af þessari keppni fer til að styrkja islenzka unglinga végna þátt- töku þeirra á Norðurlandameistara- móti unglinga, sem fram fer i Dan- mörku l.og2. marznk. Meðfylgjandi mynd er af sigurvegur- um i keppninni 1979 ásamt formanni BSÍ. Frá vinstri sigurvegarar í B-flokki: Kristín Magnúsdóttir og Ragnar Har- aldsson, en þau kepptu fyrir Húsgagna- verzlun Ragnars Haraldsonar, Auð- brekku 39. Rafn Viggósson formaður BSÍ. Síðan koma Sigurvegarar i fyrir- tækjakeppni BSÍ 1979, þeir Haraldur Kornelíusson og Þorgeir Jóhannsson, en þeir kepptu fyrir Úr og skart, Bankastræti 6. Allir þessir glæsilegu verðlauna- gripir, sem keppt er um, eru gefnir af Úr og skartgripir Jón og Óskar, Lauga- 70. „Flóttínn” frá Keflavík heldur enn áfram: Þrír menn frá 3. deildar- liðinu Hjaras koma í dag Darrell Shouse, nýi leikmaðurinn hjá Fram, hefur hér betur 1 viðureign sinni við Trent Smock hjá Stúdentum. Darrell þessi er bróðir Danny hjá Ármanni og hafa þeir bræður ekki ósvipaða takta. DB-mynd: Bjarnleifur. — hyggjast semja við íslenzka knattspyrnumenn fyrir næsta keppnistímabil Síðdegis í dag koma^þrír menn frá sænska 3. deildarfélagmu Hjaras til landsins og munu þeir vera 1 leik- mannaleit. Forráðamenn félagsins hafa að undanförnu haft samband við Hilmar Hjálmarsson úr Keflavík, en hann lék með liöinu i fyrra ásamt Eyja- manninum Karli Sveinssyni. Hilmar hugöist leika með sínum gömlu félög- um í Keflavík næsta sumar en nú er nær öruggt að svo verður ekki. Hilmar var einn aðalburðarásinn í Hjaras-lið- inu i fyrra og forráðamenn félagsins hafa ólmir viljað fá hann til liðs við sig aftur og verið í stöðugu sambandi við hann síðan í desember. Þá hefur félagið verið að svipast um eftir öðrum leikmönnum og má fullvíst telja að þeir semji við 2—3 leikmenn auk Hilmars. Það er því greinilegt að ekki á af Keflvíkingum að ganga. Þeir háfa nú misst nær allt meistaraflokkslið sitt frá 1 fyrra og er nú harla lítið eftir af þeim kjarna er stóð sig svo vel á sl. sumri. Flestir sterkustu leikmenn félagsins hafa yfirgefið það nú á síðustu mánuð- um og haldið til útlanda — flestir til Svíþjóðar. í raun er ofur eðlilegt að leikmenn flykkist til Svíþjóðar: Félögin þar, þótt litil séu að burðum, geta í flestum tilvikum boðið leikmönnum meiri hlunnindi en hér heima og þar með er björninn unninn. Flestir þessara leikmanna er farið hafa út eru ungir og óháðir og því skyldu þeir ekki slá til. Það er hins vegar tími til kominn að KSÍ setji einhverjar gagnkröfur á þessi erlendu félög til þess að reyna að stemma stigu við þessari óheillaþróun. ystu, sem það hélt um tíma. Um miðjan síðari hálfleikinn var munurinn kominn upp í lOstig, 73—63. Framarar tóku þá góðan kipp og breyttu stöð- unni í 73—77 og allt virtist geta gerzt. Munurinn minnkaði enn, 75—78, en síðan skoruðu Stúdentar næstu þrjár körfur og gerðu út um leikinn. Munur- inn smájókst og í lokin skildu 15 stig liðin að. Öruggur sigur ÍS. Þrátt fyrir að Trent Smock skoraði 40 stig í leiknum voru það þeir Atli Arason og Jón Héðinsson sem voru hvað sterkastir hjá ÍS — einkum þó Atli. Hann hefur ekki leikið betur í vetur og skoraði nú 22 stig — flest með gullfallegum langskotum. Undir lokin tók þó aðeins að hitna í kolunum hjá honum en ekki hlauzt neinn skaði af. Þá átti Jón Héðinsson afar sterkan leik. Gísli kom sterkur út eftir að hafa kælt sig á bekknum og Ingi tannlæknir nýtti sér allar skemmdir í vörn Fram til fullnustu. Hjá Fram var Þorvaldur Geirsson beztur. Geysisterkur leikmaður að verða og baráttan er óvíða meiri en hjá honum. Simon skoraði mikið en átti ekkert sérstakan dag annars og virtist ekkert allt of áhugasamur. Björn Magnússon átti einn af sinum betri dögum og Ómar var ágætur en mætti að ófyrirsynju minnka harðræðið gegn andstæðingunum örlítið. