Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. Lake Placid Bandaríkjunum: Horfur á alvarlegum snjó- skorti á ólympíuleikunum síðustu komin skoluðust burt í rigningu um síðustu helgi og aðeins tæpar fjórar vikur til keppni Vetrarólympíuleikarnir eiga að vera í Lake Placid í New York fylki i Bandaríkjunum innan fjögurra vikna. Heldur þykir þó illa horfa með |ang leikanna þar sem ekki er neinn snjór á staðnum, sem að sjálfsögðu er bráðnauðsynlegur þegar keppa á í ýmsum greinum skíðaíþróttarinnar. Brekkur og fjallatindar umhverfis Lake Placid eru berir og siðustu snjó- kornin, sem þó voru fyrir hendi, mun hafa rignt í burtu um síðustu helgi. Stjórnendur leikanna hafa unnið að því að flytja snjó sem framleiddur er í þar til gerðum tækjum upp í væntanlegar skíðabrekkur. Ekki er þó útlitið gott með þá framkvæmd þar sem spáð er rigningu um næstu helgi. Þetta mun vera mildasti vetur í Lake Placid undanfarna hálfa öld. Orðrómur er i gangi um að til þess ráðs verði að grípa að færa sumar keppnisgreinarnar á ólympíuleikun- um eitthvað annað. Þessu hefur ólympíunefnd staðarins borið á móti og segir að sérfræðingar séu þess full- vissir að allt muni fara vel um síðir. Síðan tala nefndarmenn hressilega um það að þeir efist engan veginn um aðsnjórinn komi. Snjóframleiðsluvélar eru stöðugt í gangi og reynt er af beztu getu að framleiða snjó bæði til að setja á brautir þar sem norrænu greinarnar eins og gang og stökk eiga að fara fram og sama máli gegnir um brekk- umar þar sem alpagreinar, eins og svig og brun, verða. Lokaæfingar bandaríska ólympiu- liðsins, sem jafnframt voru loka- æfing fyrir framkvæmd ólympíuleik- anna í Lake Palcid, fóru fram á gervisnjó en lokaæfing í norrænu greinunum hefur verið afturkölluð vegna snjóleysis. Nú munu allir helztu sérfræðingar Bandaríkjanna í snjóframleiðslu vera komnir til Lake Placid til að aðstoða við að bjarga framkvæmd ólympíuleikanna. Mm 1 * ' ' 'I ;* Sovézki herinn mun leggja mesta áherzlu á að ná fullum völdum I borgum, flugvöllum og helztu samgönguleiðum I Afganistan. Myndin sýnir brynvagn sem er á ferð um auðnir nærri höfuðborginni Kabul. LJtid fylgi við aðhætta við ólympíuleik- anaíMoskvu Þrátt fyrir háværar áskoranir og umræður um að vestrænar þjóðir eigi að hætta við þátttöku í ólympíu- leikunum í Moskvu á komandi sumri virðist svo sem ekki sé mikið fylgi við það samkvæmt könnun sem Reuter trcttastofan gerði. Eii\kum mun skorta á að íþróttamenn, sem undir- búa sig nú undir þátttöku i leikunum, vilji sniðganga þá til að leggja fram sitt til mótmæla aðgerðum Sovét- manna í Afganistan. Eru menn þó á því að almennt þátttökuleysi á leikunum í Moskvu á komandi sumri yrði mikið áfall fyrir Sovétstjórnina. Sumir óttast þó, að valdamönnum eystra tækist að snúa slíkum atburðum upp í að verða þeim til framdráttar. Keppendur, sem nú eru einmitt að búa sig undir lokaæfingar fyrir ólympíuleikana sem eiga að hefjast 19. júlí næstkomandi, eru flestir á móti nokkurri röskun á þeim. Haft er eftir einum þeirra að vestrænar þjóðir hafi ekki gengið að því grufl- andi að Sovétmenn mundu notfæra sér leikana í áróðursskyni. Slíkt þurfi því ekki að koma neinum á óvart