Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. GENGIÐ VARID MED AUK- INNI FRAMLEK>SLU Á MANN Tekst vinstra samstarf um þessar tillögur Alþýðubandalagsins? — nýir skattar á verzlun og banka — verðlag niður um 6 vísitöluprósent Svavar Gestsson alþingismaflur, sem nú stýrlr stjórnarmyndunarviðræðum. gengur í fund forseta. DB-mynd Ragnar. Tillögur Alþýflubandalagsins í efnahagsmálum eru á þessari stundu efst á baugi í viðræðum um stjórnar- myndun. Dagblaðið birtir þess vegna aðalefni þeirra mun ítarlegaren áður hefur komið fram. Alþýðubandalagið stefnir að því að koinizt verði hjá 10 prósent geng- isfellingu i .ár með því að auka framleiðni í atvinnuvegunum, það er framleiðslu á mann. Fiskverð skuli nú í ársbyrjun ákveðið með tilliti til þess, að gengi krónunnar verði stöðugt, olíugjald verði lækkað mikið og kjör sjómanna tryggð. Framleiðni í fiskverði verði aukin um 7 prósent á þessu ári. Verðlag ver.ði fastbundið með lögum frá 1. febrúar til aprílloka verði óheimilt að samþykkja meira en 6 prósent hækkun einstakrar tegundar vöru og þjónustu, há- markið verði 5% frá 1. maí til júliloka og 5% frá I. ágúst til nóvemberloka. Verðlag fært niður — auknar niður- greiðslur Til að hamla gegn víxlverkunum verði ákveðin almenn niðurfærsla á verðlagi. Ríkisútgjöld verði lækkuö, einnig flutningsgjöld, vátryggingar- kostnaður, þjónustugjöld, verzlunar- álagning, og bankar leggi sitt af mörkum í lækkunaraðgerðunum, svo og aðrir þættir. Lækkunin nemi 5— 10 prósentum i hverju tilviki og jafn- gildi 3 prósenta lækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Niðurgreiðslur verða auknar, sem nemur um 3ja prósenta lækkun vísitölu framfærslukostnaðar til viðbótar. Launaskattur afnuminn Til þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að standa undir þess- ari lækkun verði felldur niður 1,5% launaskatturinn, sem rennur í ríkis- sjóð. Það þýðir 5,5 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð. Vextir verði lækkaðir um 5% 1. marzog 5% I. ágúst. Þá leggur Alþýðubandalagið fíl, að 6 milljörðum verði varið til að auðvelda kjarasamninga, meðai annars til byggingar verkamanna- bústaða og leiguíbúða. Framlag ríkisins til dagvistunarmála verði tvöfaldað og byggingu hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraða hraðað. Bætur lifeyristrygginga verði hækkaður um 7—10 prósent að raungildi. Almenn laun verði verðtryggð. Tekið verði 3ja milljarða lán til að bæta bændum óverðtryggöan út- flutning. Nýr veltuskattur — skattur á banka Útgjöld ríkisins af framangreindu eru talin nema 22 milljörðum. 7,5 milljarðar af því koma til vegna aukningar á niðurgreiðslum, 6 milljarðar vegna félagslegra umbóta, 5,5 milljarðar vegna afnáms launa- skatts og 3 milljarðar vegna hækkunar bóta lífeyristrygginga. Þessa fjár verði aflað á eftirfarandi hátt: 4,5 milljarðar eiga að fást með sparnaði á rekstrarútgjöldum rikisins. Lagður verði sérstakur skattur á rekstrarveltu fyrirtækja á árinu 1979, þó ekki á sjávarútveg, fiskiðnað, landbúnað, útflutningsiðnað eða samkeppnisiðnað. Skatturinn verði lagður á sama grunn og stofn aðstöðugjalds og nemi 0,5%. Þessi skattur á að gera 4 milljarða. Frestað verði endurgreiðslu skulda rikissjóös við Seðlabankann sem nemur 8,5 milljörðum. 