Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. Fjórðungur landsmanna notar olíu til húsahitunar: Olía sjö sinn- um dýrari en heitavatnið frá Hitaveitu Reykjavíkur Orkuverð til húshitunar er afar mismunandi eftir landshlutum. Sjö- faldur munur er á hæsta og lægsta orkuverði, þ.e. á olíu annars vegar og heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur hins vegar. í árslok 1978 notuðu 23% lands- manna olíu til húsahitunar og greiddu fyrir hana um 60% af heildarkostnaði við húsahitun á land- inu. Framangreint kemur fram í skýrsl- um nefndar sem Hjörleifur Gutt- ormsson fv. iðnaðarráðherra skipaði í september sl. til að „gera tillögur um leiðir fil jöfnunar á upphitunar- kostnaði”. Nefndin leggur áherzlu á að út- rýma beri sem fyrst olíuhitun húsa. Þurfi að sinna orkuframkvæmdum rækilega á næstu árum til að ná markmiðinu. Af einstaka atriðum sem nefndin drepur á i skýrslunni má m.a. nefna: Allt að 1% af áætluðum olíustyrk verði variö til fræðslu- og upplýs- ingastarfsemi um orkusparandi að- gerðir og þar með til jöfnunar hita- kostnaðar. Að greiddur verði einn aukaolíu- styrkur hverjum þeim er framvísar vottorði um að kynditæki viðkom- andi hafi verið stillt. Að litið verði á lán til orkuspar- andi aðgerða sem leið til jöfnunar á hitakostnaði og nauðsynlegt sé að Húsnæðismálastofnun verði þegar á næsta ári útvegaðar 1000 milljón kr. í þessu skyni. Að upphæð olíustyrks svari til þriðjungs af oliukostnaði við húsa- hitun. Að núgildandi verðjöfnunargjald á raforku og olíu falli niður. Þess í stað skuli lagður almennur orkuskattur á alla orkusölu í landinu, þar með talið orkusölu til stóriðju og til hitunar húsa. Tekjum af orkuskatti verði varið til verðjöfnunar á raforku, eldsneyti og hitunarkostnaði, til Orkusjóðs vegna framkvæmda í orkumálum og til Orkustofnunar vegna rannsókna á nýtingu innlendra orkugjafa og leiðum til að draga úr olíuinnflutningi. - ARH And U IrrU brnkini Ogri Th» Ogn w .Irndy Ihr wui hj|d«r. pui Un kiU ynlrrdji I ul X llOJtlZ SCRAP GOLD *Ct. CIO ».r «. 11«. Cl*0 ».r «. UCMTINOUP ffpE ♦. ] ‘:r.r HAMMOND ORGANS H0USE0F McCUE W tlu ImC NMiWritM 1.1. 111}««. -=•' CaenhtQ ðTdegmpi) tSpp 0tMll.il touf'd' STUDENTS HELP IN WORLD RECORD! THE wortd groulngt rrcord iluttnid om Grimsby fkh markct lodiy u two Icelandlc trmrlen enjojed ■ marknbW llbO.OOO [roulngt Ograsalan tók upp nærhálfa forsíðu blaðsins. \ Now Mayor J appeals to ^ tamicwPftwlA VELGENGN1N ER GÓÐRI SAMV1NNU VK) AH0FN 0G UTGERD AD ÞAKKA — segir Brynjólfur Halldórsson, heimsmethafi í togarafisksölu Heimsmet Reykjavíkurtogarans ögra, er hann seldi afla sinn í Grimsby fyrir liðlega viku á rúmlega 130 millj- ónir króna, vakti mikla athygli þar í bæ og sló dagblaðið Evening Telegraph þvi upp á forsiðu sem aðalfrétt. Fyrirsögnina sóttu þeir til þess að 14 islenzkir skólastrákar i jólaleyfi áttu þátt í heimsmetinu. í viðtali við blaðið segir Brynjólfur Halldórsson skipstjóri að aðeins tíu af vanalegri áhöfn hafi verið með í þess- um 22 daga túr, 14 fóru í jólaleyfi og því hafi verið fyllt upp með skólastrák- um. Gizkaði hann á að hver þeirra hefði haft eitthvað á aðra milljón króna. Velgengni sina við veiðar þakkaði hann aðallega góðri samvinnu sinni við áhöfnina annars vegar og útgerðina hins vegar. . Vasjukov og llic sigurvegarar á mótinuíPragrr,, JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK