Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 24
Skuttogarinn Snæfefl kom til Hríseyjar úr veSðiferð í fyrrínótt: SIGLDIÁ FULLRIFERD UPP í MIÐBÆJARLAND — með 80 tonn um borð — skemmdir virðast litiar Skuttogarinn Snæfell, í eigu Út- gerðarfélags KEA, sigldi i fyrrinótt á talsverðri ferð, liklega 10 til 12 sjó- milna, upp í fjöru í svonefndu Mið- bæjarlandi í Hrísey. Var togarinn að koma úr veiðiferð með 80 tonn til löndunar. Fjara var, er togarinn strandaði, og fór nýja Hríseyjarferjan, Sævar, togaranum til aðstoðar ef halda þyrfti við hann svo hann legðist ekki flatur fyrir þegar aftur félli að. Er hálffallið var að komst togarinn af eigin rammleik aftur á flot og lagðist við bryggju í Hrísey þar sem hann var losaður i gær. Gott veður og ládauður sjór var á strand- stað og fjaran ekki mjög grýtt. Ekki kom leki að skipinu en skv. upplýsingum Bjarna Jóhannessonar útgerðarstjóra KEA síðdegis í gær var togarinn væntanlegur til Akur- eyrar í gærkvöldi og átti að taka hann I slipp við fyrsta tækifæri til að kanna skemmdir. Sjópróf höfðu ekki verið ákveðin í gær. - GS fijálst, nháð dagblað LAÚGARDAGÚR 19. JAN. 1980. Nýr bæjarstjóri í Keflavík: Steinþór tekur við af Jóhanni Steinþór Júliusson bæjarritari í Keflavík hefur verið ráðinn bæjarstjóri þar í stað Jóhanns Einvarðssonar sem hættir störfum í kjölfar þess að hann var kjörinntil setu á Alþingi í kosning- unum í desember síðastliðnum. Steinþór Júliusson mun taka við af Jóhanni Einvarðssyni hinn 15. febrúar næstkomandi. Hann er fertugur að aldri og hefur gegnt embætti bæjar- ritara í Keflavík frá þvi í júlí 1967. Hann er kvæntur Sigrúnu Helgadóttur. Starf bæjarstjóra var ekki auglýst opinberlega í Keflavík að þessu sinni. Ráðning Steinþórs fór þannig fram að bæjarráð þar gerði sérstaka bókun um að hann yrði ráðinn til loka þessa kjör- tímabils. Var það síðan samþykkt i bæjarstjórn kaupstaðarins með at- kvæðum allra hinna níu fulltrúa sem þar sitja. Þó svo ekki hafi komið fram nein sérstök bókun um bæjarritaraemb- ættið við afgreiðslu málsins mun það skilið svo að Steinþór Júlíusson sé í launalausu leyfi frá því, í það minnsta þetta kjörtímabil. -OG 578 milljóna munur á hæsta og lægsta boði Aðalbraut hf. átti lægsta tilboð í byggingu flóðgátta í aðalstíflu og inntak aðveituskurðar Hrauneyjafoss- virkjunar, að því er kom fram er til- boðin voru opnuð hjá Landsvirkjun í gær. Verkið á að mestu að framkvæm- ast á þessu ári. Tilboð Aðalbrautar hljóðaði upp á liðlega 979 milljónir, tilboð Smiðs hf. og Vörðufells hf. saman upp á rétt lið- legan milljarð, Hraunvirkis hf. upp á einn milljarð og 546 milljónir og Foss- virkis upp á einn milljarð og 577 milljónir. Munur á hæsta og lægsta til- boði er 578 milljónir. Áætlun ráðu- nauta Landsvirkjunar var upp á einn milljarð og 165 milljónir. Tilboðin verða nú könnuð nánar og borin endanlega saman áður en ákveðið verður hver fær verkið. -GS. GAMANMYND í DAGBLAÐSBÍÓI í Dagblaðsbíói ásunnudaginn verður sýnd bandaríska gamanmyndin Fljótt áður en hlánar. Myndin er í lit og með íslenzkum texta. Bíóið hefst kl. 3 í Hafnarbíói. á fyrsta fundinn um nýjan kjarasamning ,,Við höfum kynnt atvinnurekendum Viðræðunefndir Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambandsins héldu í gærdag fyrsta viðræðufund sinn um gerð nýs kjarasamnings. Full- trúar atvinnurekenda mættu í herbúðir andstæðingsins, þar sem ræðzt var við í fundarsal ASÍ. