Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUJI 19. JANÚAR 1980. fylgi Humphrey Atkins innanríkis- ráðherra Breta sem tókst að fá þrjár af fjórum helztu stjórnmálahreyfing- unum til að setjast enn einu sinni að samningaborðinu. Margir á Norður- írlandi óttast að svo geti farið að þessar viðræður verði síðasta tæki- færið til að finna stjórnmálalega lausn á málinu. Ef upp úr samninga- viðræðum slitni að þessu sinni geti verið að menn freistist til að grípa til mun róttækari aðgerða til að koma stefnu sinni fram. Bretar sem nú hafa alla stjórn á Norður-írlandi á herðum sér hafa bent á sex hugsanlegar leiðir sem fara mætti þegar hafizt verður handa að færa valdið frá London til héraðs- stjórna á Norður-írlandi. Helzta ágreiningsefnið er tengslin við Irska lýðveldið. Kaþólski sósíaldemókrata- flokkurinn og Verkamannaflokkur- inn hafa það báðir í stefnuskrá sinni að Norður-írland sameinist frska lýð- veldinu og vilja því að það málefni sé rætt á samningafundunum. Það má aðalforingi Lýðræðissinnaða sam- bandsflokksins, séra Ian Paisley, ekki heyra á minnzt. Flokkur hans berst fyrir sem mestum tengslum við Bretland og ekki komi til mála að ræða aðrar hugmyndir en þær sem byggjast á einhverju slíku sambandi í framtíðinni. Tveir fyrstnefndu flokkarnir eru flokkar kaþólikka en flokkur Paisleys er skipaður mótmælendum. Stærsti flokkur þeirra, Sambands- flokkurinn, hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í samningaviðræðunum. Ástæðan er, sögð sú að hann sjái enga ástæðu til slíks þar sem vonlaust sé um nokkurn árangur. Margir flokksmenn eru þó áfjáðir í að fulltrúar þeirra sitji á fundunum þó ekki sé nema til þess að gæta þess að Bretar fái ekki tækifæri til að koma á samkomulagi sem teld- ist óhagstætt mótmælendum sem eru um það bil tveir þriðju hlutar íbúa á Norður-frlandi. Einnig hefur komið fram í Fani úníonista a Norður-Irlandi við hun i Belfast. skoðanakönnunum meðal íbúa að 84% þeirra vilja að stjórnmálamenn reyni samningaleiðina. Hefur þetta enn orðið til þess að þrýst er á Sam- bandsflokkinn að taka þátt í viðræð- um fulltrúa deiluaðila og Breta. Eins og áður sagði þá eru menn ekki ýkja bjartsýnir um að árangur verði af þessum viðræðum. Þó er bent á að eitt atriði sé öllum viðræðu- aðilum sameiginlegt. Þeir telji sér allir einhvers konar samninga í hag. Bretar séu ákafir að ná þeim til að losna við þennan hvimleiða bagga sem Norður-frland séorðið þeim. Ian Paisley prestur vilji endilega ná samningum til að klekkja á Sam- bandsflokknum og þar með verða áhrifamesti stjórnmálamaður í hópi mótmælenda. John Hume, leiðtogi kaþólska Verkamannaflokksins, sem tók við af Gerry Fitt, fyrrum leiðtoga flokksins, sem einmitt sagði af sér vegna þess að hvorki gekk né rak í viðleitninni til að ná samkomulagi deiluaðilanna, vill endilega hamra út samkomulag þar sem undirstrikað væri að ábyrgð beggja deiluaðila sé jafnmikil ef illa fer. Ef ekki tekst að ná samkomulagi í þessari samningalotu eiga Bretar nokkra kosti. Þeir geta haldið áfram að stjórna Norður-írlandi frá London eins og verið hefur um sinn. Einnig gætu þeir komið á lagasetn- ingu þar sem ýmsar hugmyndir þeirra um heimastjórn fái lagagildi og komist í framkvæmd. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að Bretar dragi herlið sitt í Norður-írlandi hreinlega á brott. Ekki er víst að Bretar séu reiðu- búnir til að stjórna málefnum Norður-lrlands áfram með beinum aðgerðum. Margaret Thatcher for- sætisráðherra hefur mikinn hug á að leysa þessa deilu og þá ekki sízt eftir góðan árangur í deilu hvitra og svartra í Zimbabwe/Ródesíu. Bretar eru einnig veikir fyrir gagnrýni utan frá, einkum frá Bandaríkjunum, og vilja fyrir alla muni losna úr þessari klemmu. Mótmælendur á Norður-irlandi eru órólegri en áður vegna þess að Charles Haughey er setztur í sæti for- sætisráðherra frska lýðveldisins. Urn 1970 var hann sakaður um að hafa staðið fyrir smygli á vopnum frá lýðveldinu norður yfir landamærin til Norður-írlands. Hann mun þó hafa skipt um skoðun