Um áramótin var i þriðja sinn haldið alþjóðlegt skákmót í Prag, sem skákdeild iþróttafélagsins Bohemians stóð fyrir. Keppendur voru alls 14, þar af einn sovéskur stórmeistari, Vasjukov, og 6 alþjóð- legir meistarar. Flestir voru kepp- endur frá austantjaldslöndunum, að frátöldum Svíanum lvarsson, Mar- geiri Péturssyni og þeim er þetta ritar. Litt þekktur júgóslavneskur skák- meistari, Ilic að nafni, tók forustuna i upphafi mótsins og hélt henni allt til loka. Var það almennt mál manna að örlagadisirnar hafi verið honum ákafiega hliðhollar. Gegn okkur íslendingunum mátti sjá þess góð dæmi. Hann tefldi gegn mér í 1. um- ferð og er leiknir höfðu verið 38 leikir átti ég 1—2 minútur eftir á klukk- unni. Staðan var einföld og voru vinningsmöguleikar allir mín megin. Skipti þá engum togum að ég hrein- lega gleymdi mér yfir borðinu og féll á tima! í skák hans við Margeir var svipaða sögu að segja. Margeir hafði lengst af yfirburðastöðu, en lék henni niðurí jafntefli i tímahraki. í síðustu umferð tókst sovéska stórmeistaranum Vasjukov, sem væntanlegur 'er á Reykjavíkurskák mótið í febrúar nk., að ná í skottið á Ilic og deila með honum efsta sætinu. I byrjun mótsins virkaði hann óöruggur, en sótti sig er á leið. Margeir kom síðan í 3,—4. sæti ásamt Sovétmanninum Spiljker með 8 v. Er það frábær frammistaða hjá Margeiri, sem hélt þar með uppi heiðri landans. Margeir tefldi hvassar en oft áður og urðu margar skáka hans býsna fjörugar. Spiljker tefldi á sinu fyrsta alþjóðlcga skákmóti og náði árangri alþjóðlegs meistara. Fái hann fleiri tækifæri, verður þess varla langt að bíða að allur titillinn verði hans. Lokastaðan varð annars þessi: I .—2. Vasjukov (Sovétríkin) og llic (Júgóslavia)9v. 3.-4. Margeir Pétursson og Spilj- ker (Sovétríkin) 8 v. 5.—7. Vilela (Kúba), Prandstetter og Ambroz (Tékkóslóvakía) 7 v. 8. Ivarsson (Svíþjóð)6 l/2v. 9. —10. Meduna og Janak (Tékkó- slóvakía) 6 v. II. —12. Jón L. Árnason og Lanc (Tékkóslóvakia) 5 1/2 v. 13. Modr (Tékkóslóvakía) 5 v. 14. Hruska(Tékkóslóvakía) 1 l/2v. Um frammistöðu mína er best að hafa sem fæst orð. Á mótinu í Prag I fyrra hafnaði ég í 2.-4. sæti, en í þetta sinn gekk ekkert upp. Ég var al- gjörlega óhugsandi og var tafl- mennska mín svo slæm, að ég efast um að ég hefði unnið, þótt ég hefði teflt við sjálfan mig. En lítum þá á tvær fjörugar skákir frá mótinu. Eins og fyrr sagði tefldi Margeir hvassar en oft áður og vöktu margar af skákum hans mikla at- hygli. í skák sinni gegn Janak brá hann fyrir sig betri fætinum og tefldi hið alræmda Dreka-afbrigði í Sikil- eyjarvörn, sem þekkt er fyrir að bjóða upp á flókna og skemmtilega baráttu. Margeir lærði afbrigðið yfir hádegisverðarborðinu daginn sem skákin átti að teflast og hér sjáum við árangurinn. Hvítt: Janák Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. c4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9.0-0-0 Bd7?! 9. leikur hvíts er sjaldséður og hann hafði Margeir ekki tekið með í reikninginn; algengara er 9. Bc4 sem svarað er með 9. — Bd7. Textaleikn- um er best svarað með 9. — d5, eða 9. — Rxd4! 10. Bxd4 Be6 og svartur má vel við una. Eftir hinn gerða leik koma upp áþekkar stöður og i aðal- afbrigðinu, nema hvað hvítur getur sparað sér leikina Bc4 — b3. 