Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANL'AR 1980. 9 Það á að spila upp á kastþröng í Svíþjóð Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson lögðu land undir fót og fóru til Svíþjóðar um sl. helgi og spil- uðu þar í tvímenningskeppni sem haldin var í Malmö. í þessari tví- menningskeppni spiluðu flestir af beztu Svíunum í bridge, þó vantaði tvö pör úr Evrópumeistaraliði þeirra. Guðmundur og Karl höfnuðu í 9. sæti af 56 pörum og má segja það sé mjög þokkalegur árangur. Tvimenningskeppni þessi var að sögn Karls Sigurhjartarsonar mjög hörð, það er að segja að t.d. í stubbunum var aldrei gefið eftir fyrr en á þriðja sagn- stigi og til að byrja með sýnum við spil sem ekki borgaði sig fyrir andstæðinga Guðmundar og Karls. Hér koma allar hendurnar: Norður A65 0 KG1065 *Á7432 Vestur AD108 <?52 0 Á98 * DG1085 Suiujr AG974 VKD1096 0 53 + 93 Sagnir gengu þannig að Guðmundur í austur opnaði á einu hjarta, suður sagði pass og Karl í vestur sagði 1 grand. Ekki fannst norðri hægt annað en segja eitthvað á sín góðu spil og sagði 2 grönd, Guðmundur dobl og suður 3 lauf sem Karl doblaði og það Austur +ÁK32 CÁG874 OD62 +K var spilað. Karl hitti á mjög góða vörn því hann spilaði út lauffimmi sem Guðmundur átti á kóng. Þá kom að Guðmundi og hann spilaði undan tveim efstu í spaða, lítið frá suðri og Karl átti slaginn á spaðatíu. Þá kom laufdrottning sem var gefin og síðan laufgosi drepinn á ás. Litlu hjarta var spilað frá blindum, Guðmundur stakk upp ás og spilaði enn litlum spaða sem Karl fékk á drottningu. Þá tók Karl trompin af blindum og spilaði litlum tigli sem Guðmundur átti á drottningu og hann tók tvo efstu í spaða og spilaði síðan tígli sem Karl átti á ás. Guðmundur og Karl fengu sem sagt 11 slagi eða 7 niður sem gaf skiljanlega topp. Þá er komið að öðru spili hjá þeim félögum sem sýnir hörkuna í sögnum sem var allsráðandi á þessu móti. Hér kemur þá spilið: VtSTI'H + 9754 <?D104 0 KD62 + 73 Norðuh A ÁKG862 76 0 Á985 + 4 Austur + 103 <7 K32 OG10743 + G85 SUÐUR + D 5? ÁG985 <> enginn + ÁKD10%2 Sagnir gengu: Guðmundur Karl 2 lauf 3 spaðar 4 grönd 5 hjörtu 7 grönd Útspil var tígulkóngur og var hann drepinn á ás blinds. Þá var spilað sex sinnum laufi og við skulum líta á stöðuna þegar það er búið: Norður + ÁKG8 <77 09 ♦ ekkert Austur + 102 <7K3 0 GIO ♦ekkert SUÐUR ♦ D <7ÁG98 0 enginn +2 Á opnu borði er létt að vinna spilið úr þessu en hvað gerum við þegar spilað er út lauftvisti og vestur lætur tígulkóng? Spurningin er: liggur spaðinn 3 — 3 eða 4 — 2, það hafði enginn kastað spaða. Því miður var ekki spilað upp á kastþröngina og Guðmundur og Karl urðu þvi einn niður í þessu skemmtilega spili. Segja má þó að skemmtilegt hefði verið að vinna þessi 7 grönd því andstæðing- arnir voru tveir fyrrverandi Evrópu- meistarar, þeir Brunzell og Lindquist. Bridgefélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni BH stendur nú yfir með þátttöku tólf sveita. Sjöunda um- ferð fór fram síðastliðinn mánudag. Úrslit urðu: AAaisleínn Jörgensen — Ólafur Torfason 20—0 Magnús Jóhannsson — Geirharður Geirharðsson 18—2 Sœvar Magnússon — Kristófer Magnússon 11—9 Albert Þorsteinsson — Aðalheiður Ingvadóttir 20—0 Þorsteinn Þorsteinsson — Ingvar Ingvarsson 17—3 Sigurður Lárusson — Jón Gíslason 10—10 Eins og úrslitin bera með sér varð bræðrabylta milli tveggja af efstu sveit- unum, þ.e. sveita Sævars og Kristófers. Við það jafnaðist staðan á toppnum það mikiö að munurinn er aðeins tiu stig