Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. 5 Les sögur og Ijóö og talar mörg tungumál auk íslenzku Brynhildur ióhannsdóttir, eiginkona Alberts Guðmundssonar, heimsótt býður LÍF OG LITI Seljum alls konar hamrað, glært og reyklitað gler. • Lehið ekki langt yfir skammt, úrval- ið er hjá okkur. Nú er rétti timinn til að fi sér LIST- GLER. USTGtfR Fegrið heimilið með LISTGLERI — blýlagt gler í ótal mynstrum og litum. Tilvalið í svalahurðir, forstofu- hurðir, útihurðir og alls konar glugga til skrauts og nytja. Vinnum gler eftir pöntunum með stuttum afgreiðslufresti — Hring- ið eða komið vestur á Granda og kynnið ykkur liti, mynstur og verð. Gerum föst verðtilboð. Athugið: Blýlagt gler má tvöfalda í verksmiðju eða setja fyrir innan tvöfalt gler. Nýjung: Úrval af fallegum ljósa- krónum með blýlögðu LIST- GLERI LIST- GLER Grandagarði 5 Sími 29412 WM II HMH 11 JRI VERKSMIDJUNNAR - og gert ráð fyrír 2-3000 milljona króna tapi á næsta árí Fyrstu tölvuspár um afkomu járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga sýTta að um 1250 milljón króna tap varð á rekstri verksmiðjunnar árið I979. í þeirri upphæð eru 725 milljónir sem færðar eru til afskrifta og um þriðjungur ársframleiðslunnar sem óseldur var um áramótin færður til tekna á framleiðslukostnaðar- verði. Mismunur framleiöslukostn- aðarverðs og líklcgs söluverðs á þess- um lager er trúlega um 6Ö0 milljónir króna. Á nýbyrjuðu ári er gert ráð fyrir 25—33000 tonna framleiðslu eftir því hversu mikil orka fæst afhcnt og er búizt við 2—3000 ntilljón króna tapi á verksmiðjunni í ár. Á árinu 1981 cr búizt við betri afkomu og jafnvel hagnaði, jafnvel þó orkuskorti sé spáð fyrri hluta þess árs. Jón Sigurðsson forstjóri verk- smiðjunnar sagði að þessu afkomu- mynztri svipaði til þess sem gert var ráð fyrir í upphafi en afkoman væri talsvert lakari en ráð var fyrir gert, aðallega vegna óhagstæðrar verðþró- unar á innlendum kostnaðarþáttum. Á liðnu ári var verksmiöjan óslitið i rekstri frá því um mánaðamót april/mai. Fyrstu vikurnar var bræðsluofninn ekki rekinn með fuliu álagi en frá miðju ári fram í septem- ber var allt keyrt á fullu. Siðan hefur álag lengstum verið nokkuð skert vegna orkuskorts sem stafar af vatns- leysi í orkuverum Landsvirkjunar. Framleiðsla ársins varð 16600 tonn af I7000 tonnum sem áætlanir spáðu enda var gert ráð fyrir gangsetningu fyrr á árinu. Góður árangur i fram- leiðslunni er þakkaður því að fram- leiðslugeta ofnsins og nýting efna hefur reynzt betri en gert var ráð fyrir. Rekstrartími ofnsins frá gang- setningu til áramóta varð %,8% en álagshlutfall hefur að meðaltali frá gangsetningu verið 87,9%. 12500 tonn af kísiljárni voru flutt út á árinu en birgðir um áramót voru því 4100 tonn. Útflutningsvcrðmæti þessa kisiljárns, fært í isl. krónum á gengi hvers tima, reyndist um 3 millj- arðar króna sem er um 0,8% af út- flutningsverðmæti landsins áárinu. öll tæki, búnaður og mannskapur verksmiöjunnar er að talsverðu leyti miðað við tvo ofna þannig að rekstrarkostnaður pr. framleitt tonn er á þessum fyrstu misserum rekstr- arins mjög hár. Jón Sigurðsson gat þess að rekstur reykhreinsivirkis verksmiðjunnar hefði gengið mjög vtl. Varð þó fyrstu mánuðina oft að hleypa reyknum út beint vegna smábilana, stillinga á tækjum og vegna rafmagnstruflana. Siðustu þrjá mánuði hefurrekstrar- tími reykhreinsivirkisins verið 99,95%. Rctt er að taka fram að islenzka rikið á 55% járnblendiverksmiðjunn- ar en Elkem Spiegerværket á 45%. -A.St. ,,Ég stend við hlið manns míns i hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,” sagði Brynhildur Jóhanns- dóttir, eiginkona Alberts Guðmunds- sonar alþm. og borgarráðsmanns, er við litum inn hjá henni að heimili þeirra hjóna að Laufásvegi 68 í gær. „Ég hef ekki hvatt