síðan og hefur hvað eftir annað fordæmt aðgerðir skæruliða IRA. Þrátt fyrir þetta er ljóst að hann verður að leggja mikið á sig til að vera ekki talinn hættulega grunsamlegur í augum mótmælenda í norðri og verði á þann hátt til hindrunar í hugsanlegum samning- um. „favorisera” verðbólgu-vofur, þ.e. þau fyrirtæki, sem hafa orðið til fyrir pólitísk atkvæðakaup af almannafé. Gullverð sýnir bilunina Annað er svo það atriði, sem sýnir .svo glöggt, að ekki verður um villst, að peningakerfi umheimsins er bilað — að verð á gulli og fl. dýrum málmum hefur margfaldast. Ekki þarf fleiri vitna við um það að stórstyrjöld við verðbólgu svarar ekki kostnaði. Það má ekki eyða stjómunarorku okkar forystusveitar í þessa baráttu. Enn annað er það atriði, sem ætti. að sýna mönnum, að verðbólga út af fyrir sig þarf ekki að hindra gott þjóðfélag — að á mesta uppbygg- ingarskeiði í sögu íslensku þjóðarinn- ar hefur verðlag 560—faldast. Hin miklu verkefni, sem ætti að mynda stjórn um að fram- kvæma Ég tel að nú sé ekki rétti tíminn til að stefna að samdrætti — heldur þvert á móti. Nú sé tíminn rétt valinn til stórra átaka til hagkvæmrar upp- byggingar. Að hluta til yrðu þó verk- efnin fólgin í meiriháttar leiðrétting- um á nokkrum skekkjum, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, þar sem fé hefur verið varið til fjár- festingar, sem veldur tjóni, svo sem ofveiðiflota og uppbyggingar á þeim landbúnaði, sem veldur lands- skemmdum. Sex stórverkefni tel ég brýnust. Skipulag f iskveiða Skipulag fiskveiðanna er að sjálf- sögðu allra brýnasta verkefnið — og það verkefnið, sem skjótustum arði mundi skila. Eins og ég og margir aðrir hafa margoft sýnt fram á hér í blaðinu og á ýmsum vettvangi, liggur alveg ljóst fyrir að þjóðarhag má bæta um verðmæti sem svarar ca 200 milljörðum (miðað við núverandi peningagildi) á aðeins 6—8 árum. Þjóðhagslegur bati mundi fara að segja til sín strax á 2. ári stjórnunar- aðgerða. Þetta liggur svo ljóst fyrir, að óþarft er að fara um það fleiri orðum í þessu samhengi. Minni þó á að þær lífskjarabætur, sem i breytingunni felast, mundu stórlega draga úr þeim landflótta og atgervis- flótta, sem nú er ein meiriháttar þjóðarmeinsemd. Skipulag landbúnaðar Nú þegar hafa markverð drög að endurskipulagningu landbúnaðar verið lögð fram. Ofbeit og áníðsla á landið verður að vera lokið — og yrðu aðgerðir til verndunar gróður- kerfisins framkvæmdar í nánum tengslum við endurskipulagningu landbúnaðarins eins og nú skal að vikið. Ný stórsókn til gróðurverndar — og enduruppbyggingar gróðurlenda Enduruppbygging gróðurlenda þarf að skipuleggjast í nánum tengsl- um við endurskipulagningu land- búnaðarins. Ég sting upp á að eitt af stóru verkefnunum yrði að endur- skrýða skóglendi stór svæði á landin- um, bæði til fegurðarauka og lofts- lagsbóta. Sauðfjárbúskap þyrfti alveg að fella niður á nokkrum stórum svæðum — og skipuleggja með girðingum hrossabeit á sömu svæðum þannig að skógar gætu vaxið upp. Hér hef ég einkum í huga allstór svæði umhverfis allar helstu þéttbýlis byggðir landsins. í þessu sambandi néfni ég fyrst umhverfi Stór-Reykjavíkur, t.d. svæðið frá Botnsá að ölfusá — alveg til fjalla. Umhverfi þéttbýlissvæð- anna yrði hagnýtt til útivistar fyrir þéttbýlisbúa — bæði fyrir einkaaðila og í almenningsþágu. Óræk sönnunargögn blasa víða við augum okkar, er sýna að með friðun og gróðursetningu mætti takast að gjörbreyta útliti — og raunar að nokkru veðráttu — heilla landshluta. Næsta umhverfi mikils hluta þjóðar- innar mundi gjörbreytast, verða annað og fegurra. Raunveruleg nytjaskógrækt er svo sérstakt mál, sem taka ætti fyrir samtímis (á svo sem 5—6 stöðum á landinu) en má ekki blanda saman við ræktun fegrunarskóga og veðráttubætandi gróðurlenda. Gjörbreyting gæti orðið á aðeins 20 til 40 árum, sbr. t.d. Sigurjóns-lund í Kollafirði, ýmis svæði í Heiðmörk, nokkur falleg skógarsvæði inni i sjálfri höfuðborg- inni o.s.frv. o.s.frv. Skipulagning iðnaðar Nú er tími til stórra og djarflegra átaka í uppbyggingu