Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 7

Dagblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. 7 Vamarræða Páls A. Pálssonar fyrír Kristján Viðar: „FYRM JÁTNINGAR FENGN- AR MB> ÓLÖGLEGUM HÆTTl” — Verjandi krefst sýknu fyrír skjólstæðing sinn í prófmáli sínu fyrír Hæstarétti „Skjólstæðingur minn heldur stað- fastlega fram sakleysi sinu, þrátt fyrir fyrri játningar sem fengnar voru með ólöglegum hætti og hann ekki í því ástandi að af honum væri unnt að taka marktæka skýrslu, meðal annars vegna lyfjagjafa,” sagði Páll Arnór Pálsson hdl. er hann flutti varnarræðu sina fyrir Kristján Viðar Viðarsson í Hæsta- rétti í gær. Mál þetta er fyrsta prófmál Páls Arnórs í Hæstarétti eins og áður hefur verið sagt frá. Krafðist Páll sýknu fyrir Kristján Viðar af manndrápsákærum í bæði Geirfinns- og Guðmundarmálum. Krefst hann og vægustu refsingar sem lög heimila fyrir önnur þau brot sem Kristján Viðar er ákærður fyrir, meðal annars með tilliti til ungs aldurs. Telur Páll vitnaframburði hvorki trúverðuga né óyggjandi og rannsókn málanna beggja með ýmsum hætti stór- lega ámælisverðar. Hann telur að kærðu hafi á ýmsan hátt verið leiddir til framburða sem fyrir liggja í gögnum málsins. „Vorum við yfirheyrðir saman og látnir hjálpast að við að muna,” segir Kristján Viðar um þá aðferð sem beitt var þegar rannsóknarmenn reyndu að gera sér grein fyrir því hvað gerzt hafði í máli Guðmundar Einarssonar og hvarfi hans. Þá átelur Páll harðlega þá aðferð að halda réttargæzlumönnum og verj- endum sakborninga frá fjölda viðtala í strangri gæzluvist. Hafi þau viðtöl fjöl- mörg alls ekki verið bókuð og fyrir þau þrætt enda þótt um þau sé vitað með vissu. ..Játning sem dregin er til baka verður að vera trúverðug til þess að unnt sé að leggja hana til grundvallar sakfellingu,” sagði Páll Arnór. Hann benti meðal annars á það að skjólstæðingur sinn hefði viðurkennt að hafa banað Guðmundi Einarssyni með byssusting sem sannanlega hafi verið fargað þegar Guðmundur hvarf. í sambandi við hina mörgu og ósam- hljóða vitnisburði og játningar ákærða gat verjandi sérstaklega um geðdeyfðarlyf sem ákærða hafi verið gefin. Nefndi hann i því sambandi a.m.k. fjórar tegundir sem að meira eða minna leyti hafi verið gefnar á sama tíma. Um áhrif þess vitnaði hann til nýlegs dóms Hæstaréttar þar sem dr. med. Þorkell Jóhannesson lýsir áhrifum slíkra lyfja. Hægt sé undir áhrifum þeirra að fá neytendur til að játa nánast hvaðsem er. „Engin lögfull sönnun er fram komin. Likið hefur ekki fundizt. Eng- inn ásetningur til í ntálinu. Allur vafi á að vera sökunaut í hag,” sagði Páll. Varðandi Geirfinnsmálið segir Páll Arnór: „Rannsóknin var komin i algera sjálfheldu þegar þýzkur saka- málasérfræðingur var ráðinn hingað í júlí 1976. Til þess tíma var naumast hejl brú í síbreytilegum framburðum sakborninga.” Það sem þá virðist smella saman til þess að hægt sé að sakfella er i svo alvarlegu ósamræmi, þegar betur er skoðað, að það er fráleitt að byggja svo alvarlega refsidóma yfir ákærðum eins og krafizt er að mati Páls Arnórs Páls- sonar. ,Bs. Páll A. Pálsson flytur varnarræðu sína fyrir Kristján Viðar Viðarsson en hér er um prófmál Páls að ræða fyrir Hæsta- rétti. DB-mynd Hörður.. LENGSTA VARDHALD MANNS HÉRLENDIS FRAM AÐ ÞESSU — sagði Jón Oddsson hri. sem krefst algerrar sýknu fyrir Sævar Marínó „Þegar skjólstæðingur minn var handtekinn árið 1975 var hann rétt tví- tugur,” sagði Jón Oddsson hrl., verj- andi Sævars Marinós Ciecielskis, ákærða i bæði Geirfinns- og Guð- mundarmálum. „Hann hefur síðan sætt lengsta gæzluvarðhaldi sem nokkur maður hefur verið látinn sæta hér á landi fyrr og siðar eða í rúmlega fjögur ár,” sagði Jón Oddsson hrl. Aðalkrafa Jóns Oddssonar