Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 24
Geirfinnsmálið: „Ótti vhna var yíð hina ákærðu en ekki lögreglu” Lengi var ekki vitað, hver hefði stjórnað sendibifreið, sem snemma var nefnd í málinu. Við rannsókn kom i Ijós, að það var Sigurður Óttar Hreinsson. Hann og Kristján Viðar eru systrasynir. ! desember 1976 lýsti Sigurður Óttar því yfir, að hann ætlaði að segja sannleikann i málinu. Um hann gaf hann auk þess skýrslu í sakadómi 25. maí eftir að ákæra vargefin út. Sumarið 1974 vann Sigurður Óttar hjá Jóni Þorvaldi Volterssyni við akstur Mercedes-Benz sendibifreiðar. Kvöldið 18. nóvember það ár, var hann hjá Kristjáni Viðari frænda sínum á Laugavegi 32. Að beiðni Kristjáns bað hann um að mega nota sendibílinn daginn eftir. Kristján gaf honum svo fyrirmælin um aksturinn til Keflavíkur. Kvaðst hann koma á öðrum bíl á eftir. Hittust þeir siðan þar suður frá. Sagði Kristján honum að fara í Dráttarbrautina og hafa bílinn þannig, að afturendi hans sneri til sjávar. Þetta gerði Sigurður og beið þess er verða vildi. Hann heyrði skömmu siðar mannamál úr myrkrinu og þekkti raddir Kristjáns og Sævars. Kom svo Kristján til hans, allmóður, og sagði honum að fara til Reykjavíkur, ekkert yrði úr þessu. Siðar neitaði Sigurður Óttar að hafa nokkru sinni ekið til Keflavíkur — dró úr framburði sínum. Bar hann við harðræði við rannsókn málsins, einkum í yfirheyrslum hjá Karli Schutz. Þau Auður Gestsdóttir túlkur, Sigurbjörn Víðir rannsóknar- lögreglumaður, og Pétur Eggerz sendiherra, bera öll mjög ákveðið hið gagnstæða. „Karl Schutz beitti aldrei þvingunum eða hótunum,” segja þau. Ríkissaksóknari sagði um þetta atriði í ræðu sinni í Hæstarétti í gær: „Þegar Sigurður Óttar hikaði og hikaði var það af ótta — ekki við — engin rök að þvingun- um eða hót- unum segir ríkissak- sóknari lögregluna, ekki við gæzluvarðhald — heldur við ákærðu í málinu. Hann ótaðist að ef ákærðu yrðu sýknuð, þá stæði hann einn og óttaðist afleiðing- arnar.” „Ákærðu hafa engin rök getað leitt að því að þau hafi verið leidd eða beitt þvingunum, hótunum eða illri meðferð við yfirheyrslur,” sagði sak- sóknari. Hann bætti við: í héraðsdómi segir: „Mörg atriði i framburðum ákærðu geta ekki verið komin með öðrum hætti en frá þeim sjálfum.” „Þeim eru einnig min orð,” sagði saksóknari. -BS. iniiuni DB-mynd: Bjarnleifur. Sævar Ciecielski fluttur út I lögreglubil I fylgd með lögreglumönnum eftir ræðu rikissaksóknara i Hæstarétti siðdegis í gær. Jámblendiverksmiðjan kostar 36 milljaröa kr. — með tveimur ofnum. — Hugað að 50—100% stækkun verksmiðjunnar „Þótt áætlanir um járnblendi- félagið miðist við, að verksmiðja með tveimur ofnum sé lífvænleg rekstrar- eining, er Ijóst að styrkur og sam- keppnishæfni fyrirtækisins yrði meiri, ef ofnarnir væru þrir eða fjórir,” sagði Jón Sigurðsson for- stjóri járnblendiverksmiðjunnar á blaðamannafundi i gær. ,,,Frum- athuganir eru nú gerðar á því, hvort hagkvæmt gæti orðið fyrir járn- blendifélagið og Landsvirkjun að stækka verksmiðjuna um einn ofn i beinu framhaldi af hinum fyrstu tveimur en ennþá er of snemmt að segja nokkuð um hvort siíkir mögu- leikar séu raunhæfir.” Unnið