Dagblaðið - 06.02.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
Sjö manna fjölskyldan með
hagstæðustu útkomuna í des.
— Dýrast hjá tveggja maima fjölskyldunum með mmlega 50 þús. kr. í meðaHalskostnað
Vinningshafi mán-
aðarúttektarinnar
Hagslæðust útkoman í desember-
mánuði reyndist hjá sjö manna fjöl-
skyldunum, sem voru með 32.246 kr.
á mann að meðaltali í mat og hrein-
lætisvörur. Þar næst komu sex
manna fjölskyldur með 38.081 kr. á
mar.n. — Það er að segja, útkoman
varð þó hagstæðari hjá allra stærstu
fjölskyldunni okkar, sem er ellefu
manna og var með 27.882 kr. í
meðaltal. Hins vegar er aðeins ein
slík stórfjölskylda sem sendi seðil.
,Ein átta manna fjölskylda sendi með 55.187 kr. á mann. I skýringar-
!okkur upplýsingaseðil og var hún bréfi með þeim seðli kom fram að
Nafn áskrifanda
Sex manna
Eins og áður sagði, var næsthag-
stæðust útkoman hjásex manna fjöl-
skyldunum, ef undanskilin er ellefu
manna fjölskyldan. Meðaltalið hjá
sex manna fjölskyldunum var 38.081
kr.
Fjögurra manna
Eins og oftast áður var fjölmenn-
asti hópurinn fjögurra manna fjöl-
skyldan. Meðaltalið hjá þeirri fjöl-
skyldustærð reyndist 40.081 kr. á
mann. Sú fjölskyldustærð hefur oft
komið hagstæðast út, þó ekki væri
svo í desember.
Ellefu manna
Meðaltalið hjá stóru fjölskyldunni
okkar, sem er ellefu manna, er aðeins
27.882 kr. Verður það að teljast mjög
hagstæð útkoma og kemur sennilega
meira til heldur en hagkvæm magn-
innkaup. ,
- A.Bj.
inni í þessari upphæð er nautakjöt
upp á rúmlega 71 þúsund kr.
Fimm manna
Fimm manna fjölskyldurnar voru
þriðju fjölmennustu, með 41.728 kr.
á mann að meðaltali. Þessi fjöl-
skyldustærð hefur oft komið hag-
stætt út, eins og raunar nú, en þessi
fjölskyldustærð var með fjórða hag-
stæðasta meðaltalið.
Tveggja manna
Fyrir utan átta manna fjölskylduna
okkar var útkoman óhagstæðust hjá
tveggja manna fjölskyldunum.
Meðaltalseyðsla á mann í mat og
hreinlætisvörum reyndist vera 51.013
kr.
Þriggja manna
Næstfjölmennasti fjölskyldu-
hópurinn sem sendi upplýsingaseðla
fyrir desembermánuð var þriggja
manna fjölskyldur. Meðaltalið hjá
þeirri fjölskyldustærð reyndist vera
44.834.
Sjö manna
Útkoman var hagstæðust hjá sjö
manna fjölskyldunum. Að þessu
sinni sendu fjórar sjö manna fjöl-
skyldur inn seðla. Meðaltal þeirra
reyndist vera 32.246 kr.
Þegar fjölskyldurnar eru stórar er
oft hægt að ger,a hagkvæm innkaup,
sem verra er að eiga við þegar um
minni fjölskyldustærðir er að ræða.
Ef tekið væri tillit til húsaleigu,
rafmagns og hitakostnaðar, sem við
höfum ekki farið út i að gera, væri
útkoman enn hagstæðari fyrir stærri
fjölskyldurnar. Þá dreifist ,,fastur”
kostnaður á fleiri.
Átta manna
Ein átta manna fjölskyida sendi
upplýsingaseðil. Reyndist meðaltalið
á honum vera 55.187 kr. á mann. í
skýringarbréfi komu fram kjötkaup
upp á 71 þúsund kr. Ef við drögum
þá upphæð frá heildartölunni verður
meðaltalið 46.312. Það er þó frekar i
hærra lagi miðað við svo stóra fjöl-
skyldu.
Nú höfum við fengið upplýsingaseðla
frá fjölskyldum í landinu í eitt ogí
hálfl ár. Þátttakan hcfur verið al-
menn og okkur berast að jafnaði
seðlar frá fjölmörgum sveitarfélög-
um. Öllum kemur saman um að það
sé til hagsbóta að halda heimilisbók-
hald.
DB-mynd Bjarnleifur.
Upplýsingaseöill
til samanburöar á heimilisköstnaði
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldiö?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi Í upplýsmgamiðlun'
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von i að fá nytsamt heimilistæki.
Kostnaður íjanúarmánuði 1980.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö
kr.
Alls kr.
w I /Jt tv
Fjöldi heimilisfólks
fekk 162 þúsund
kr. fyrir desember
- Nú breytum við
viimingar verða
Mánaðarúttektin okkar fyrir des-
embermánuð fór til Húsavíkur.
Vinningsupphæðin kom á fjögurra
manna fjölskyldu og meðaltalsupp-
hæð fyrir slika fjölskyldstærð
reyndist vera 40.502 kr., þannig að
vinningsupphæðin var 162.008 kr.
„Það má aldeilis nota þessa upp-
hæð,” sagði vinningshafinn okkar,
Gréta Sigfúsdóttirá Húsavík, er við
hringdum og tilkynntum henni um
vinninginn. — Gréta hefur verið með
í heimilisbókhaldinu okkar nærri frá
upphafi og hafa bréf frá henni oft
birzt á Neytendasíðunni.
Hún vinnur annað hvert kvöld á
blognæstu
heimilistæki
Hótel Húsavík, er gift rafvirkja og á
tvö börn, stúlku 12 ára og dreng 16
ára. — Gréta kaus að verzla fyrir
upphæðina i Kaupfélaginu á Húsavík
og ætlum við að fara með henni i
verzlunarleiðangur í næstu viku.
Þetta verður síðasta matarúttektin,
sem dregið verður um. Okkur finnst
kominn tími til þess að breyta örlítið
til.
Á næstu mánuðum verður dregið
um vinning i hverjum mánuði og
verða í boði ýmiss konar heimilis-
tæki. Þau verða ákveðin jafnóðum
og sagt frá þeim hér á síðunni.