Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980. ð Iþrótfir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Sigurlás til ÍBV Sigurlás Þorleifsson, landsliAs- madurinn kunni i knallspyrnunni, mun lcika með Vestmannaeyingum i sumar. Á fimmludagskvöld var gengiö frá félagaskiplum hans úr Víkingi í ÍBV. Langur aödragandi hefur veriö aö þessum félagaskiptum — Sigurlás álti erfitl með að gera upp hug sinn hvort hann léki mefl Víkingi áfram eöa gengi i raflir sinna gömlu félaga í ÍBV-liðinu á ný. Nú á fimmtudag lók hann af skarið og þá var gengið frá þessum málum um kvöldið. Sigurlás var markakóngur með Víkingi sl. sumar — skoraði flesl mörk lcikmanna í 1. deild. Þá var hann einnig i fyrsla skipli valinn i ísl. landsliðið. - hsím. Stenmark keyrði stórkostlega í seinni ferðinni og vann gull —vann upp rúmlega hálf rar sekúndu forskot Phil Mahre og tryggði sér sín önnur gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum í Lake Placid Ingemar Stenmark, skíðakóngurinn frá Sviþjóð, Iryggði sér í gærkvöld sín önnur gullverðlaun á ólympiuleikunum i Lake Placid er hann sigraði glæsilega í sviginu á 1 mín. 44,26 sek. Stenmark var í 5. sætinu eflir fyrri umferðina en keyrði brautina af stakri snilld og öryggi og náði langbezla tímanum i síðari ferðinni. Eftir fyrri ferðina leiddi Bandaríkja- maðurinn Phil Mahre og fór hann brautina á 53,31 sek., ákaft hvattur af fjölmörgum áhorfendum, sem voru allir á hans bandi. í öðru sætinu voru þeir jafnir Jacques Llithy og Hans Enn á 53,70 sek., Bojan Krizaj kom næstur á 53,79 og síðan Stenmark á 53,89 sek. Síðari ferðin var ævintýri líkust hjá Stenmark og hann kom í mark á 50,37 sek. Frábær tími. Phil Mahre átti ekk- ert svar við þessu og varð að gera sér annað sætið að góðu. Jacques Liithy varð þriðji, en margir frægir kappar féllu úr leik. ÍA-fréttir enn á ferð Nú í vikunni barst 1)1$ í hendur<l. tbl. 4. árg. ÍA-frétta en þetta rit hefur verið gefið út mjög reglulega af hálfu Iþróttabandalags Akraness. F.ins og áður er nokkuð viða komið við í blaðinu og flestum íþróttagreinum á Skaga gerð skil að cinu eða öðru leyti. Sá galli er hins vegar á blaðinu að það er ekki í umsjá eins ákveðins aðila heldur skrifa forráðamenn viðkomandi íþróttagreina sína pistla i blaðið. Verður það fyrir vikið sundurleitara en ella. Jákvæðú hliðarnar við blaðið eru að sjálfsögðu margfalt veigameiri og það eitt að standa að útgáfu sliks blaðs er ákaflega virðingarvert og mættu fleiri félög fylgja þessu fordæmi. Margrét til Danmerkur Margrél Sigurðardóttir, hin stór- efnilega sundkona úr Breiðabliki, heldur innan skamms til Danmerkur þar sem hún mun stunda æfingar um 4 mánaða skeið hjá einum færasta sundþjálfara Dana. Margrét, sem er aðcins 15 ára gömul og keppti fyrir hönd íslands á síðasta ári, mun því niissa af öllum helztu stórmótunum hér heima, en væntanlega koma aftur sterkari en nokkru sinni. Gamla góða sóknar- tríóið í fullu fjöri Flestir hérlendir knattspyrnuáhuga- menn sem hafa náð 20 ára aldri muna vafalítið eftir þcim félögum Fusebio, Torres og Sinioes. Þessir þrír félagar mynduðu í heilan áratug einhverja þá skæðustu framlinu, sem sögur fara af í knatlspyrnunni er þeir léku með Þróttur gegn Aftureldingu Á morgun kl. 14 leiða saman hesta sina Þrótlur og Afturelding í 2. deild i handknattleik. Teksl Þrótti að ná báð- um tigimum eða láta þeir sér nægja annað eins og í undanförnum leikjum? portúgalska félaginu Benfica. Benfica kom einmitt hingað til lands árið 1968 með allar sínar stjörnur innanborðs og þá tókst íslandsmeisturum Vals að' ná markalausu jafntefli gegn stjörnunum — nokkuð sem enginn botnar enn upp né niður í. Fljótlega cftir islandsferðina tóku leikmenn Benfica að tínast hver í sína áttina og liðið missti allan þann frægðarljóma sem umlék það á beztu árum þess. Áhangendur þessara stjarna í Portúgal geta þó enn séð sína gömlu snillinga í fullu fjöri ennþá — alla í sama liðinu meira að segja. Þeir leika nú með 1. deildarliðinu Estoril í portúgölsku deildakeppninni og hafa bara staðið sig bærilega þótt ekki sé hraðinn sá sami og áður. Þetta einvalalið valkyrja og trölla tók úrvalslið iþróttafréttamanna heldur betur i karphúsið á stjörnublóti KKl á þriðjudag og hafði þvi ærna ástæðu til að fagna á eftir. Frá vinstri: Steinn Sveinsson heldur á Oddnýju