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Kristbjörn Albertsson. Dæmdu þeir þokkalega en eltust allt of mikið við smábrot, sem i raun skiptu litlu máli. Stig ÍS: Smock 40, Atli 22, Jón 21, Gisli 11, Ingi 8, Bjarni Gunnar 7, Gunnar 2. Stig Fram: Símon 26, Shouse 21, Þorvaldur 18, Björn M. 1.4, Ómar 8, Björn J. 4, Guðmundur 2 og Guðbrandur 2. Staðan i úrvalsdeildinni að leik loknum er þá þannig: KR 10 7 3 Valur 10 7 Njarðvík 10 7 ÍR 10 5 ÍS 10 2 Fram 10 2 Stigahæstu menn: Trent Smock, ÍS Tim Dwyer, Val Jón Sigurðsson, KR Mark Christensen, ÍR Símon Ólafsson, Fram Kristinn Jörundsson, ÍR 828- 865- 839- 865- 8 888- 8 782- þessum -758 14 -819 14 -802 14 -896 10 -915 4 -865 4 359 291 243 239 223 223 Ármenningar áttu ekki svar við Sigga Sveins. — hann skoraði 10 mörk í 26 - 23 sigri Þróttar Það voru fyrst og fremst hin gullfall- egu mörk Sigurðar Sveinssonar ásamt góðri markvörzlu Sigurðar Ragnars- sonar, sem færðu Þrótturum tvö afar kærkomin stig í 2. deildinni í gær- kvöld. Þróttur sigraði þá Ármann 26— 23 í ieik, sem einkenndist af slökum vörnum beggja liða. Annað einkenni liðanna var hve illa þau nýttu vitaköst sín. Þróttarar fengu fimm vítaköst og skoruðu ekki úr einu einasta. Heimir og Ragnar markverðir Ármenninga, vörðu þrjú þeirra — Heimir tvþ — og þeir Sigurður Sveinsson og Páll Ólafs- son áttu hvor sitt vítið í stöng, Björn Jóhannesson tók öll viti Ármanns i leiknum. Hann fékk sex tækifæri en skoraði aðeins úr helmingnum. Tvívegis hitti hann stangirnar og einu sinni varði Sigurður Ragnarsson frá honum. Þrátt fyrir þessa slæmu nýtingu vantaði ekki mörkin i leikinn og hann var hinn fjörugasti á köflum. Hræddur er ég þó um að Þróttarar verði að leika betur ef þeir ætla sér upp I 1. deildina á ný og eiga einhverja möguleika þar. Þróttur fékk óskabyrjun í gærkvöld og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Ármenningar voru afar óheppnir á þessum tíma og hittu fyrir stangir og annað er varð á vegi þeirra. Eftir 10 min. leik munaði svo ekki nema einu marki, 6—5 fyrir Þrótt. Þá kom aftur góður kafli leikmanna Þróttar og þeir skoruðu 3 mörk í röð, staðan 9—5. Þessi munur hélzt nær óbreyttur út allan fyrri hálfleikinn og í hálfleik leiddi Þróttur 15—11. Ármenningar breyttu um varnarað- ferð i seinni hálfleiknum og Björn Jóhannesson lék stöðu „indíána”. Þessi breyting virtist slá Þróttara gersamlega út af laginu og sóknar- leikurinn tók að riðlast. Munurinn minnkaði ótt og títt og margt gerðist á skömmum tíma. Heimir varði víti Einars Sveinssonar og rétt á eftir skaut Páll Ólafsson i stöng úr víti. Friðrik jafnaði loks fyrir Ármann, 16—16, og voru þá 10 mín. af síðari hálfleiknum. Erfitt hjá Valsmönnum Valsmenn eiga ekki neitt sérlega létt- an róður fyrir höndum í viðureign sinni við sænsku meistarana Drott i Evrópu- keppni meistaraliða nú um næstu mánaðamót, ef marka má gengi sænska liðsins í 1. deildinni i Svíþjóð. Drott er nú komið i efsta sæti deildarinnar — með tveggja stiga for- skot — eftir glæsilegan sigur á Viking- arna á útivelli. Það var troðfull höll áhorfenda, sem varð vitni að einum skemmtilegasta leik í Allsvenskan í vetur, 2355 sáu leikinn. Vikingarna leiddu í hálfleik 8—7 en þegar upp var staðið