Dagblaðið - 06.02.1980, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
2
Hrafnista, dvalarheimlli aldraflra sjómanna. ,,Þritt fyrir allt ber að viður kenna að betur er búiö að gömlu fólki en fyrr,” skrifar Haraldur Guðnason.
Ellimál og eftirlaun:
ALDRAMR A VERGANO
Hvað er
hægri og
hvað
vinstri?
Það er ekki að sjá að mikil þjóð-
hollusta lýsi sér í viðræðum stjórn-
málaflokkanna um myndun nýrrar
ríkisstjórnar. Og þetta eru mennirnir
sem við með atkvæðum okkar
vildum trúa fyrir því að sitja á þingi
ogstjórnalandinu.
KNGINN flokkur nema Sjálf-
stæðisflokkurinn vill nokkuð slaka á
stefnu sinni, er þetta líkt því að berja
hausnum við stein.
Það er alveg vist að kjósendur
Framsóknarflokksins gáfu ekki,
sumir a.m.k., formanninum umboð
til þess að mynda „vinstri” stjórn. í
Framsóknarflokknum er auðvitað
stór hópur manna sem ekki aðhyllist
vinstri stjórn en af orðum formanns-
ins er að heyra að aðeins vinstri
stjórn komi til greina við stjórnar-
myndun.
Mig hefur alltaf langað til þess að
fræðast ögn betur um það hvað sé
VINSTRI og hvað sé HÆGRI stjórn.
Ég held að þeir sem mest tala um
vinstri og hægri hafi það ekki alveg á
hreinu hvernig þetta er.
Það var einu sinni karl sem aldrei
vissi hvor höndin var sú hægri eða sú
vinstri. Honum datt snjallræði i hug
og mundi eftir það alltaf hvort var:
Á hægn hendinni cr þumalfingur-
inn vinstru megin en á þeim vinstri er
þumulfingurinn hægra megin.
Kannski ristir hægri og vinstri
stefna ekki dýpra en þetta. Ef vinstri
stefna þýðir hins vegar aukin ríkisaf-
skipti þá ættum við að vera þessum
rikisafskiptum nógu kunnugir og
kalla ekki yfir okkur meira af þvi
tagi.
Fyrir allmörgum árum var haft
eftir einhverjum verkalýðsfrömuði
fyrir norðan er talið barst að ein-
hverju sem snerti þjóðina:
HVAÐ VARÐAR MIG UM
ÞJÓÐARHAG?
Getur það verið að nú, 1980, séu
menn á meðal vor.og það þingmenn,
sem hugsa eins og maðurinn fyrir
norðan forðum?
Mér datl þetta (svona) í hug.
SIGGIflug 7877-8083.
„Drengskap-
arbragð”
Lystræn-
ingjans sf.
Grandvar skrifar:
í tilefni „drengskaparbragðs”
Lystræningjans sf. í Þorlákshöfn, að
færa þeim er þetta ritar að gjöf
bókina Börn geta alltaf sofið eftir
landá höfundar bókarinnar Sjáðu
sæta naflann minn, sem er styrkt af
norræna þýðingarsjóðnum, skal
eftirfarandi tekið fram:
Grandvar sér sér ekki fært að
þiggja umrædda bók að gjöf, af
siðferðilegum ástæðum. Hann leggur
hins vegar til að Lystræninginn sf.
Þorlákshöfn afhendi bæjarbókasafni
Þorlákshafnar eintak þessarar bókar
ásamt „naflabókinni”.
Ef svo ólíklega skyldi hins vegar
reynast að ekkert bókasafn væri til
staðar i „plássi” sem hefur á að skipa
jafnþýðingarmiklu menningarfyrir-
læki og Lystræningjanum sf. — þá
afhendi Lystræninginn sf. sveitar-
stjóra eða hreppsnefnd eintakið sem
stofnframlag og vísi að bókasafni
staðarins.
í von um að Lystræninginn sf.
verði Þorlákshafnarbúum til enn við-i
tækari menningarauka — en þó helzt
án styrks frá norræna þýðingarsjóðn-
um.
