Dagblaðið - 23.02.1980, Page 10

Dagblaðið - 23.02.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1980. Srjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. jþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómassort7 Brag Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnlerfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofústjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjórn Sfðumúia 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Askríftarverð ó mónuði kr. 4500. Verö í lausasölu kr. 230 eintakið. Lítil stjórnarandstaöa Engar ríkisstjórnir síðari ára hafa fengið slíkan óskabyr í upphafi og ríkis- stjórn Gunnars Thoroddserts nú. Skoðanakönnun Dagblaðsins benti til þess, að rúmlega 70 af hundraði landsmanna fylgdu stjórninni, aðeins átta af hundraði væru henni andvígir, og rúmlega 21 af hundraði væri óákveðinn. Jafnvel á Alþingi sást ekki stjórnarandstaða að kalla fyrr en tvo síðustu dagana fyrir þinghlé. Þá fyrst kom fram, að al- þýðuflokksmenn og Geirsmenn sóttu í sig veðrið. Vafalaust á stjórnarandstaðan á Alþingi eftir að harðna, eftir því sem veigameiri vandamál koma til umfjöllunar. Áreiðanlega hefur mörgum þótt tvísýnt i fyrstu, þegar Gunnar Thoroddsen hóf sérsamninga um ríkis- stjórn, hvort almenningur mundi lasta hann eða lofa fyrir verkið. Gunnar átti á hættu að verða almennt talinn hafa svikið flokk sinn og komið með óheiðarlegum hætti aftan að formanni flokksins. Ljóst er nú, að almenn- ingur telur framtak Gunnars hafa verið lofsvert. Al- menningur hefur litla samúð með flokksræði. Hann metur mikils, þegar einstakir þingmenn rísa gegn flokksvaldinu og láta samvizku sína ráða. Ýmislegt er hæft í ummælum Lúðvíks Jósepssonar, þegar hann talar um „augnabliksstemmningu kringum Gunnar”. Hvernig þessi „stemmning” endist, fer að sjálfsögðu eftir því, hvort þessi rikisstjórn verður vin- sæl til lengdar eða bakar sér óvinsældir með verkum sínum. Sem stendur kemur stuðningur við Gunnar Thor- oddsen víða fram í þeim skoðanakönnunum, sem Dag- blaðið hefur birt. Að sjálfsögðu birtist hann í eindæma mikilli lýðhylli ríkisstjórnarinnari <> Þessi „stemmning” kemur einnig fram í því, að ýmsir, sem ekki studdu Sjálfstæðisflokkinn í kosning- unum í desemberbyrjun, telja sig nú standa næst þeim flokki. Hreyfingin er aðallega frá Alþýðuflokknum, og kemur það ekki á óvart. Alþýðuflokkurinn var nokkru fyrir þingkosningarn- ar í desember kominn niður í svipað fylgi og hann hefur nú samkvæmt skoðanakönnuninni. Alþýðuflokksmönnum tókst á síðustu vikunum fyrir kosningarnar að ná aftur til sín talsverðu af því fylgi, sem var að ganga þeim úr greipum. Þetta munu þeir forystumenn Alþýðuflokksins viðurkenna, sem stóðu í kosningabaráttunni. Nú rennur þetta fylgi aftur frá Alþýðuflokknum. Engum getum skal að því leitt, hvernig Sjálfstæðis- flokknum helzt á því fylgi, sem hann hefur um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn hafði óskabyr skömmu fyrir kosningarnar í vetur, en honum tókst með undraverð- um hætti að koma þessu fylgi af sér, áður en kosið var. Mestu um framhaldið mun að sjálfsögðu skipta, hvernig fer um klofninginn í Sjálfstæðisflokknum. At- burðir á Alþingi síðustu tvo dagana benda til þess, að klofningurinn ágerist. En margir sjálfstæðismenn um allt land munu vinna að því að sætta hin stríðandi öfl, svo að flokkurinn bíði ekki varanlegt tjón af. Skoðanakannanirnar sýna stöðuna eins og hún er nú, en varasamt er að fullyrða um framhaldið. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum: Bush og Carter á uppleið en Reagan og Kennedy í vanda —af staða almennings vestra til George Bush minnir á stöðu Carters árið 1976 Allar likur þykja nú benda til þess að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti beri sigur úr býtum í prófkosningum Demókrataflokksins í New Hamps- hire án þess að þurfa einu sinni að bregða sér úr Hvíta húsinu. Úrslit siðustu skoðanakannana benda til þess að hann hafi 18% meira fylgi en Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður. Yrði ósigur þarna mikið áfall fyrir Kennedy, en New Hamps- hire er næsta fylki við heimafylki hans, Massachusetts, og hefur auk þess verið um langt skeið talið öruggt til fylgis við þá Kennedyana. Ósigur i New Hampshire, sem er fyrsta fylkið af þeim 35 sem velja sér full- trúa á flokksþing með beinum kosn- ingum, gæti reynzt endalok baráttu Kennedys fyrir útnefningu til forseta- framboðs fyrir Demókrataflokkinn. Staða Kennedys er að mörgu leyti peorgei Bush, fyrrum þingmaður, iíhlA forstjóri, sendiherra og fleira, ýirðist falla hinum almenna kjósanda ígeð. erfið eins og svo oft áður fyrir þá sem berjast við mann sem situr í forseta- stóli. Jimmy Carter forseti segisl ekki munu taka þátt i kosningabaráttunni fyrr en þvi mikilvæga máli að frelsa gislana fjörutiu og niu úr prisundinni i sendiráðinu í Teheran er lokið. Þetta hefur valdið Kannedy óvænt- um erfiðleikum. í