milli fjögurraefstu sveitanna. Þessar fjórar sveitir eiga aðeins einn innbyrðisleik eftir, en hann er einmitt ntilli tveggja efstu sveitanna, þ:e. sveita Magnúsar og Kristófers. Sá ieikur verður spilaður í næstu umferð og ef að líkunt lætur verður það bæði skemmti- leg og hörð viðureign sem þó ætti að lykta nokkuð jafnt. Jafntefli myndi að sjálfsögðu gera stöðuna á toppnum hnífjafna og hleypa alveg sérstaklega mikilli spennu i mótið. | Athyglisvert er að sveit Kristófers VtSTl K + 9754 <?D O K ♦ekkert vermir ekki fyrsta sætið eins og hún er búin að gera næstum allt mótið. Staða efslu sveita: Magnús Jóhannsson 111 Krístófer Magnússon 108 Aóalsteinn Jörgensen 105 Sævar Magnússon 101 Albert Þorsteinsson 91 Jón Gíslason 84 Næsta umferð verður spiluð mánu- daginn 14. janúar og hefst spila- mennskan stundvislega klukkan hálf- átta. Tafl og bridge- klúbburinn Aðalsveitakeppni félagsins hófst fimmtudaginn 10. janúar 1980. Sú breyting varð á að spilað verður í ein- um flokki. Að þessu sinni taka 16 sveitir þátt í keppninni. Spilaðir eru 16 spilaleikir og eru tvær umferðir spilaðar á kvöldi. Staða efstu sveita eftir fyrsta kvöldið er þessi: 1. Svelt Þorsteins Kristjánssonar 34 stig 2. Sveit Ingvars Haukssonar 30 stig 3. Sveit Steingríms Sigurðssonar 30 stig 4. Sveit Þórhalls Þorsleinssonar 30 stig 5. Svelt Hannesar Ingibergssonar 27 stig .6. Sveit Tryggva Gíslasonar 25 stig Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Staðan eftir 5 umferðir í aðalsveita- keppninni er þessi: 1. Sveit Siguröar ísakssonar 106 stig 2. Sveit Kagnars Þorsteinssonar 90 stig 3. Sveit Kaldurs Guömundssonar 80 stig 4. Sveit Ásgeirs Sigurössonar 73 stig 5. Sveit Ágústu Jónsdóttur 64 stig 6. Sveit Viðars Guðmundssonar 63 stig Vinsælustu litlu plötumar BANDARÍKIN 1. (6) ROCK WITH YOU.................Michael Jackson 2. ( 2 ) PLEASE DONT GO........KC ít The Sunshine Band 3. ( 4 ) COWARD OF THE COUNTRY.........Kenny Rogers 4. ( 5 ) DO THAT TO ME ONE MORE TIME.Captain ft Tennille 5. ( ? ) ESCAPE (THE PINA COLADA SONG).Rupert Holmes 6. ( ? ) BABE................................Styx 7. ( ? ) THE LONG RUN.......................Eagles 8. ( ? ) CRUISIN'...................Smokey Robinson 9. ( ? ) LADIES NIGHT..............Kool And The Gang 10. ( ? ) WE DONT TALK ANYMORE...........Cliff Richard ENGLAND 1. ( ? ) BRASS IN POCKET. ............The Pretenders 2. (1 ) ANOTHER BRICK IN THE WALL.........Pink Floyd 3. ( ? ) TEARS OF A CLOWN.......... ..........Beat 4. ( 4 ) WITH YOU l'M BORN AGAIN.Billy Preston & Syreeta 5. ( 2 ) MY GIRL..........................Madness 6. (12) PLEASE DONT GO..........KC & The Sunshine Band 7. ( 3 ) I HAVE A DREAM......................ABBA 8. ( 4 ) I ONLY WANT TO BE WITH YOU........Tourists 9. (22) LONDON CALLING.......................Clash 10. (24) GREEN ONIONS..............Booker T & The MG's HOLLAND 1. (2) WEEKEND...........................Earth & Fire 2. ( 3 ) I HAVE A DREAM......................ABBA 3. (1 ) DAVID'S SONG....................Skelly Family 4. ( ? ) ANOTHER BRICK IN THE WALL........Pink Floyd 5. ( ? ) ? 6. (11) RAPPERS DELIGHT................Sugargang Hill 7. ( ? ) WHAT'S THE MATTER BABY..........Ellen Foley 8. (14) LOVE AND UNDERSTANDING.....MacKisson ft Family 9. ( 7 ) l'M BORN AGAIN....................Boney M 10. (13) PIETERCLIEKAR.................SborkerTrio HONG KONG 1. (1 ) BABE.................................Styx 2. ( 2 ) IF YOU REMEMBER ME...........Chris Thompson 3. ( 3 ) PLEASE DONT GO.........KC ft The Sunshine Band 4. (13) BAD CASE OF LOVING YOU.........Robert Palmer 5. ( ? ) HEARTACHE TONIGHT................