10. Kbl? Af þessum leik er rammur hræðslukeimur. Sjálfsagt var 10. h4, þvi hvítur má engan tima missa. Fischer hafði á sínum tima lítið álit á Drekaafbrigðinu. Hann sagði að hvíta sóknin tefldi sig sjálf og for- múlan væri þannig: „Opna h-línuna, fórn, fórn . . . mát!” 10, —Hc811.g4 Re5 12. g5 Athyglisvert framhald, en 12. h4 ásamt h5 var auðvitað einnig mögu- legt. 12. — Rh5 13. f4 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. f5 b5'16. Hhfl He8 17. Dd3? Hræðilegur leikur. Á d3 verður hvita drottningin aðgerðalaus. Eftir 17. Df2! er staðan mjög tvisýn. 17. — a6 18. Hf2 e6 19. f6 Bf8 20. Rde2 Dc7 21. Rg3 Hc8 22. Rxh5 gxh5 23. e5 d5 24. Bd4? Betra er 24. Hgl með hugmyndinni 25. g6! Eftir 24. — Be8 hefur svartur þó augljósa stöðuyfirburði. 24. — b4 Mögulegt var 24. — Hxc4 25. Dxd4 Bc5 26. Df4 Bxf2 27. Dxf2 Dxe5, en Margeir velur aðra leið. 25. Re2 Hxc2 26. Dxa6 26. — Hxb2 +! 27. Kal Annars kemur 27. — Dc2+ og 28. — Dxdl + o.s.frv. 27. — Hc2 28. Dd3 Bb5! 29. Dxb5 Hxa2 +! Hvítur gafst upp, því ef 30. Kxa2, þá 30. — Dc2 + og 31. Ha8. Sovéski stórmeistarinn Vasjukov er íslendingum að góðu kunnur, enda hefur hann tvivegis teflt hér á landi og er væntanlegur i þriðja sinn nú I febrúar. Á Reykjavíkurskákmótinu 1966 varð hann I 2. sæti með 8 1/2 v. af 11, á eftir Friðriki Ólafssyni (9 v.), og tveimur árum seinna varð hann síðan efstur ásamt landa sínum Taj- manov, með 10 1/2 v. af 14 möguleg- um. Á mótinu í Prag tefldi hann nokkrar fjörugar skákir, eins og t.d. þessa, gegn tékkneska alþjóða- meistaranum Meduna. Hvítt: Vasjukov Svart: Meduna Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6 + Rxf6 7. Re5 Be6 8. Be2 g6 9. 0-0 Bg7 10. c4 0-0 11. Be3 Dc7? Mun sterkara er 11. — Re8! sem leikið var i skákinni Jón L. Árnason — Janak í þessu sama móti. Hug- myndin er — Rd6-f5. 12. Dcl! Hfd8 13. Hdl Re8 Of seint! 14. Bf4 Db6 15. Dc3 a5 16. a3 a4 17. Hacl Da5 18. De3 Rd6 19. g4! Auðvitað. í ljós kemur að svartur er algjörlega mótspilslaus gagnvart komandi atlögu hvíts á kóngsvængn- um. Næstu leikir hans flýta þó mjög fyrir úrslitunum. 19. — Re8 (?) 20. h4! Rd6? 21. Kh2 Bf6 22. h5 gxh5 Hótunin var 23. hxg6 hxg6 24. Rxg6! Svartur vonast nú eftir 23. gxh5, því þá fær riddarinn aðgang að f5-reitnum. 23. c5! Re8 24. gxh5 Rc7 25. Hgl + Hvítur gat einnig gert út um taflið með 25. Dg3 + Kh8 26. RxH+ Bxf7 27. Bxc7, en textaleikurinn leiðir beint til máts. 25. — Kh8 26. Bd3! Svartur gafst upp, því við hótun- inni 27. De4 ásamt 27. Dxh7 mát er ekkert viðunandi svar. Ef 26. — Bd5, þá engu að siður 27. De4! Bxe4 28. Rxf7 mát og ef 26. — Bxe5 þá 27. Bxe5 + f6 28. Dh6 og mátar. Jólahraðskákmót Austurlands Hið árlega jólahraðskákmót Austurlands var haldið á Egils- stöðum laugardaginn 5. jan. 1980. Keppendur voru 15, frá Neskaup- stað, Eskifirði, Stöðvarfirði, Fá- skrúðsfirði og Egilsstöðum. Úrslit urðu þau, að Gunnar Finns- son, Eskifirði, varð sigurvegari, hlaut 12 vinninga af 14 mögulegum. Næstir komu þeir Hákon Sófusson, Eski- firði og Viðar Jónsson, Stöðvarfirði, með 11 vinninga. Röð efstu manna. 1. Gunnar Finsson, EskifirAi 12 v. 2. —3. Hákon Sófusson, Eskifirði 11 v. 2.—3. Vlða'r Jónsson, Slöðvarfirði 11 v. 4. Aðalsteinn Steinþórsson, Egilsstöðum 10 1/2 v. 5. Páll Baldursson, Neskaupstað 9 1/2 v. 6. —7. Þór Jónsson, Eskifirði 9 v. 6.—7. Auðbergur Jónsson, Eskifirði 9 v.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.