Raddir
lesenda
Haraldur Guðnason skrifar:
Fyrir um það bil 15 árum voru
stofnuð einhvers konar samtök aldr-
aðra. Gamla fólkið er margt á fslandi
til óhagræðis fyrir lifeyrissjóði og
gæti verið öflugur þrýstihópur. En
því fer fjarri að svo sé. Þegar búið er
að koma því í einhver hólf út og
suður og það fær sitt brauö að bita,
og bærilegt rúm til að sofa í þá finnst
því ekki viðeigandi að gera hærri
kröfur. Sumt þetta fólk er þó verr
sett, er á eins konar vergangi og
vandræðum, þangað til svo vel vill til
að einhver lítill kassi losnar úr ábúð.
Þeir sem mest og bezt hafa talað
máli gamla fólksins í seinni tið eru
þeir Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og
Hrafn Sæmundsson prentari. Grein-
um þeirravirðist þó ekki gefinn mikill
gaumur en margir muna eftir gamla
fólkinu fyrir kosningar. Gisli kemst
svo að orði í blaði að það sé „móðins
að tala um vandræði gamla fólksins”
en „svokallaðir ráðamenn gera
akkúrat ekkert”.
| Við erum hérna nokkrir félagar í
{BSRB sem höfum verið að vella fyrir
Jokkur hvernig gangi meðsamningana
íokkar. Til að vera nú viss um að
fávísi okkar um gang mála væri ekki
vegna eigin sljóleika flettum við
rækilega öllum útgáfum frá ykkur og
eins fórum við í gegnum dagblöðin
frá I. júli til áramóta til að athuga
hvort framhjá okkur hcfðu farið
auglýsingar um fundi til að kynna al-
mennum félögum ' gang mála. Við
fengum engin svör við spurningum
okkar. Þar eð við erum ekki i innsta
tVúnaðarmannahring BSRB og
búumst ekki við að hitta ykkur alveg
á næstunni sjáum við okkur þann
kost vænstan að skrifa ykkur i
þeirri von að einhver svör fáisl við
spurningum okkar og vangaveltum
ýmsum.
Við erum alveg viss um að þið
munduð eftir að segja upp samning-
unum með 3ja mánaða fyrirvara I.
apríl þannig að þeir væru lausir 1.
júlí. Skv. reglum sýnist okkur að
meira þurfi til, þ.e. leggja fram
kröfugerð og síðan fylgja henni eftir
krókóttar götur til samninga: Mánuði
síðar, þ.e. 1 maí, leggja fram kröfu-
gerð fyrir sérkjarasamninga. I. júni
átti siðan sáttasemjari að taka við.
Nú, fyrst ekki var samið fyrir 1. júlí
mátti boða verkfall með 15 daga
Hrafn skrifar athyglisverða grein í
Morgunblaðið 28. des. sl. og vekur
athygli á þvi að það er ekki eins
mikill áhugi á að búa þeim öldruðu
sömu skilyrði og þeim ungu.
„Gamalt fólk er vondur „business”.
„Notagildi gamla fólksins í hagvext-
inum er lokið”. Þaðer lóðið.
Það þykir jafnvel ekki við hæft að
eftirlaunamenn ræði um mál sem þeir
gjörþekkja af langri reynslu og eru
kallaðir sjálfskipaðir spekingar, sbr.
grein Guðjóns Teitssonar fv. for-
stjóra i Mbl. fyrir nokkru. (Svar til
ísfirðings).
Þrátt fyrir allt ber að viðurkenna
að betur er búið að gömlu fólki en
fyrr, þegar það var sett upp á náð
ættingja eða sveitarinnar eftir að
hafa slitið sér út svo til kauplaust.
Sveitarflutningum er lika hætt, en
þeir viðgengust a.m.k. fram á þriðja
tug aldarinnar.
Fyrir nokkru var samþykkt á
alþingi frv. um eftirlaun til aldraðra
fyrirvara. Þá hefði sáttanefnd átt að
leggja fram sáttatillögú innan 10
daga og síðan atkvæðagreiðsla fara
fram um hana.
Við sáum í dagblöðunum að þið
hittuð viðsemjendur okkar fyrir
nokkuð löngu. Skilst okkur að einu
viðbrögðin sem þið hafið fengið hafi
verið að laun skv. nýjum samningum
yrðu ekki greidd nenia frá undirritun.