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, sagði við Dagblaðið skömmu fyrir fundinn að of snemmt væri að spá í hvernig samningamálin myndu skipast á næst- unni. kröfurnar. Það er rétt að menn setjist niður og ræðist við áður en hugsað er fyrir beinum aðgerðum af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar.” Viðbrögð atvinnurekenda við kröfum ASÍ? „Þau hafa verið neikvæð en þó ekki öðruvísi cn við var að búast, held ég. Forystumenn þeirra hafa tileinkað sér ný vinnubrögð og harðari stefnu. Þeir vilja sýna sinum mönnum hvað í þeim býr.” Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, sagðist vona að „almenn skynsemi ráði gjörðum manna” í samningsgerðinni sem stendur fyrir dyrum. „Menn verða að koma niður á jörð- ina. Það er ekki hægt að skipta meiru en til er. Kakan þarf að stækka.” KröfurASÍ? „Þær erú illskiljanlegar, annaðhvort út eða suður. Þar stangast hvað á ann- ars horn. Launajöfnun í einu orði og launagliðnun í öðru. Mér sýnist kröfu- gerð Alþýðusambandsins aldrei geta orðið grundvöllur samninga.” Fundurinn i gær stóð í 2 klst. Nýr fundur er boðaður í húsakynnum Vinnuveitendasambandsins kl. 15 á miðvikudaginn. „Engin yfirlýsing var gefin út á fundinum. Við kynntum okkar sjónar- mið sitt í hvoru lagi og skipzt var á skoðunum. Annað er ekki að segja um fundinn,” sagði Jóhannes Siggeirsson, hagfræðingur ASÍ, í stuttu samtali eftir aðfundilauk. -ARH Fjórir af tólf samningamönnum ASÍ búa sig undir að mæta fulltrúum Vinnuveitendasambandsins. Frá vinstri: Snorri Jónsson, Óskar Vigfússon, Guðjón Jónsson og Guðmundur Þ. Jónsson. DB-mynd Bjarnleifur. VAXANDIÁHUGI A „STEFANÍU” Hættir Svavar um helgina? Framsóknar- og alþýðuflokks- menn munu væntanlega hafna tillög- um- Alþýðubandalagsins í efnahags- málum á viðræðufundi um vinstri stjórn sem verður haldinn i dag. Þeir munu leggja fram greinargerðir og gefa alþýðubandalagsmönnum t nst á að breyta tillögum sinum eða koma með nýjar. Tilraunir Svavars Gests- sonar til stjórnarmyndunar renna lík- lega út í sandinn, hugsanlega strax nú um helgina. Framsóknar- og alþýðuflokks- menn segja að Alþýðubandalagið sýni ekki næga „ábyrgðartilfinn- ingu” í tillögum sínum og saka bandalagið um „sýndarmennsku”. Ófriðlega horfir á vinstri væng stjórnmálanna. Á hinn bóginn hafa forystumenn Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Al- þýðufiokks farið i alvöru að ræða möguleika á samstjórn þessara þriggja flokka sem venjulega kallast „Stefanía”, heitin eftir stjórn Stefáns Jóhanns fyrir rúmum 30 ár- um. Þessi möguleiki á stjórnarmyndun mundi væntanlega tengjast samstarfi þessara flokka I kosningum í stjórn Alþýðusambands íslands. Þetta sam- starf hefur stundum verið kennt við „lýðræði” og mundi stefna að því að „einangra Alþýðubandalagið”, að sögn áhugamanna. - HH LUKKUDAGAR: 19.JANÚAR 8140 Skáldverk Kristmanns Guð mundssonar, 7 bindi frá AB. Vinningshafar hringi í síma 33622. ATVINNUREKENDUR MÆTTU í HERBÚÐIR ANDSTÆÐINGSINS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.