Sigsteinsdóttur, Bjarni Gunnar Sveinsson tekur Jóhönnu Halldórsdóttur upp á arma sér, Birgir Örn Birgis tekur Guðríði Guðjónsdóttur létt með „annarri” og loks righeldur Einar Bollason um Kolbrúnu Jóhannsdóttur. DB-mynd Bjarnleifur. Þeir eru stigahæstir — DB birtir lista yf ir alla leikmenn er skorað hafa yf ir 150 stig í úrvalsdeildinni í vetur Nú líður óðum nær lokum Islands- mótsins í körfuknattleik og þykir sýnt að baráttan um íslandsmeistaratitilinn komi til með að standa á milli Vals og Njarðvíkur að þessu sinni. ÍR-ingar eru þó ekki alveg úr sögunni og gætu hugsanlega krækt i titilinn. IR á einmitL leik gegn Njarðvík kl. 19 á mofgun' óg gæti sá leikur ' skij/t miklu um framvindu mála. ÍR-ingar verða að sigra — annars eru þeir úr leik — og Njarðvíkingar þurfa cinnig nauðsynlega á sigrinum að halda. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þannig: Valur 16 12 4 1419—1317 24 Njarðvík 15 II 4 1241 — 1151 22 KR 16 9 7 1327—1261 18 j R 15 9 6 1320—1339 18 ÍS 16 4 12 1356—1425 8 Fram 16 2 14 1252—1414 4 Eins og gefur að skilja hafa fjölmargir leikmenn komið við sögu það sem af er mótinu og skorað stig. Fyrir nokkru birtum við i DB lista yfir þá sem höfðu skorað yfir 100 stig í vetur. Siðan hafa öll liðin leikið 4 leiki — að Njarðvik og ÍR undanskildum. Hér á eftir fer listi yfir alla þá leikmenn sem skorað hafa yfir 150 stig fyrir lið sín í vetur. Flestir leikmenn á listanum. nú eru hinir sömu og síðast en þó hafa þrír helzt úr lestinni. Þórir Magnússon, Val, Jónas Jóhannesson, Njarðvik, og Stefán Kristjánsson, ÍR, voru allir með yfir 100 stig síðast, en hafa ekki náð 150stigum nú. Þá hefur einn nýr maður bætzt inn, Darrell Shouse i Fram. Annars lítur listinn þannig út: stig Trent Smock, ÍS 519 Tim Dwyer, Va! 452 Mark Christensen, í R 376 Símon Ólafsson, Fram 356 Jón Sigurðsson, KR 348 Kristinn Jörundsson, ÍR 336 Marvin Jackson, KR 285 Gunnar Þorvarðarson, Njarðvík 277 Ted Bee, Njarðvík 268 Kristján Ágústsson, Val 249 John Johnson, Fram 245 Guðsteinn Ingimarsson, Njarðvik 237 Þorvaldur Geirsson, Fram 224 Ríkharður Hrafnkelsson, Val 203 Jón Héðinsson, ÍS 200 Torfi Magnússon, Val 196 Kolbeinn Kristinss, ÍR 1B2 Garðar Jóhannsson, KR 180 Gisli Gislason, ÍS 166 Bjarni G. Sveinsson, ÍS 161 Geir Þorsteinsson, KR 160 Jón Jörundsson, ÍR 157 Darrell Shouse, Fram 155 Eins og sjá má af listanum er Trent Smock úr ÍS langstigahæstur. Hann hefur þó misst úr einn leik og er því aðeins með 15 leiki eða 34,6 stig að meðaltali, sem er frábært. Þeir Símon Ólafsson, Jón Sigurðsson og Kristinn Jörundsson eru alveg sér á báti hvað varðar íslenzku leikmenni.ta og langt er í næsta íslending. -SSv. Sigursveit Meiintaskólans við Sund. Frá vinstri: Helgi, Kristinn, Einar og Trausti. DB-mynd Þorri. Menntaskólinn við Sund sigraði með yfirburðum — í svigmóti f ramhaldsskólanna Menntaskólinn vió Sund, A-sveit, sigraði með yfirburðum á svigmóti framhaldsskólanna sem haldið var við Skiðaskálann í Hveradölum á öskudag. Skiðafélag Reykjavíkur sá um fram- kvæmd mótsins. Svigbrautina lagði Haraldur Pálsson. Fjórtán skólar sendu fimmtán sveitir. Margir af beztu- skiðamönnum Reykjavíkur voru meðal keppenda. Menntaskólinn á Akureyri sendi sveit með Finnboga Baldvinsson í broddi fylkingar. í liði íþróttakennara- skólans á Laugarvatni voru nokkrir góðir skíðamenn, þau Margrét Bald- vinsdóttir frá Akureyri, Valþór Þor- geirsson frá Húsavík og Hans Krist- jánsson Rvík. Fimm menn voru í hverri sveit og giltu fjórir beztu tímarnir. Veður var hið bezta og mótið mjög skemmtilegt. Skíðafélag Reykjavíkur á þakkir skildar fyrir sitt framtak. 10sveitir af 15 luku keppni. Úrslit: Sveit Menntaskólans við Sund, A-sveit ' Helgi Geirharðsson 28,5 sek. Trausti Sigurðsson 30,8 sek. EinarÚlfsson 28,7 sek. Kristinn Sigurðsson 28,5 sek. 116,5 sek. Menntaskólinn á Akureyri 129,1 sek. Fjölbrautaskólinn Breiðholti I29,3sek. Menntaskólinn í Reykjavík 134,8sek. Menntask. v/Sund B-sveit 142,8 sek. íþróttakennarask. Laugarv. 148,4 sek. Skiðafélag Reykjavíkur bauð að keppni lokinni öllum keppendum og starfsliði upp á veitingar í Skíðaskálan- um. Sigurvegurum var afhentur fallegur bikar sem verzlunin Sportval gaf til þessarar keppni. Menntaskólinn við Sund vann þennan bikar lika í fyrra. - Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.