núna. Margareth Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, lýsti því yfir í gær að hún væri fylgjandi þvi að ólympíu- leikarnir yrðu færðir til einhverrar annarrar heimsborgar. Bandarísk stjórnvöld hafa farið þess á leit við samtök áhugamanna i hnefaleikum að þeir hætti við fyrir- hugaða keppnisferð til Sovétríkj- anna. Einnig hefur ýmsum atriðum í samvinnu Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna á sviðum lista verið aflýst eða frestað um óákveðinn tíma. Keisarinn í sjónvarpsviðtali: Andstöðumenn mínir kunna ekki að telja — um ásakanir um að hann hafi látið myrða hundrað þúsund manns Keisarinn fyrrverandi í íran sagði í sjónvarpsviðtali, sem birt var í Bandaríkjunum í gærkvöld, að ákærur gegn honum að hann og full- trúar hans hefðu myrt hundrað þúsund manns á valdatímanum væru fjarstæða. Það var sjónvarpsmaður- inn frægi David Frost sem ræddi við keisarann en viðtalið var tekið upp í fyrri viku á eyju við Panama þar sem hann og fjölskylda hans dvelst í út- legðinni. Sagði þjóðhöfðinginn fyrrverandi að ásakanir á sig og sína menn um morðin væru of fjarstæðukenndar til að að hægt væri einu sinni að kalla þær hneysklanlegar eða lygi. — Hin eina sem hægt er að láta hafa eftir sér um málið er það að andstæðingar mínir kunni greinilega ekki að telja. Keisarinn virtist við prýðilega heilsu ef ráða má af útliti hans í sjón- varpinu. Hann gekkst undir aðgerð á gallblöðru auk varnaraðgerða gegn krabbameini á sjúkrahúsi i New York við lok síðasta árs. Spurningum svaraði hann af öryggi og með skýrri og styrkri röddu. Hann var meðal annars spurður hvort nokkrar horfur væru á því að hann færi sjálfviljugur til írans til að svara til saka fyrir rétti skipuðum af stuðningsmönnum Khomeinis trúar- leiðtoga. Keisarinn fyrrverandi svaraði: — Hverjir eru þeir að vilja yfirheyra og ákæra mig? — Þeir ættu sjálfir að mæta fyrir rétti. — Átti hann þá við Khomeini og fulltrúa hans. Keisarinn svaraði spurningunni um hvað Bandaríkin hefðu getað gert til að aðstoða hann við að halda völdum í íran þannig — Líklega ekkert. — Taldi hann að heppilegast hefði verið að ríkisstjórnir Bandarikjanna og Bretlands hefðu ekkert skipt sér af gangi mála. p fi H íranskeisari virtist við hestaheilsu sjónvarpsviðtalinu i gær. Læknar Titos vondaufir um bata hans Læknar Titos, forseta Júgóslavíu, munu nú vera orðnir vondaufir um að hann lifi af veikindi sín, sem stafa af þlóðtappa í fæti. Hann er orðinn 85 ára gamall og hefur verið æðsti maður í landi sínu frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Fregnir frá Belgrad herma, að læknar telji nauðsynlegt að taka vinstri fótlegg hans af til að fjarlægja blóð- tappann. Tito mun aftur á móti ekki hafa samþykkt það. Aðrar fregnir í morgun sögðu, að þegar væri komið drep í fótinn og þá útséð um að unnt yrði að bjarga lífi þjóðhöfðingjans. Skákmótið í Hotlandi: Jafntefli hjá Guðmundi Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Robert Byrne frá Bandaríkjunum i þriðju umferð á skákmótinu í Hoogovens i Holl- andi í gær. Seiravan frá Bandaríkj- unum er efstur á mótinu með 2,5 vinninga en hann gerði jafntefli við Kanadamanninn Peter Biyiasis ígær.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.