<•... Eagles 6. ( 7 ) STILL..........................Commodores 7. ( ? ) DO THAT TO ME ONE MORE TIME.Captain & Tennille 8. ( ? ) CONFUSION...............Electric Light Orchestra 9. ( 5 ) ONE WAY OR ANOTHER.................Blondie 10. (-)TOUCH ME WHEN WE ARE DANCING..........Bana? VESTUR-ÞÝZKALAND 1. (1 ) WE DONT TALK ANYMORE............Cliff Richard 2. ( 2 ) GIMME GIMME GIMME...................ABBA 3. ( 3 ) A WALK IN THE PARK.........Nick Straker Band 4. ( 5 ) I WAS MADE FOR LOVING YOU............Kiss 5. ( 4 ) 1 -2-3-4 RED LIGHT..................Teens 6. ( 9 ) RADIO KILLED THE VIDEO STAR.......Buggles 7. ( 6 ) WHATEVER YOU WANT...............Status Quo 8. ( 7) BABY IT'S UP TO YOU.................Smokie 9. ( 8 ) BOY OH BOY..........................Racey 10. ( ? ) CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE.....Queen Eriendu vinsældalistamir: Gamlar lummur eru vin- sælarí Englandi núna Clash stefnir hraöbyri aö toppnum bylgjusveitir eru ofarlega á lista um þessar mundir. Til dæmis er nýjasta lag Clash, London Calling, i niunda sæti og á hraðri uppleið. Clash nýtur einna mestra vinsælda nýbylgju- hljómsveitanna um þessar mundir og þykir öðrum fremur trú stefnu sinni. Óvenju mikið er um gömul lög á enska listanum. Booker T. & The MG’s er i tiunda sæti með gamla lag- ið sitt Green Onions. Tveim sætum ofar er I Only Wanna Be With You. Það var fyrst flutt af söngkonunni Dusly Springfield. Siðar komu Bay Cily Rollers til sögunanr og fluttu lagið við miklar vinsældir. Nú eru það Tourisls sem njóta góðs af þess- ari gömlu lummu. Að minnsta kosti eitt gamalt lag til viðbótar er á topp tíu i Englandi þessa vikuna. Það er Tears Of A Clown, gamla Motownlagið, sem naut mikilla vinsælda á sjöunda ára- tugnum. Nolan Sisters eru væntanlegar á topp tíu Englendinganna í næstu viku. Lag þeirra I’m In The Mood For Dancing er á hraðri uppleið þar. Systur þessar eru lítið þekktar hér- lendis, en eru aðallega frægar ytra fyrir að sjást sérlega oft á skjánum í öllum mögulegum og ómögulegum skemmtiþáttum. - ÁT Michael Jackson söngvari, leikari og lagasmiður er á loppnum í Banda- ríkjunum i annað skiptið á stutlum tíma. Vinsælasta lag hans nú er Rock With You. Rock With You er annað lagið af LP plötu Michaels Jackson, Off The Wall, sem kemst í fyrsta sæti banda- ríska vinsældalistans. Hitt var Don’t Slop ’til You Get Enough. Óhætt er að fullyrða að lögum af þessari plötu á eftir að bregða fyrir á þessum vett- vangi á komandi mánuðum. Please Don’t Go, nýjasta lag Florida-hljómsveitarinnar KC And The Sunshine Band, kemst á þrjá af vinsældalistunum fimm, sem DB birtir. Það er í öðru sæti bandaríska listans, i þriðja sæti þess kínverska og númer sex í Englandi. Þetta er rólegt lag, en kraftmikið og virðist hafa hitt beini í mark. KC And The Sunshine Band hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda víða um heim. Á undanförnum mánuðum hefur þó litið til sveitarinnar heyrzt. f Englandi er nýbylgjuhljómsveitin The Pretenders komin í fyrsta sætið með lagið Brass In Pocket. Fleiri ný- Lag hljómsveitarinnar KC & The Sunshine Band, Please Don’t Go, er ofarlega á vinsældalistum viða um heim þessa dagana. Það er númer tvö í Bandarikjun- um, í þriðja sæti i Hong Kong og í sjötta sæti í Englandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.