30% skattur verði lagður á tekjuafgang banka og sparisjóða árið 1979. Þessi skattur á að gefa 1,5 milljarð. Þá hyggst Alþýðubandalagið fá 3,5 milljarðana, sem á vantar, með bættri innheimtu skatta. Gefin verði út verðtryggð skulda- bréf og spariskírteini, umfram það sem var áætlað í fjárlagafrumvarpi, og gefi útgáfan 5 milljarða. Sparnaðarnefndir — lækkun verzl- unarkostnaðar Þær aðgerðir, sem hér hafa verið nefndar, eiga að koma til strax í ár Ennfremur leggur Alþýðubandalagið fram 3ja ára áætlun um „hjöðun verðbólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lífskjara.” Þar er miðað við, að haldið verði áfram að auka framleiðni, til dæmis um 5—10 prósent i sjávarútvegi á árinu 1981. í almennum iðnaði verði stefnt að 10% aukningu framleiðni að meðaltali á ári næstu þrjú árin. Alþýðubandalagið vill stofna sér- stakt efnahagsráðuneyti og áætlunar- ráð, sem hafi yfirumsjón með at- vinnu- og efnahagslífi. Sparnaðar- nefndir verði settar á stofn í rikis- fyrirtækjum og stofnunum. For- stöðumenn opinberra stofnana og ráðuneyta verði aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Ríkisbönkum verði fækkað i tvo, olíuverzlun endurskipulögð og tryggingafélögum fækkað. Stefnt verði að þvi að lækka verzlunarkostnað um 10% á næstu þremurárum. „Tölvumiðstöð verzlunarinnar Framlög til verðlagsstofnunar verði aukin, til kynningarstarfsemi, svo og framlög til neytendasamtaka. „Tölvumiðstöð verzlunarinnar” verði sett á stofn og greiði verzlunin kostnað við rekstur hennar. Þar fari fram verðútreikningur á innfluttum vörum. Lyfjasalan verði þjóðnýtt. Stofnuð verði fasteignasala rikisins. -HH. Gerum tiiboð í smærri og stærri veizlur. Leigjum út öll áhöld, diska, hnifapör og glös fyrir allt að 150 manns. W- 52449 F|R DEILD - 4. Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 19. janúar 1980 að Hótel Esju, 2. hæð, kl. 13.00. Fundarefni: Nýútgefin reglugerð um 27 MH2 tíðnisviðið. Önnur mál. Slj6m deildar 4. TÓNVERK, EKKIMYRKRAVERK Nýrri tónlistarhátíð hleypt af stokkunum Hjálmar Ragnarsson tónskáld. Mynd: Ragnar Th. Myrkir músíkdagar, hvað er nú þafl? Særingar, fjandafælur á sveimi, djöflamessur á miðnætti I gamla kirkjugarðinum? Óekki, heldur eins konar óopinber tónlistarhátíð sem Tónskáldafélagið og ýmsir einstakling- ar standa að i tíu daga og hófst hún I gær í Menntaskólanum við Hamrahlið. Inn á DB snjóaði Hjálmari Ragnars- syni tónskáldi sem leiddi okkur i allan sannleika um þenna viðburð. „Þessi hugmynd varð til i fyrravetur og fékk þá vinnutitilinn Dark Music Days,” sagði Hjálmar, „þar sem þá stóð yfir myrkasta skammdegið. Erlendu tónlistarmönnunum, sem við leituðum til í sambandi við þetta, fannst nafnið svo skemmtilegt að þeir slógu þegar til.” Hver er svo tilgangur þessarar há- líðar? „Megintilgangur er sá að vekja athygli á þessum menningararfi okkar, íslenzkri tónlist, og tónskáldum, eldri sem yngri, og undirstrika jafnframt hið nána sam'starf þeirra og flytjenda. Það