Skiljum við vel að erfitt sé að berjast
við svona skilningslaus óféti.
Hvar erum við stödd á leiðinni til
„en með þessari löggjöf er hrundið í
framkvæmd þeim fyrirheitum sem
ríkisstjórnin gaf til að greiða fyrir
samkomulagi launþega og vinnuveit-
enda um lífeyrismál i júní 1977”.
Sumsé eftir hálft þriðja ár.
Sum atriði frv. eru gerð allflókin
eins og vera ber um plögg frá „hinu
háa alþingi”, sbr. meðal annars
skattalögin nýju, enda auglýst nám-
skeið til þess að kenna mönnum að
útfylla skattaskýrslu 1980. Svo mikil
er nákvæmni eftirlaunalaga að í 15.
gr. segir: „Fjárhæð eftirlauna skal
reiknuð í heilum krónum(!) á mánuði
án tillits til lengdar greiðslutímabils,
sbr. 1. málsgrein.”
í framsöguræðu fyrir frv. sagði
félagsmálaráðherra m.a.: „Ráðstöf-
unarféð er þá orðið um 214—236
þús. kr. á mánuði. Verður að ætla að
með þessum greiðslum sé þjóðfélagið
búið að rækja með dágóðum spma
þá grundvallarskyldu sina að tryggja
afkomuöryggi þeirra sem glata starfs-
orku sinni vegna aldurs eða örorku.”
nýrra kjarasamninga? Við vitum að
við erum ekki i verkfalli, ekki liggur
fyrir tillaga frá sáttanefnd. Er málið
kannski í höndum sáttasemjara? Eða
eru möppudýrin kannski að gæða sér
á því.
Hvað eigum við að gera? Bíða
æðrulaus þess er verða vill? Kannski
minna aðeins á okkur? Boða verk-
fall?
Það er von okkar — og eiginlega
vissa — að við fáum nú greinargóð
Já, þeir eru sómakærir, háttvirtir
alþingismenn. Ef sá aldraði býr ekki
á jarðhitasvæði, og i meðalstóru
húsi, þá borgar hann 100—200 þús. á
mánuði fyrir olíukyndingu. Þá fer nú
að sneiðast um fúlguna. Vildu ekki
blessaðir þingmennirnir okkar reyna
lúxusinn svo sem einn mánuð? Að
sjálfsögðu haldi þeir öllum bitlingum
og fríðindum sem þeir hafa skammt-
að sér. Og meðal annarra orða, hver
eru .eftirlaunin sem þeir ákváðu
handa sér með lögum 1965?
Frumvarp til laga um eftirlaun
aldraðra virðist við það miðað að
gamalt fólk skrimti. Þetta er fólkið
sem talað er um á tyllidögum að hafi
lagt grunninn að svokölluðu vel-
ferðarþjóðfélagi. Sjóðakerfið verður
að stokka upp frá rótum og stofna
einn lífeyrissjóð íslendinga þó sá
róður verði erfiður. Þá ætti að verða
svo um hnúta búið að hlutur allra
yrði viðunandi en forréttindi hákarla
afnumin.
svör frá ykkur hið fyrsta. Það er
nefnilega töluverður fjöldi BSRB-
félaga sem er orðinn langeygur eftir
fréttum af samningamálunum.
Vissara þykir að taka fram að ekki
þýðir að koma með þær skýringar að
enginn viðsemjandi sé fyrir hendi.
Ríkisstjórnin afgreiðir ógrynnin öll
af málum, þ.m.t. hækkanir á opin-
berri þjónustu af öllu tagi.
Að lokum erum við þess fullviss að
þið ágætu 60-menningar, sem við
hinir almennu félagar höfum kosið
óbeinni kosningu til að gæta hags-
muna okkar, standið i stykkinu og
fylgið, með okkar stuðningi, dyggi-
lega eftir kröfugerðinni sem heyrst
hefur að sé hið ágætasta plagg.
Reykjavík 1. febrúar 1980.
Áhugasamir félagar.
Hringió
í síma
27022
milli kl. 13
og 15,
eða skrifið
Frá útifundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Opið bréf til 60-manna samninganefndar BSRB:
LANGEYGIR EFTIR FRÉTTUM
AF SAMNINGAMÁLUNUM