Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. 10 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalstoinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónos Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anno Bjarnason, Atli Rúnor Holldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóro Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlerfur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvor Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sökistjóri: Ingvor Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og gmbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuöi kr. 4500. Verð í lausasölu kr. 230 eintakið. Sesam, Sesam er framlag Alþýðubandalagsins til efna- hagsmálanna, tillögur um trú á krafta- verkaformúlu. í tillögunum er margt góðra og frómra óska en minna um bitastæð úrræði. Væntanlega telja aðrir, að finna þurfí betri grundvöll undir ríkisstjórn en óskhyggjuna eina. Alþýðubandalagsmenn leggja óskir um aukna fram- leiðslu á hvern starfsmann, aukna framleiðni, til grundvallar tillögum sínum. Það er rétt hjá Alþýðu- bandalaginu, að aukning framleiðni á í framtíðinni að verða grundvöllur bættra lífskjara og stöðugra gengis krónunnar. Það er rétt, sem segir í tillögunum, að framleiðni í ýmsum greinum iðnaðar hérlendis er aðeins 60 prósent af þvi, sem gerist í sambærilegum greinum á öðrum Norðurlöndum. En sá er galli á gjöf Njarðar, að tillögur um aukna framleiðni geta ekki verið grundvöllur aðgerða, sem eiga að leiða til árang- urs á skömmum tíma, svo sem á yfirstandandi ári. Jafuvel með einbeitingu að framleiðniaukningu mundi verulegur árangur ekki sjást fyrr en að talsverðum tíma liðnum Ósennilegt er, að gengi krónunnar verði að ráði varið á þessu ári með slíkum úrræðum eða verð- bólgan keyrð niður. Að öðru leyti leggur Alþýðubandalagið til, að farin verði rétt einu sinni millifærsluleið, auk nokkurrar niðurfærslu verðlags. Alþýðubandalagið vill auka niðurgreiðslur um sjö og hálfan milljarð á þessu ári til að koma vísitölunni niður um þrjú prósent. Öllum öðrum en tillögusmiðunum ætti að vera ljóst, að engin mein efnahagslífsins læknast með auknum niður- greiðslum. Þar er stundarblekking ein á ferðinni. Önnur millifærsla Alþýðubandalagsins stendur fall- völtum grunni. Sækja á fjóra milljarða handa ríkissjóði með við- bótarskatti á rekstrarveltu verzlunarfyrirtækja. Fresta á endurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann frá árunum 1975—1976 og fá þannig átta og hálfan milljarð. Verzluninni er ætlað að bera þennan nýja skatt til viðbótar skerðingu á álagningu, sem Alþýðubanda- lagið boðar, og stofnun „tölvumiðstöðvar verzlunar- innar”, s?m verzlunin á að greiða, svo sem til bragð- bætis. Óhætt er að fullyrða, að enginn grundvöllur er fyrir öllum þessum átögum. Enginn slíkur stórgróði er af almennri verzlun, að standa megi undir svo stór- felldri millifærslu með álögum á h'áVia*. Flestir munu sjá, að lítið stoðar þjóðarbúinu, þótt enn sé dregið, að ríkið greiði af skuldum sínum við Seðlabankann. Sú skuldasöfnun hefur lengi verið ein- hver mesti verðbólguvaldurinn. Víst kæmi til greina, að niðurfærsla verðlags og kaupgjalds yrði einhver þáttur í uppstokkun okkar vit- firrta verðbólgukerfis. En þá kemur að þeim þætti í til- lögum Alþýðubandalagsins, sem ætlað er að fjalla um kjaramál. Skemmst er frá að segja, að þar vantar flest, sem við þarf að éta. Alþýðubandalagið nefnir ekki einu orði, að æski- legast væri, að ekki yrðu almennar grunnkaupshækk- anir, ef launþegar gætu treyst því, að loks yrði tekið á vandanum í alvöru. Hins vegar tekur Alþýðubanda- lagið fram, að laun skuli verðtryggð. Forystumenn launþega munu þó vita, að varla verður betur gert í ár en að reyna að verja þann kaupmátt, sem nú er, og bæta kjör hinna lægstlaunuðu eingöngu. Alþýðu- bandalagið býður ekki upp á raunhæfa launastefnu heldur óskhyggju eins og viða annars staðar í tillögu- bálki sínum. ----------:----- Norður-lrland: Ekki samkomulag mi\li deiluaöila þar á næstunni Almenningur á Norður-lrlandi er orðinn þreyttur á stöðugu styrjaldar- ástandi sem þar hefur