er þegar farið að tala um íslenzka tónlist á erlendum hátíðum og okkur finnst timi til kominn að umræður fari fram hér heima líka. Haft var samband við ýmsa aðila, Sinfóníuna, Kammer- sveit Reykjavikur, Kammermúsík- klúbbinn, Kjarvalsstaði, Félagsstofnun stúdenta, Söngskólann og mennta- málaráðuneyti og Ríkisútvarpið og tóku þeir allir vel í málið.” Þú minntist á erlenda listamenn. Hverjir eru þeir? „Þarna verður m.a. Paul Zukofsky, sem okkur er þegar að góðu kunnur. Aðrir hafa sent okkur verk, m.a. Miklos Maros, sem samdi sembalkonsert og tileinkaði Helgu Ingólfsdóttur og Páli P. Pálssyni. Síðan verða verk nokkurra erlendra tónskálda frumflutt hér á landi, t.d. Vagns Holmboe og Dmitri Shostakovitsch. En ekki er síður mikilvægt að við fáum í heimsókn fréttamenn til að fylgjast með há- tíðinni, frá sjónvarpinu í Bremen, sænska útvarpinu og Svenska Dag- bladet.” Hvað með framlög íslenzkra tónskálda? ,,Þar eru nú kannski aðalskraut- fjaðrir okkar, eins og vera ber. Tvo ný verk eftir Snorra Sigfús Birgisson verða nú frumflutt á íslandi, sömuleiðis ný verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Karólínu Eiríksdóttur og Pál P. Pálsson. Loks má geta tveggja splunkunýrra verka eftir Leif Þórarinsson, annað er samið fyrir Helgu Ingólfsdóttur en hitt fyrir Manuelu Wiesler. Loks verðum við með „klassísk” íslenzk verk, t.d. söngvana um ástina og dauðann eftir Jón Þórarinsson, forleikinn Lilju eftir Jón Ásgeirsson, nýlegt verk eftir Jón Nordal og HSsselby — kvartett Þor- kels Sigurbjörnssonar frá l%9.” Nú má kannski segja að þetta sé allt tónlist sem þurfi rækilegrar og kannski tiðrar hlustunar við. Verður á dagskrá einhver tónlist sem allir eiga að geta sótt? „Við bindum miklar vonir við prógram það sem Þuríður Pálsdóttir hefur valið og stjórnar. Þar flytur Söngskólinn lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Markús Kristjánsson, Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson og Jórunni Viðar. En við vonum nú samt að þetta fái ailt saman góðar undirtektir og leggi þar með grundvöll að fleiri svona hátíðum.” -AI. Dagskrá hátíðarinnar í gær var i stuttu máli þessi: Kl. 20.30, Menntaskólinn við Hamra- hlfð: Sinfónían, stjórn. Zukofsky, einsöngur: Rut L. Magnússon. Verk eftir Jón Leifs, Snorra Sigfús Birgis- son, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Sunnud. 20. jan. kl. 17. Bústaðakirkju: Kammersveit Reykjavíkur, stjórn. Páll P. Pálsson, einl. Helga Ingólfsdóttir, einsöngv. Rut L. Magnússon. Verk eftir Karólínu Eiriksdóttur, Vagn Holmboe, Miklos Maros, Pál P. Pálsson, Jón Nordal. Miðvikud. 23. jan. kl. 20.30. Félags- stofnun stúdenta: Þuriður Pálsdóttir og Söngskólinn. Föstud. 25. jan. kl. 20.30, Kjarvals- slaðir: Strokkvartett. Verk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson, Snorra Sigfús Birgisson og Dmitri Shostakovitsch. Sunnud. 27. jan. kl. 20.30. Bústaðakirkja: Kammermúsík- klúbburinn. Manuela Wiesler, flauta; Helga Ingólfsdóttir, sembal. Verk: J. Mattheson, Leifur Þórarinsson, Páll P. Pálsson, J.S. Bach.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.