er nú af fullum krafti við uppsetningu siðari ofnsins sem upp- haflega var ákveðinn t verksmiðjunni á Grundartanga. Ljóst er að mevin- hluta ársins 1980 verður einungis einn ofn í gangi og afkoman siæm af þeirn sökum hjá verksmiðjunni. Slæmt orkuástand og gangur byggingafram- kvæmda ræður því hvenær ofn nr. 2 kemst í gagnið en þá er búizt við að hagur fyrirtækisins vænkist verulega. Óvisst ástand er um þróun stálfram- leiðslu i heiminum og sölumál fram- leiðslunnar þvi i nokkurri óvissu þótt söiutrygging sú, sem félagið hefur samkvæmt samningum, veiti mikið öryggi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan kosti um 36 mitljarða króna þegar ofnarnir tveir eru komnir í gagnið. Afborganir lána hefjast ekki fyrr en eftir mitt ár 1982. Forráðamenn segja að gert hafi verið ráð fyrir taprekstri fyrstu misserin og árin en siðan batni afkoman. í verksmiðjunni vinna nú 130—140 manns við rekstur eins ofns og við byggingaframkvæmdir. Þegar tveir ofnar verða komnir í rekstur er gert ráð fyrir allt að 180 manna starfsliði og 240 manna ef ofnarnir verða þrir. Srjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. JAN. 1980. „Af hverju finnst ekki lík? „Þýðing þess, að lík er ekki fyrir hendi, vekur spurn um það, hvort nokkurt manndráp hefur átt sér stað,” sagði Þórður Björnsson ríkissaksókn- ari, í ræðu sinni í Hæstarétti í gær um Geirfinnsmálið. „í norrænum rétti er dæmt, þrátt fyrir það að lik vanti,” bætti hann við. Á þessari öld munu engir dómar hafa gengið á íslandi yfir manni þar sem lík hefur ekki fundizt. Saksóknari nefndi þrjú tilvik frá 19. öld þar sem sakfellt var þrátt fyrir það. í öll þau skipti hafði nýfæddu barni verið komið fyrir. Til er danskur hæstaréttardómur frá 1918 þar sem sakfellt var án þess að lik fyndist. „Ég vil vekja athygli á því, að þá var sá dómur líka íslenzkur Hæsti- réttur,” sagði saksóknari. Loks má geta um norskan dóm, þar sem maður var sakfelldur fyrir mann- dráp án þess að lik fyndist. „Lík Geirfinns hefur ekki fundizt, þrátt fyrir víðtæka leit,” sagði sak- sóknari. „Ef til vill er það vegna þess, að líkið ber áverka, sem ákærðu óttast. Það er sagt grafið i Rauðhólum. Það hefur þá verið til að villa um þegar ákærðu hafa bent á Álftanes, kirkju- garða i Reykjavík og Hafnarfirði og fleiri staði. Það stoðar ekki ákærðu og leysir ekki undan refsingu,” sagði sak- sóknari. -BS. Prófessorsembættið \ íslandssögu:. Vilmundur ekki ákveðinn enn? Vilmundur Gylfason menntamála- ráðherra hefur ekki enn skipað í prófessorsstöðu í íslandssögu við heim- spekideild Háskóla tslands. Meirihluti heimspekideildar mælti með þvi að dr. Sveinbjörn Rafnsson yrði skipaður i stöðuna. Aðrir umsækj- endur voru dr. Ingi Sigurðsson og dr. Þór Whitehead. DB spurðist einnig fyrir um það í menntamálaráðuneytinu hvað liði skipan í prófessorsembætti í félagsfræði og í dönsku, og fékk þær upplýsingar að dómnefnd hefði úr- skurðað að enginn umsækjenda um prófessorsembætti i dönsku væri hæfur. Hins vegar væri dómnefnd enn að fjalla um umsækjendur í félags- fræði. -GAJ. LUKKUDAGAR: 18 . JANÚAR 20853 Kodak Ektra myndavél.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.