staðið i tíu ár. Sú breyting hefur þó orðið á frá fyrri tíð að fólk gerir sér nú betur grein fyrir eðli og alvöru málsins. Bjartsýni er ekki eins mikil og áður og byggist það meðal annars á því að almenn vitneskja er um þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að koma á friði en án árangurs og ógnartíminn stendur enn. — Við erum farin að gera okkur grein fyrir því að líklega er friðurinn ekki neitt nálægt því að komast á. Til þess er engin auðveld leið en við verðum samt sem áður að halda áfram að reyna. — Þetta er haft eftir einum af þekktari prestum á Norður-frlandi. Margt þykir benda til þess að átök á Norður-írlandi muni halda áfram á næstu árum. Litlar líkur eru taldar til þess að stjórnmálaleg lausn finnist á deilum kaþólskra og mótmælenda í þeim viðræðum sem farið hafa fram undir stjórn Breta og sífellt er að slitna upp úr eða þá verið að hefja þær á ný. Þær hófust nú í byrjun ársinsenn einusinni. Að þessu sinni var það fyrir harð- Verkefni nýrr- ar stjómar óskaðleg i viðskipturo manna á milli. Vigtennurnar úr verðbólgudraugnum yrðu út dregnar með þessum hætti. En vegna þess að bankarnir geta í reynd lánað út sama spariféð oftar en einu sinni að hluta, þá gætu þeir látið visssar greinar, t.d. útflutningsat- vinnuvegi, hafa lánsfé svo til vaxta- laust — en að sjálfsögðu með fullri verðtryggingu. Verðmælir sem srfellt þarf að leiðrétta Til að mönnum verði Ijóst að ekki má fórna raunverulegum verð- mætum í bardaga við verðbólguna, skal bent á atriði sem skipfa megin- máli. Eitt er það að aðalhlutverk peninga i nútíma samskiptum er að vera verðmælir. Þessi verðmælir hefur bilað — og á ekki bata von. Ekki mundu góðir klæðskerar — eða dugandi húsasmiðir gefast upp fyrir þeim vanda, þó að skrattinn hlypi í málböndin hjá þeim og þau tækju upp á því að fara að breyta sér. Þeir mundu fá sér fasta viðmiðun og leiðrétta málböndin vikulega — jafnvel daglega — ef þörf krefði — í stað þess að eyða kröftum í bardaga við „drauga” eða með öðrum orðum við öfl, sem stæðu utan þeirra vald- sviðs. Svo þarf að sjálfsögðu að aðlaga skattakerfið að verðbólgunni. Laga það þannig að henni, að aðeins raun- verulegur hagnaður verði hóflega skattlagður — og horfið frá því að Ófrjóar umræður Yfirlýsingar stjórnmálamanna á undanförnum misserum hafa mjög hnigið i sömu átt: Þeir vilja allir „ráða niðurlögum verðbólgunnar" — og svo kemur svona eins og hálf- gert innan sviga að þeir vilja „bæta kjör hinna lægst launuðu”. Vafa- laust vel meint. Að þessu var gert réttmætt skop í áramótaskaupi nýlega. Hvörugt tel ég hægt í reynd eftir þeim leiðum, sem aðallega hafa verið ræddar í þessu sambandi, hvorki með „leiftursókn” né „niðurtalningu”, né frómum óskum um að skipta þjóðarkökunni með nýjum hætti til hags fyrir lágtekjufólk, sem er 90% þjóðarinnar. „Þjóðarkakan” þarf að stækka. Það mætti takast, ef kjarkur og vilji alþingismanna hrykki til.Að ráða niðurlögum verðbólgunnar er ekki unnt nema að litlu leyti, m.a. vegna þess að verðbólgan er orðin innbyggð i sjálft heimsviðskipta- kerfið og okkar kerfi. Heimsverðbólgan og olíuverðs- hækkanirnar (sem eru aðeins hluti af hinni eiginlegu heimsverðbólgu) eru óviðráðanlegir þættir fyrir þjóð í okkar aðstöðu. Það er aðeins víxl- verkunarþátturinn i verðbólgunni, sem við gætum ráðið við að hluta til, en líklega verða verkalýðsrek- endurnir að ákveða það, hvort þessum þætti er haldið inni. Það er að vísu til tjóns fyrir þeirra umbjóð- endur, en getur hugsanlega gagnast einhverjum þeirra persónulega í fylgiskaupabarátttu þeirra. Kjallarinn Kristjan Friðriksson Hægt að draga úr skaðsemi verðbólgu En það er hægt að draga úr skað- semi verðbólgu með vissri aðlögun að henni. Það má m.a. gera með því að búa svo um hnúta að enginn getigrætt verulega á verðbólgu né þurfi að skaðast á henni. Þetta ber að gera með þvi að hafa lága raunvexti (2,5 til 3%) en reikna verðbótaþátt á öll lán og innstæður alveg samstiga verð- bólgu. Við þessa aðgerð mundi verðbólga hjaðna til stórra muna bardagalaust — en yrði að öðru leyti gerð að mestu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.