Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 1
rlanhlaft 6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 — 50. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Vopnuð ógnun hermannanna á Keflavíkuflugvelli: Vamarmáladeildin hefur ekkert um máliö að segja —en utanríkisráðherra þóttu viðbrögðin fullmikil, segir Magnús Gíslason „Utanrikisráðherra tók ljúfmann- lega á móti okkur,” sagði Magnús Gíslason í morgun. Eins og DB greindi frá í gær gekk Magnús á fund ráðherra m.a. vegna atburðanna í Rockville fyrr í vikunni er vopnaðir hermenn beindu byssum sínum að honum og öðrum manni við störf í herstöðinni. „Utanríkisráðherra hafði ekki fengið í hendur lögregluskýrslur um málið, en þá skýringu að bjalla hefði hringt í skúr þarna rétt hjá. Honum fundust viðbrögðin fullmikil við þessu og var sammála okkur að koma þyrfti í veg fyrir að slíkir atburðir endurtækju sig. Þá ræddum við um ómerkt svæði, bæði á Miðnesheiðinni og Hafnaveg- inum, sem munu vera undir yfirráð- um Bandaríkjamanna. Slík svæði verðuraðmerkja. Við eigum því eftir að fá skýringu á þessum atburði. Engin formleg skýr- ing hefur komið frá varnarliðinu. Hún hlýtur að koma. Ég á ekki von á þvi, að þessi atburður breyti neinu um okkar starf í Rockville. Ég hef að vísu ekki komið þangað síðan at- burðurinn varð en Björn Stefánsson félagi minn, sem einnig varð fyrir þessu, fór þangað í gær og var allt' með felldu.” Ekki náðist i utanríkisráðherra í morgun, en Helgi Ágústsson, for- maður varnarmáladeildar, sagði að utanrikisráðuneytið hefði ekkert látið frá sér fara og um málið væri ekkert að segja. Þá vildi hann ekki segja hvenær viðbragða væri að vænta frá ráðuneytinu. - JH Stal 293 bíó- miðum í ölæði Ölvaður maður stal i gær tæplega 300 miðum að ákveðinni sýningu i Hafnarbtói. Hafði hann orðið ósátlur við starfsfólk biósins og mun hefnd aðallega hafa ráðið um grip- deild mannsins. Frá bióinu hvarf hann síðan sent farþegi í grænleitum bil. Lögreglan hafði snör handtök, setti verði við fjölfarnar götur i ná- grenninu og litlu siðar fannst bíllinn og var þá farþeginn með bíómiðana 293 enn í bilnum. Hann sat inni í nótt og beið fundar við rannsóknarlögreglumenn. - A.Sl. Óbreytt harka ímnheimtu? — bæjarráð Neskaup- staðarbíðursvars fjármálaráðuneytis Fjármálaráðuneytið hefur nú fjallað um erindi bæjarráðs Nes- kaupstaðar vegna deilna bæjarstjór- ans á staðnum og bæjarfógetans vegna skila á skattinnheimtu bæjar- ins af starfsfólki sinu. Þessum crjum fógeta og bæjarstjóra lyktaði með ákærurn á hendur bæjarstjóranum um fjárdrátt og gagnkæru bæjar- stjóráns á hendur fógetanum. Bæjarráðið fordæmdi vinnubrögð fógetans i skeyti sinu til fjármála- ráðuneytisins og krafðist opinbers svars ráðuneytisins um hvort inn- heimtuaðferðir fógetans, sent eiga sér enga hliðstæðu i samskiptum bæja og ríkis, séu af hálfu ráðuncytisjns taldar eðlilegar og hvort sveitarfélög mættu búast við.slikum vinnubrögð- um í innheimtu í framtíðinni. „Svarbréf fór héðan i póst um lok- un á þriðjudag,” sagði Höskuldur ráðuneytisstjóri Jónsson i morgun. „Tel rétt að bæjarráð fái bréfið áður en uppskátt er látið hvað í því slendur.” Logi bæjarstjóri sagði í morgun að bréFtð væri ókomið, enda ekkert flogið í gær. Hann kvað ekkert hafa gerzt i málinu síöan bærinn gerði full skil á inhcimtum skattgjöldum 5. febrúar, en neitaði að greiða dráttar- vexti. Rannsóknarlögreglumcnn taldi Logi horfna af staðnum, að minnsta kosti færu þeir leynt væru þeir enn á Neskaupstað. -A.Sl. Spenna færist í Reykjavíkurskákmótið: í KVÖLD TEFLA ÞEIR EFSTU Tony Miles hefur nú fengið keppinaut I efsta sætinu á Reykjavfkurskákmótmu, Rúss- ann Kupreitshik. Leiða kapparnir saman hesta sina i kvöld og verður eflaust spenn- andi að fylgjast með viðureign þeirra. Meðal áhugasamra áhorfenda á Loftleiðum i gærkvöld voru Fríðrik Olafsson, forseti FIDE, og Miles, sem samdi um jafntefli við Torre eftir nokkra leiki. DB-mynd Bjarnleifur. — heimarannsóknir Guðmundar brugðust og hann féll fyrir Rússanum Í4. umferð Eftir 4. umferð i Reykjavikurmótinu er röð keppenda þessi: 1.—2. Miles og Kupreitshik: 3 vinn- ingar. 3.—6. Browne, Margeir.Helgi, Sosonko: 2,5 v. 7.—9. Schussler, Jón L., Torre: 2 v. 10. —12. Byrne, Haukur, Vasjukov: 1,5 v. 13. Guðmundur: 1 v. 14. Helmers: 0,5 v. 5. umferðin verður tefld í Loftleiða- hótelinu i kvöld. Þá eigast þessir við: Jón L. — Byrne, Guðmundur — Browne, Miles — Kuþreitshik, Margeir — Torre, Helgi — Vasjukov, Helmers — Haukur, Schussler — Sosonko. Teflt verður kl. 5 til kl. 10. -BS — sjá nánarábls. 5 — sjá viðtöl við ólympíufara í framhaldi af skodanakönnun DB um þátttöku í ÓL á bls. 8-9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.