Dagblaðið - 23.02.1980, Qupperneq 4
' '''dAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980.
DB á ne ytendamarkaði
EGG MÁ FRYSTA MEÐ
GÓDUM ÁRANGRI
Réit er að benda lesendum
Neytendasiðunnar á að egg er hægt
að frysta. Í einiim al'hinum prýðilega
greinargóðu bæklingum, sem
Kvenlelagasamband íslands hefur
gefið út, Frysting matvæla, cr sagl
frá þvi hvernig það skal gert.
f>ar stendur m.a. að egg sem á að
frysta verði að vera nýorpin, alveg
köld og hrcin. Frysta má hvitu og
rauðu saman. Eggjahvítur má frysta
án þess að blanda nokkru i þær, en
eggjarauðurnar verða hins vegar seig-
ar ef ekki er blandað saman við þær
annaðhvort salti eða sykri — ekki
má frysta heil egg meðskurni.
Bezt reynist að frysta rauður og
hvítur saman.Eggin eru þá brotin og
blandað vel saman með gaffli án þess
þó að loft hrærist í eggin. Siðan er
látið 1 g af salti eða 3 g af sykri í hver
100 g af eggjum. í fjögur heil egg er
hæfilegt að setja 1/2 tsk. salt eða I
tsk.sykur.
Eggin eru fryst í sellófan- eða
plastpokum eða gler- eða plast-
dollttm. Merkið þau greinilega og
takið fram hverju og hve niiklu er
blandað í þau. Tilvalið er að nota
plastdollur undan mjólkurmat,
jógúrt, sýrðum rjónia, skyri og ými,
undir fryst egg.
Eggin á siðan að þíða hægt, t.d. i
kæliskáp eða við stofuhita. Þá tekur
það 6—8 klst. á hvern 1/2 I af
eggjunt. Frosin egg má nota á sama
hátt og ný egg i matargerð, bakstur,
mayones, búðinga o. 11. Þau verða
e.t.v. aðeins dekkri á lit eftir
frystingu, en það breytist við suðu og
hitun. Eggjaréttir sem búnir eru til úr
frosnum eggjum eru fullkomlega
eðlilegir útlits. Frosin egg á að nota
strax og þau hafa þiðnað. — Fryst
egg má geyma i 8—10 mánuði við 18
stiga frost.
-A.Bj.
K
Mikið eggjastríð hefur staðið
undanfarna mánuði. Framboð af
eggjum hefur verið mun meira cn
eftirspurn og gripu framleiðendur til
þess ráðs að lækkja eggjaverðið.
Neytendur eiga að notfæra sér slíka
verðlækkun og kaupa egg á meðan
þau eru enn til á lága verðinu, því
hægt er að frysta egg með góðum
árangri. Stærð skammtanna fer
vitanlega eftir því hver slærð
heimilisins er og hve mikið er
vanalegl að nota i einu í matar-
gerðina.
I)B-mynd Bjarnlcifur.
Liðurinn „annað” fór
úr böndunum í janúar
— Matarmeðaltalið á mann rúml. 31 þús. en meðaltal annarra útgjalda
167 þúsund á mann
,,Kæra Neytendasiða!
Þá kemur nú eyðslan í janúar-
mánuði. Mér finnst upphæðin sem
fór i „annað” alveg ofsalega mikil,
en það vill vist oft fara þannig,” segir
i bréfi frá húsmóður í Bolungarvík.
Meðaltalið í mal og hreinlætisvörur
hjá henni er rétt rúml. 31 þús., sem
verður að teljast vel sloppið.
,,l liðnum ,,annað” (sem var upp
á rúmi. 837 þúsund) var m.a. olía, 85
þús., rafmagn 30 þús., simi, nærri 56
þús., skiði 38.500, pössun, efni o. fl.
3Ó þús., áskrift á DB 4 þús., bensin
30 þús., afmælisgjafir en þær eru
alltaf miklar i janúar nærri 70
þúsund, snjódekk 55 þús., passa-
myndir 8.700, klipping og permanenl
16.500, leirtau ca 45 þús., dans-
kennsla fyrir tvö börn 16.400 og
siðast en ekki sizt afborgun af vaxta-
aukaláni nærri 247 þúsund.
Maturinn var 159.640, en það er
ekki alveg raunhæf tala, við áttum
allt kjöt og fisk i frystikistunni.
Yngsta barnið á heimilinu fær enn
tnikið af barnamat og finnst mér það
mjög dýr liður.”
