Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3
I DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. 3 Er þjóðin vaxaxS í Irfranum kristindóni? 300milljónir í flugelda — en aöeins 100 milljónir til hungraöra tslendingar söfnuðu rúmum 100 milljónum i Kampútseu-söfnuninni. Bréfritari bendir á i þvi sambandi að á sama tíma fóru 300 milljónir i flugelda. Páll H. Árnason, Vestmannaeyjum, skrifar: Í einhverri forystugrein Timans nýlega var talað um merki vaxandi kristindóms með þjóðinni. Ég man þó ekki eftir að það væri rökstutt með öðru enþví að kirkjusókn væri mikil yfir hátíðarnar og meirihluti kirkjugesta væri ungt fólk. Það er vissulega gott ef fólk byggir sig upp andlega með kirkjusókn. Ég held þó að kirkjusókn verði aldrei mælikvarði á kristilegt líferni, kærleiksþjónustu. Messurnar eru oft kallaðar guðsþjónustur. Þannig er því komið inn hjá fólki að með kirkjuferðinni sé það að þjóna guði sérstaklega. Með þvi getur kirkjuferðin virkað svipað og synda- þvottur kvöldmáltíðarinnar í blóði Jesú. Ég spyr. Hvað er það sem bendir til lífrænni kristindóms hjá þjóðinni nú en áður? Er það, að safnað er til hungraðra með talsverðri fyrirhöfn 100 milljónum króna meðan skotið er upp flugeldum fyrir um 300 milljónir engum til gagns en sjálfsagt nokkrum til fárra minútna yndisauka? Eða á- fengiskaupin sem skapa mestu heimilis- og hjónabandsóreiðti þjóðfélagsins og æði oft glæpaverk? Á styttri tíma en hjálparsöfnun kirkjunnar stendur yfir er sagt að áfengi sé selt fyrir á annan milljarð króna frá ÁTVR og allir vita að í því er ekki allt talið og öll önnur óþarfa- og lúxuseyðsla hlýtur að hlaupa á hundruðum milljóna. Hvað mundi móðir Theresa segja um slíka guðsþjónustu? Hún sem sagði í sjónvarpsþættinum sínum eitthvað á þessa leið: Þið eigið ekki að gefa af ofnægtum ykkar heldur þannig að þið finnið til þess. Sá þáttur er einn af fáum sem ætti að margsýna í sjónvarpinu. Líferni móður Theresu helgar trú hennar en sá sannleikur er mótsögn við þá speki, sem bókstafur þjóðkirkjunnar er alltaf að troða í okkur, að trúin helgi lífernið. Móðir Theresa spyr hvorki um stjórnmál né trúarbrögð. Hún sér i hverjum einasta einstaklingi það guðsbarn sem getur vakið meiri gleði á himnum heldur en þeir 99 sem ekki þurfa yfir- bótar við. Nú virðist varla vera hægt að leita fjárstuðnings við eitt eða neitt nema í formi happdrætta þar sem stuðningsmenn eru látnir borga máske langtum hærri upphæðir til vinningshafa happdrættisins, en til fyrirtækjanna sem þeir vilja styrkja. Nú kostar ársmiði í happdrætti SÍBS 14.400 kr. en aðeins fara læp 3000 af þvi til fyrirtækisins, en rúmlega 11.000 kr. til vinningshafa. Slíkt er óhæf fjáröflunarleið. En hún er í samræmi við ýmsa aðra fjármála- óreiðu í þjóðfélaginu, t.d. Kampút- seusöfnunina í samjöfnuði við á- fengis- og flugeldakaupin. STURLU í F0R- SETA- FRAM- B0D Islendingur skrifar: Nú eru þrir menn búnir að gefa kost á sér til forsetakjörs á komandi vori. Að þeim öllum ólöstuðum hefur sá enn ekki verið opinberlega nefndur sem að margra dómi mundi sóma sér öðrum mönnum betur sem forseti íslands. Þessi maður er dr. Sturla Friðriksson. Sturla hefur allt það til að bera sem embættinu hæfir. Hann sameinar greind og glæsimennsku og hefur einstaklega virðulega en þó aðlaðandi framkomu. Á þetta einnig við urn konu hans. Þá er Sturla mjög vel menntaður og flestum