fyrra voru flestir á þeirri skoðun að hann mundi eiga auðvelt með að sigra Carter forseta i baráttunni um forsetaframboð demókrata á þessu ári. Carter þótti hafa staðið sig illa í embætti og litt til þjóðarforustu fallinn. í stað þess er Carter nú orðinn sameiningartákn baráttu Bandaríkjanna gegn illum öflum á alþjóðavettvangi og Kennedy verður að berjast við vindmyllur og sá hópur vex nú stöðugt sem efast um hæfileika hans til að gegna stöðu for- seta í Washington. Sá er til skamms tima þótli sigur- stranglegastur í hópi repúblikana, Ronald Reagan, fyrrum rikisstjóri i Kaliforníu, á einnig við erfiðleika að etja. Lengi vel hefur Reagan verið talinn langliklegastur repúblikana til að hljóta embættið og hefur hagað sér sem slikur. Ef hann tapar í New Hampshire, eins og líklegt þykir, þá fer að harðna á dalnum hjá honum. Helzti andstæðingur hans, George Bush, bendir á að hann sé eins og sniðinn i embætti forseta Bandaríkj- anna vegna fjölþættrar reynslu sinn- ar. Víst er að hann hefur margt til síns máls. Að vísu gegnir hann engum störfum um þessar mundir en ein- - beilir sér að þvi að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins. George Bush er fyrrverandi aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, var áður sendimaður lands síns i Kína, fyrrum þingmaður i fulltrúadeildinni i Washington, fyrr- um aðalforstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og auk þess fyrrum formaður Repúblikana- flokksins. Bush þykir fremur íhalds- samur í skoðunum. I siðustu skoðanakönnunum í New Hampshire um úrslit í forkosningum flokkanna, sem verða næsta þriðju- dag, kom i Ijós að Carter naut fylgis 47% demókrata en Kennedy aðeins 29%. Siðan komu 6% sem fylgdu Jerry Brown ríkisstjóra í Kalifomiu að málum en 18% voru óákveðnir. í hópi repúblikana voru 37% fylgj- andi Bush en 33% studdu Reagan, 10% Howard Baker, leiðtoga repú- blikana i öldungadeildinni, 5% voru á bandi John Anderson, fulltrúa- deildarþingmanns frá Illinois, og Margir telja Ronald Reagan orðinn heldur aldraðan, enda orðinn 69 ára. John Connally, fyrrum ríkisstjóri i Texas, hafði 2% fylgi. Lestina ráku þeir Robert Dole öldungadeildar- þingmaður og Philip Crane, fulltrúa- deildarþingmaður frá lllinois. I skoðanakönnun sem gerð var fyrir The New York Times og CBS sjónvarpsstöðina í þessari viku kom i Ijós að 58% demókrata virtust styðja Carter til forseta en aðeins 23% voru fylgjendur Kennedys. Bendir þetta til þess að Kennedv hafi hingað til mis- tekizt hrapallega að telja fólki trú um að stefna hans sé á einhvern hátt frá- brugðin stefnu Carters og hann þvi hæfari til setu í forsetastóli. Könnunin var einnig mjög at- hyglisverð um fylgi þeirra sem styðja repúblikana. Reagan var þar að vísti enn í fórustu með 33% en Bush naut stuðnings 24%. Rétt er að ítreka að könnun þessi náði til alls landsins. Fyrir aðeins einum mánuði voru sam- bærilegar tölur 45% fyrir Reagan en 6% fyrir Bush. Bæði Reagan og Kennedy biðu ósigur i kosningum til kjörnefnda i „C'arter dregur frelsun gíslanna vísvitandi á langinn,” segir F.dward Kennedy. Iowafylki í fyrra mánuði. Carter hlaut rétt um tvo þriðju hluta at- kvæða á meðan Kennedy fékk þriðj- ung atkvæða demókrata. Bush sigraði Reagan naumlega en alkvæði repúblikana skiptust mun meira en demókrata. Svo áfram sé haldið að rekja úrslit í fyrri kosningum má nefna að Kennedy tapaði naumlega fyrir Carter i Maine fyrir hálfum mánuði og Bush sigraði auðveldlega um siðustu helgi i undirbúningskosning- um i Puerto Rico, cn þar niætti Reágan ekki til leiks. Einkum þykir aldurinn vera farinn að færast heldur mikið yfir Reagan til þess að hann verði talinn sigur- stranglegur sem forsetaefni. Margir repúblikanar efast um að hann gæti sigrað i forsetakosningum þess vegna en hann er nú 69 ára að aldri. Munur- inn á stefnu þeirra Bush og Reagans þykir ekki vera mikill. Báðir eru taldir í hópi hinna íhaldssamari. Bush hefur aftur á móti lagt á það áherzlu og með nokkrum árangri að hann sé fullur af starfskrafti og aldursins vegna geti hann vel sinnt ýmsum þeim störfum sem forseti þurft að gera. Fyrri ferill hans bendi líka til þess. Því fer þó fjarri að ekki sé hægt að setja út á fyrri frammistöðu Bush í opinberum störfum. Hann var formaður Repúblikana- flokksins þegar hneykslið vegna Watergate innbrotsins og því sem þar fylgdi á eftir reið yfir. George Bush segir sjálfur að þá hafi honum tekizt að halda saman Repúblikanaflokkn- um og vill telja sér það til gildis eins og eðlilegt er. Margir telja honum þó það til lasts nú að hann var einn hinna síðustu til að snúa baki við Richard Nixon í forsetaembætti. Frammistaða hans sem aðalfull- trúa Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvarf alveg i skuggann fyrir eftirmanni hans í starfi. Það var Patrick Moynihan, þáverandi stjórn- lagaprófessor, sem siðan sneri sér að

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.