hafði Drott skorað 21 mark gegn aðeins 17 hjá heimaliðinu. í öðrum leikjum má nefna það að AIK sigraði Hellas 21—16, H 43 sigraði GUIF 21— 19 á útivelli, Ystad lagði Redbergslid að velli 18—13 á útivelli einnig, LUGI burstaði Kristianstad 31—19 en úrslit úr leik Frölunda og Heim vantar. Mikil spenna er nú á toppnum í All- svenskan og til gamans birtum við hér stöðu efstu liðanna. Drott 13 9 3 1 287—260 21 Vikingarna 13 9 1 3 278—256 19 Ystad 13 9 1 3 268—246 19 LUGI 13 9 0 4 303—257 18 Heim 13 8 2 3 308—286 18 Næstu lið eru með 12 stig þannig að Ijóst er að baráttan um titilinn kemur til með að standa á milli þessara 5 liða. Leikur Þróttarar virtist í molum og Ármenningar áttu möguleika á því að komast yfir í fyrsta skipti i leiknum. Það hefði getað reynzt þeim dýrmætt. En eins og oft áður var Friðrik Jóhannsson of bráður á sér og Sigurður Ragnarsson varði skot hans laglega. Þetta virtist gefa Þrótti byr undir báða vængi. Leikmenn tóku að tala saman í vörninni og um tíma var engu líkara en heill saumaklúbbur væri á ferðinni — slíkur var kjaftagangurinn. En hann virkaði. Menn þjöppuðu sér saman og smám saman náði Þróttur tökum á leiknum á ný. Ólafur Jórtsson var drjúgur undir lokin og þá skoraði Sigurður Sveinsson eitt mark „a la Páll Ólafsson.” Hann stökk þá lóðrétt upp í loftið og skoraði laglega. Reyndar virtist Sigurður geta skorað hvenær sem hann vildi. Lokakaflinn var ærið kæruleysislegur af hálfu beggja aðila og var ekki laust við að menn brostu að tilburðunum. T.d. komst Sveinlaugur í dauðafæri eftir að Sigurður mark- vörður hafði gefið yftr endilangan völl- inn á milli allra Ármenninganna. Sveinlaugur tók undir sig mikið stökk og hugðist vippa yfir Heimi i markinu hjá Ármanni. Ekki tókst betur til en svo að „vippið” fór beint í hendurnar á Heimi, sem þurfti ekki einu sinni að lyfta þeim upp fyrir haus. Sveinlaugur sjálfur beið hins vegar algert skipbrot í teignum. Mörk Þróttar: Sigurður Sv. 10, Páll 6, Ólafur H. 5, Sveinlaugur 3, Einar og Lárus I hvor. Mörk Ármanns: Friðrik 6, Björn 4/3, Kristinn 4, Jón Viðar 4, Þráinn 3, Jón Ástv. 1. og Smári 1. Ólafur H. Jónsson hefur hér rifið sig lausan og skorar eitt fimm marka sinna gegn Ármanni i gærkvöld. DB-mynd: Bjarnleifur. Fari svo fram sem horfir þurfum við að flytja inn leikmenn frá Færeyjum til þess að geta smalað saman i 1. deildar- liðin okkar. Hjaras er lítill bær skammt frá Málmey i Svíþjóð og leiki liðsins sækja vanalega um 1000 til 1500 manns. Liðið hefur þá sérstöðu að hafa enga yngri flokka og verður því að byggja á aðkeyptum leikmönnum. Félagið hefur því e.t.v. meiri fjárráð en önnur 3. deildarfélög í Svíþjóð og getur þar af leiðandi boðið sæmilegustu kjör. Þriðja deildin í Svíþjóð er tvískiþt og i hvorum riðli eru 10 lið. Það komast því aðeins tvö lið upp úr deildinni ár hveft. Eitt frægasta dæmið um afrek 3. deildarliðs í Svíþjóð er Mjallby. Liðið Bikarhetjan hefur ekki leikið í tæp tvö ár! Lífið hefur svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum Roger Osborne, bikarhetju Ipswich, frá því í úrslitaleiknum gegn Arsenal vorið 1978. Osborne skoraði þá sigurmark Ipswich en varð að yfirgefa leikvöllinn strax á eftir. Síðan hefur hann ekki leikið einn einasta leik Ipswich-liðinu og er nú kominn á sölulista hjá félaginu. Að auki eru 7 aðrir leikmenn Ipswich komnir á sölulista en enginn þeirra hefur leikið neitt að ráði. Eru með 14 leiki til samans allir 7. Eins og við greindum frá í gær keypti Ipswich O’Callaghan frá