hrl. er al- ger sýkna af ákærunni um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Auk þess gerir hann kröfu um vægustu refsingu sem lög leyfa fyrir önnur brot sem ákært er fyrir. Þá krefst hann algerrar sýknu af ákæru fyrir að hafa ráðið Geirfinn Einarsson af dögum. Jón Oddsson Iagði í byrjun varnar- ræðu sinnar aðaláherzlu á þá stöðugu tregðu sem staðið hefur í vegi fyrir því að skjólstæðingur hans gæti nokkru sinni fengið rannsakað nokkuð það sem sannað gæti sakleysi hans. Telur Jón meðal annars yfirgnæf- andi líkur fyrir því að Sævar Marinó hafi alls ekki komið að Hamarsbraut 11 kvöldið sem talið er að Guðmundi Einarssyni hafi verið ráðinn bani þar. Hann lagði ríka áherzlu á það sem Páll Arnór Pálsson, meðverjandi hans, gerði raunar einnig að rannsókn þess- ara sakamála hefði að ýmsu leyti verið með þeim ósköpum að með ólíkindum er, ef rétt reynist. Þegar málflutningi var frestað í gær hafði Jón nýlega hafið varnarræðu sína sem hann heldur áfram á mánudaginn ki. 10. - BS Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður flytur varnarræðu fyrír Sævar Marínó. DB-mynd Bjarnleifur. SÓLARKAFFIÁ ESKIFIRÐI Sólin sást í fyrsta sinn á þessu ári tækjum voru pönnukökuveizlur, t.d. efni sólarkomunnar. Sólin sést ekki á um hádegið á mánudaginn. Ilmandi á skrifstofu Hraðfrystihússins þar Eskifirði um sex vikna tíma og pönnukökulykt mátti finna af því til- sem Erla Charles bakaði og færði algeng gömul venja er að fagna henni efni um allan bæinn og víða i fyrir- starfsfólkinu rjómapönnukökur í til- með sérstakri kaffidrykkju. Regína Sævar Marínó og Krístján Viðar flytja lokaræðumar Sævar Marinó Ciecielski og urnar í.þessum umfangsmikla mál- Kristján Viðar Viðarsson, báðir flutningi, samkvæmt heimildum sern ákærðir í Geirfinns- og Guðmundar- DB telur algerlega óyggjandi. ntálum, hafa veriö viðstaddir í Til þess hafa þeir báðir rétt og Hæstarétti alla daga sem mál- munu nota sér hann þcgar mál- flutningur hefur farið þar fram flutningi sóknar og varnar hefur slðastliðna viku. farið fram, væntanlega seint í næstu Þeir munu báðir flytja lokaræð- viku. .BS. AKURFELLSMÁUÐ TIL MKISSAKSÓKNARA INNAN TÍDAR „Rannsókn Akurfellsmálsins er Dagblaðið skrifaði um Akurfells- allmikil að vöxtum, mun umfangs- málið í októberlok og nóvember sl. meiri en haldið var í fyrstu. Hún er á 0g birti frásagnir ibúðaeigenda. lokastigi og ég mun taka ákvörðun Hjörleifur Hallgríms, einn eigenda um framhaldið þegar frá þvi hefur Akurfells, setti fram gagnstæð verið gengið, sagði Þórir Oddsson sjónarmið í DB 1. desember. Hann vararíkisrannsóknarlögreglustjóri. sagðist hafa misst eignir fyrir á annan Lögreglurannsóknin beindist upp- tUg milljóna þar sem hann hafi verið haflega að viðskiptum byggingar- ejnj hluthafinn sem veðsetti persónu- félagsins Akurfells hf. við Veðdeild legar eigur fyrir skuldum Akurfells. Landsbankans vegna íbúða sem Akurfell byggði og seldi i raðhúsum Margt hefur væntanlega borið á við Litluhlíð og Seljahlíð á Akur- góma í rannsókn Akurfellsmálsins. eyri.Veðdeildin kærði Akurfellsmenn Hún hófst að beiðni bæjarfógeta- fyrir að hafa hugsanlega veðsett embættisins á Akureyri. íbúðir án gilds veðleyfis. Þá hafa íbúðakaupendur á Akur- >.Es hef ekki gert það upp við mig eyri borið þungar sakir á Akurfell 'ennþá hvort ég vísa málinu beint til fyrir að skila þeim ibúðunum hálf- ríkissaksóknara og sendi bæjarfógeta kláruðum, þrátt fyrir að þær hafi á Akureyri tilkynningu um það, eða verið greiddarað fullu. Akurfell fór á hvort ég vísa málinu norður. Mér hausinn og íbúðaeigendur þurfa að sýnist fyrri kosturinn liggja beinna bera skaða sem nemur tugum millj- við,” sagði Þórir Oddsson. óna. - ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.