iðnaðar. Marg- háttuð þörf knýr á um þessa upp- byggingu. Borgarhagfræðingur Reykjavíkur hefur í ágætum erindum nýlega bent á nauðsyn iðnaðarupp- byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig þarf viss iðnaðaruppbygg ingaðkomast á i sumum sveitum landsins til styrktar byggð þar — og í tengslum við endurskipulagningu landbúnaðar. Þorri bænda þarf að geta notið þess öryggis, sem heima- markaðurinn veitir — en til þess þarf þeim bændum að fækka svolítið, sem á þann markað þurfa að treysta, svo ekki komi of lítið í hlut hvers og eins. Vegna þess að ekki þarf að leggja teljandi fjármagn í veiðiflota lands- manna næstu árin — og fjármagns- þörf til landbúnaðar minnkar eitt- hvað — er tækifærið einkar hentugt til að gera bæði stór og smá átök í uppbyggingu iðnaðar. Því mundi fylgja aukin fjölbreytni í atvinnu- tækifærum og einnig mundi það draga úr tilhneigingu til landflótta. Stórvirkjun á Austurlandi Ég legg til að ráðist verði í stór- virkjun á Austurlandi í tengslun við orkufrekan iðnað, sem líklega ætti að staðsetja á Reyðarfirði. Almennt talað er ég andvígur þeirri stefnu, að stóriðnaður eigi að vera meiriháttar framtiðarlausn í efna- hagsuppbyggingu landsmanna — en ég sting upp á að einmitt nú verði gerð ein undantekning og fyrir því færi ég eftirfarandi rök: A. Ég tel of áhættusamt að hafa öll meginorkuver landsmanna á hálf eldvirku svæði eins og nú er. Við stórvirkjun á Austurlandi mundi öryggi í orkubúskapnum stórlega aukast. B. Stórvirkjun á Austurlandi mundi skapa visst jafnvægi milli lands- hluta — sem alveg sérstaklega er þörf á nú m.a. vegna þess að skipulag fiskveiðanna gæti, ef ekkert yrði að gert, veikt stöðu þessa landshluta, og kæmi þetta sem þáttur í þvi að jafna metin. Að sjálfsögðu þyrfti fleira að koma til vegna norður- og austur- byggða, svo sem smáiðnaður, sem fengi sérstakan forgang, einkum a norðausturhorninu, sbr. fyrri greinar mínar um þessi'mái. C. Við höfum nú þegar tengst hags- munaaðilum stórauðmagns í Evrópu gegnum Álverið í Straumsvík og jámblendið. Þess vegna tel ég visst öryggi i því að stórauðmagn annars svæðis heimsins hafi hér hagsmuna að gæta. Óljóst er margt um framtíð hinna miklu auðhringa og líklegt að hlutverk þeirra eigi eftir að taka miklum breytingum — en alkunn eru þau hyggindi smá- þjóða að deila viðskiptum sínum milli fleiri landa — og ekki rúm til að færa rök fyrir þeirri afstöðu hér. D. Til virkjunarinnar sjálfrar mundum við sennilega geta fengið lán á erlendum peningamarkaði — en hin erlendu lán eru okkur einkar hagstæð — m.a. vegna þess að í reynd greiðum við af þeim afar litla vexti þegar tekiðer mið af heimsverðbólgunni. Þann hluta orkunnar, sem við mundurn selja erlendum aðila, t.d. amerisku álvcri, mundum við geta selt á sæmilegu háu verði miðað við orkuverð i heiminum núna. E. Ég tel því líklegt að orkuverð til innanlandsnotkunar frá slíkri stórvirkjun, sem hér um ræðir, gæti orðið á fremur hagstæðu verði fyrir landsmenn. Almannavarnir Sem sjötta meiriháttar atriði stefnumörkunar vil ég nefna að al- mannavarnir suðvesturbyggða tel ég að þurfi að bæta. Staðsetning varnar- liðsins leiðir af sér ákveðna hættu fyrir alla íbúa á suðvesturhorni landsins. Ég tel sanngjarnt og sjálf- sagt að varnaraðilar geri sitt til að draga úr þessari hættu , m.a. með því að leggja breiða og greiðfæra vegi til austurs frá þéttbýliskjörnum á suð- vesturhorninu, þ.e. frá Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík ásamt með nokkrum viðbótaraðgerðum í tengsl- um við þessar. Grófar tillögur Þeir sem lita yfir þessa grein sjá fljótt að hér er stiklað á stóru — enda ekkert rúm (il að gera einstökum þáttum nein veruleg skil í svona grein. Hér er unt að ræða mjög gróft yfirlit, þar sem lesendum með frjótt hugmyndaflug er ætlað að geta í eyðurnar og glæða lifi þá hina grófu drætti þeirrar myndar sem hér er dregin. Kristján Friðriksson iðnrekandi. „Nú er ekki rétti tíminn til aö stefna að samdrætti heldur þvert á móti.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.