betur að sér um lífríki þessa lands, hvort sem átt er við mannlíf, dýra- eða jurtalíf. Er ekki of mælt, að hann sé vel kynntur um land allt til sjávar og sveita, af störfum sínum og eigin per- sónu. Á seinni árum hefur Sturla látið umhverfismál mjög til sin taka og unnið á þvi sviði bæði hér Og annars staðar. Gegnum þau störf hefur hann á ferðalögum sínum öðlast viðtæka þekkingu á nálægum sem fjarlægum löndum og er alls staðar mikils metinn. Það eru þessir eiginleikar Sturlu og lífsreynsla sem að minum dómi og fjölmargra viðmælenda gera hann hæfari en aðra til forsetaframboðs. Nú veit ég að Sturla muni þurfa mikla hvatningu til að gefa kost á sér, og skora því á alla þá sem undir þessi orð vilja taka að vinna ötullega að framboði hans. Á byrjunarlaunum þrátt fyrir 30 ára starfsreynslu Ritari skrifar: Skv. viðtali við hr. Kristján Thorlacius, formann Bandal. starfsm. ríkis og bæja , i Helgar- póstinum 23.1 l.sl. telur hann eðlilegt að hann sjálfur hafi tvöföld laun miðað við þann lægsta, sem kominn er með 6 ára starfsaldur. Kristján segir: „Ég er enginn byrjandi í starfi”. Ennfremur: „Og hver vill vinna ár eftir ár án þess að fá umbun fyrir reynslu í starfi?” Þetta ritarar hjá ríkisstofnunum tekið er gott hjá hr. Kristjáni og getum við undir þá spurningu, því sumir okkar .__________________________ éru með 25—35 ára starfsreynslu en samt ennþá í byrjendalaunaflokki. Þvi spyrjum við: Hve lengi eigum við að bíða? Gott væri að for- maðurinn tæki okkar starf til rækilegrar endurskoðunar og fengi það metið að verðleikum við næstu launasamninga. GUNNLAUGUR A. JÚNSS0N LA UGARDA GS-MARKAÐUR Plym. Volaré Premier station 1978. 8 cyl. með öllum aukahlutum Plym. Volaré station 1976 Dodge Aspen station 1977 Dodge Aspen 4 dyra 1976 DodgeSwinger 1973/1974 Dodge Satelite 2 dr. 1970 Simca 1508 GT 1978 Simca 1508 S 1978 Simca 1307 GLS 1977 Mazda 626 2000 c.c. 1980 Mazda 323 SP 1979 Mazda 323 1978 Mazda 929 1975 Volkswagen 1200 1974 ek. 67.000 km. Löggilt kennslutæki fylgja Oldsmobile Delta dísil 1978 Buick Century 1974 Buick Skylark 1971 Marverick 1970 Pontiac Bonneville 1976 Oldsmobile Toronado 1974 Pontiac Grand Prix 1978 Jeep Cherokee 'S' 1976 Plym. Trailduster 1975 Ford Escort Lada Sport Simca 1100 LX 1978 Toyota Corolla 1974 1978/1979 1977 Mercedes Benz 230. 4. 4975 ek. 80.000 beinskiptur, sóllúga, vökvastýri CHR YSLERSA L URINN SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 - 83454 r(--- ? Spurning dagsins Finnst þér að sjónvarpið ætti að sýna beint f rá ólympíuleik- unum? Magnús Reynis nemi: Já, það finnst mér. Það áalls ekki að blanda iþróttum og pólitík saman. Ragnar Ástvaldsson, atvinnulaus: Já, endilega. Þeir hjá sjónvarpinu eiga baraaðsleppa fríinu í júlí. Willy Júliussen, bílstjóri sænska sendi- ráðsins: Það væri mjög gaman að fá að sjá ólympíuleikana beint ef það er hægt. Maria Gisladóttir húsmóðir: Já, það finnst mér. Þeir hjá sjónvarpinu geta fært fríið sitt fram i ágúst. Sigríður Sigmundsdóttir skrifslofu- stúlka: Auðvitað. Það finnst mér alveg hiklaust. Það væri hægt að sýna bara sérstaklega fyrir þetta. ' • Kjartan Magnússon.12 ára: Já, þvi ekki það. Það mætti færa fríið um einn mánuð, annað hvort að hafa það í júni eða ágúst. Ég horfði alltaf á þegar sýnt var frá ólympíuleikunum síðast og hafði mikla ánægju af því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.