Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. 19 Leiðrétting frá Árna Egilssyni: Er kvœntur Dorette en ekki Dóru í frásögn Dagblaðsins af íslend- ingamóti í Los Angeles skömmu fyrir áramót var Árna Egilssyni hljóm- listarmanni ranglega kennd kona, sem stóð við hlið hans á einni þeirra mynda, sem birtust með greininni. Árni sendi blaðinu leiðréttingu, sem fer hér á eftir: „Mér er tjáð að i blaði ykkar hafi birzt mynd af mér og konu nokkurri, sem sögð er kona min. Birtist myndin í grein um fslendingamót, sem haldið var hér í L.A. fyrsta desember. Til að fyrirbyggja allan misskilning hjá vinum, vandamönnum og öðrum bið ég ykkur að leiðrétta fréttina. Konan á myndinni heitir nefnilega Dóra Anderson, prýðiskona sem hér hefur búið um langt skeið og starfar hjá 20th Century Fox kvikmynda- fyrirtækinu, en hefur aldrei verið við mig bendluð. Mín kona heitir hinsvegar Dorette Egilsson, hinn mesti öðlingur og nýkjörin varaforseti íslend- ingafélagsins hér. Ég sendi hér með mynd af henni. Dorette lauk B.S. prófi í kjarn- orkuvísindum frá University of Ral- eigh N. Carolina sem skiptinemi frá Þýzkalandi. Siðar lauk hún námi í Internationale Theaterkunst frá Hamborgarháskólanum; leiklist frá Staatliche Hochschule Fúr Musik und Darstellende Kunst; lærði Pantomíu hjá Marcel Marceau; talar sjö tungumál, þ.á m. íslenzku; vann sem leikkona við Hamburger Schau- spielhaus (Gustaf Grundgens), Norður-þýzka útvarpið og sjón- varpið (N.D.R.) og sem prófessor við University of Houston, Houston, Texas og University of California i Los Angeles (U.C.L.A.). Við höfum verið gift í átján ár, eigum tvo syni og gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á okkar hjónabandsmálum á næstunni. Með beztu kveðjum og óskum um gleðilegt ár. Árni. Dorette Bgilsson eiginkona Árna. Henn segir þeu hafe verið gift i átján ir og gera ekki ráð fyrir miklum breytingum á hjónabands- máium s'mum á nmstunni. Hvunndugs- hetjan og vondar konur Bókaforlagið Iðunn gerði sam- komulag við Auði Haralds rithöfund þess efnis að hún skrifaði tvær bækur gegn veglegri fyrirframgreiðslu. Sú fyrri er þegar komin út og hefur vakið fádæma athygli manna. Bíður nú forlagið spennt eftir að sú seinni komi út en hún á að heita Vondar konur. . . . . . Og meira um Hvunndagshetj- una. Fullorðin kona kom inn i bóka- verzlun nú fyrir jólin. Hún gekk hægum skrefum að afgreiðslustúlk- unni og sagði í lágum hljóðum svo enginn i verzluninni fengi að heyra: „Ég ætla að fá þessa vinsælu Hvunndagsmellu”. . . . Eintómir kjafta- skúmar Drottinn allsherjar var óvenju þunglyndur. Gabríel erkiengli sárnaði að vonum að sjá leiðtoga sinn í vondu skapi. „Hvers vegna léttirðu þér ekki upp,” sagði Gabriel, ,,og skreppur til dæmis niður á jörðina i nokkra daga.” „Niður á jörðina!” svaraði Drott- inn allsherjar þunglega. „Þangað fer ég aldrei framar. Þar búa engir nema verstu kjaftaskúmar. Síðast þegar ég var á ferðinni fyrir tæpum tvö þúsund árum náði ég mér í kven- mann, sem mig minnir að heiti María. Og hvað heldurðu, Gabríel? — Þeir eru enn að tala um þetta!” ... og svo var það þessi um sveitamanninn, sem var alveg gáttað- ur á rokinu í Reykjavík. — Er alltaf svona veður hérna? spurði hann strák á Laugaveginum. — Ég veit það ekki, ég er bara tíu ára, svaraði barnið. „Þetta var mjög ánægjulegur ósig- ur fyrir mig, þvi að ég hélt helmingi lengur í heimsmeistarann en ég hafði gert mér vonir um,” segir Hannes Jónsson, sendiherra íslands í Moskvu, i bréfi til Dagblaðsins. Hann var einn af sextán erlendum ambassadorum og sendifulltrúum í Moskvu, sem tefldu fjöltefli við Anatoly Karpov heimsmeistara í síðasta mánuði. Hannes tefldi á fyrsta borði. Efri myndin sýnir upphaf fjölteflisins. Á þeirri neðri horfir heimsmeistarinn alvarlegum augum á Hannes drepa fyrir sér peð og skáka kónginum með riddara. Karpov færði úr skákinni og Hannes drap þá riddara hans. Þetta færði nokkuð fjör í taflið, en heims- meistarinn komst fljótlega í sókn aftur og mátaði sendiherrann