hann til að fara í framboð til forseta en fyrst hann tók þá ákvörðun að gera það stend ég við hlið hans og styð að því marki eftir mætti.” Fullu nafni heitir hún Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir. Faðir hennar var Jóhann Fr. Guðmundsson, ætt- aður úr Fljótum í Skagafirði, og móðir hennarÞóra Jónasdóttirfrá Kirkjubæ i Norðurárdal í Húnavatnssýslu, vel þekkt undir nafninu Þóra frá Kirkju- bæ. Brynhildur fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1926 en ólst síðan upp frá bernsku til 12 ára aldurs á Siglufirði þar sem faðir hennar starfaði. Síðan bjó fjölskyldan í 5 ár á Seyðisfirði þar sem Jóhann var framkvæmda- stjóri síldarverksmiðjanna en 15 ára kom Brynhildur til Reykjavíkur til náms við Verzlunarskóla Islands og brautskráðist þaðan 1944. Sama ár brautskráðist Albert frá Samvinnu- Brvnhildur Hjördis Jóhannsdóttir, húsmóðir að Laufásvegi 68. DB-myndir Hörður. skólanum. „Aðsjálfsögðu vorumvið svolítið að metast um það hvor skól- inn væri betri, svona í gamni og gríni,” sagði Brynhildur. Þau Brynhildur og Albert gengu í hjónaband 13.7. 1946, að loknu framhaldsnámi Alberts. „Búskapur okkar hófst í London. Síðan lágu leiðir um Frakkland, Ítalíu og aftur til Frakklands áður en heim var haldið. Útivist mín varð tæpur ára- tugur. Mig langaði alltaf heim og hér á íslandi kann ég bezt við mig. Út- slagið gerði um heimkomuna að dótt- ir okkar, sem er elzt bamanna þriggja, var farin að finna til saknað- ar að hitta ekki afa, ömmu og fjöl- skylduvini. Þá eiginlega réð ég mestu um heimkomu okkar,” sagði Bryn- hildur. Brynhildur kvað sín helztu áhuga- mál vera lestur og efst á Iista bóka væru sögu- og ljóðabækur. Hún viðurkenndi að hún legði nokkuð fyrir sig að yrkja, mest til gamans. Þó birtust í fyrra vísur Brynhildar sem hún orti um hvern ráðherra og flutti í þingveizlu og hlaut mikið lof fyrir. „Annars eru tungumál einnig meðal aðaláhugamála minna. Ég hef venjulega bók í bílnum með mér á einhverju erlendu tungumáli og margar bækur hef ég lesið í bílnum meðan ég bíð hér og þar eftir mínum betri helmingi,” sagði Brynhildur. Hún kvaðst lesa og tala dönsku, ensku, frönsku, spönsku, þýzku og dálítið í ítölsku. „Hér heima er, auk heimilisins, sumarbústaðurinn við Þingvallavatn kærastur staða. Þar er ég með börn- um og barnabörnum svo oft sem ég get við komið. Barnabörnin eru orðin 9 og vart er sleppt úr helgi yfir sumarið og þá verið fram eftir vik- unni að auki,” sagði Brynhildur. Hún kvaðst — ef Albert næði kosningu sem forseti — eitthvað mundu sakna heimilis þeirra á Lauf- ásveginum en varla á annan hátt vera búin að gera sér grein fyrir hvað framtíðin að öðru leyti bæri í skauti sér, ef um breytingar hjá þeim hjón- um yrði að ræða á annað borð eftir forsetakosningarnar. „Ég held að á forsetasetrinu sé einkaíbúð uppi á lofti, sem áreiðan- lega má koma sér vel fyrir í, ef slíkt kemur upp á teningnum. Og hvað sem að höndum ber þá stend ég með manni mínum,” sagði Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir. - A.St Brynhildur i borðstofu heimilisins á Laufásveginum. iámblendiverksmiðjan framleiddi fyrír 3 milijarða en: 1250 MILUÓN KRÓNABÓKFÆRT TAP JÁRNBLENDI- Benedikt fer ekki aftur í Fræðslumyndasafn rfkisins — safnið verður deild í Námsgagnastofnun Benedikt Gröndal forsætisráðherra hyggst ekki snúa aftur til starfa við Fræðslumyndasafn rikisins kunni svo að fara að um hægist hjá honum eftir stjórnarmyndun. Hefur hann sagt starfi forstöðumanns þar alveg lausu og gegnir Sveinn Pálsson forstöðu þar til bráðabirgða. Fyrirhugað er að sameina safnið Ríkisútgáfu námsbóka og nefna þann samruna Námsgagnastofnun. Verður safnið þá deild í þeirri stofnun. Stjórnarformaður hennar er Hörður Lárusson. - GS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.