4
ÚTBOÐ
Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í
byggingu stálþilsbryggju í Gufunesi í Reykjavík. Út-
boðsgögn verða til sýnis á skrifstofu Áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi frá og með mánudegi 25.
febrúar 1980 á venjulegum skrifstofutíma og verða þau
þar afhent væntanlegum bjóðendum gegn 80.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu nafni út-
boðs eigi síðar en kl. 14.00 miðvikudaginn 9. apríl 1980,
á skrifstofu Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi
Reykjavík og verða tilboð opnuð þar kl. 14.15 sama
dag Áburðarverksmiðja ríkisins.
Raddir
neytenda
Bóndinn
fljóturað
gleyma
útgjöldunum
,,Ég sendi hér minn fyrsla seðil.
Liðurinn „annað” fór allur í graul,
þvi bóndinn borgar flesl sem fer í
þann lið og er fljótur að gleyma,”
segir i bréfi frá Sigríði.
Nokkrir af sildarréttunum sem eru um borð i Vikingaskipinu i Blómasal
Loftleiðahótelsins, þar sem „Sildarævintýri” hefur verið i gangi alla vikuna.
DB-mynd Bjarnleifur.
Karrýsfld á
kvöldborðið
Við skulum lita hér á eina síldar-
uppskrift, svona i tilefni af því að um
helgina lýkur „Sildarævintýrinu” á
Hótel Loftleiðum. Uppskriftin er úr
uppskriftabæklingi íslenzkra mat-
væla.
KARRÝ-SÍLD
4 marineruð sildarflök
I cpli
1 lítil dós ananas
1 1/2 dl olíusósa (mayones)
karrýduft
Skerið sildina í bita. Eplið er
afhýtt og skorið i litla bita og
ananasinn einnig skorinn smátt, eftir
að safinn hefur verið látinn renna af
honum. Hrærið olíusósuna með smá
ananassafa og kryddið með karrýinu
eftir smekk. Blandið síðan öllu sam-
an og látið standa í kæli.
Tilvalið að bera fram rúg-
brauðsklemmur með þessu salati.
Hráefniskostnaður er nálægt 930
kr.
-A.Bj.
Uppskrift
dagsins
Gagnlegt að
bera sig sam
an við aðra
Kæra DB á neytendamarkaði.
Með þessum upplýsingaseðli
fannst mér ég verða að senda fáeinar
linur.
Ég hef fylgzt með neytenda-
síðunni frá byrjun af miklum áhuga.
Það er mjög gagnlegt að geta borið
heimilisbókhald sitt saman við aðra
og ég held að það sem kom fram á
síðunni um daginn, að þetta væru
líklega einu raunhæfu tölurnar um
heimiliskostnað, sé alveg rétt. Ég hef
haldið heimilisbókhald, svona
nokkuð reglulega, i fjórtán ár.
I liðnum „annað” á seðlinum er
ýmislegt sem vantar. Þar á meðal er
kostnaður við bílinn og eflaust fleira.
En inni í tölunni er olia upp á 90
þúsund og sími og rafmagn.
I matar- og hreinlætiskostnaðar-
liðnum er allt i þeim ,,dúr” er keypt
var, eitthvað var víst til í kistunni
góðu sem fer svo víst að verða tóm.
Með þökk fyrir góða síðu í DB.
Ein á Akureyri”.
Við þökkum kærlega góðar óskir.
Upplýsa má að þessi Akureyrar-
fjölskylda er með tæpar 29 þúsund
krónur á mann að meðaltali, en
fjölskyldan er sex manna. Liðurinn
„annað” hljóðaði upp á rúmlega 141
þúsund. Ef tekið er tillit til þess að
þar af er oliuupphitun upp á 90
þúsund finnst mér heildarupphæðin
afar lág, — jafnvel þótt vanti allan
kostnað við heimilisbílinn.
Hvort tölurnar i heimilis-
bókhaldinu okkar séu þær einu
raunhæfu skal ósagt látið. En þetta
er tölur frá fólkinu víðs vegar um
landið. Eins og sjá má á kortinu seml
við birtum i byrjun hvers mánaðar
um meðaltalstölurnar frá hinum!
ýmsu stöðum á landinu er hreint
ótrúlegt hve víða að við fáum
upplýsingaseðla. Við erum að vonum
glöð yfir því að fólkið i landinu skuli
taka þátt i þessu með okkur og
vildum helzt að þeir væru miklu fleiri
semgerðuþað. -A.Bj.