í 22. leik. Að sögn Hannesar Jónssonar héldu fáir í við Anatoly Karpov í tuttugu leiki. Sendifulltrúi Austur- Þýzkalands, sem sat við hlið hans og tefldi á öðru borði, varð til dæmis mát í áttunda leik. Það var prótokoldeild utanrikis- ráðuneytisins í Moskvu sem skipu- lagði fjölteflið við heimsmeistarann. Við þetta tækifæri flutti Karpov erindi um skák og skákferil sinn og svaraði fyrirspurnum. Meðal annars kom fram í erindinu og viðræðunum, að Karpov lítur svo á, að skákin sé sambland af íþrótt, visindum og list. Hann sagðist eyða mestum tíma sínum í að tefla og fara yfir skákir beztu skákmanna heims. Hann kvaðst þó hafa áhuga á ýmsu öðru, svo sem umhverfisvernd, íþróttum og fræðigrejn þeirri, sem hann stúderaði og lauk prófi í við Leningradháskólann, hagfræðinni. Að lokum áritaði heimsmeistarinn nýútkomna skákbók sína og færði Hannesi að gjöf fyrir frammistöð- una. Ungir ritstjór- ar í Reykjavík stojha klúbb Davíð keypti ölið Baráttumenn fyrir bjórvæddu landi hafa nú eignazt stuðningsmann með breitt bak, Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekanda. — Er Davíð kom að utan fyrir stuttu keypti hann sér kassa af bjór, sem var að sjálfsögðu tekinn af honum. Skoðun Davíðs er sú að samkvæmt stjórnar- skránni sé óheimilt að mismuna þegnum landsins eftir því hvaða störfum þeir gegni og algjörlega óheimilt. Það eigi ekki að fara eftir því hjá hvaða hlutafélagi fólk vinni, hvort það fái að hafa bjór með sér í landið. Davíð bíður nú eftir því að fá kass- ann sinn afhentan — með dómi ef ekki vill betur. Karpov mátaði sextán ambassadora ífjöltefli ÁNÆGJULEG- UR ÓSIGUR FYRIRMIG — segirHannes Jónsson, sendiherra íslands í Moskvu blaðs Þjóðviljans, Katrin Pálsdóttir, tilvonandi ritstjóri Lífs, Kjartan Stefánsson hjá Sjávarfréttum, Óli Tynes, ritstjóri Fólks, Ólafur Hauks- son og Þórarinn Jón Magnússon, rit- stjórar Samúels, Edda Andrésdóttir, stjórnandi Húsa og hýbýla og Helgi Pétursson hjá Vikunni. Allt er þetta fólk af yngri kynslóð ritstjórastéttar- innar. Að sögn eins tíumenninganna er fundarstaðurinn Grillið á Hótel Sögu fyrst um sinn, þar eð klúbburinn gerir ekki ráð fyrir að geta byggt yfir sig í bráðina. Fundardagurinn er miðvikudagur. Tíu reykvískir ritstjórar hafa ákveðið að hittast einu sinni i viku á veitingastað og ræða landsins gagn og nauðsynjar — með öðrum orðum að stofna ritstjóraklúbb. Enn er ekkert nafn komið á klúbbinn, en Samtök ungra ritstjóra, skamm- stafaðSÚR, þykir líklegt. í klúbbi þessum eru Árni Þórarins- son og Björn Vignir Sigurpálsson, rit- stjórar Helgarpóstsins, Ingólfur Margeirsson, ritstjóri sunnudags- Meöai ritstjórmnna tíu eru þmr Edda Andrásdóttir og Katrín Páls dóttir. Athygiisvert er aö afhópn■ um hafa sjö starfað sem biaða- menn á dagblaðinu Vísi. DB-myndir Tvœr íslenzkar hljómplötuútgújiir kynna lög sín í Frakklandi Tvær íslenzkar hljómplötuútgáfur senda fulltrúa sína á tónlistarráð- stefnuna Midem í Frakklandi að þessu sinni. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum að undanförnu fer sextán manna lið frá Hljómplötuút- gáfunni hf„ — flest tónlistarmenn. Frá Steinum hf. eru farnir Steinar Berg, Jónatan Garðarsson og Gunnar Þórðarson. Hljómplötuútgáfufólkið kynnir efni sitt með spilamennsku á nætur- klúbbnum Club Whiskey A-Go-Go. Þar koma fram Brunaliðið, HLH- flokkurinn, Halli og Laddi og Björgvin Halldórsson. Fulltrúar Steina hf. kynna allt sitt efni niður- soðið, af segulböndum. Plata Mezzo- forte er þar á meðal og sömuleiðis platan Ljúfa líf. Fimm lög af henni eru nú komin með enska texta. Þá bjóða Steinar einnig upp á fjögur lög af sólóplötu Gunnars Þórðarsonar sem kom'út fyrir jólin 1978 og lagið Manitoba, sem var á fyrstu sólóplötu Gunnars. í nýjasta hefti enska blaðsins Music Week er sagt frá þeim, sem mæta á Midem ráðstefnuna. Þar er ekki getið Hljómplötuútgáfunnar hf. en sagt frá því að frá íslandi komi maður að nafni Steinhart! T 7“ cni 1 u rui \ Ll\ 1 plciffl FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.