Millwall fyrir 250.000 pund. Millwall vill reyndar fá 400.000 pund fyrir strák en var gengið að því. Það merkilegra er við þessi kaup er þetta er mesta upphæð, sem uð hefur verið fyrir 18 árt mann í Englandi. O’Callaghan er útherji og hefur með afbrigðum Þá er loks að breytingar hafa verið gerðar á landsliði íra fyrir leikinn gegn Englendingum á Wembley þann 6. febrúar. Gerry Peyton og Mark Lawrenson koma inn í hópinn. vann sig á fáum árum úr 3. deild upp i Allsvenskan og leikur þar næsta leik- tímabil. Það mun væntanlega skýrast nánar um helgina hvort forráðamenn Hjaras hafa náð að semja við einhverja íslenzka leikmenn og þá um leið hverjir það eru. Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Keflavík verður svo illa fyrir barðinu á sænskum félögum. Það er í raun ofur skiljanlegt þar sem Keflvík- ingar léku gegn Kalmar í UEFA-keppn- inni í haust og vöktu athygli í Sviþjóð. Keflvískir knattspyrnumenn til út- flutnings eru nú á þrotum og þá er eins víst og dagur rís á ný að ásóknin færist yfir á önnur félög. -emm/Ssv. Kínverji lands- liðsþjálfari — Ni Fenggou þjálfari blaklandsliðsins Kínverjinn Ni Fenggou, sem hefur þjálfað 1. deildarlið Vikings í blakinu í vetur, hefur verið ráðinn þjálfari blak- landsliðsins. Fari svo að Fenggou haldi til síns heima i vor er samningur hans við Vikingana rennur út er líklegt að Halldór Jónsson taki við stjórninni Laugdælir 9 8 1 26- -9 16 fram á haust. Halldór hefur verið Þróttur 7 5 2 15- -10 10 ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í ÍS 8 3 5 13- -17 6 blaki, en stúlkurnar munu fara til Fær- Víkingur 7 2 5 12- -17 4 eyja i marz og leika þar landsleiki við UMSE 7 1 6 7- -20 2 heimamenn. 1. deild kvenna Eins og er eru ekki ýkja mörg verk- Víkingur 4 4 0 12- -4 8 efni á dagskránni hjá blaksambandinu ÍS 4 3 1 11- -6 6 en það athyglisverðasta er þó tvímæla- ÍMA 3 2 1 7- -5 4 laust Norðurlandamótið, sem fram fer Breiðablik 3 1 2 7- -6 2 í Finnlandi i haust. Þá hefur ísland UMFL 4 0 4 2- -12 0 fengið boð um að leika í Luxemborg Þróttur 2 0 2 0- -6 0 um miðjan marzmánuð en ekki er víst hvort af þeirri ferð getur orðið. íslandsmótið er þá í fullum gangi og óvíst hvort hægt er að hliðra nægilega til svo ekki skapist mikil röskun á niðurröðun mótsins. Islandsmótið í blaki hefst nú um helgina af fullum krafti eftir gott hlé yfir hátíðarnar. Á Neskaupstað leika á morgun heimamenn og Völsungur í 2. deild karla og mun það vera fyrsti opin- beri blakleikurinn í Neskaupstað. Hann hefst kl. 15. Á sunnudag mætast Víkingur og Þróttur í 1. deildinni í Hagaskólanum Siguröur Sverrisson kl. 13.30 og að þeim leik loknum mætast kvennalið sömu félaga í I. deild kvenna. Um kl. 16 leika síðan Breiða- blik og ÍS í I. deild kvenna einnig í Hagaskólanum. 1. deild karla Lyons missti ökuskírteinið Micky Lyons, fyrirliði enska 1. deildarfélagsins Everton, hefur nú verið sviptur ökuleyfi sinu í eilt ár. Er hann sekur fundinn um að hafa ekið undir áhrifum áfnegis. Atvikið átti sér stað í haust eftir leik Everton og Feye- noord í UEFA-keppninni. Feyenoord sigraði 1—0 i þeim leik og þar með var Everton úr leik. Úrslitin urðu Lyons svo mikil vonbrigði að hann ákvað að fá sér í glas á eftir, sem hann og gerði. Síðan hélt hann áfram þar til hann var orðinn rallhálfur. Ætlaði hann siðan að aka heim en var gripinn glóðvolgur af lögreglunni. Auk þess að missa öku- skírteini sitt i eitt ár var Lyons sektaður um 75 sterlingspund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.